Morgunblaðið - 10.05.2007, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.05.2007, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ SVIPTINGAR Í SKOÐANAKÖNNUNUM Það eru miklar sviptingar í skoð-anakönnunum þessa daga. Ífyrradag bentu niðurstöður skoðanakönnunar Gallup til þess, að það væru að skapast forsendur fyrir myndun ríkisstjórnar stjórnarand- stöðuflokkanna, þ.e. Samfylkingar, Vinstri grænna og Frjálslyndra. Í könnun Gallup, sem birt var í gær, náði Framsóknarflokkurinn sér veru- lega á strik, Sjálfstæðisflokkurinn dalaði en niðurstaðan samt sú, að nú- verandi stjórnarflokkar halda meiri- hluta sínum og meira jafnræði á milli flokkanna en verið hefur í könnunum fram að þessu. Þetta gæti bent til þess, að átökin í kosningabaráttunni séu að kristallast í þeirri einföldu spurningu, hvort nú- verandi ríkisstjórn sitji áfram eða stjórnarandstaðan taki við. Það er augljóst, að sterkari staða Framsóknarflokksins mun auðvelda samstarf hans og Sjálfstæðisflokks- ins í ríkisstjórn að kosningum lokn- um. Framsóknarmenn koma þá til áframhaldandi samstarfs með meira sjálfstrausti en ella og meira jafn- vægi á milli flokkanna. Þótt einhverjir kjósendur hafi áhuga á samstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks er alveg ljóst að kosningabaráttan er að leggjast á þann veg, að hafi stjórnarandstaðan möguleika á að mynda ríkisstjórn verður það fyrsti kostur þeirra flokka. Þess vegna munu Samfylking og Vinstri grænir leggja á það áherzlu að mynda slíka ríkisstjórn fyrst með Frjálslynda flokknum en gangi það ekki upp munu þeir leita til Framsóknarflokksins. Samstarf við Sjálfstæðisflokk verður síðasti kost- ur Samfylkingar. Haldi Sjálfstæðisflokkur og Fram- sóknarflokkur sameiginlega meiri- hluta á Alþingi eru miklar líkur á því, að þessir tveir flokkar haldi samstarfi sínu áfram. Auðvitað eru hópar innan beggja flokkanna, sem hafa aðrar hugmyndir um stjórnarmyndun, en þeir ráða augljóslega ekki ferðinni. Niðurstaðan er því sú, að þeir sem hafa mestan áhuga á óbreyttu stjórn- arsamstarfi hljóta að styðja annan hvorn stjórnarflokkanna. Ef ein- hverjir kjósendur á hægri kantinum hallast að því að styðja Samfylkingu í von um að stuðla að samstjórn Sjálf- stæðisflokks og Samfylkingar er ljóst að sú hugsun gengur ekki upp. Sam- fylkingin mun leggja sig fram um að mynda ríkisstjórn á vinstri kantinum. Það er svo aftur annað mál, hversu mikið mark er takandi á svona óvænt- um sveiflum í skoðanakönnunum. Líklegt verður að telja, að daglegar kannanir Capacent Gallup nái að mæla þær sveiflur, sem eru í afstöðu kjósenda frá degi til dags síðustu dagana fyrir kjördag. En því má aldrei gleyma að kann- anir eru bara kannanir og ekkert meira en það. NÝTT UPPHAF Myndun samstjórnar á Norður-Írlandi undir forustu Ians Paisleys og Martins McGuinness markar tímamót. Paisley var bros- mildur þegar hin nýja stjórn tók við völdum á þriðjudag, en fáir hefðu trú- að því að óreyndu að gamli sam- bandssinninn ætti eftir að standa í þessum sporum. Hvað þá að vera for- sætisráðherra í stjórn þar sem að- stoðarforsætisráðherrann kemur úr röðum Sinn Fein og er fyrrverandi liðsmaður Írska lýðveldishersins eins og McGuinness. Paisley hefur alla tíð verið mótfallinn því að koma til móts við kaþólikka og var einn írskra stjórnmálaleiðtoga andvígur friðar- samkomulaginu frá 1998, sem kennt er við föstudaginn langa. Fyrir sex vikum féllst hann hins vegar á að mynda stjórn með McGuinness og af- raksturinn var samstjórn mótmæl- enda og kaþólikka. Í einu bresku blaði var gengið svo langt að segja að nær því að verða vitni að kraftaverki hefðu íbúar Belfast ekki komist en að sjá þessa tvo menn standa saman og heita að segja skilið við fortíðina. Myndun stjórnarinnar var fagnað með viðhöfn og voru bæði Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og Bert- ie Ahern, forsætisráðherra Írlands, viðstaddir. Blair hefur frá því hann varð for- sætisráðherra lagt ríka áherslu á að koma á friði á Norður-Írlandi og á mikinn heiður af því sem unnist hef- ur. Það má segja að það hafi verið kaldhæðnislegt að einu mótmælin, sem voru við athöfnina í