Morgunblaðið - 14.05.2007, Síða 17

Morgunblaðið - 14.05.2007, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2007 17 VESTURLAND Stykkishólmi | „Æðarbændur eru hreinir og klárir fuglaunnendur í gegnum þennan vin sinn, æðarfuglinn, segir Jón Einar Jónsson, nýr starfsmaður hjá Háskólasetrinu í Stykk- ishólmi. Hann og forstöðumaður setursins Tómas G. Gunnarsson eru að fara af stað með viðamikið rannsóknarverkefni um æðarfuglinn á Íslandi. Þeir segja að markmið rannsókna sinna á æðarfuglinum sé að svara hagnýtum spurn- ingum um stofnstærðarbreytingar, búsvæð- aval og framtíðarhorfur í æðarrækt með því að nýta einstæð langtímagögn frá æðarbændum. Þeir hafa áhuga á að reyna að skilja hvað stjórnar stofnstærð og dreifingu æðarfugls á Íslandi. Ástæðan fyrir því að farið er af stað með verkefnið er að æðarfuglinn er endurnýtanleg náttúruauðlind og áhugaverður vistfræðilega. Ísland hefur sérstöðu í nýtingu æðardúns. Þá segja þeir að háskólasetrin miði að því að finna verkefni sem eru fræðilega áhugaverð og hafi skírskotun til starfssvæða þeirra og þar fellur æðarfuglinn vel að markmiðunum. Þungamiðja í dreifingu æðarfugls er við Breiðafjörð. „Þetta verður skemmtilegt verkefni. Það er til gífurlega mikið af gögnum og heimildum um æðarfuglinn sem við ætlum að nota. Æðar- bændur hafa margir hverjir haldið skrá yfir fjölda hreiðra og dúntekju til fjölda ára. Við viljum leita til þeirra og afla fróðleiks og upp- lýsinga um fjölda hreiðra í vörpum. Nokkrir æðarbændur hafa nú þegar látið okkur fá gögn og eftir því sem við fáum gögn frá fleirum og víðar að af landinu þá næst betri heildarsýn. Því veltur verkefnið á góðri samvinnu við æð- arbændur,“ segir Jón Einar. Þeir segja að áætlað sé að æðarstofninn á Íslandi sé um 900.000 fuglar og er það stór stofn miðað við aðra nýtta andfugla. Heiðargæsin er t.d. talin vera 200.000 – 300.000 fuglar og grágæs um 80.000 fuglar. Æðarkollur verpa að meðaltali í um 12 ár. Til að viðhalda stofninum þarf hvert par að end- urnýja sjálft sig og til þess hefur það 12 ár og verpir um 40 eggjum á því tímabili. Það eru því mikil afföll hjá æðarfugli. „Æðarkollan er út- haldsgóður fugl,“ segir Jón Einar. Hún situr á hreiðri í 25–28 daga án þess að nærast mikið á þeim tíma. Er hægt að fjölga æðarfugli? Morgunblaðið/ Gunnlaugur Árnason Rannsókn Tómas Grétar Gunnarsson og Jón Einar Jónsson hjá Háskólasetri Snæfsllsnes munu á næstu árum fylgjast vel með æðarvarpi til að auka þekkingu á lífsháttum æðarfugls. Æðarbændur eru hreinir og klárir fugla- unnendur HEFUR verðurfar áhrif á stofnstæð æð- arfugls? Hvað ræður búsetuvali? Af hverju eru hreiður við fjöruborð eða uppi á háum hól á móti norðanáttinni? Er hægt að finna út kjörsvæði æðarfugls og segja síðan til um hvar hægt er að auka varp? Er stofnstærðin í hámarki eða er hægt að auka hana? Þetta eru meðal annars þær spurningar sem Jón Einar Jónsson og Tómas G. Gunn- arsson leita svara við í rannsókn sinni við Há- skólasetrið í Stykkishólmi. Þeir fara af stað með verkefnið á þessu vori og hafa náð að fjármagna það næstu þrjú árin. Af hverju eru hreið- ur við fjöruborð? „Ég veit ekki hvort ég get lof- að því að húsið verði tilbúið í jan- úar eða desember á næsta ári. Það kemur í ljós en gamla húsið sem var eitt sinn íþróttahús verður að öllum líkindum rifið.“ FVA var lengi vel eini fram- haldsskólinn á Vesturlandi en nemendur geta á næstu miss- erum valið á milli þriggja skóla á þessu landsvæði. „Það er nýr skóli á Grundarfirði og í Borg- arnesi er ekki langt í að nýr skóli verði tekinn í notkun. Samkeppn- in er því meiri en áður. Við höf- um það að markmiði að bjóða upp á fjölbreytt nám á mörgum námsbrautum og við munum halda áfram á þeirri braut.