Morgunblaðið - 10.05.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.05.2007, Blaðsíða 23
Vestfirðir | Dagana 25.–29. maí nk. mun Háskólasetur Vestfjarða halda sumarnámskeið í fugla- fræði við Látrabjarg. Námskeiðið er í samvinnu við Náttúrustofu Vestfjarða og Háskólasetur HÍ á Snæfellsnesi, en Endurmenntun HÍ sér um skráningu á nám- skeiðið. Á námskeiðinu verður fjallað um atferlisrannsóknir á fuglum. Meðal þess sem fjallað verður um er atferlisgerðir, sam- skipti einstaklinga, samskipti para á hreiðurstað og geldfugla. Einnig verður fjallað um fugla- merkingar, aðferðir til að veiða fugla til merkinga og söfnun lífs- ýna. Þetta er aðeins hluti þess sem farið verður í á námskeiðinu, en hér er um að ræða námskeið úti í náttúrunni við eitt mesta fuglabjarg landsins og Evrópu. Námskeið sem þetta er því eitt- hvað sem enginn fuglaáhugamað- ur ætti að láta fram hjá sér fara. Námskeiðið er ætlað öllum fuglaáhugamönnum sem vilja upplifa fuglaskoðun og rann- sóknir við Látrabjarg og læra þar af helstu fuglasérfræðingum landsins, en fyrirlesarar eru dr. Tómas Gunnarsson og dr. Þor- leifur Eiríksson og leiðbeinendur eru þau Böðvar Þórisson og Hild- ur Halldórsdóttir. Námskeiðið veitir einingar við líffræðiskor Háskóla Íslands og því eru nem- endur í líffræði við HÍ sér- staklega hvattir til að nýta sér tækifærið til að heimsækja eitt mesta fuglabjarg í Evrópu og fá fyrir það einingar í námi sínu. Nánari upplýsingar um nám- skeiðið, dagskrá, fyrirlestra, skráning o.s.frv. er að finna á vef Háskólaseturs Vestfjarða, www.hsvest.is Athugið að skrán- ing á námskeiðið þarf að hafa borist í síðasta lagi föstudagurinn 11. maí. Sumarháskóli í fuglaskoðun Morgunblaðið/RAX Fuglar Háskólasetur Vestfjarða verður með námskeið í fuglafræði. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2007 23 LANDIÐ Eftir Atla Vigfússon Aðaldalur | „Það hefur verið rosalega gaman að vinna að þessu og stefnt er að því að út komi bæklingur sem verður sendur út í skólana hér á svæðinu,“ segir Sif Jóhannesdóttir þjóðfræðing- ur sem er að ljúka við að vinna nýtt safnkennslu- efni fyrir Byggðasafn Þingeyinga á Grenjaðar- stað. Nýlega fór Sif ásamt nemendum 3.–4. bekkj- ar Hafralækjarskóla og kennurum á safnið í þeim tilgangi að prófa efnið og höfðu allir mjög gaman af. Sif hefur tekið sér hlé frá kennslu við Hafralækjarskóla í vetur til þess að stunda nám í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Ís- lands og reiknar með að klára í vor. Hún segir að námsefnið sem hún sé að vinna að sé ætlað grunnskólanemum og sé byggt upp í kringum vettvangsferð. Ætlunin sé að vinna hluta heima í skólanum og hluta á safninu. Þannig sé ákveð- inn tími ætlaður í að undirbúa heimsókn og síð- an sé ætlunin að vinna úr ferðinni þegar heim í skólann kemur og næstu daga á eftir. Viðfangsefni ólík eftir bekkjum Viðfangsefnin eru nokkuð ólík eftir bekkjum og í þessu safnkennsluefni fyrir Grenjaðarstað er sérstaklega boðið upp á heimsóknir fyrir 1., 4. og 9. bekk grunnskólans. Þar er í 1. bekkjar heimsókn lögð áhersla á upplifunina að koma í safn og hvað þar er og hvernig maður umgengst söfn. Hjá 4. bekk er mest áhersla lögð á störfin í gamla bændasamfélaginu, heyskap, matartil- búning og ullarvinnu. Aðalviðfangsefni 9. bekkj- ar eru svo aðferðir, byggingar og byggingarefni. Heimsóknin í Grenjaðarstað var ný upplifun fyrir suma í bekkjunum því ekki höfðu allir komið í safnið og urðu nemendurnir hissa yfir öllum þeim gömlu munum sem safnið geymir. Þar var Sif með mjög fróðlegar kynningar í búrinu og hlóðaeldhúsinu um matargerð fyrr á öldum, einnig voru verkfæri til ullarvinnu mikið til umræðu í baðstofunni. Þá var farið í skemm- una þar sem heyvinnuáhöld liðins tíma eru geymd og það eru töluverð fræði að kunna nöfn- in á þeim öllum, allavega fyrir ungt fólk sem ekki þekkir neitt nema vélvæðingu nútímans. Sif segist hafa mikinn áhuga á því að tengja þetta fleiri verkefnum í grunnskólanum og þar sem þessi fyrsta ferð með safnkennsluefnið hafði tekist svona vel kom fram sú hugmynd að fara með krakkana í ferðalag til þess að skoða Landnámssetrið í Borgarnesi til þess að fræðast enn meira um forna tíð. Námsefnið ætlað grunnskólanemum og byggt upp í kringum vettvangsferð Þróar safnkennsluefni fyrir byggðasafnið á Grenjaðarstað Ljósmynd/Atli Vigfússon. Söfn Sif Jóhannesdóttir fræðir nemendur 3.