Belfast, beindust að Blair vegna aðildar Breta að Íraksstríðinu. Þótt fagnað hafi verið með bros á vör í Belfast á þriðjudag var sérstak- lega til þess tekið að Paisley og McGuinness sáust ekki takast í hend- ur við athöfnina. Hins vegar hafi mál- flutningur óbilgirni vikið fyrir tóni sátta. Á þremur áratugum létu 3.700 manns lífið í átökunum á Norður-Ír- landi og einnig birtust þau í sprengjutilræðum á Englandi. En nú heyrir Írski lýðveldisherinn sögunni til og hermenn eru horfnir af götum Norður-Írlands. Norður-Írland stendur hins vegar veikum fótum og mikillar uppbyggingar er þörf. Stjórnin í Belfast mun þurfa að reiða sig á valdhafa í London og þaðan koma 60% af tekjum hennar. Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, hefur lofað heimastjórninni 6.400 milljörðum króna á næstu tíu árum. Hins vegar horfa Norður-Írar einnig suður yfir landamærin til írska lýð- veldisins. Efnahagsleg og félagsleg tengsl aukast jafnt og þétt þar á milli og munu halda áfram að gera það. Paisley sagði þegar nýja stjórnin tók við völdum að þessi dagur markaði nýtt upphaf. Það má líka segja að hann hafi verið dagur vonar því að hann sýndi að svarnir fjendur geta snúið bökum saman. Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Fyrsta yfirlitssýningin á myndlistCobra-hreyfingarinnar verður opn-uð í Listasafni Íslands í dag, kl.17.30. Sýningin er framlag safnsins til Listahátíðar í Reykjavík en á henni má líta fyrsta abstrakt-expressjóníska málverkið í listasögunni, Ophobning eftir Danann Egil Jacobsen, eitt lykilverka listasögunnar. Á næsta ári verða 60 ár liðin frá því nokkrir myndlistarmenn stofnuðu Cobra-hreyfinguna. Cobra-hreyfingin leit einkum til verka danskra listmálara og má því segja að Danir séu fyrstu abstrakt-expressjónistarnir. Verkið Ophobning, eða Uppsöfnun, er frá árinu 1937 og því málað ellefu árum fyrir stofn- un Cobra. Það hefur aldrei verið sýnt utan Statens Museum for Kunst í Kaupmannahöfn. Verkið varð vegvísir Cobra-hreyfingarinnar. Á sýningunni er brugðið sérstöku ljósi á tengsl Svavars Guðnasonar við Cobra, en Svavar var brautryðjandi hér á landi í ab- strakt-expressjónisma og þekkti vel til eldri meðlima Cobra-hreyfingarinnar. Hann var þó aldrei meðlimur í henni, þótt hann tæki þátt í sýningum á hennar vegum. Svavari fannst Dönunum í hreyfingunni ekki gert nógu hátt undir höfði innan hennar. Á sýningunni eru 120 verk sem fengin voru að láni frá helstu söfnum Norðurlanda, eftir 29 listamenn, og má þar nefna Asger Jorn, Egil Jacobsen, Ejler Bille, Carl-Henning Pedersen, Karel Appel o.fl. Verkin koma bæði úr einka- söfnum og opinberum. Mörg þeirra eru fengin frá bræðrunum Lars og Jens Olesen, sem eiga eitt besta safn Cobra-verka í heiminum. Lars er einn þriggja aðstoðarsýningarstjóra Cobra Reykjavík og átti stóran þátt í að koma sýning- unni á koppinn. Eitt verkanna á sýningunni er nefnt sér- staklega af Listasafninu þar sem það er talið marka hápunkt Cobra-listarinnar, Den tavse myte, Opus 5, eftir Asger Jorn. Cobra er því afar mikilvæg hreyfing með til- liti til listasögunnar, því hún hratt af stað bylgju expressjónískrar abstraktlistar sem ríkti í vestrænni myndlist eftirstríðsáranna. Óðu beint af augum Halldór Björn Runólfsson, safnstjóri Lista- safns Íslands, segir dönsku abstrakt-express- jónistana hafa verið tíu árum á undan Cobra í raun. Verkið Ophobning sanni það. En hvað var það sem einkenndi Cobra-listamennina? „Það sem sker úr er það að þeir voru miklu villtari en evrópskir listmálarar höfðu verið áð- ur. Þeir sækja aftur til forsögulegra minna, t.d. grímunnar og helgiathafna, heiðinna tákna, og vaða beint af augum. Mjög margir þeirra komu upphaflega úr súrrealistahreyfingunni en það fór mjög fyrir brjóstið á þeim hvað súrreal- isminn var orðinn puntlegur,“ segir Halldór. Hann segir að þeir hafi ákveðið að vaða beint áfram með sína sálarangist umbúðalaust, í stað þess að mála drauma eða sækja mynd- efni í undirmeðvitundina. Cobra-menn hafi fært umbúðaleysið, svo að segja, í evrópska málverkið. „Það er þessi danski hópur sem kemur með þetta umbúðaleysi.