Morgunblaðið - 14.05.2007, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
SÝNING Finnboga Péturs-
sonar, Teslatune, var opnuð í
Galleríi 100° í höfuðstöðvum
Orkuveitu Reykjavíkur á Bæj-
arhálsi 1 í gær.
Finnbogi er einkum þekktur
fyrir hljóðlist, að eltast við
hluti sem eru auganu ekki
greinanlegir og setja í grein-
anlegt form, til dæmis með því
að gára vatn með hljóðbylgjum
og teikna hljóðmyndir í sýning-
arrýmið með því að varpa ljósi á gárurnar, eins og
hann gerði í verkinu Sphere.
Gallerí 100° er á Bæjarhálsi 1 í Reykjavík og er
opið frá kl. 8.30 til 16 alla virka daga.
Myndlist
Finnbogi sýnir
í Galleríi 100°
Finnbogi
Pétursson
CRISTIAN Guttesen ljóðskáld
les upp úr nýjustu ljóðabók
sinni, Glæpaljóð, í bókabúð Ey-
mundsson í Austurstræti ann-
að kvöld kl. 21.
Þetta er 87. skálda-
spírukvöldið og mun Guttesen
einnig lesa úr eldri verkum og
varpa ljósi á aðdraganda þeirra
og innihald. Reykjavíkurborg
veitti Benedikt S. Lafleur,
skipuleggjanda kvöldanna,
styrk til að halda þau og hefur hann ekki slegið
slöku við. Aðgangur er ókeypis og mega gestir
taka með sér veitingar frá Te og kaffi sem er rétt
við bókarýmið.
Ljóðlist
87. skáldaspíru-
kvöldið
Ljóðskáldið
Cristian Guttesen
VÍKINGUR Heiðar Ólafsson
heldur aukatónleika í Salnum í
Kópavogi í kvöld kl. 20. Á tón-
leikunum leikur Víkingur
Franska svítu nr. 4 í Es-dúr
eftir J.S. Bach og Sónötuna nr.
3 í h-moll eftir F. Chopin, auk
hinnar stórbrotnu Appassion-
ata-sónötu eftir Beethoven. Þá
frumflytur Víkingur glænýja
píanósvítu eftir föður sinn Ólaf
Óskar Axelsson. Víkingur
þreytti frumraun sína með Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands aðeins sextán ára gamall, þegar hann lék Pí-
anókonsert nr. 1 eftir Tchaikovsky. Aðgangseyrir
á tónleikana er 2.000 kr.
Tónleikar
Víkingur heldur
aukatónleika
Víkingur Heiðar
Ólafsson
Eftir Helgu Kristínu Einarsdóttur
helgakristin@gmail.com
Tyrkjaránið – sjóræningar og
kristnir þrælar nefnist sýning sem
opnuð verður í Vélasalnum í Vest-
mannaeyjum á morgun. 380 ár eru
liðin frá Tyrkjaráninu, skelfilegasta
sjóráni í sögu Íslands, og mun Vest-
mannaeyjabær standa fyrir ýmiss
konar viðburðum af því tilefni.
Uppsetningin er í höndum Sögu-
miðlunar ehf. og segir Ólafur J.
Engilbertsson, eigandi fyrirtæk-
isins, að um sé að ræða sögusýningu
byggða á texta og myndefni. „Þó er
reynt að koma efninu þannig á fram-
færi að ógn þessara atburða og
framandleiki hins íslamska menn-
ingarheims fyrir hinum brottnumdu
íbúum Vestamannaeyja skili sér,“
segir hann.
Í sýningarrýminu eru 24 þriggja
metra há segl sem segja sögu
Tyrkjaránsins, sögu séra Ólafs Eg-
ilssonar og sögu Guðríðar Sím-
onardóttur, sem bæði voru í hópi
hins brottnumda fólks. Einnig er
greint frá sögu einstaklinga frá Dan-
mörku og Noregi sem sjóræningjar
rændu á 18. öld, greint frá því hverj-
ir sjóræningjarnir voru sem rændu
fólki í Vestmannaeyjum og hvernig
þeirra heimaslóðir, í Barbaríinu svo-
kallaða, voru. Á gólfinu er komið fyr-
ir stóru korti sem sýnir ferðir skipa
ránsmanna og ferðir hinna brottn-
umdu til baka. Einnig eru þar upp-
lýsingar um hversu mörgum var
rænt víðsvegar um Evrópu. Þor-
steinn Helgason og Hjálmtýr Heið-
dal hjá Seylunni ehf. hafa gert heim-
ildamynd um Tyrkjaránið sem valdir
kaflar verða birtir úr á sýningunni.
Ólafur segir jafnframt að vonandi
sé sýningin aðeins fyrsta skref í þá
átt að gera Tyrkjaráninu skil hér-
lendis, en áhugafólk um stofnun
Tyrkjaránsseturs mun kynna áform
sín á sýningunni.
Vildi ekki heim aftur
Ólafur segir að varðveist hafi skrá
frá árinu 1635 um herleidda fólkið
frá Íslandi með undirskriftum.
