Morgunblaðið - 14.05.2007, Síða 8

Morgunblaðið - 14.05.2007, Síða 8
8 MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ KOSNINGAR 2007 Ómar RagnarssonGuðjón Arnar KristjánssonSteingrímur J. SigfússonIngibjörg Sólrún Gísladóttir Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is FORMAÐUR Samfylkingarinnar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, segir að niðurstöður kosninganna séu ágætar þegar litið sé til þess hver staða flokksins var í skoðanakönn- unum frá því um áramót. „Fyrir aðeins sex vikum mældumst við með 19%,“ segir Ingi- björg Sólrún. „Þannig að ég held að við get- um verið býsna ánægð með það hverju kosn- ingabarátta okkar og málefnavinna skilaði á þessum sex vikum. Þetta var vel rekin, öflug og málefnaleg kosningabarátta.“ – Þið bítist að verulegu leyti um sama fylgið og Vinstri græn. En þau fá núna mun stærri hluta af þessu fylgi en áður. Að hvaða leyti er vígstaða þeirra svona góð? Eru það umhverfismálin sem ráða þar úrslitum? „Já, en hins veg- ar má kannski segja að það sé ekkert óeðlilegt við það að til sé hér eins og í ýms- um öðrum löndum róttækur vinstri- flokkur með 10– 15% fylgi. Og svo má segja að út- koma Vinstri grænna hafi í síðustu kosningum verið slæm og verulega undir væntingum. Við verðum að skoða þetta allt í þessu samhengi.“ – Telurðu hugsanlegt að mynda stjórn með VG og Framsókn ef núverandi stjórn hættir? „Ég útiloka ekki neinn möguleika sem býður upp á starfhæfa ríkisstjórn með góðan þingmeirihluta sem getur tekist á við þau aðkallandi verkefni sem hér eru framundan. Mér finnst að þó að ríkisstjórnin haldi meiri- hluta sé hún löskuð, allt of veik á þingi. Ég horfi fyrst og fremst til þess að hér verði mynduð öflug ríkisstjórn. Ég tel að það sé verkefnið og á ábyrgð okkar sem höfum val- ist til þingstarfa að gera það. Þá útiloka ég ekki heldur samstarf Samfylkingar og Sjálf- stæðisflokks.“ – Yrði stóriðjan helsti ásteytingarsteinn- inn í viðræðum ykkar og Framsóknar við VG? „Ég geri ráð fyrir að ef þetta ætti að tak- ast væru það fyrst og fremst Framsókn- arflokkurinn og VG sem yrðu með vissum hætti að grafa stríðsöxina. Það voru miklar rimmur þar á milli í kosningabaráttunni.“ – Margir hafa minnt á fordæmið 1978, framsóknarmenn töpuðu þá stórt en hrepptu samt forystuna í ríkisstjórn með vinstri- flokkunum tveimur. Myndir þú bjóða Fram- sókn embætti forsætisráðherra? „Nei, ég get ekki ímyndað mér að fram- sóknarmönnum detti það sjálfum í hug. Það væri ekki lýðræðislegt eða í samræmi við niðurstöður kosninganna.“ – Stjórn ykkar og Sjálfstæðisflokks yrði öflug á þingi. Hvaða ágreiningsefni telurðu að gætu helst komið í veg fyrir slíkt sam- starf? „Það getur alltaf reynst vera ágreiningur um einstök mál, m.a. Evrópumálin, en svo eru ákveðin úrlausnarefni sem við stöndum andspænis í stjórnmálum. Við yrðum einnig að finna svar við því hvernig við stöndum að virkjana- og náttúruverndarmálum sem við teljum að séu mjög brýn. Þar höfum við lagt áherslu á rammaáætlunina um náttúruvernd svo að við getum tekið upplýstar ákvarð- anir.“ – Mörgum finnst að Sjálfstæðisflokkurinn hafi sloppið betur við skeyti af hálfu ykkar en Framsókn. Er þetta ímyndun? „Við höfum nú almennt í Samfylkingunni ekki verið með neinar skeytasendingar á aðra flokka, ekki nema á mjög málefna- legum grundvelli. Auðvitað gagnrýndum við harkalega ríkisstjórnina fyrir það hvernig staðið hefur verið að málum, hvernig hér hefur verið vaxandi ójöfnuður og hvernig al- mannaþjónustan hefur þróast. Þar bera báð- ir stjórnarflokkarnir ábyrgð, sjálfstæð- ismenn ekkert síður en Framsókn, þeir hafa farið með fjármálaráðuneytið allan tímann. En Framsókn hefur m.a. farið með vel- ferðarráðuneytin og það gæti skýrt að þeir fara svona miklu verr út úr þessu.