Morgunblaðið - 10.05.2007, Blaðsíða 30
ferðalög
30 FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Fólk þeysti út um allaHanoi á mótorhjólummeð stórar ferskjutrjá-greinar á bögglaber-
anum. Það var greinilega eitthvað
mikið í aðsigi,“ segir Sigurður Guð-
mundsson sem í febrúar síðast-
liðnum var staddur í Víetnam
ásamt eiginkonu sinni, Steinunni
Árnadóttur, og þrennum vin-
ahjónum. „Við byrjuðum sem mat-
arklúbbur, fórum svo í nokkrar
borgarferðir áður en við lögðum
upp í langferðir eins og yfir S-
Ameríku þvera og endilanga, Kína
og Suður-Afríku svo eitthvað sé
nefnt. Þetta eru sannkallaðar ævin-
týraferðir þar sem við leggjum
áherslu á að kynnast landi og þjóð.
Nú síðast fórum við til Víetnam og
Kambódíu. Þetta eru ævintýraferð-
ir þar sem við leggjum áherslu á að
kynnast landi og þjóð og hluta
ferðalagsins förum við oft á tveim-
ur jafnfljótum,“ segir Sigurður sem
hefur tekið að sér að skrifa ferða-
sögurnar og heldur áfram með
þessa frá Víetnam.
„Meðfram gangstéttunum í
Hanoi var víða búið að raða upp
kumkvatrjám en þeim má líkja við
hin íslensku jólatré nema þau eru
með litlum appelsínum, svoköll-
uðum kumkvat. Það var eftirvænt-
ing í loftinu, blómaangan og
ávaxtailmur.“
Framboðslögmálið
virkar í sósíalistaríkinu
Sigurður segir að Víetnamar noti
tvenns konar tímatal. ,,Opinberlega
og í alþjóðlegum viðskiptum nota
þeir hið vestræna almanaksár en í
einkalífinu nota þeir tunglárið eins
og Kínverjar enda voru þeir ný-
lenda þeirra í þúsund ár. Það sem
við urðum vitni að var undirbún-
ingur fyrir nýárshátíðina, Tet, eins
og hún er nefnd á víetnömsku. Hún
er Víetnömum mikilvæg því hún er
fjölskylduhátíð, þar sem ættingj-
arnir hittast og forfeðranna er
minnst. Fólk flykkist úr borgunum
á heimaslóðir í sveitum landsins og
Víetnamar, sem búa erlendis, koma
heim af þessu tilefni.“
Í ár gekk í garð ár svínsins og
hófst undirbúningur einni til tveim-
ur vikum fyrir hátíðarhöldin. „Þar
sem við vorum ferðamenn sáum við
einkum það sem gerðist utan dyra
en minna það sem fór fram inni á
heimilunum sjálfum. Það kom
vissulega margt spánskt fyrir sjón-
ir þar sem við vorum ekki kunnug
hefðunum og höfðum ekki heild-
arsýn yfir samhengi hlutanna. En
margt var líka alveg öfugt við það
sem við hefðum haldið í þessu ríki
sem kennt er við sósalista eins og
lögmálið um framboð og eftirspurn.
Þegar við vorum uppi í fjöllunum
nyrst í Víetnam voru bændurnir í
óða önn við að saga hríslur af
ferskjutrjánum og flytja þær niður
á vegi til þess að selja milliliðum
sem aftur seldu þær aðilum á
stærri þéttbýlistöðum. Og eftir því
sem nær dró nýársdeginum lækk-
aði verðið á bæði trjám og skrauti
ef framboðið var nægt, eins og virt-
ist vera.“
Öll fjölskyldan
á mótorhjólinu
Ferðaklúbburinn var kominn til
Saigon þegar sjálf áramótin gengu
yfir. „Í borginni búa venjulega um
8 milljónir manna en talið er að um
helmingur þeirra fari burt úr borg-
inni yfir hátíðina. Á því sem næst
hverju húsi hékk skilti þar sem á
stóð „Chuck Mong Nam Moi“, sem
þýðir gleðilegt ár, og götur og torg
voru skreytt eins og tíðkast um jól
í kristnum löndum. Á gamlárskvöld
reyna borgarbúar að vera með fjöl-
skyldu sinni. Við borðuðum á veit-
ingastað á hinu sögufræga Cont-
inental hóteli, sem lesendur sögu
Grahams Greens, „The Quiet Am-
erican“ eða þeir sem sáu sam-
nefnda kvikmynd muna ef til vill
eftir. Þjónustan var snör þetta
kvöld því allir vildu komast til síns
heima fyrir miðnætti. Á blómum
skrýddri aðalgötunni í Saigon var
fólk prúðbúið og stillti sér og fjöl-
skyldu sinni upp til myndatöku. Á
leiksviðum sem búið var að koma
fyrir voru fjölbreytt skemmtiatriði.
Þetta minnti helst á Menningarnótt
í Reykjavík en án áfengis.
Eldsnemma á nýársdag á ári
svínsins, ókum við síðan út úr
borginni, í fylgd aragrúa fjöl-
skyldna á mótorhjólum sem einnig
voru á leið út í sveit. Börnin sváfu
gjarnan á hjólunum og virtist líða
nokkuð vel þótt okkur þætti ferða-
mátinn nokkuð glæfralegur,“ segir
Sigurður og setur upp leikrænan
skelfingarsvip.
Hundrað dollara pappírsbúnt
brennt fyrir framliðna
Það voru heldur ekki bara fleiri
farþegar á hverju hjóli en Íslend-
ingurinn átti að venjast heldur var
annar farangur einnig óvenjulegur.
„Fjölskyldurnar höfðu meðferðis
ýmsa muni sem þær ætluðu að
fórna og brenna fyrir framan fjöl-
skyldualtarið í sveitinni, bæði sjálf-
um sér til lukku í framtíðinni og
framliðnum forfeðrum. Við veg-
arkantinn voru sölumenn sem buðu
pappírseftirlíkingar af hlutum eins
og af bílum, húsum, gullstöngum,
hundrað dollara búntum, útvarps-
tækjum, bjórkössum og vínflöskum.
Í Víetnam trúir fólk á framhalds-
líf og þetta eru dæmi um þá hluti
sem þeir sem eru enn hérna megin
grafar telja að hinir framliðnu þurfi
og muni líða betur ef þeir hefðu hjá
sér í framhaldslífinu. Þetta lýsir í
rauninni ákveðinni efnishyggju en
Víetnamar trúa því, að ef þessir
hlutir eru brenndir fyrir framan
altarið, þar sem Búdda er oftast í
miðjunni, þá muni hinir framliðnu
njóta þeirra hinum megin grafar.
Óskir hinna lifandi snúast hins veg-
ar um vellíðan og góða heilsu, ver-
aldlegt ríkidæmi og langlífi.“
Sigurður segir að það hafi verið
lærdómsrík lífsreynsla að vera yfir
Tet-hátíðina í hinu fallega Víetnam
þar sem þeim var tekið með kost-
um og kynjum. ,,Á Íslandi býr
nokkur fjöldi fólk sem á uppruna
sinn í Víetnam og það hlýtur að
sakna þess að geta ekki tekið þátt í
þessum fjölbreyttu hátíðarhöldum í
því umhverfi þar sem þessir siðir
hafa mótast enda þótt þeir reyni
efalítið að halda við einhverju af
þeim og stundum að komast heim.“
uhj@mbl.is
Þar sem pappírsvínflöskum
er fórnað fyrir framliðna
Mótorhjólafjölskyldur Í Víetnam brunuðu milljónir út úr borg-
unum og út í sveitirnar um áramótin.
Sögumaður Sigurður Guðmundsson segir ferðasögu fernra vinahjóna til
Víetnam, en saman hafa þau þvælst um allan heim.
Drekadúndur Á götum Saigin var á Tet fjöldi dreka sem léku
kúnstir sínar undir dúndrandi trommuslætti.
Víetnamar eru mikið fjölskyldufólk rétt eins og Ís-
lendingar og eiga sínar fjölskylduhátíðir eins og Unn-
ur H. Jóhannsdóttir komst að í spjalli við ferðalang-
inn Sigurð Guðmundsson. Hann upplifði í Víetnam
nýárshátíðina Tet þar sem einnig er hugsað vel til
þeirra framliðnu.
Blómahaf Allt var blómum skreytt, jafnt skip sem vörubíl-
ar, byggingar, götur og torg.
Í Víetnam trúir fólk á fram-
haldslíf og þetta eru dæmi
um þá hluti sem þeir sem
eru enn hérna megin graf-
ar telja að hinir framliðnu
þurfi og muni líða betur ef
þeir hefðu hjá sér í fram-
haldslífinu.
Vika á Ítalíu
17.300 kr. - ótakmarkaður akstur,kaskó, þjófavörn, flugvallargjaldog skattar.
Ford Fiesta eða sambærilegur
522 44 00 • www.hertz.is
Bókaðu bílinn heima
- og fáðu 500 Vildarpunkta
frá
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/H
E
R
36
91
9
04
/0
7