Morgunblaðið - 10.05.2007, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.05.2007, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is BENEDIKT XVI páfi kom til Bras- ilíu í gærkvöldi í fyrstu ferð sinni til Rómönsku Ameríku frá því hann varð páfi fyrir tveimur árum. Nær helmingur allra rómversk-kaþólskra manna í heiminum býr í Rómönsku Ameríku en kaþólikkum hefur stór- fækkað þar á síðustu árum. Að jafn- aði hefur kirkjan misst þúsundir manna á hverjum degi. Biskupar kaþólsku kirkjunnar í Rómönsku Ameríku hafa miklar áhyggjur af þessari þróun, þeirra á meðal Claudio Hummes, erkibiskup af Sao Paulo, sem spurði í október 2005: „Hversu lengi verður Róm- anska Ameríka áfram kaþólsk álfa?“ Eitt af meginmarkmiðum páfa með Brasilíuferðinni er að stöðva flóttann úr kaþólsku kirkjunni sem hefur mætt vaxandi samkeppni frá evangelískum kirkjum. Þær hafa einkum sótt í sig veðrið meðal fá- tækra íbúa borganna. Hvítasunnusöfnuðir hafa til að mynda stækkað mjög í Brasilíu þar sem um 89% íbúanna voru í kaþólsku kirkjunni árið 1980. Nýleg könnun bendir til þess að þetta hlutfall hafi lækkað í 64% og að hlutfall hvíta- sunnumanna af íbúafjöldanum hafi aukist úr 11% í 17% á síðustu tíu ár- um. Ungir menn hafa einnig verið tregir til að ganga í prestastéttina og mikill skortur er því á prestum í kaþ- ólsku kirkjunni í Rómönsku Amer- íku. Að meðaltali er þar einn prestur á hverja 7.500 kaþólikka en í heim- inum öllum er meðaltalið einn prest- ur á hverja 2.677, samkvæmt tölum frá Páfagarði. Prestarnir í Róm- önsku Ameríku eru til að mynda tíu sinnum færri hlutfallslega en í Norð- ur-Ameríku og Evrópu. Margir söfnuðir hafa reynt að stemma stigu við flóttanum úr kirkj- unni með því að draga úr formfest- unni í messum til að fólk fái meira svigrúm til að láta tilfinningar sínar í ljósi. „Það er komið í móð hérna – jafn- vel meðal presta – að líta svo á að fólk eigi að fá meira frelsi til fylgja eigin samvisku og flestir kaþólikkar hafa fjarlægst kirkjuyfirvöldin,“ hafði The Washington Post eftir Luiz Roberto Benedetti, presti og prófessor í félagsfræði við Kaþólska háskólann í Campinas í Brasilíu. „Þessi tilhneiging er í algerri and- stöðu við þau skilaboð sem páfi vill senda.“ Í ræðum sínum og skrifum hefur Benedikt páfi lagt áherslu á mann- kærleika og samúð með þeim, sem eiga um sárt að binda, en hann hefur hvergi hvikað frá þeirri afstöðu sinni að hugmyndir um að laga kenning- arnar að straumum samtímans sæm- ræmist ekki þeim eilífu sannindum sem hann telur kirkjuna byggjast á. Embættismenn í Páfagarði sögðu í gær að Benedikt páfi hygðist senda stjórnmálamönnum Rómönsku Am- eríku „sterk skilaboð“ um þörfina á því að berjast gegn fátækt, fé- lagslegu misrétti, eiturlyfjasmygli og ofbeldi, auk þess sem efla þyrfti kirkjuna til að hún gæti haldið for- ystuhlutverki sínu í trúmálum. Í ferðinni hyggst páfi setja tveggja vikna ráðstefnu 166 biskupa og kardinála frá 22 löndum Róm- önsku Ameríku og Karíbahafs. Búist er við að páfi leggi þar áherslu á mik- ilvægi fjölskyldunnar í lífi íbúanna og árétti m.a. andstöðu kirkjunnar við fóstureyðingar. Kirkjan beið ósigur í þeirri baráttu nýlega þegar fóstureyðingar voru heimilaðar í Mexíkóborg. Varað við frelsunarguðfræði Talsverð óánægja ríkir innan kaþ- ólsku kirkjunnar í Rómönsku Amer- íku vegna afstöðu páfa til