Morgunblaðið - 14.05.2007, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 14.05.2007, Qupperneq 4
4 MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Frábær sólartilboð í maí og júní frá kr. 39.990 Góð gisting - frábær sértilboð Rhodos, 2. júní Verð frá kr. 49.990 - Sértilboð á Kassandra Costa del Sol, 23. maí Verð frá kr. 39.990 - „Stökktu“ í 2 vikur Króatía, 3. júní Verð frá kr. 39.990 - Sértilboð á Diamant Mallorca, 25. maí Verð frá kr. 49.990 - Sértilboð á Fontanellas Munið Mastercard ferðaávísunina Kynntu þér þessi og önnur tilboð á www.heimsferdir.is KJÖRSÓKN hefur aldrei fyrr í sögu lýðveldisins verið jafn lítil og í al- þingiskosningunum um helgina, en þá var kosningaþátttaka 83,6%. Þar áður var kjörsókn minnst 1999, 84,1%. Á landinu voru 221.368 á kjör- skrá en 185.071 neyttu kosninga- réttar síns. Meðalkjörsókn í þeim 19 alþing- iskosningum sem hafa verið frá og með kosningunum árið 1946 er 89,1% og hefur kjörsókn ekki náð meðaltalinu eftir 1987 þegar hún var nokkuð yfir meðaltali eða 90,1%. Slökust í Reykjavíkur- kjördæmum Milli kjördæma er kjörsókn nokk- uð mismunandi og er hún minnst í Reykjavík norður eða 81,4% en þar kusu 35.625 af þeim 43.775 sem á kjörskrá voru. Mest var kjörsókn í Norðvesturkjördæmi þar sem 18.179 kusu af 21.126 á kjörskrá eða 86%. Í öðrum kjördæmum var kjörsókn sem hér segir: Í Reykjavík suður kusu 82,6% þeirra 43.398 sem á kjörskrá voru. Fjölmennasta kjördæmið á land- inu er Suðvesturkjördæmi en þar voru 54.584 á kjörskrá og kusu rétt innan við 46 þúsund manns eða 84,3%. Í Norðausturkjördæmi voru 27.888 á kjörskrá og kusu 84,8% þeirra eða 23.644. Þá var kjörsókn í Suðurkjördæmi 84,3% af þeim 30.597 sem á kjörskrá voru. Kjósendum fjölgað Kjörsókn á landinu nær hvergi því hlutfalli sem var í síðustu alþing- iskosningum, árið 2003. Þá fór kjör- sókn hvergi niður fyrir 87%. Nú er munur mestur á milli kjördæma 4,6% en var þá mestur 2%. Kjósendum hefur fjölgað um 10.064 frá alþingiskosningum 2003 eða um tæp 4,8%. Þegar skoðað er nánar hvernig kjörsókn var kemur í ljós að sums staðar nýttu nær allir kosningabærir menn sér rétt sinn til þess að taka þátt í kosningunum. Í Mjóafirði voru 28 manns á kjörskrá sem gerir hann minnstu kjördeild landsins. Þar kusu 27 eða 96,4%. Sömu sögu er að segja úr Gríms- ey. Þar var mjög góð kjörsókn nú sem endranær eða 100%. Því er ljóst að meirihluti lands- manna hefur áhuga á því að nýta sér kosningarétt sinn en umhugsunar- efni hvað veldur því að kjörsókn hef- ur minnkað jafnt og þétt undanfarin ár. Minnsta kosningaþátttaka í alþingiskosningum frá stofnun lýðveldis árið 1944 Kjörsókn best í Norðvestur- kjördæmi                                                 Morgunblaðið/Sigurður Jónsson LANDHELGISGÆSLAN hefur fengið búnað til að nota í þyrlum Landhelgisgæslunnar sem er sér- staklega hannaður til að slökkva gróðurelda. Um er að ræða sérhann- aða fötu sem notuð er í þessum til- gangi. Hún rúmar alls 2000 lítra af vatni. Brunamálamálastofnun hafði frumkvæði að því fyrir nokkru að kaupa þennan búnað og óskaði eftir liðsinni Skógræktar ríkisins, Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, Almannavarnardeildar Ríkislög- reglustjóra og Landhelgisgæslunn- ar. Úr varð að þessar stofnanir skiptu með sér kostnaðinum og hefur búnaðurinn verið afhentur Landhelgisgæslu Íslands. Brunamálastofnun hafði for- göngu um að láta þýða kennslubók um viðbrögð við gróðureldum en Eignarhaldsfélagið Brunabóta- félag Íslands fjármagnaði útgáfu bókarinnar. Bókin verður notuð verður til að mennta viðbragðsaðila um slökkvistarf þegar