„Steinunn Jóhannesdóttir birtir
nöfnin í bók sinni Reisubók Guðríðar
Símonardóttur. Þar eru nöfn 27
kvenna og 13 karla frá Eyjum sem
eru þá í Alsír, auk þriggja karla sem
eru í Túnis. Þar eru einnig nöfn 12
kvenna og 12 karla frá Austfjörðum,
auk tveggja bræðra frá Grindavík og
Benedikts Pálssonar bartskera.
Ekkert er vitað um afdrif margra en
á sýningunni eru frásagnir af nokkr-
um, meðal annars Önnu Jasp-
arsdóttur, sem auðugur Mári frá
Spáni tók sér fyrir konu. Hann leysti
Jaspar, föður hennar, út, svo hann
gat haldið heim til Íslands, ári eftir
herleiðinguna. Anna hafði það hins
vegar svo gott í Alsír að hún vildi
ekki snúa aftur heim. Samlandar
hennar sögðu hana hafa gengið um
götur Algeirsborgar í dýrindis klæð-
um líkt og drottning. Aðrir voru ekki
eins heppnir, til dæmis Einar Lofts-
son, sem lenti í því að fremja helgi-
spjöll með því að sækja vatn í brunn
þar sem kristnir menn máttu ekki
vera. Hann var dreginn fyrir dóm og
hvattur til að kasta trú. Þegar hann
neitaði var rist í andlit hans með
hnífi, skorið framan af eyrum hans
og af nefi, sneplarnir dregnir upp á
band og settir um háls hans. Þannig
var hann síðan leiddur um götur Al-
geirsborgar uns hann missti meðvit-
und. Nokkrum árum síðar tókst hon-
um að kaupa sér frelsi og vinna fyrir
sér með því að brenna brennivín og
gera prjónahúfur,“ segir Ólafur.
Vekur athygli
Tyrkjaránssýningin var upp-
haflega sett upp í árið 2004 í Fiskeri
og Søfartsmuseet í Esbjerg í Dan-
mörku. Þar vakti hún verðskuldaða
athygli og var ári síðar sett upp í
Osló. Lífi þúsunda manna sem als-
írsku sjóræningjarnir rændu eru
gerð ítarleg skil í máli og myndum
og á vel við að setja sýninguna upp í
Vestmannaeyjum, því Tyrkjaránið
kom hvað harðast niður á Vest-
mannaeyingum. Af þeim um 400
mönnum og konum sem rænt var á
Íslandi voru 242 frá Eyjum. Ólafur
segir jafnframt að sýningin í Eyjum
sé algerlega ný af nálinni. „Bæði
sýningartextar og hönnun er í hönd-
um Sögumiðlunar ehf. sem hefur
frjálsar hendur eins og efnið leyfir
hverju sinni. Hins vegar er vitnað í
tvær norrænar sýningar, dönsku
sýninguna „Pirateer og kristne sla-
ver“ og norsku sýninguna „Nordiske
slaver – Afrikanske herrer“.“
Sýning um skelfingu Tyrkjaránsins á 17. öld opnuð í Vélasalnum í Vestmannaeyjum
Framand-
leiki og ógn
Í HNOTSKURN
» 380 ár eru liðin fráTyrkjaráninu á Íslandi.
» 400 körlum og konum varrænt hér á landi. 242 var
rænt frá Vestmannaeyjum.
» Sýningin er hugsanlegavísir að Tyrkjaránssetri. Óhugnaður. Teikning af dæmigerðum þrælamarkaði með kristna menn.Hinir brottnumdu voru meðal annars fluttir til Alsírs og Túnis.
LISTATÍMARITIÐ Modern Pain-
ters fjallar í maíhefti sínu um
Vatnasafn Roni Horn í Amts-
bókasafnsbyggingunni í Stykk-
ishólmi. Í langri umfjöllun Adrian
Searle segir m.a. að í Reykjavík
megi halda að veðrið sé „ekki rétt“.
Árstíðirnar seú brenglaðar þar sem
vorið komi í nóvember og fugla-
söng megi heyra í febrúar.
Stór hluti umfjöllunar Searle
snýst um veðrið, enda hluti af verki
Horn. Þá vitnar hann í veð-
urfrásagnir bæjarbúa, sem eru
hluti af verki Horn.
Vatnasafn
í Modern
Painters
vegna útgáfu á Sjónauka, tíma-
rits um íslenska myndlist-
armenn og viðburði í íslensk-
um myndlistarheimi, og hins
vegar LoFi Productions vegna
erlendrar kynningar og dreif-
ingar á Steypu, kvikmynd um
íslenska myndlistarmenn.
Lægri upphæðina fær Katr-
ín Sigurðardóttir vegna útgáfu
á skrá um listamannsferil sinn.
Samanlagt eru þetta því 2,4
milljónir króna.
Katrín tekur þátt í al-
þjóðlegri sýningu listamanna
og arkitekta í Berlín á vegum
European Arts Project og
Birgir Snæbjörn tekur þátt í
sýningunni Painting Space and
Society í Gautaborg. Bjargey
fær styrk vegna ársdvalar í
ISCP vinnustofunum í New
York, svo nokkur verkefni séu
nefnd.
Í fagráðinu sitja Christian
Schoen, forstöðumaður Kynn-
ingarmiðstöðvarinnar, Halldór
Björn Runólfsson, for-
stöðumaður Listasafns Íslands
og Rúrí, myndlistarmaður og
fulltrúi Sambands íslenskra
myndlistarmanna.
FAGRÁÐ Kynningarmið-
stöðvar íslenskrar myndlistar
hefur tekið ákvörðun um að
veita 15 myndlistarmönnum
styrki vegna verkefna erlendis.
38 umsóknir bárust um styrk-
ina.
Fimm myndlistarmenn hlutu
200.000 króna styrk hver, en
þeir eru Egill Sæbjörnsson,
Guðjón Bjarnason, Olga Soffía
Bergmann, Ragna Róberts-
dóttir og Sigrún Ólafsdóttir.
100.000 króna styrki hljóta
Kristleifur Björnsson, Birgir
Snæbjörn Birgisson og Katrín
Sigurðardóttir. Þá verða einnig
veittir ferða- og dvalarstyrkir,
200.000 krónur hver, en slíka
styrki fengu Bjargey Ólafs-
dóttir og Hildur Bjarnadóttir.
Lægri ferða- og dvalarstyrki
hlutu tvær listakonur einnig,
þær Sigríður Dóra Jóhanns-
dóttir og Hildur Mar-
grétardóttir.
Kynningarmiðstöð veitir
einnig 200 og 100 þúsund
króna útgáfustyrki. Fyrr-
nefnda upphæð hljóta annars
vegar Anna Júlía Fríðbjörns-
dóttir og Karlotta Blöndal
15 myndlistar-
verkefni styrkt„Mér fannst baramjög fínt,“ sagðiHarpa, en hún
fór á tónleika
Sinfóníuhljóm-
sveitarinnar á
föstudaginn síð-
astliðinn, sem
voru hluti af
Listahátíð í
Reykjavík.
Hörpu þótti hljómsveitin standa
sig mjög vel. „Ég er ekki reglu-
legur gestur en fer oftar en ég
gerði,“ svaraði Harpa spurningu
um hvort hún fari oft á Sinfón-
íutónleika.
Harpa sagðist aðspurð ekki hafa
þekkt vel til þeirra verka sem leikin
voru í gær en kunni þó vel að meta
þau. Hún ætlaði að sækja fleiri við-
burði á Listahátíð. „Það er í bígerð,
ég er að gera það upp við mig.“
Hvernig var?
Harpa Njáls
Lögreglan óttaðist að Risessan myndi
trufla kosningar á laugardaginn en svo
fór nú ekki. En kannski varpaði hún ein-
hverju ljósi á kosningarnar.
Þessi stórstíga og fremur þungeygða
skessa varð að eins konar tákngervingi
ríkisstjórnarinnar.
Hún byrjaði daginn á sturtu niðri við
höfn rétt eins og ríkisstjórnin hefur eytt
síðustu dögum og vikum í að snurfusa
sig og stefnu sína fyrir kosningar og
kannski má burt svörtustu blettina. En
eins og hjá ríkisstjórninni var þetta ótta-
legur kattarþvottur hjá Risessunni og
kaldar vatnsgusurnar gengu yfir andlit
okkar sem fylgdumst með.
Áður en hún lagði af stað í æv-
intýragönguför um bæinn fór hún í ný
föt (keisarans?) enda lá fyrir henni að
hitta þann sem virtist hafa líf hennar í
hendi sér, þursinn hann föður sinn sem
er auðvitað holdgervingur okkar kjós-
enda.
Á meðan Risessan þó af sér skítinn lá
þursinn í langferðabíl, sem hafði oltið á
hliðina (nema hvað), upp við Þjóðminja-
safnið.
Nú, í tilefni dagsins reis þessi álkulegi
og illa tilhafði þurs upp úr brakinu og
hélt áleiðis niður í bæ til fundar við Ris-
essuna og allt virtist stefna í mikið upp-
gjör því að faðirinn var illyrmislegur á
svip og sýndist eiga ýmislegt vantalað
við stelpuskjátuna dóttur sína.
En Risessan lét sér hvergi bregða og
kunni ljóslega á tætingslegan karlinn.
Hún hafði nefnilega með sér sleikipinna
og tókst þannig eftir nokkurt japl, jaml
og fuður að leiða hann til fylgis við sig.
Þetta litla ævintýri endaði svo auðvit-
að á því að hausinn var slitinn af heimsk-
um þursinum.
Risessan hafði betur
MENNINGARVITINN
Eftir Þröst Helgason
vitinn.blog.is
Les Kunz – trúðar og töfrandi tónlist.
4. sýning hjá Leikfélagi Akureyrar kl. 20
í kvöld.
Listahátíð í Reykjavík
TENGLAR
.................................
www.listahatid.is