Morgunblaðið - 14.05.2007, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.05.2007, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ KOSNINGAR 2007 Inntökuskilyrði umsækjenda eru að þeir hafi lokið iðnnámi eða 2 1/2 – 3 árum á framhaldsskólastigi eftir því hvaða leið nemendur ætla sér. Umsækjendur sem orðnir eru 25 ára eða eldri eiga mögugleika á að fá starfsreynslu sína metna til eininga. SkilyrðiFrumgreinadeild Nám í frumgreinadeild veitir nemendum góðan undirbúning undir háskólanám og er þróað í samstarfi við Háskóla Íslands í samræmi við inntökukröfur hans samkvæmt sam­ starfssamningi Keilis við HÍ. Námið er tvískipt. Hægt er að ljúka því á 2 önnum, fyrir þá sem ætla sér að stunda nám í félags­ og hugvísindum. Einnig er hægt að ljúka því á 3 önnum með sumarnámi. Slíkt er ætlað þeim nemendum sem vilja stunda háskólanám í tækni­ eða raunvísindum. Umsóknarfrestur er til 30. júní. Tækifæri til háskólanáms Frumgreinadeild Keilis: Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is KJÖRNUM konum á Alþingi fjölgar um eina frá síðustu kosningum en fækkar engu að síður á þingi þar sem hlutfall þeirra hafði hækkað á kjör- tímabilinu. Það kemur til af því að konur komu inn í stað karla sem af einhverjum orsökum hættu á þingi. Í upphafi síðasta kjörtímabils voru konur 30,2% en í lok þess 36,5% sem er sama hlutfall og var 1999 þegar hlutfall kvenna á þingi var hæst. Að þessum kosningum loknum eru kon- ur hins vegar 31,8% sem þýðir að Ís- land fellur niður um nokkur sæti á alþjóðlegum lista yfir hlutfall kvenna á þjóðþingum og er að því er virðist í kringum 15. sæti af tæplega 150 löndum. Hlutfall kvenna á Alþingi er lægra hér á landi en á öllum hinum Norðurlöndunum þar sem Svíþjóð trónir á toppnum en þar er hlutfall kvenna á þingi rúm 47%. Svíþjóð er í öðru sæti á heimsvísu á eftir Rú- anda. Engin kona í Norðvestur Þegar litið er til kjördæmanna bera konur skarðastan hlut frá borði í Norðvesturkjördæmi þar sem eng- in kona náði kjöri en níu karlar taka sæti á þingi. Þó munaði aðeins 105 atkvæðum að Herdís Sæmundar- dóttir, Framsóknarflokki, kæmist á þing og 612 atkvæðum á að Ingi- björg Inga Guðmundsdóttir, Vinstri grænum, fengi þingsæti. Á síðasta kjörtímabili var hlutur kvenna einn- ig dræmur í kjördæminu. Þá var Anna Kristín Gunnarsdóttir, Sam- fylkingu, ein í hópi níu karla en þing- mönnum kjördæmisins var fækkað um einn í þessum kosningum. Í Suðurkjördæmi komst aðeins ein kona á þing en níu karlar. Yfir tvö þúsund atkvæði vantaði upp á að kona næði kjöri í þessu kjördæmi. Í öðrum kjördæmum er kynjahlutfall- ið yfir 35% og alveg jafnt í Suðvest- urkjördæmi þar sem sex konur og sex karlar náðu kjöri. Hvergi eru konur fleiri en karlar og enginn stjórnmálaflokkur státar af því að hafa jafnt kynjahlutfall í þingflokki sínum. Mest hefur kynjahlutfallið lækkað í Framsóknarflokknum en í lok síð- asta kjörtímabils var hlutfall kvenna í þingflokknum tæp 46% en er núna aðeins tæp 29%. Þá fækkaði konum umtalsvert í liði Samfylkingarinnar, frá því að vera tæpur helmingur þingmanna flokksins og niður í þriðj- ung en sex konur og 12 karlar náðu kjöri fyrir flokkinn í þessum kosn- ingum. Hæst kynjahlutfall hjá VG Nú er kynjahlutfallið hæst hjá Vinstri grænum þar sem fjórar kon- ur náðu kjöri og fimm karlar. Hlutur kvenna jókst lítillega í þingmannaliði Sjálfstæðisflokks og er nú 32%. Þingflokkur Frjálslyndra er eftir sem áður karlaflokkur en þar náðu fjórir karlar kjöri og engin kona. Að- eins munaði 200 atkvæðum að Kol- brún Stefánsdóttir fengi þingsæti. Konum á Alþingi fækkar og eru nú innan við þriðjungur    !"  #  $       !"  %&   $    '    !"  #  $    ()   !"   %&   $  * ()   !"  ' %   $  + '    !"  ',   $   + -       Í HNOTSKURN » Konur fengu kosningarétt áÍslandi árið 1915 en ekki til jafns á við karla fyrr en árið 1920. » Fyrsta konan var kjörin áþing árið 1922 en það var Ingibjörg H. Bjarnason. » Auður Auðuns varð fyrstkvenna til að setjast á ráð- herrastól árið 1970. » Konur hafa mest skipað tæp37% þingsæta á Íslandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.