Morgunblaðið - 14.05.2007, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 14.05.2007, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2007 11 FRÉTTIR Heilbrigði og almenn hreysti getur haft stór áhrif á lífsgæði og hamingju. Grunninn leggur þú í nýrri og glæsilegri líkamsræktarstöð, Silfur Sporti, þar sem boðið er upp á einkaþjálfun, ráðgjöf, fullkominn tækjasal, upphitun og þol, lyftingasal og próteinbar, svo eitthvað sé nefnt. Í Silfur Sporti er lögð sérstök áhersla á persónulega þjónustu og stresslaust umhverfi. Leggðu grunninn að heilbrigðri sál í hraustum líkama. Hátún 12 • 105 Reykjavík • Sími 551 0011 www.silfursport.is • silfursport@silfursport.is LEGGÐU GRUNNINN X S TR E A M D E S IG N S S 07 01 004 BRUNAVARNIR Vesturbyggðar og Slökkviliðið í Tálknafirði voru kölluð út á tíunda tímanum í gær- morgun þegar elds varð vart í ein- býlishúsi við Aðalstrætið. Húsið var mannlaust þegar slökkvilið bar að og greiðlega gekk að slökkva eld- inn og má þakka skjótu viðbragði hjá slökkviliði að ekki fór verr, að því er segir á patreksfjordur.is Í samtali við nýráðinn slökkvi- stjóra, Davíð Rúnar Gunnarsson, kom fram að ekki hefði mátt muna nema nokkrum mínútum að húsið hefði orðið eldinum að bráð. Elds- upptök eru ókunn og er málið nú í rannsókn hjá lögreglunni. Snör viðbrögð slökkviliðs BJÖRGUNARSVEITIN Ingunn var kölluð út eftir að bát hafði hvolft á Apavatni með fjórum mönnum inn- anborðs klukkan hálf sjö á laug- ardagskvöld. Staðarhaldari bú- staða Rafiðnaðarsambandsins sá þegar bátnum hvolfdi, hringdi á neyðarlínu og fór út á bát og bjarg- aði mönnunum upp úr köldu vatn- inu. Þegar björgunarsveitarmenn komu á staðinn hafði tekist að ná mönnunum í land við orlofssvæði Rafiðnaðarsambandsins í Apanesi. Mennirnir voru nokkra stund í vatninu og voru þeir mjög kaldir þegar þeir komu að landi, en ekki er talið að þeim hafi orðið meint af volkinu. Mennirnir voru fluttir til nánari skoðunar á sjúkrahúsinu á Selfossi. Mannbjörg varð á Apavatni Séð yfir til Apavatns. KJÖRFUNDUR hófst í minnstu kjördeild á landinu, sem mun hafa verið í Mjóafirði í Fjarðabyggð, klukkan 9 á laugardagsmorgun og lauk klukkan 17. Í Mjóafirði eru 28 manns á kjörskrá, 14 konur og 14 karlar, og var kosið í Grunnskólan- um á Sólbrekku. Þegar kjörfundi lauk höfðu 27 af þeim 28 sem eru á kjörskrá á Mjóa- firði kosið, sem eru 96,4 %. Af þeim sem eru á kjörskrá í Mjóafirði kaus 21 á kjörstað, 4 utankjörstaðar og 2 kusu annarstaðar á kjördag, sam- kvæmt heimildkjörstjórnar á Mjóa- firði. Morgunblaðið/ Sigurður Aðalsteinsson Innsiglað Að þjóðlegum sið er kjördagurinn innsiglaður með því að fá sér myndarlega í nefið, en kjörsókn var einstaklega góð í þessu fámenna kjördæmi á Austurlandi. Kjörfundi lokið Kjörstjórn gengur frá kjörgögnum til sendingar til yfirkjörstjórnar Norðaust- urkjördæmis, frá vinstri Jóhann Egilsson, Heiðar W. Jones og Sigfús Vilhjálmsson, formaður. Minnsta kjördeildin í Mjóafirði

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.