“ – Í viðræðum við ykkur hefur Geir Haarde í bakhendinni að geta rætt við ann- an vinstriflokk, VG, ef þið verðið mjög kröfuhörð. Verður þetta óþægileg staða fyr- ir þig? „Nei, menn verða auðvitað að fara í ákveð- ið hagsmunamat þegar að því kemur að mynda ríkisstjórn. Ég geri ráð fyrir að Geir reyni, eins og aðrir, að meta hvað sé best fyrir land og lýð þegar til framtíðar er litið. En hann stjórnar ekki einn atburðarásinni. Ég nefndi að til væri sá möguleiki að mynda þriggja flokka stjórn, nota Reykjavíkurlista- módelið, það getur líka verið raunhæfur möguleiki og Jón Sigurðsson hefur það m.a. á valdi sínu.“ Ingbjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar Getum verið býsna ánægð »Ég horfifyrst og fremst til þess að hér verði mynduð öflug ríkisstjórn Eftir Sigrúnu Rósu Björnsdóttur sigrunrosa@mbl.is „ÞAÐ er gífurleg gleði og stemning í okkar herbúðum og aðeins einn skuggi á, að hafa ekki tekist að fella ríkisstjórnina þrátt fyrir hetjulega baráttu,“ segir Steingrímur J. Sig- fússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs (VG), sem jók fylgi sitt veru- lega og fær nú níu menn á þing í stað fimm áð- ur. Steingrímur segir flokkinn vera að styrkja sig á landsvísu og hafi verið stutt frá að fá inn mann til við- bótar. Steingrímur segir að árangur VG í kosning- unum sé miklu meiri og margþættari en menn átti sig á. Flokkurinn hafi nú tekið sæti þriðja stærsta flokks á landinu. Hann hafi einnig fengið mikið af heillaóskum frá Norðurlöndunum þar sem VG sé nú stærsti vinstri græni flokkur Norð- urlanda. Steingrímur þakkar árangurinn fyrst og fremst öflugu málefna- og uppbyggingarstarfi. Álverskosningin í Hafnarfirði hafi breytt stemingunni varðandi stóriðju og umhverf- ismál, Íslandshreyfingin hafi einnig breytt myndinni þar sem VG varð ekki jafnskýr sem höfuðmálsvari náttúru og umhverfis, þau hafi notið mikils fylgis meðal kvenna enda lagt áherslu á kvenfrelsi, auk þess sem barátta fyr- ir velferðarkerfinu og sú staðreynd að þeir eru í vaxandi mæli flokkur landsbyggðarinnar varðandi atvinnu- og byggðamál hafi skilað sér inn í kjörklefann. „Þessi ríkisstjórn er auðvitað fallin, þótt hún hangi inni tæknilega séð. Þjóðin hafnaði henni og sérstaklega Framsóknarflokknum. Í raun og veru eru þessi úrslit mjög táknræn þar sem helsta átakamál kosningabaráttunnar var stóriðjustefna Framsóknarflokksins, hverrar höfuðandstæðingar við vorum,“ segir Stein- grímur og telur augljóst að lýðræðislegast væri fyrir ríkisstjórnina að biðjast lausnar þar sem hún hafi minnsta mögulega meirihluta. Steingrímur segir að VG séu allir vegir fær- ir núna. Áherslan sé fyrst og fremst á þau mál- efni sem kjósendur hafi trúað þeim fyrir og því séu þau skyldug til að útiloka ekki neinn möguleika í ríkisstjórn. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs Árangur VG meiri en menn átta sig á »Ríkisstjórniner í raun fallin og hangir inni á tæknilegu atriði „ÞAÐ tókst ekki að fella ríkisstjórnina. Hún heldur velli og því er kaffibandalagsstjórnin sem við höfðum alltaf stefnt að ekki lengur inni í myndinni,“ segir Guðjón A. Krist- jánsson, formaður Frjálslynda flokksins. Guðjón segir úrslitin í raun ekki koma sér á óvart en Frjálslyndi flokkurinn hélt sínum fjórum sætum, og fékk reyndar þrjú þeirra sem uppbótarsæti. Hann segist hafa búist við því að halda kjörfylginu en gert sér vonir um að ná fimmta manninum inn enda aðeins vantað rúmlega 100 atkvæði upp á það. Guðjón er ekki sáttur við útfærslureglur varðandi vægi atkvæða og telur sig hafa tap- að á því. „Við lendum aftur í því að vera með langflest atkvæði á bak við þingmann. Það eru rúmlega 3.300 atkvæði á bak við hvern þingmann hjá okkur en rúm 2.600 hjá sjálfstæð- ismönnum. Það virðist ekki nást nægilegur jöfnuður út á atkvæðavægið,“ segir Guðjón. Spurður um