gróðureldar eiga sér stað og er ætlunin að gera sérstakt átak í fræðslu hvað þetta varðar. Keyptu búnað til að slökkva gróðurelda ÞAÐ mun væntanlega ekki skýrast fyrr en um miðja vikuna hvort út- strikanir á kjörseðlum hafa áhrif á niðurstöðu kosninganna. Karl Gauti Hjaltason, oddviti yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi, staðfestir að strik- að hefur verið yfir nafn Árna John- sen á milli 21% og 22% atkvæða sem greidd voru D-lista í Suðurkjör- dæmi, en ekki liggur endanlega fyrir hvort það hefur áhrif á stöðu hans á listanum. Karl Gauti sagði að einnig hefði eitthvað verið strikað yfir nafn Árna M. Mathiesen en það væri mun lægra hlutfall eða undir 3%. Yfir- strikaðir og breyttir atkvæðaseðlar D-lista voru 2.236 í Suðurkjördæmi eða 24,52%. Aðrir listar voru með minna. Það er landskjörstjórn sem út- hlutar þingsætum eftir að henni hafa borist gögn frá yfirkjörstjórnum kjördæmanna. Fundur var í lands- kjörstjórn í gær, en engar ákvarð- anir voru teknar. Reiknað er með að landskjörstjórn berist skýrslur frá yfirkjörstjórnum síðar í vikunni og að nýr fundur verði í landskjörstjórn nk. sunnudag. Ekki búið að telja útstrikanir Jóhannes Jónsson, kaupmaður í Bónus, skoraði á kjósendur í Reykja- víkurkjördæmi suður að kjósa Sjálf- stæðisflokkinn en strika yfir nafn Björns Bjarnasonar dómsmálaráð- herra. Sveinn Sveinsson, formaður kjör- stjórnar í Reykjavíkurkjördæmi norður sagði aðspurður að kjörseðl- ar með útstrikunum hefðu verið teknir til hliðar þegar atkvæðin voru talin. Ekki væri búið að telja þessa seðla, en kjörstjórn myndi hittast í dag og fara yfir þessi mál. Hann sagðist ekki geta lofað því að þessari vinnu lyki í dag. Þetta væru allmörg nöfn og margir seðlar. Hann sagðist ekki geta svarað því hvort óvenju- lega mikið væri um útstrikanir í kjördæminu. Einar Farestveit, starfsmaður yf- irkjörstjórnar, segir að yfirkjör- stjórn hafi á þessu stigi ekkert í höndum um útstrikanir, en þær verði ræddar þegar skýrslur yfir- kjörstjórna berist. Þar komi fram upplýsingar um umfang útstrikana og hugsanleg áhrif á röðun á lista. 21–22% strikuðu yfir nafn Árna Johnsen Tölur um útstrikanir liggja fyrir um miðja vikuna Kosningar Landskjörstjórn kom saman til fundar síðdegis í gær til að fara yfir úrslit alþingiskosninganna. Morgunblaðið/Brynjar Gauti REGLAN um 5% kjörfylgi á lands- vísu „setur skorð- ur en veitir líka rétt,“ segir Þor- kell Helgason, stærðfræðingur og ráðgjafi lands- kjörstjórnar. Hér áður fyrr gátu flokkar ein- ungis fengið uppbótarþingmann ef flokkurinn hafði náð kjördæmakjörn- um manni óháð fylgi á landsvísu. Síðari tíma lög hafa svo fest upp- bótarþingmenn, sem nú heita jöfnun- armenn, við kjördæmi og þurfa flokk- ar 5% kjörfylgi á landsvísu til að öðlast rétt til jöfnunarþingmanns, óháð því hvort flokkur hafi náð kjör- dæmakjörnum manni. Það er því ekki alfarið rétt að segja að það sé örðugra nú en fyrr að fá jöfnunarmenn, segir Þorkell. Þorkell segir menn verða að sætta sig við að engin fullkomin aðferð sé til við að úthluta þingsætum. Það séu þrjú ósamrýmanleg markmið í kosn- ingalöggjöfinni: þingsætafjöldi skuli vera í samræmi við fylgi flokkana á landsvísu; kjördæmin hafi sín ákveðnu þingsæti og að misvægi í tölu kjósenda að baki hverju þingsæti geti verið allt að einn á móti tveimur. Samkvæmt lokatölum á mbl.is var vægi atkvæða nærri 1:2 þar sem 2.019 kjósendur voru fyrir hvert þingsæti í Norðvesturkjördæmi á móti 3.832 í Suðvestur kjördæmi. Engin fullkomin aðferð til Þorkell Helgason Ósamrýmanleg markmið

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.