“ Halldór segir Cobra hafa orðið til þegar ab- strakt-expressjónisminn var orðinn að norður- evrópskri bylgju. Seinni heimsstyrjöldin hafi svo gert það að verkum að þessi listastefna náði ekki fram að ganga fyrr en að stríði loknu. Þá hafi Bandaríkjamenn verið farnir að stunda sína útgáfu af abstrakt-exrpessjónisma, Jack- son Pollock og fleiri. Pollock gerði sín þekkt- ustu verk til að mynda á árunum 1947–1950. „Alechinsky, Corneille og Appel voru á endalausum flótta undan Þjóðverjum í sínum heimalöndum, þurftu að berjast fyrir lífi sínu,“ segir Halldór. Stofnendur Cobra voru allir skráðir í kommúnistaflokka í sínum löndum. „Kommúnistaflokkarnir á þessum tíma voru eiginlega andspyrnuhreyfing, þetta var svo ná- tengt. Þeir voru allir meðlimir, en út af and- spyrnuhreyfingunni. Meira til að berjast gegn Þjóðverjum og þeirra listastefnu,“ segir Hall- dór og bætir því við að Cobra-menn hafi síðar séð sósíalrealíska list Sovétríkjanna og ekkert viljað hafa með hana að gera. List Cobra-hóps- ins hafi verið algjör andstæða myndlistar nas- ismans. Halldór segir Svavar Guðnason hafa horfið frá áhrifum súrrealismans upp úr 1937, um svipað leyti og Asger Jorn. Hlutur Svavars sé því afar stór í þessum kafla listasögunnar. Hann hafi svo haldið sýningu í Reykjavík 1945 og fengið afar hörð viðbrögð við sinni list. Hún hafi hins vegar haft mikil áhrif á íslenska myndlistarmenn. Cobra og nýja málverkið Sýningarstjóri Cobra Reykjavík er Per Hovdenakk, fyrrverandi safnstjóri Henie On- stad-listasafnsins í Osló, sem nú starfar sjálf- úrstefn ákváðu gáfu fr kom að Breton súrreal tímarit raunak Hovden 1949 og mikil. hreyfin Hovd Reykja og önnu um list eftir þv þennan því hva Hann v fólkið, e Allir ha eitt saf stætt sem sýningarstjóri. Hovdenakk er mesti sérfræðingur heimsins í dag í list Cobra-hreyf- ingarinnar og höfundur aðaltexta bókar sem gefin hefur verið út um sýninguna. Hovdenakk ítrekar mikilvægi Ophobning sem lykilverks í listasögunni. Verkið er olíu- málverk, eins og meirihluti verkanna á sýning- unni, sérstaklega varið með gleri enda afar verðmætt. Hovdenakk dregur ekki í efa að Cobra-hreyfingin sé afar mikilvægur hluti listasögunnar. „Cobra-liðar voru fyrst og fremst listmál- arar og mikilvægi Cobra fylgir þróun málara- listar. Á 8. áratugnum var málverkið ekki álitið mikilvægt, annað fékk meiri athygli. Nú hefur málverkið verið endurlífgað um allan heim og verk Cobra eru að verða mikilvægari fyrir vik- ið,“ segir Hovdenakk. Um 1980 hafi athygli beinst að Cobra-verkum á ný. „Málverkið hef- ur margoft verið lýst dautt,“ segir Hovdenakk og gefur lítið fyrir slíkar dánartilkynningar. Hvað stofnun Cobra varðar segir Hovde- nakk að súrrealisminn hafi verið álitinn fram- Lykilverk listas Merkissýning Frá blaðamannafundi þar sem sýningin stoðarsýningarstjóri, Halldór Björn Runólfsson, safnstj Hápunktur De Það er merkile Upphafið Málverkið Ophobningen, eða Upphafið, eftir Egil Jacobsen. MEÐ sýningunni Efter ekspressionisme – AbstrNeoplasticisme – Surrealisme, í Kaupmannahkom fram í fyrsta sinn vísir að abstrakt-expre það töluvert áður en hann kom fram í bandarískri myn hreyfingin var stofnuð af belgískum, hollenskum og dö listarmönnum á kaffihúsi í París hinn 8. nóvember 1948 ist upp þremur árum síðar. Nafnið er dregið af nöfnum þeirra borga sem stofnen bjuggu og störfuðu í, Kaupmannahöfn (Copenhagen), B Amsterdam. Asger Jorn, Karel Appel, Christian Dotrem Noiret, Constant Nieuwenhuys og Cornelis van Beverlo stofnuðu hópinn á kaffihúsinu Café Notre Dame í París gegn súrrealistum og ríkjandi listastefnum. Dotremont ávarp hópsins sem var lagt fyrir Egil Jacobsen, sem be í nágrenninu, og var ávarpið samþykkt í framhaldi. Í ávarpinu segir meðal annars: „Við sjáum því aðeins leið til að tryggja alþjóðlegt og lifandi samstarf um my artilraunir, lausar við steingeldar og einstrengingslega […] við skiljum verk hver annars, en höfnum því að láta ur við falska hugmyndafræðilega einingu.“ Dotremont heyrðu hópi súrrealista í Belgíu, Jorn danska framúrst og Appel, Constant og Corneille hollenska framúrstefn Cobra-hreyfingin st
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.