–4.bekkjar Hafralækjarskóla í hlóðaeldhúsinu. Í HNOTSKURN »Grenjaðarstaðarbærinn var að hluta tilbyggður 1865, en að mestu í tíð sr. Bene- dikts Kristjánssonar sem tók við staðnum 1877. »Flatarmál bæjarins er 775 fermetrar.»Byggðasafn Þingeyinga var opnað íbænum 9. júlí 1958. »Prestssetur hefur verið á Grenjaðarstaðallt frá 11. öld. Ölfus | Menningarnefnd Ölfuss hefur stað- ið fyrir tónlistarhátíð í vetur undir yf- irskriftinni Tónar við hafið. Síðustu tón- leikar vetrar verða haldnir laugardaginn 12. maí. Í þetta skipti verður boðið upp á fjölskyldutónleika, þar sem nemendur úr Tónlistarskóla Árnesinga og skólakórar Grunnskóla Þorlákshafnar flytja söngleik- inn Líf og friður eftir Per Harling. Söng- leikurinn byggist á sögunni af örkinni hans Nóa, en undirfyrirsögn söngleiksins er „dýr(s)legur söngleikur um lífsbjörg- ina“. Þarna verða um 50 börn á sviðinu og eru þau yngstu 7 ára. Þau bregða sér í hlutverk allra hugsanlegra dýra sem gætu hafa verið í örkinni hans Nóa. Fjölmargir hafa komið að undirbúningi söngleiksins, en tónlistarlegur undirbúningur hefur verið í höndum Gests Áskelssonar og Est- erar Hjartardóttur tónlistarkennara. Halldór Sigurðsson, skólastjóri Grunn- skóla Þorlákshafnar, aðstoðar við leik- stjórn og Rebekka Ómarsdóttir myndlist- arkennari stjórnar leikmyndagerð. Öll börnin taka þátt í að búa til grímurnar sem þau verða með. Með söngleiknum lýk- ur tónleikadagskrá vetrarins en und- irbúningur dagskrár næsta vetur er langt komin. Aðgangur er ókeypis og hefst sýn- ingin kl. 16 í Versölum, Ráðhúsi Ölfuss. Tónlist Frá æfingu eldri kórs grunnskól- ans, þar sem æft var fyrir söngleikinn. Fjölskyldu- dagskrá Tóna við hafið Þorlákshöfn | Máni GK, sem legið hefur í höfninni í Þorlákshöfn í fjöl- mörg ár, var hífður upp á bryggju þar sem hann verður hlutaður í sundur og fjarlægður af staðnum. Indriði Kristinsson hafnarstjóri sagði að lengi hefði staðið til að losna við þennan vandræðabát úr höfninni. „Það hefur ekki gengið fyrr en nú að við komumst yfir af- salið á honum og eigum hann því sjálfir, tókum reyndar upp í skuldir. Það hefur ekki bara skapað leiðindi og óþægindi að hafa þetta drauga- skip hér í þessi ár heldur hefur það kostað höfnina ómælda peninga því það hefur þurft að lensa og hugsa um að dallurinn sykki ekki. Nú verður hann hlutaður í sundur og járnið fer í brotajárn en timbur og annað verður að urðað með viðhöfn á ruslahaugunum. Það voru GP-kranar sem sáu um að hífa bátinn upp á bryggjuna en það var erfitt og vandasamt verk. Kranamennirnir sögðu að þeir hefðu aldrei híft þyngri bát á land. Notaðir voru tveir kranar af stærstu gerð enda þyngdin 134 tonn. Draugaskip fjarlægt úr höfn- inni í Þorlákshöfn Ljósmynd/Jón H. Sigurmundsson Átök Þeir eru engin smásmíði þessir kranar enda varð að lyfta 134 tonnum. LEIKSKÓLINN Árbær á Selfossi hefur fengið formlega vottun sem heilsuleikskóli. Síðan 1999 hafa kenn- arar við leikskólann Árbæ notað heilsubók Unnar Stefánsdóttur til að meta þroska og framfarir barnanna og þróað og dýpkað leikskólastarfið með heilsuna í huga. Bókin er nokk- urs konar einstaklingsnámskrá hvers barns sem það fær að gjöf í lok leik- skóladvalar sinnar. „Eitt helsta markmið leikskólans er að efla félagslega færni ein- staklingsins en samkvæmt Daniel Goleman sem skrifaði hina þekktu bók Tilfinningagreind vegur það þyngra að vera félagslega læs á um- hverfi sitt en hin svokallaða greind- arvísitala. Þetta fellur vel að heilsu- stefnunni, því að í viðmiðum heilsuleikskólanna kemur fram að skilgreining á heilsu er sú að góð heilsa er andleg, líkamleg og fé- lagsleg vellíðan. Það er hægt að vera við góða heilsu þrátt fyrir sjúkdóma eða fötlun,“ segir meðal annars í frétt um vottunina. Á viðurkenningarskjali sem leik- skólastjóra var afhent við athöfnina stendur m. a: Í leikskólanum er starf- að eftir viðmiðum heilsustefnunnar þar sem markmiðið er að auka gleði og vellíðan barnanna með áherslu á næringu, hreyfingu og listsköpun í leik og starfi.Við athöfnina sungu leikskólabörn lag við texta Móeiðar Ágústsdóttur sem fjallar um heilsu og hollt mataræði, og er það lag gjarnan sungið við athafnir í leikskól- anum. Unnur Stefánsdóttir formaður samtaka heilsuleikskóla afhenti leik- skólastjóra fána og viðurkenning- arskjal heilsuleikskólanna. Einnig tóku bæjarstjóri og leikskólafulltrúi til máls og óskuðu börnum og starfs- fólki til hamingju með áfangann. Leikskólinn Árbær vottaður sem heilsuleikskóli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.