Morgunblaðið - 14.05.2007, Page 10
10 MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Þetta var algert neyðarúrræði, vegna ólíðandi sjónmengunar, rektorinn neitaði alveg að
láta skera hár sitt fyrr en skólinn fengi lóð Árni minn.
VEÐUR
Í umræðuþáttum ljósvakamiðl-anna frá því á kosninganóttina
og fram á sunnudagskvöld var mik-
ið rætt um tap Framsóknarflokks-
ins í þingkosningunum en lítið sem
ekkert um tap Samfylkingarinnar.
Hvað skyldi valda því?
Samfylkinginhefur verið í
stjórnarandstöðu
frá stofnun
flokksins. Yf-
irleitt vegnar
stjórnarand-
stöðuflokkum
vel, þegar sömu
flokkar hafa
lengi verið í rík-
isstjórn. Og til
þess að stórsigur í þessum kosn-
ingum væri alveg tryggður var Öss-
ur Skarphéðinsson felldur sem for-
maður flokksins.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefurekki leitt flokk sinn fram á við
heldur á byrjunarreit. Samfylk-
ingin tapaði hvorki meira né minna
en 4,2 prósentustigum í þessum
kosningum og tveimur þingmönn-
um. Og fyrir þetta var formaðurinn
hylltur á kosninganóttina!
Samfylkingin er nú komin niður ísama fylgi og í fyrstu kosning-
unum, sem flokkurinn bauð fram í
árið 1999. Er þetta ekki þess virði
að ræða í ljósvakamiðlum?!
Það er auðvitað ljóst, að innanSamfylkingarinnar eiga eftir
að verða miklar umræður um þetta
áfall flokksins í þingkosningunum
nú. Þetta er sárt fyrir Samfylk-
inguna þar sem aðalkeppinaut-
urinn, Sjálfstæðisflokkurinn, bætti
við sig kjörfylgi og þingmönnum.
Líklegt má telja að ný kynslóðkomist til valda í Samfylking-
unni á næstu misserum og sú gamla
hverfi á braut. Það eru efnilegir
forystumenn að koma fram á sjón-
arsviðið.
STAKSTEINAR
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir
Tap Samfylkingar
SIGMUND
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
!
:
*$;<
!
"# $" % &'
() *
*!
$$; *!
"#$ # % &'
=2
=! =2
=! =2
"% $ ( )*+, -
>
=
"&, ,
%
" .))
! , ,
)/
" # )
01) 2.
33,
& )
#' ) 4 ) ) # -
62
4$# ,
'&
"
! ) )/
)
# , ')
4 /
) # 5. 33 &0 ,& ( )
3'45 ?4
?*=5@ AB
*C./B=5@ AB
,5D0C ).B
/
/
6
/6
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
Katrín Anna Guðmundsdóttir | 13. maí
Úrslit
Enginn flokkur er með
jafnt hlutfall kynjanna
inn á þingi, hvað þá að
konur séu í meirihluta.
Samkvæmt frétt á vis-
ir.is eru kynjahlutföllin
svona:VG: 44,4%
Samfylking: 33%
Sjálfstæðisflokkur: 32%
Framsókn: 28,5%
Frjálslyndir: 0% Konum fækkar á
þingi úr 23 í 20 en fjölgar um eina frá
síðustu kosningum þegar 19 konur
náðu kjöri og 44 karlar.
Meira: hugsadu.blog.is
Rúnar Birgir Gíslason | 13. maí 2007
Féllu á eigin bragði
Maður heyrði þær sög-
ur að Wigan og Sheff-
Utd væru búin að
ákveða úrslit í leik
þeirra, Wigan átti að
vinna og fella þar með
WestHam. Þeir
gleymdu bara að gera ráð fyrir að
WestHam gæti náð í stig á Old Traf-
ford og þar með féll SheffUtd.
Annars er minnir mig aðeins eitt
lið sem vann ManUtd tvisvar í vetur
og það heitir WestHam, ekki slæm-
ur árangur það.
Meira: rungis.blog.is
Björg F | 13. maí 2007
Þökk sé mér...
Þeir sem vilja þakka
mér og hinum sem
kusu Íslandshreyf-
inguna fyrir að stjórnin
haldi velli geta gert
það hér í athugasemd-
um eða með því að
styrkja sjóðinn „Drekkjum Íslandi“
eða „Upp upp mín verðbólga og ekk-
ert stopp“. Þá líst mér best á Sam-
fylkingu og Sjálfstæðisflokk saman
– þ.e.a.s. ef stefna Samfylking-
arinnar „Fagra Ísland“ nær fram að
ganga.
Meira: .sigrunb.blog.is
Stefán Friðrik Stefánsson | 13. maí
2007
Strika út
Árna Johnsen
Það er athyglisvert að
heyra af því hversu
margar útstrikanir
Árni Johnsen hefur
fengið í alþingiskosn-
ingunum í gær í Suður-
kjördæmi.
Sé það rétt sem sagt er að Árni
hafi fengið um eða yfir 30% útstrik-
anir er það skýr vitnisburður um það
hversu umdeildur Árni er meðal
kjósenda Sjálfstæðisflokksins.
