Morgunblaðið - 10.05.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.05.2007, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI LIST án landamæra, myndlist- arsýning Fjölmenntar á Akureyri, verður opnuð í Amtsbókasafninu á morgun kl. 17. „Sem fyrr er það gleðin og fjölbreytnin sem höfð er að leiðarljósi,“ segir í frétt frá Fjöl- mennt. Á síðasta ári var sýningin með indversku ívafi en nú er það Mexíkó og kjólarnir hennar Fridu Kahlo sem veita þátttakendum inn- blástur. Aðstandendur segja bæði skemmtilegt og gefandi að kynnast menningu annarra landa og það skerpi skilning á því að framtíð okkar veltur ekki á einsleitni fyrri kynslóða heldur fjölmenningu kom- andi kynslóða. „Það er verkefni sem mætir okkur öllum og lykillinn að betri heimkynnum. Tíðarandinn er sýnilegt og ósýnilegt umhverfi okkar og við getum öll haft áhrif á hann eins og með sýningu sem þess- ari. Með henni viljum við leggja okkar að mörkum við að gera ein- staklinga með fötlun sýnilegri í samfélaginu og vinna gegn for- dómum í þeirra garð. Þessi sýning er óður til gleðinnar og fjölbreytn- innar.“ List án landamæra TVEIR ellefu ára strákar í 6. bekk Giljaskóla á Akureyri duttu heldur betur í lukkupottinn á dögunum þeg- ar myndband þeirra var valið það besta í samkeppni sem MS stóð fyr- ir. Verðlaunin voru ferð til Glasgow í Skotlandi á tónleika með Justin Tim- berlake og þar eyddu strákarnir síð- ustu helgi í góðu yfirlæti ásamt móð- ur annars þeirra. Um var að ræða keppni sem efnt var til í framhaldi af markaðssetn- ingu á ferskri Kókómjólk í flöskum og bárust rúmlega 600 myndir og myndbönd í keppnina. Í sigurmynd- bandinu sýndu þeir félagar hvernig Kókómjólkin gæfi þeim kraft til að stunda skíðafimi og leika listir með fótbolta. Fjölhæfir Patrekur Sólrúnarson og Björn Ísak Benediktsson hafa verið vinir síðan í 2. bekk og ýmislegt brallað. Björn Ísak æfir skíði af miklum krafti og Patrekur fótbolta þannig að ekki er að undra hvert efni mynd- bandsins var. En þar með er ekki upptalið því þeir hafa líka komið fram saman og sungið; og sigrað þrí- vegis í söngkeppni á Glerártorgi. Svo eru þeir alltaf með myndbands- vélina á lofti og hafa gert ófá mynd- böndin þannig að óhætt er að segja að þarna séu fjölhæfir strákar á ferðinni. „Við vorum lengi að finna góða hugmynd. Svo kom hún og þá vönd- uðum við okkur svakalega mikið,“ sagði Patrekur þegar blaðamaður hitti þá að máli á heimili hans í gær. Patrekur sá á heimasíðu MS á Netinu að þeir Björn Ísak hefðu unnið og Sólrún, móðir hans, segir að stríðsdans hafi verið stiginn á heimilinu þegar hann áttaði sig á því – og hún auðvitað fagnað með. Hægt var að skoða ljósmyndir og myndbönd, sem send voru í keppn- ina, á vefnum og margir létu skoðun sína í ljós. Fjöldi fólks hældi því sem strákarnir sendu inn þannig að kannski kom sigurinn ekki á óvart. „Þetta er það skemmtilegasta sem við höfum gert saman,“ sagði Björn Ísak í gær þegar spurt var um ferð- ina og Patrekur tók undir það: „Þetta var besti tími lífs okkar.“ Og þeir skemmtu sér konunglega á tónleikunum. Sögðu að Timberlake hefði verið góður. „Þetta var þvílík upplifun. Magnað! Alveg brjáluð stemning!“ Greinilega ógleymanlegt eins og nærri má geta. „Þetta er eitthvað sem okkur hef- ur dreymt um alveg síðan í 2. bekk þegar við kynntumst og urðum bestu vinir; að fara saman til útlanda.“ Á sumrin ganga þeir saman á fjöll. „Við reynum alltaf að upplifa eitt- hvað nýtt,“ sögðu þeir í gær. Skemmtilegasta sem við höfum gert saman Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Þú færð kraft… Patrekur Sólrúnarson, t.v., og Björn Ísak Benediktsson, sem skutust til Glasgow um síðustu helgi á tónleika með Justin Timberlake. Í HNOTSKURN »Patrekur Sólrúnarson ogBjörn Ísak Benediktsson hafa verið vinir síðan í 2. bekk og ýmislegt brallað. Meðal annars að búa til myndbönd og eitt slíkt gerði þeim kleift að skreppa til Glasgow á tónleika með Justin Timberlake um síðustu helgi. MIKIL umskipti urðu á rekstri sveitarfélagsins Dalvíkurbyggðar á síðasta ári en reikningar bæjar- félagsins voru til fyrri umræðu á bæjarstjórnarfundi á þriðjudaginn. Langtímaskuldir lækkuðu á árinu um 125 milljónir króna. Rekstrarniðurstaða sveitarfé- lagsins samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A- og B-hluta árið 2006 er jákvæð um 71,1 milljón króna en samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir neikvæðri niður- stöðu upp á 22,4 milljónir króna. Umskiptin eru því 93,5 milljónir kr. miðað við áætlun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sveitarfélaginu. Samverkandi þættir Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu 2006 námu 1.027 milljónum króna samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi fyrir A- og B-hluta á móti 909 milljónum króna á árinu 2005. Munurinn er tæplega 120 millj- ónir króna í auknar tekjur á milli ára. Fjárhagsáætlun 2006 gerði ráð fyrir rekstrartekjum að fjárhæð 989,8 milljónir króna þannig að tekjur eru ríflega 35 milljónum króna hærri en áætlun. Þar munar einkum um það að útsvar og framlög úr jöfnunarsjóði reyndust hærri en áætlun. „Það eru ýmsir samverkandi þættir, bæði á tekju- og gjaldahlið, sem leiða til ágætrar niðurstöðu árs- reiknings Dalvíkurbyggðar 2006. Til framtíðar skiptir þó mestu sú stað- reynd að íbúunum hefur verið að fjölga. 1. desember 2006 voru þeir orðnir 1.966 og hafði þá fjölgað um 39 frá fyrra ári,“ segir í fréttatil- kynningu frá Dalvíkurbyggð. 71 milljón í rekstrar- afgang REYKJAVÍKURBORG og Vodafone opnuðu í gær grænt símanúmer, 900 9555, en sé hringt í númerið gjaldfærast 500 krónur á símareikning hringjandans og fara peningarnir í gróðursetningu trjáa í landi borgarinnar í sumar. Hringdu í tré er samstarfsverkefni Vodafone og Reykjavíkurborgar og er liður í því draga úr áhrifum gróðurhúsa- loftegunda sem losaðar eru í Reykjavík. Skógræktarfélag Reykjavíkur sér um að planta þeim trjám sem gefin verða, en átakið er viðbót við það græna skref í Reykjavík að gróðursetja 500 þúsund tré í landi Reykjavíkur á næstu þremur ár- um. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgar- stjóri og Árni Pétur Jónsson, forstjóri Vodafone, innsigluðu samninginn með því að hringja fyrstu símtölin og gróðursetja tvær hríslur í Grasagarði Reykjavíkur. Morgunblaðið/RAX Hringing Árni Pétur Jónsson, forstjóri Vodafone, og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri innsigluðu samninginn með því að hringja fyrstu símtölin og gróð- ursetja tvær hríslur í Grasagarðinum. Hringingar borga tré Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is SIV Friðleifsdóttir heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og Gunn- ar Einarsson, bæjarstjóri Garða- bæjar, skrifuðu í gær undir samn- ing um fjármögnun á 40 rýma hjúkrunarheimili á Sjálandi í Garðabæ og er gert ráð fyrir að það verði tilbúið 2010. Alls verða 60 rými í heimilinu og auk þess verða reistar 56 þjónustuíbúðir fyrir 60 ára og eldri við hliðina. Nýja heimilið kemur í staðinn fyrir hjúkrunarheimilið Holtsbúð, sem er með jafnmörg rými. Áður hafði heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra ákveðið byggingu 20 nýrra hjúkrunarrýma í Garða- bæ árið 2010 og verða þau í sama húsnæði og þau 40 rými sem samningurinn nær til, en þannig fæst umtalsverð hagræðing, að sögn bæjarstjóra. Garðabær fjármagnar byggingu heimilisins meðan á fram- kvæmdum stendur en ríkissjóður endurgreiðir síðan sinn hlut í kostnaðinum með verðbótum í samræmi við heimildir fjárlaga. Áætlað er að heildarkostnaður vegna samningsins nemi um 776 milljónum króna fyrir utan kostn- að vegna rýmanna 20 sem áður hafði verið tekin ákvörðun um. Undirbúningur vegna verksins hefst þegar í stað. Einn í herbergi eða íbúð Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, segir að hjúkr- unarheimilið Holtsbúð sé barn síns tíma og í mjög óhentugu leiguhúsnæði. Því sé gríðarlega mikilvægt fyrir Garðabæ og íbúa bæjarins að geta flutt hjúkr- unarrýmin. Öll 60 hjúkrunarrýmin verði byggð eftir nýjustu aðferð- um og hugmyndafræði sem bygg- ist á því að einn sé í herbergi eða íbúð. Við hliðina verði einnig reist- ar 56 þjónustuíbúðir og geti íbúar þeirra nýtt sér þjónustuna sem hjúkrunarheimilið veiti sínum íbú- um. Aftan við nýju húsin sé Jóns- hús, sex húsa þyrping með þjón- ustuseli og íbúðum fyrir eldri bæjarbúa, en hugmyndin sé að búa þarna til gott hverfi fyrir eldri íbúa. Garðabær sé líka í góð- um samskiptum við Hrafnistu í Hafnarfirði og viðbótin fullnægi eftirspurn um sinn. „Ég er afskaplega ánægður fyr- ir hönd íbúa Garðabæjar að geta boðið hér upp á enn betri þjón- ustu fyrir okkar fólk,“ segir Gunn- ar Einarsson og þakkar Siv Frið- leifsdóttur og Árna Mathiesen, fjármálaráðherra, fyrir vasklega framgöngu í málinu. Reist fyrir aldraða í Garðabæ 60 rýma hjúkrunarheimili og 56 þjónustuíbúðir tilbúin á Sjálandi 2010 Teikning/THG arkitektar Uppbygging Fremst á myndinni til vinstri er tillaga Garðabæjar að húsnæði fyrir hjúkrunarrými og þjón- ustuíbúðir til hægri. Fyrir aftan eru tilbúnar byggingar með íbúðum fyrir 60 ára og eldri. Morgunblaðið/G.Rúnar Undirskrift Sigrún Aspelund bæjarfulltrúi, Gunnar Einarsson, bæj- arstjóri Garðabæjar, Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisráðherra, og Erling Ásgeirsson, formaður bæjarráðs, skrifa undir samninginn. HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.