“ Hörður segir að verknám sé mikilvægur þáttur í starfi FVA en hann vonast til þess að nem- ÞORGERÐUR Katrín Gunnars- dóttir menntamálaráðherra og Gísli Einarsson, bæjarstjóri á Akranesi, undirrituðu samning um kennsluhúsnæði fyrir bygg- ingar- og mannvirkjagreinar 1. maí en húsið verður reist við enda Heiðarbrautar á norðvest- urhorni skólalóðarinnar. „Það hefur verið mikil ásókn í nám í byggingargreinum á und- anförnum misserum og nýja byggingin mun gjörbreyta allri aðstöðu fyrir nemendur og kenn- ara. Við höfum notað gamalt tré- smíðaverkstæði við Vesturgötu sem kennslustað í byggingar- greinum en það húsnæði er afar lélegt og í töluverðri fjarlægð frá skólanum sjálfum,“ segir Hörður. Hann vonast til þess að bygg- ingin, sem er rúmlega 550 fer- metrar að stærð, verði tilbúin á næsta ári. endur af öllu Vesturlandi haldi áfram að stunda starfsnám. „Reynslan af fyrsta starfsári framhaldsskólans í Grundarfirði var að við fengum enga nýja nemendur frá þessu svæði í starfsnám. Mig grunar að þetta verði einnig þróunin þegar skól- inn í Borgarnesi fer af stað. Þetta er þróun sem við sáum ekki fyrir en kannski á þetta eft- ir að breytast. Það er að sjálf- sögðu ekki góð þróun ef nem- endur frá sama landsvæði eru aðeins í bóknámi í framhalds- skóla.“ Pólverjum boðið að kynna sér starfsnám Forsvarsmenn FVA hafa farið þá leið að senda öllum Pólverjum sem búsettir eru á Vesturlandi bréf þar sem þeim er boðið að kynna sér starfsnám í bygging- argreinum við FVA. „Við rennum alveg blint í sjó- inn með þetta verkefni en ef vel tekst til gæti einhver hópur Pól- verja skráð sig í nám fyrir haust- ið og þá bregðumst við við því með viðeigandi hætti. Þetta er að okkar mati tilraunarinnar virði og við sjáum til hver viðbrögðin verða.“ Forsvarsmenn FVA hafa einn- ig lagt áherslu á að kynna skóla- starfið fyrir nemendum á Kjal- arnesi og í Mosfellsbæ. „Það eru nemendur í skólanum frá þessum svæðum og ég held að þeim eigi eftir að fjölga. Sam- vinna Akraneskaupstaðar og Strætó um tíðari strætisvagna- ferðir á milli Akraness og Reykjavíkur hefur opnað nýja möguleika. Þeir sem búa á Kjal- arnesi eru ekki nema um 15 mín- útur í strætó upp á Akranes og úr Mosfellsbæ tekur ferðalagið um 30 mínútur.“ FVA á 30 ára starfsafmæli í haust og segir Hörður að skólinn verði áfram í fremstu röð á land- inu þar sem boðið verður upp á fjölbreytt nám við góðar aðstæð- ur. „Það eru um 600 nemendur í skólanum og við teljum að það sé sá fjöldi nemenda sem við verð- um með næstu árin,“ sagði Hörð- ur Helgason, skólameistari FVA. Samkeppni meiri en áður Hörður Helgason, skólameistari Fjöl- brautaskóla Vest- urlands á Akranesi, seg- ir í samtali við Sigurð Elvar Þórólfsson að nýtt kennsluhúsnæði fyrir byggingar- og mannvirkjagreinar sem reist verður á lóð skól- ans á næstu misserum verði síðasta mann- virkið sem reist verður á skólalóðinni að svo stöddu. Hann er bjart- sýnn á framtíð mennta- stofnunarinnar sem fagnar þrjátíu ára af- mæli í haust. Morgunblaðið/Sverrir Bjartsýnn Hörður Óskar Helgason, skólameistari FVA á Akranesi. seth@mbl.is Í HNOTSKURN »Forsvarsmenn FVA sendaPólverjum sem búsettir eru á Vesturlandi bréf þar sem þeim er boðið að kynna sér starfsnám í byggingargrein- um. »Nýtt kennsluhúsnæði fyrirbyggingar- og mann- virkjagreinar mun efla skóla- starf FVA sem fagnar 30 ára starfsafmæli í haust. »Nemendur eru um 600 ogkoma þeir víða að. ELSTI íbúi Stykkishólms, Kristín Davíðs- dóttir, mætti á kjörstað til að kjósa. Hún verður 99 ára 14. júní n.k. og er örugglega með elstu Íslendingum sem kusu á kjör- stað. Hún hefur átt heima í Stykkishólms mestan hluta ævinnar. Hún er dugleg kona enda var fyrir stóru heimili að sjá. Kristín og maður hennar Bjarni Jakobsson eignuðust 9 börn og eru 6 þeirra á lífi. Kristín býr í gamla bænum sínum að Höfðagötu 4 ásamt syni sínum Einari sem verður áttræður á þessu ári. Hún eldar mat fyrir þau á hverjum degi og sinnir húshaldi. Góða heilsu þakkar hún reglusömu lífi. Alla tíð hefur hún haft ákveðnar skoðanir í stjórnmálum. Hún hefur mætt á kjörstað og nú sem fyrr var hún ekki vafa um hvað hún ætti að kjósa. 99 ára mætti á kjörstað Morgunblaðið/Gunnlaugur Á FUNDI bæjarráðs Akraness 10. maí af- hentu fulltrúar íbúa á „neðri skaga“ und- irskrift 602 íbúa þar sem „mótmælt er harðlega þeirri lyktarmengun sem kemur frá Síldar- og fiskimjölsverksmiðju HB Granda og hausaþurrkun Laugafisks ehf. Þar sem þessi fyrirtæki uppfylla ekki þær kröfur sem gerðar eru til þeirra í út- gefnum starfsleyfum, þrátt fyrir ítrekaðar kröfur þar um, förum við fram á að starfs- leyfi þeirra verði afturkölluð tafarlaust þar til viðunandi laust hefur fundist“ eins og segir í yfirskrift undirskriftalistanna. Lyktarmengun mótmælt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.