Um leið er það skýr eftirmáli
þeirrar umræðu sem varð í vetur
vegna stöðu Árna Johnsen innan
Sjálfstæðisflokksins eftir mjög
vonda og óheppilega atburðarás þar
sem hann sýndi enga iðrun á fræg-
um afbrotum sínum. Það var veru-
lega sorglegt allt saman, eflaust má
kalla það mannlegan harmleik en
það var fyrst og fremst skelfilegt
mál fyrir Sjálfstæðisflokkinn í heild
sinni. Það er mjög einfalt mál.
Sjálfur hafði ég mjög afgerandi
skoðanir á því máli. Þær tjáði ég
með afgerandi hætti bæði hér á
þessum bloggvef og eins í viðtali við
Stöð 2. Það var nauðsynlegt skref,
enda gat ég ekki setið hjá þegjandi
vegna þess máls. Þar kom ég fram
sem sjálfstæðismaður með skoðanir,
skoðanir sem urðu að verða opinber-
ar. Ég sé ekki eftir neinu í því sam-
hengi og það var ekkert hik eða
hangs yfir mínu tali hvað þetta varð-
ar.
Svona margar útstrikanir segja
hug kjósenda Sjálfstæðisflokksins á
þessu svæði til Árna og þessara um-
deildu mála í fortíð hans og ekki síð-
ur orða hans eftir prófkjörssigurinn
í fyrra. Það var allt mjög óheppilegt.
En það er auðvitað lýðræðislegur
réttur kjósenda framboðslista að
breyta honum telji þeir það mik-
ilvægt. Stundum hefur það ekki ver-
ið áberandi sveifla en það sem virðist
hafa gerst í Suðurkjördæmi er mjög
afgerandi sveifla í þessa átt og það
er mjög hávær skoðun sem birtist
þar.
Það er mikilvægt að það kom fram
með þessum hætti og persónulega
tel ég þessar yfirstrikanir staðfesta
endanlega hversu mjög umdeild
pólitísk endurkoma Árna er og það
að flokksmenn í kjördæminu hafi
viljað tjá sig með afgerandi hætti.
Meira: stebbifr.blog.is
BLOG.IS
FÆRRI ný atvinnuleyfi voru gefin
út á fyrstu fjórum mánuðum ársins
en á sama tíma árið 2006. Þetta gæti
verið vísbending um að eitthvað væri
að draga úr aðflutningi erlends
vinnuafls til landsins.
Á fyrstu fjórum mánuðum ársins
voru gefin út 2.425 ný atvinnuleyfi,
en á fyrstu fjórum mánuðum ársins í
fyrra voru gefin út 3.449 ný atvinnu-
leyfi. Þessar upplýsingar koma fram
í skýrslu Vinnumálastofnunar um at-
vinnuástandið í apríl.
Aðeins voru gefin út 25 ný at-
vinnuleyfi í apríl til íbúa utan hins
Evrópska efnahagssvæðis. Ný-
skráningar ríkisborgara frá nýjum
ríkjum ESB voru 283 og þeir sem
voru áður með leyfi voru 81 eða sam-
tals 364. Til samanburðar voru gefin
út 682 ný atvinnuleyfi í apríl 2006
þegar íbúar nýju ríkjanna þurftu at-
vinnuleyfi til að koma hingað til
starfa og er því um nokkra fækkun
að ræða milli ára.
Minnkandi atvinnuleysi
Í skýrslunni kemur fram að skráð
atvinnuleysi í apríl var 1,1% eða að
meðaltali 1.866 manns, en það eru 68
færri en í marsmánuði. Atvinnuleysi
er um 11,7% minna en á sama tíma
fyrir ári þegar það var 1,3%. At-
vinnuleysi er nú mest á Norðurlandi
eystra, 2%, og á Suðurnesjum, 2,8%.
Atvinnuleysi meðal kvenna er meira
en karla eða 1,5% á móti 0,9%. Um
4,4% kvenna á Suðurnesjum eru án
vinnu. Minnst er atvinnuleysið á
Norðurlandi vestra, 0,5%, og Aust-
urlandi, 0,4%.
Lausum störfum fjölgar
Yfirleitt dregur úr atvinnuleysi í
maí. Lausum störfum í lok apríl í ár
fjölgaði talsvert frá lokum mars en
alls voru 560 laus störf í lok apríl en
414 í lok mars. Hins vegar voru 867
laus störf í lok apríl 2006. Vinnu-
málastofnun telur líklegast að at-
vinnuleysi í maí breytist ekki mikið
og verði á bilinu 1–1,3%.
Sem fyrr var atvinnuleysi mest í
yngsta aldurshópnum. Atvinnuleysi
meðal fólks á aldrinum 16–24 ára er
þó minna núna en árið 2005. Lang-
tímaatvinnuleysi (yfir 6 mánuði) er
núna 37% eða 721 manns í apríl sl.
Þetta er hærra hlutfall en verið hef-
ur undanfarin ár. Vinnumálastofnun
segir í skýrslu sinni að með minnk-
andi atvinnuleysi fari þeir sem
lengst hafa verið á atvinnuleysisskrá
seinna út af skrá en aðrir.
Færri atvinnu-
leyfi gefin út
Skráð atvinnuleysi er aðeins 1,1%
samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar