Morgunblaðið - 14.05.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.05.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 130. TBL. 95. ÁRG. MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is KOSNINGAÚRSLIT TÖLUR, YFIRLIT, GREININGAR OG VIÐ- BRÖGÐ. BLAÐAUKI UM KOSNINGARNAR HELSINKIGLEÐI OG LÍF OG LIST Í BORGINNI FLUGUFÓTUR AF FORSETABUXUM >> 48 H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA 8 1 3 1 VILDAR KLÚBBUR GLITNIS » Þetta er auðvitaðnaumur meiri- hluti en starfhæfur meirihluti | 6 »Ég horfi fyrst ogfremst til þess að hér verði mynduð öflug ríkisstjórn | 8 » Þessi ríkisstjórner auðvitað fallin, þótt hún hangi inni tæknilega séð | 8 » Okkur er refsaðfyrir þá hluti sem sjálfstæðismenn voru verðlaunaðir fyrir | 6 »Menn geta gleymtþví að gefa út dán- artilkynningar fyrir okkar hönd | 8 » Við komum í vegfyrir að sjálfstæð- ismenn ynnu stærri sigur | 8 FRÉTTASKÝRING Eftir Ólaf Þ. Stephensen olafur@mbl.is MIKLAR líkur eru á því að stjórn- arsamstarfi Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins verði haldið áfram. Flokkarnir fengu samtals 32 þingmenn í kosningunum á laugar- dag, minnsta mögulega meirihluta. Formenn flokkanna, þeir Geir H. Haarde og Jón Sigurðsson, hittust á fundi í gærmorgun og í framhaldi af honum byrjaði fólk í innsta kjarna beggja flokka að leggja línur að áframhaldandi samstarfi. Varamenn inn fyrir ráðherra? Meðal þess, sem er til skoðunar, er hvernig leysa megi þau vandkvæði á að manna stöður í stjórnarsamstarf- inu sem hljótast af miklu fylgistapi Framsóknarflokksins. Gengið er út frá því að ráðherrum Framsóknar í stjórninni fækki í fjóra eða fimm. Jón Sigurðsson, formaður flokks- ins, verður væntanlega áfram ráð- herra þótt hann hafi ekki náð kjöri til þings. Þá má reikna með að núver- andi ráðherrar, sem náðu kjöri, geri tilkall til ráðherrasæta. Þá eru aðeins eftir þrír þingmenn, Birkir Jón Jóns- son og nýliðarnir Bjarni Harðarson og Höskuldur Þór Þórhallsson, til að manna stöður á þingi. Á milli stjórnarflokkanna er rædd sú hugmynd, sem Jón Sigurðsson viðraði í sjónvarpsumræðum í gær- kvöldi, að kalla megi inn varamenn fyrir þingmenn, sem gegna störfum ráðherra. Fordæmi eru fyrir slíku, t.d. frá Noregi, en til þess að svo megi verða þarf að breyta lögum. Pirraðir á Ingibjörgu Innan Sjálfstæðisflokksins var það sjónarmið engu að síður talsvert áberandi í gær að ekki væri hægt að treysta á eins manns meirihluta með Framsókn og fremur ætti að freista þess að taka upp samstarf með Sam- fylkingunni. Formaður Samfylking- arinnar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, hafði þá sett sig í samband við forystu Sjálfstæðisflokksins og þreifað á möguleikum á samstarfi. Þó fór fram- gangsmáti Ingibjargar eitthvað í taugarnar á sjálfstæðismönnum, sem töldu hana hafa nálgazt flokkinn af hroka, sem væri ekki líklegur til að skapa traust í samskiptum. Þótt staða sjálfstæðismanna sé sterk eftir kosningarnar, með því að ríkisstjórnarmeirihlutinn hélt og Geir Haarde þarf ekki að biðjast lausnar fyrir stjórnina, er það þó ekki alveg svo að þeir hafi öll tromp á hendi og geti valið sér samstarfsflokk að vild. Samfylkingin hefur látið þau boð ganga til framsóknarmanna að þeir séu velkomnir til vinstristjórnarsam- starfs með Samfylkingu og VG. Ingi- björg Sólrún ræddi þann möguleika í sjónvarpsumræðum í gærkvöldi, jafn- framt samstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Áhætta að sleppa Framsókn Í ljósi þess að framsóknarmenn hafa sýnt vilja til að halda áfram sam- starfinu við Sjálfstæðisflokkinn telja margir í forystusveit flokksins vara- samt að afþakka áframhaldandi sam- starf og leita hófanna við Samfylk- inguna. Það gæti þýtt – fyrst Framsókn vill á annað borð setjast í ríkisstjórn – að framsóknarmenn sneru sér þá strax til Samfylkingar og VG. Báðir flokkar myndu að öllum lík- indum fremur taka tilboði um vinstri stjórn en að taka þátt í að styðja Sjálf- stæðisflokkinn til stjórnarforystu fimmta kjörtímabilið í röð. Ef sjálf- stæðismenn slitu sambandinu við framsóknarmenn gætu þeir þannig verið að bjóða upp á myndun vinstri stjórnar, sem myndi útiloka þá frá stjórnarsetu næstu árin. Einhverjar þreifingar hafa líka far- ið fram milli VG og stjórnarflokkanna beggja. Framganga Steingríms J. Sigfússonar í umræðum í Ríkissjón- varpinu í gærkvöldi, þar sem hann fór fram á að Jón Sigurðsson bæðist af- sökunar á auglýsingum, sem ungir framsóknarmenn birtu, hefur hins vegar ekki aukið áhuga framsóknar- manna á að tala við VG. Innan Sjálf- stæðisflokksins virðist líka lítill áhugi á samtölum við VG að svo stöddu. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hélt velli með minnsta meirihluta Ræðast við Geir H. Haarde formaður Sjálfstæðisflokksins og Jón Sigurðs- son formaður Framsóknarflokksins stinga saman nefjum eftir umræðuþátt á Stöð 2 í gærkvöldi. Þeir eru nú í viðræðum um áframhaldandi samstarf. Líklegast að stjórnin sitji áfram  Byrjað að leggja línur að áfram- haldandi samstarfi stjórnarflokkanna  Samfylkingin stígur í vænginn við bæði sjálfstæðis- og framsóknarmenn                                               Í HNOTSKURN »Ríkisstjórnin fékk 48,3%atkvæða og samtals 32 þingmenn af 63. »Framsóknarflokkurinntapaði sex prósentum og fimm mönnum en sjálfstæð- ismenn bættu við sig 2,9 pró- sentum og þremur mönnum. »Þetta er í fyrsta sinn í ís-lenzkri stjórnmálasögu sem ríkisstjórn heldur meiri- hluta sínum þrennar kosn- ingar í röð. Morgunblaðið/Brynjar Gauti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.