möguleika á að taka þátt í stjórnarsamstarfi til að styrkja nauman meirihluta ríkisstjórnarinnar segir Guðjón að þeir myndu skoða það út frá málefnum og í raun geti þeir rætt við hvern sem er. Stólar og titlar skipti ekki höfuðmáli í þeim efnum. Þeir séu ekki á leið í stjórn á meðan rík- isstjórnin sé ekki fallin en meirihlutinn sé af- skaplega naumur. „Þetta veltur á því hvort formaður Fram- sóknarflokksins ætlar að standa við það sem hann sagði í gær, að þeir teldu sig ekki geta starfað áfram í ríkisstjórn með svona lélega útkomu,“ segir Guðjón. Guðjón segir að það hafi verið á brattann að sækja í kosningabaráttunni, þar sem flokk- urinn mátti ganga í gegnum ýmsar hremm- ingar nýverið og jafnvel spáð dauða í kjölfar- ið. „Við erum komin til að vera miðað við þessa stöðu. Ég get ekki betur séð en að Frjálslyndi flokkurinn sé búinn að festa sig í sessi sem afl í íslenskri pólitík og menn geta gleymt því að vera að gefa út dánartilkynn- ingar fyrir okkar hönd,“ segir Guðjón að lok- um. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins Ósáttur við út- færslureglur á atkvæðavægi » „Vantaði rúmlega 100 atkvæði upp á fimmta manninn“ ÓMAR Ragnarsson, formaður Íslandshreyf- ingarinnar segi að þau hafi búist við að koma tveimur mönnum inn á þing en það hafi verið rekinn mikill hræðsluáróður á móti flokknum um að atkvæði greidd honum yrðu dauð. „Við teljum okkur hafa unnið siðferðislegan sigur. Við vorum með atkvæðamagn til að koma tveimur mönnum inn á þing. Fimm prósenta reglan skemmdi fyrir því og hún er skaðleg. Í þessu tilfelli hefði það velt rík- isstjórninni ef við hefðum komið manni inn á þing,“ segir Ómar en ný kosningalög segja að flokkur verði að fá að lágmarki fimm prósent atkvæða til að ná manni inn á þing. Ómar mótmælir því einnig harðlega að framboð Íslands- hreyfingarinnar hafi komið í veg fyrir það að hægt væri að fella ríkisstjórnina. Hann segist byggja það á því að Íslandshreyfingin sé hægra megin á miðjunni og hafi lagt áherslu á að höfða til hægri kjósenda. Niðurstöður könnunar sem Capacent Gallup gerði um hvaðan fylgi flokka kæmi sýndi að það hefði tekist. Ómar segir að samkvæmt könnuninni hafi mestur hluti atkvæða þeirra komið frá Sjálfstæðisflokknum og næstmesti hlutinn frá Vinstri grænum (VG). „Það þýðir einfaldlega það, í okkar huga, að við komum í veg fyrir að sjálfstæðismenn ynnu stærri sigur en þeir gerðu,“ segir Óm- ar. Spurður hvernig hann sjái mögulegt stjórnarsamstarf segir Ómar að miðað við úr- slitin hugnist það Íslandshreyfingunni best að VG fari í stjórn með Sjálfstæðisflokknum, þar sem umhverfisverndarsjónarmiðin séu mjög ákveðin hjá VG og Íslandshreyfingin hafi verið að leita bestu lausnanna frá bæði vinstri og hægri Telur Framsóknarflokkinn vera í lykilstöðu Ómar telur að Framsóknarflokkurinn sé í sterkari stöðu en menn ætli út frá úrslitum kosninganna og geti jafnvel verið í lykilstöðu þegar kemur að stjórnarmyndum. „Ég vil hins vegar benda á að menn van- meta alveg mjög sterka stöðu Framsókn- arflokksins. Þetta voru skilaboð frá kjós- endum þeirra um að þeir geti ekki verið svona lengi til hægri. Og Framsóknarflokk- urinn á núna leik á borði að mynda vinstri stjórn, á þeim forsendum að hann sé aftur að fara í áttina að félagshyggjukjósendum sín- um,“ segir Ómar og bendir á að það geti ver- ið sterkur leikur hjá Framsóknarflokknum að bjóða Ingibjörgu Sólrúnu, formanni Samfylk- ingarinnar, forsætisráðherrastólinn, svipað og Framsóknarflokkurinn gerði eftir sinn versta ósigur árið 1978 og leiddi vinstristjórn á eftir. Ómar Ragnarsson, formaður Íslandshreyfingarinnar Við eyðilögð- um ekki að hægt væri að fella ríkis- stjórnina » „Kannanir segja okkar fylgi aðallega hafa komið frá sjálfstæð- isfólki.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.