frelsun- arguðfræðinnar sem skaut rótum í álfunni á sjöunda og áttunda áratug aldarinnar sem leið. Áður en Joseph Ratzinger kardináli var kjörinn páfi og tók sér nafnið Benedikt XVI árið 2005 var hann formaður Ráðs hinnar trúarlegu kenningar í Páfagarði í rúma tvo áratugi. Árið 1985 deildi hann hart á Leonardo Boff, einn helsta merkisbera frelsunarguð- fræðinnar í Brasilíu, og ráðið hafnaði frelsunarguðfræðinni. Hún var sögð fela í sér „ógnun“ við kenningar kaþ- ólsku kirkjunnar. Fyrir Brasilíuferð páfa áréttaði Páfagarður þessa afstöðu með því að vara við frelsunarguðfræðinni og gagnrýna einn af helstu talsmönnum hennar, spænska jesúítann Jon So- brino. Voru staðhæfingar í tveimur ritum hans sagðar „rangar og hættu- legar“. Reynt að stöðva flótta úr kirkjunni Páfi heimsækir Suður-Ameríku  Evangelískar kirkjur hafa sótt í sig veðrið þar á kostnað kaþólsku kirkjunnar Reuters Fagnað Benedikt XVI páfi heilsar gestgjafa sínum, Lula Inacio Lula da Silva, forseta Brasilíu og Marisu forsetafrú við komuna til Sao Paulo í gær. Í HNOTSKURN » Benedikt páfi verður íBrasilíu í fimm daga. Búist er við að íþróttaleikvangur í Sao Paulo verði troðfullur þegar páfi ávarpar þar ungt fólk í kvöld. » Allt að milljón mannaverður við útimessu páfa í Sao Paulo á morgun. » Munkurinn Galvao, semvar uppi 1739–1822, verð- ur þá tekinn í dýrlingatölu, fyrstur Brasilíumanna. TUTTUGU til þrjátíu óbreyttir borgarar biðu bana í loftárás er- lendra hersveita á þorp í Helmand- héraði í Afganistan í fyrrakvöld, að sögn þarlendra embættismanna og sjónarvotta. Talið er að erlendu hersveit- irnar, undir forystu Bandaríkja- hers, hafi orðið nær sextíu manns að bana í öðrum loftárásum í Afg- anistan í síðasta mánuði. Hamid Karzai, forseti landsins, kallaði yf- irmenn hersveitanna og erlenda stjórnarerindreka á sinn fund í vik- unni sem leið til að mótmæla blóðs- úthellingunum. Bandaríkjaher staðfesti að loft- árás hefði verið gerð í fyrrakvöld en kvaðst ekki vita til þess að óbreyttir borgarar hefðu fallið. AP Fjárbætur Bandarískir herforingjar afhenda Afgana bætur vegna dauða ættingja hans í loftárás sem gerð var austan við Kabúl í mars. Allt að 30 þorpsbúar féllu TVÆR unglingsstúlkur í borginni Perth í Ástralíu hafa verið dæmdar í ævilangt fangelsi fyrir að myrða vinkonu sína. Kyrktu þær hana og grófu. Ástæðan fyrir ódæðinu var sú, að þær langaði til að komast að því hvort þær fyndu til iðrunar. Svo var ekki. Nei, engin iðrun BARACK Obama, sem vill verða forsetaefni bandarískra demó- krata, mismælti sig illilega er hann var að ræða afleiðingar skýstróks- ins í Kansas. Sagði hann, að 10.000 manns hefðu látist en rétta talan er 12. Kenndi hann um þreytu, hann hefði átt við 10. 10, ekki 10.000 BRESKA lögreglan handtók í gær fjóra menn til viðbótar í tengslum við rannsókn á hryðjuverkum sem kostuðu 52 menn lífið í London í júlí 2005. Mennirnir voru fluttir til yfir- heyrslu á lögreglustöð í London. Áður höfðu þrír menn verið ákærð- ir fyrir aðild að hryðjuverkunum. Fleiri handtökur Hvað er að vera ég? 64 ungskáld takast á við stóra spurningu. Hugmyndaauðgi, sköpunarkraftur og hæfni nemenda til þess að tjá sig í rituðu máli birtist nú á mjólkurfernum landsins. Kíktu á öll verkin á www.ms.is. Mjólk, andleg næring á fernum! E N N E M M / S IA / N M 27 69 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.