Morgunblaðið - 14.05.2007, Side 19

Morgunblaðið - 14.05.2007, Side 19
daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2007 19 Skattskrár vegna álagningar 2006 sem og virðisaukaskattsskrár vegna tekjuársins 2005 verða lagðar fram í öllum skattumdæmum mánudaginn 14. maí 2007. Framlagning skattskráa er samkvæmt ákvæðum 2. mgr. 98. gr. laga nr. 90/2003 og 46.gr laga nr. 50/1988. Skrárnar liggja frammi hjá skattstjórum í hverju umdæmi, hjá umboðs mönnum skattstjóra eða á sérstaklega auglýstum stöðum í hverju skattumdæmi dagana 14. maí til 29. maí 2007 að báðum dögum meðtöldum . 14. maí 2007 Skattstjórinn í Reykjavík, Gestur Steinþórsson. Skattstjórinn í Vesturlandsumdæmi, Stefán Skjaldarson. Skattstjórinn í Vestfjarðaumdæmi, Guðrún Björg Bragadóttir. Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi vestra, Bogi Sigurbjörnsson. Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi eystra, Gunnar Karlsson. Skattstjórinn í Austurlandsumdæmi, Karl S. Lauritzson. Skattstjórinn í Suðurlandsumdæmi, Hreinn Sveinsson. Skattstjórinn í Vestmannaeyjum, Ingi Tómas Björnsson. Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi, Sigmundur Stefánsson. Borgartún 35 • 105 Reykjavík • sími 511 4000 • fax 511 4040 • utflutningsrad@utflutningsrad.is www.utflutningsrad.is Borgarstjóri Reykjavíkur, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, leiðir viðskiptasendinefndina í heimsókn sinni til Moskvuborgar. Í ferðinni verður sérstök áhersla lögð á orkumál og hefur verið boðað til viðskiptaþings um nýtingu endurnýjanlegrar orku og viðskipti tengd því fimmtudaginn 5. júlí. Nú þegar hafa leiðandi fyrirtæki staðfest þátttöku sína í sendi- nefndinni. Fyrirtækjum í tengdum greinum er hér með boðin þátttaka á þinginu og einnig aðstoð við skipulagningu funda með rússneskum fyrirtækjum meðan á heimsókninni stendur. Frestur til að skrá þátttöku í ferðina er til 15. maí. Nánari upplýsingar veita Þorleifur Þór Jónsson thorleifur@utflutningsrad.is og Guðjón Svansson gudjon@utflutningsrad.is eða í síma 511 4000. Viðskiptasendinefnd til Moskvu orka í brennidepli Útflutningsráð skipuleggur nú viðskipta- sendinefnd til Moskvu dagana 4.- 6. júlí 2007. hagstæð að verðið á einni dós af ákveðinni bjórtegund næmi að- eins sem svarar seyt- ján íslenskum krónum. x x x Danmerkurmeginvoru á hinn bóg- inn fjölmargar klám- búllur í litlum landamærabæ og virt- ust þær aðallega ætl- aðar Þjóðverjum sem af einhverjum ástæð- um fara til Danmerkur til að velta sér upp úr óþverranum. x x x Víkverja þótti einnig athygl-isvert að hann varð ekki var við eina einustu verslun sem tók við kreditkortum, hvorki í Suður- Jótlandi né Þýskalandi. Kaup- mennirnir telja að kreditkortafyr- irtækin taki alltof há gjöld fyrir kortaviðskiptin og vilja ekki hleypa upp vöruverðinu. Hér á landi þykir það á hinn bóginn ekkert mál að hækka vöruverðið vegna þess að ís- lenskir neytendur láta allt yfir sig ganga. Víkverji naut þess líka að fara á veitingahús og borða góðan mat á sanngjörnu verði – án þess að þurfa að taka lán með kreditkorti eins og í okursamfélaginu á Fróni. Víkverji dagsinsdvaldi í Dan- mörku í rúma viku í lok síðasta mánaðar og kynntist þá danska vorinu í fyrsta skipti. Hann hefur alloft komið til Danmerkur og þá oftast til Kaup- mannahafnar en aldr- ei áður ferðast um landið að vori. Reynd- ar má segja að sum- arið hafi verið komið þessa viku í lok apríl því öll