Morgunblaðið - 14.05.2007, Side 9

Morgunblaðið - 14.05.2007, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2007 9 FRÉTTIR • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 Stakir sportjakkar Ókeypis kynningarfyrirlestur Þú ert það sem þú hugsar þriðjudaginn 22. maí kl. 20:00 á Grand hótel Reykjavík Allir velkomnir. www.gbergmann.is Nýjir stuttermabolir frá St. 42-56 Skeifan 11d • 108 Reykjavík • sími 517 6460 Opið mán.-fös. kl. 11-18, lau. kl. 11-15 www.belladonna.is Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is FYRSTA kransæðavíkkun með hjartaþræðingu var gerð hér á landi fyrir réttum 20 árum. Það voru þeir Kristján Eyjólfsson sérfræðilæknir á hjartadeild Landspítala háskóla- sjúkrahúss (LSH) og Einar H. Jón- mundsson röntgenlæknir á röntgen- deild LSH sem gerðu aðgerðina á Landspítalanum 14. maí 1987. Frá því kransæðavíkkanirnar hófust hér er búið að gera 7.105 slíkar aðgerðir. Við kransæðavíkkun með hjarta- þræðingu er leiddur langur þráður gegnum æðakerfi sjúklingsins frá æð í nára og upp í þröngar eða stífl- aðar kransæðar hjartans. Fylgst er með ferðalagi þráðarins um æða- kerfið að hjartanu í röntgentækjum. Þegar kemur að þrengslum í krans- æð er blásinn út lítill belgur sem víkkar æðina út. Í flestum tilvikum er skilið eftir stoðnet sem styður við útvíkkaða æðaveggina. Þessar að- gerðir reyna mun minna á sjúkling- inn en opnar hjartaskurðaðgerðir. Í byrjun voru kransæðavíkkanir gerð- ar í samvinnu hjartadeildar og rönt- gendeildar. Eftir að Landspítali og Borgarsjúkrahús sameinuðust hafa hjartaþræðingar og kransæðavíkk- anir verið á vegum hjartadeildar Landspítala háskólasjúkrahúss. Hjartaaðgerðir voru forsenda „Þessar kransæðavíkkunar- aðgerðir voru fyrst gerðar 1977 í Sviss. Um fimm árum seinna var far- ið að gera svona aðgerðir á nokkrum stöðum í Evrópu og Ameríku. Á tímabilinu frá 1981 til 1987 sendum við sjúklinga utan í svona aðgerðir, mest til Bretlands og einhverjir fóru til Ameríku. Það urðu mest nokkrir tugir sjúklinga sem fóru í þessar að- gerðir á hverju ári,“ sagði Kristján. Kransæðaskurðaðgerðir hófust hér á landi í júní 1986. Það eru svo- nefndar opnar hjartaaðgerðir þar sem notuð er hjarta- og lungnavél. Kristján segir að flestar hjartaað- gerðir séu gerðar vegna krans- æðasjúkdóma, svonefndar hjáveitu- aðgerðir, en einnig til að laga hjartalokur og annað. Tæpt ár leið því frá að opnar hjartaaðgerðir hóf- ust hér þar til fyrsta kransæðavíkk- unin með hjartaþræðingu var gerð á Landspítalanum. Kristján segir að aðstaða til að gera opnar hjartaað- gerðir hafi verið nauðsynleg for- senda þess að kransæðavíkkanir með hjartaþræðingu hæfust. Út- víkkaðar kransæðar áttu til að falla saman og þurfti því fullmönnuð skurðstofa til hjartaaðgerða að vera til reiðu ef grípa þurfti inn í með skurðaðgerð. Eftir að stoðnetin komu til sög- unnar 1993 er hverfandi hætta á að kransæðarnar falli saman. Bráða- skurðaðgerðir í framhaldi af krans- æðavíkkun eru því mjög fátíðar nú til dags. Kristján sagði að stoðnet væru nú sett í æðar í 85–90% krans- æðavíkkana. Aðgerðum fjölgað tólffalt Fyrsta heila árið, 1988, voru gerð- ar um 50 kransæðavíkkanir á Land- spítalanum en undanfarin ár hafa verið gerðar jafn margar aðgerðir á hverjum mánuði eða rúmlega 600 kransæðavíkkanir á hverju ári. Af því eru um 120 bráðaaðgerðir. Krist- ján sagði að í árslok 2003 hefðu verið settar á skipulegar vaktir starfsfólks við hjartaþræðingu svo hægt væri að gera kransæðavíkkanir á sjúkling- um með bráða kransæðastíflu alla daga ársins. Auk sérhæfðra lækna standa að aðgerðunum sérhæfðir hjúkrunarfræðingar, geislafræð- ingar og lífeindafræðingar. Brýnt er að opna stíflaðar kransæðar sem fyrst til að draga úr hættu á skemmdum á hjartavöðvanum. Áður voru gefin sterk segaleysandi lyf til að opna bráðu kransæðastíflurnar og virkuðu þau stundum vel en stundum miður. Kristján telur það gefast betur að beita kransæðavíkkun og setja stoð- net í stífluðu kransæðina, sé þess kostur. Kransæðavíkkanir reynast oft vera lausn í bili og hægt er að beita lyfjameðferð í framhaldinu við áhættuþáttum svo sem of mikilli blóðfitu eða háþrýstingi. Í ein- hverjum tilvikum er sjúklingurinn með útbreiddan kransæðasjúkdóm sem krefst hjartaaðgerðar síðar. Nokkur bið er nú eftir að komast í kransæðamyndatökur. Flestar kransæðavíkkanir eru gerðar í beinu framhaldi af myndatöku og sagði Kristján að ekki væri teljandi biðlisti eftir kransæðavíkkunum sem slík- um. Það er liðin tíð að Íslendingar fari utan í kransæðavíkkun. En kem- ur fólk frá útlöndum í þessar aðgerð- ir? „Nei, við höfum ekki boðið upp á það. Ég man eftir Íslendingi búsett- um erlendis sem ætlar að panta sér hjartaþræðingu hér, en þetta er ekki í neinum mæli því við höfum ekki undan með okkar eigin fólk,“ sagði Kristján. Tækjabúnaður að reskjast Tækjabúnaður hjartaþræð- ingadeildar Landspítalans er farinn að reskjast, að sögn Kristjáns, og kominn tími til að huga að endurnýj- un tækjanna. Deildin ræður yfir tveimur röntgentækjum og er annað á 10. ári og hitt á sjötta ári. Bæði tækin eru með stafræna myndgerð en geymslukerfið er á lausum geisla- diskum. Diskarnir sem sýna hvað í hjörtum sjúklinga deildarinnar býr eru geymdir í hillum sem þekja nær heilan vegg! Nú er farið að víkka kransæðar í eldri sjúklingum en áður var gert, því auknar kröfur eru gerðar um að bæta líðan eldra fólks. Áður þótti ekki koma til greina að framkvæma kransæðavíkkun á sjúklingum eldri en 75 ára en nú þykir ekkert tiltöku- mál þótt sjúklingur sé 80–90 ára. Nýlega var t.d. gerð krans- æðavíkkun á 95 ára gömlum sjúk- lingi. Kristján sagði dæmi um sjúklinga undir þrítugu sem hefðu farið í kransæðavíkkun, en þá voru alveg sérstakar ástæður fyrir æðaþrengsl- unum. Eftir því sem aldurinn hækk- ar fjölgar sjúklingum og þorrinn er 55 ára og eldri. Þá er algengara að karlar þurfi að fara í kransæðavíkk- anir en konur, auk þess sem sjúk- dómurinn gerir yfirleitt seinna vart við sig hjá konum en körlum. Reykingar flýta sjúkdómnum Kristján var spurður hvað fólk gæti gert til að eiga síður á hættu að þurfa á þjónustu deildar hans að halda. Hann sagði að það gilti um kransæðasjúkdóma líkt og ýmsa fleiri að þeir vildu liggja í ættum. Fólk með ættarsögu krans- æðasjúkdóma getur þó dregið úr lík- um á að sjúkdómurinn geri vart við sig. Þar skiptir miklu að hreyfa sig reglulega, gæta að mataræði og lík- amsþyngd en ekki síst að reykja ekki. Kristján tók sem dæmi tvo ein- staklinga með sömu ættarsögu kransæðasjúkdóms. Reykti annar þeirra mætti hann búast við að sjúk- dómurinn gerði vart við sig tíu árum fyrr en sá sem ekki reykti. Alls 7.105 kransæða- víkkanir á 20 árum Morgunblaðið/Kristinn Hjartaþræðing Sigurlaug Magnúsdóttir deildarstjóri á LSH og Kristján Eyjólfsson sérfræðilæknir, en hann gerði fyrstu kransæðavíkkunina hér á landi ásamt Einari H. Jónmundssyni röntgenlækni fyrir 20 árum. SÍÐUSTU vikur hafa ferðamenn í Haukadal rekið upp stór augu þegar farið er um skóginn. Þar hanga fötur í birkitrjám á nokkr- um stöðum í skóginum, að því er fram kemur á skogur.is Föturnar eru nýttar til að safna trjásafa úr birkitrjám. Slöngum hefur verið stungið inn í trén eftir að litlar holur hafa verið boraðar inn í stofn þeirra. Söfnunin hófst eftir að hitastig fór yfir frostmark í byrjun aprí og mun verða haldið áfram fram í miðjan maí, eða þangað til trén laufgast. Safi birki- trjáa inniheldur auk sykurs ýmis næringarefni. Víða um lönd er hefð fyrir slíkri söfnun t.d. í Kan- ada, Finnlandi og Noregi, en lítið hefur verið gert af slíku hér á landi. Ýmsir nýtingarmöguleikar á birkisaftinni hafa verið prófaðir síðustu vikur. M.a. má nýta safann til drykkju eða eldamennsku. Úr safanum má gera sýróp með því að sjóða hann í nokkra tíma þar til hann er orðinn nógu þykkur til átu. Úr 100 lítrum af birkisaft má fá um 1–2 lítra af sýrópi, en stórt birkitré getur framleitt yfir 3 lítra af safa á dag. Morten T. Leth hef- ur staðið fyrir prófuninni ásamt skógræktarnemanum Anne Wolff frá Frakklandi. Birkisafa safn- að í Haukadal MIKIÐ líf var í miðbæ Reykjavík- ur í fyrrinótt en allt gekk þó stór- slysalaust fyrir sig. Að sögn lög- reglu var mikið að gera hjá leigubílstjórum og á tímabili náði biðröð fólks sem beið eftir leigu- bíl á leigubílabiðstöðinni á móts við Glitni í Lækjargötu út alla Lækjargötuna og upp í Banka- stræti. Nokkur smávægileg átök urðu í miðbænum og í heimahúsum á höfuðborgarsvæðinu og gistu um 10 manns í fangageymslum sök- um ölvunar á almannafæri. Eitt útkall var hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins klukkan átta í gærmorgun. Reykskynjari fór í gang í íbúð á miðhæð á Ný- lendugötu. Flatbökur reyndust hafa gleymst í bakarofni og gáfu þær frá sér mikinn reyk. Íbúðin var reykræst og engan sakaði. Mikið líf og langar biðraðir í miðbænum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.