tré voru orðin græn og hitinn var rúm 20 stig flesta dag- ana og allt að 25 stig. Víkverji dvaldi í litlum bæ í Suð- ur-Jótlandi og gekk meðal annars yfir landamærin að Þýskalandi til Flensborgar þar sem fólk var farið að streyma á strendurnar til að spóka sig í sólinni og synda í sjón- um. x x x Víkverji varð lítið var við landa-mærin að öðru leyti en því að Þýskalandsmegin voru sérstakar landamæraverslanir ætlaðar Dön- um sem hamstra þar ýmsan varn- ing sem seldur er á miklu lægra verði en tíðkast í Danmörku. Víkverji sá oft bíla sem voru hlaðnir bjórkössum og honum var sagt að stórinnkaupin væru svo             víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Fundist hafa glerflögur í sænskri Ikea-síld og hefur verslunin ákveðið að innkalla alla síld und- ir vörumerkinu „Ikea Food", sem hefur síðasta söludag fyrir 13. febrúar 2008. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Ikea í Svíþjóð eru tilfellin orðin tvö án þess að nokkur hafi skaðast. Að sögn Katrínar Eyjólfs- dóttur, þjónustustjóra Ikea á Ís- landi, er umrædd síld ekki seld í Ikea á Íslandi og þarf því ekki að grípa til innköllunar hérlendis. „Við erum hinsvegar að selja aðra síld undir vörumerkinu Abba-síld. En ef minnsti grunur er um eitthvað hættulegt í vöru frá Ikea er vinnureglan sú að innkalla vöruna í öryggisskyni á meðan málið er rannsakað niður í kjöl- inn,“ segir Katrín. Glerflögur í Ikea-síld Það borgar sig aldrei að sleppa morgunsturtunni því það er eins og maður nái ekki alveg að hrista af sér slenið og svefndrungann til að komast almennilega í gang fyrir daginn. Auk þess virðist sem menn fái allar sínar bestu hugmyndir í sturtu á meðan vatnið fær að fossa niður bakið því hver hefur ekki heyrt samstarfsmann segja: „Heyrðu, ég fékk þessa „brilljant“ hugmynd í morgunsturtunni í morgun …“ „Það er nefnilega engin tilviljun að morgunsturtan virkar sem orku- gjafi á fólk og eflir bæði skilning og örvar skapandi hugsun,“ segir Philip Rainer, sem starfað hefur sem sálfræðingur í New York í á þriðja áratug og hefur mikla reynslu af því að fást við skap- sveiflur, geðþótta, slökunarhæfi- leika og sköpunargáfu svo eitthvað sé nefnt. Örvar taugaenda í húðinni „Orka og vinnuþrek okkar eykst eftir því sem við upplifum meiri ánægju í lífinu. Starfsorkan hjálpar okkur svo aftur við að halda ár- vekninni og góða skapinu við,“ sagði Rainer í samtali við vefmiðil StarTribune í Minneapolis í Banda- ríkjunum fyrir skömmu. Að sögn sérfræðinga eru vísinda- legar skýringar að baki þessu því þegar fólk fer í sturtu og notalegt vatnið rennur eftir líkamanum örv- ar það taugaenda í húðþekjunni. Nýlega hefur verið uppgötvað að frumur í húðinni innihalda nátt- úrulegt ópíumskylt efnasamband, þekkt sem beta-endorfín, sem or- sakar þægilega tilfinningu þegar um það losnar í heilanum. Þetta ferli hrindir af stað virkni, sem get- ur leitt til frjórra hugsana, og það kann auk þess að hjálpa að í sturt- unni ertu yfirleitt einn og óáreittur. „Á meðan við erum sofandi hvíl- ist og hressist hugurinn og vinnur úr öllum þeim upplýsingum, sem við höfum innbyrt frá því deginum áður,“ segir Rainer. „En á meðan við erum í morgunsturtunni geta bæði hugsanir og hugmyndir tekið á sig mjög áhugaverðar myndir og form sem undir öðrum kring- umstæðum myndu ekki láta á sér kræla.“ Morgunsturtan gefur gull í mund Morgunblaðið/ÞÖK Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.