Morgunblaðið - 14.05.2007, Side 25

Morgunblaðið - 14.05.2007, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2007 25 ÞAÐ bendir margt til þess að meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur noti ekki hjól sem samgöngutæki, a.m.k. miðað við þær tillögur sem liggja fyrir og eiga að auka daglega notkun hjóla sem samgöngutækja. Við flest sem notum hjól sem samgöngutæki höfum lítið að gera við breikkun hjóla- stígsins sem liggur frá Ægisíðu upp í El- liðaárdal. Þessi stígur er útivistarstígur og er einna helst notaður sem slíkur. Stígurinn er reyndar víða hættulegur hjól- reiðamönnum vegna trjáa sem byrgja sýn og krappra beygja þannig að hjólreiðamenn eiga á hættu að lenda í árekstri hver við annan. En það ætti breikkun þó að laga. Ef reiðhjól er notað sem sam- göngutæki vilja þeir sem það nota komast stystu leið á milli staða. Stígurinn sem um ræðir liggur úr leið fyrir flesta. Til dæmis eru mjög margir stórir atvinnustaðir í miðbænum og kringum Borgartún. Þeir sem ætla þangað, úr hvaða borgarhluta sem er, munu ekki nota þennan stíg. Mikilvægt er á veturna að hreinsa snjó af þeim leiðum sem hægt er að hjóla og það hefur verið staðið nokkuð vel að því undanfarin ár. Það sem þarf hins vegar að leggja áherslu á er að koma upp hjólreiðastígum á öll- um helstu götum þar sem því verð- ur við komið og þangað til að koma bílum af gangstéttum. Bílstjórar hafa tilhneigingu til að yfirfæra bílastæðisvanda sinn yfir á gang- andi og hjólandi og leggja á gangstéttum. Það kann að vera í lagi fyrir fullorðna manneskju sem hjólar þá á götunni en það er verra fyrir börnin sem ekki kunna fótum sín- um forráð á götunni. Ég hjóla í vinnuna all- an ársins hring og stærsta vandamálið á minni hjólaleið eru bílar. Bílar sem menga þannig að mað- ur beinlínis bryður mengunina og bílar sem lagt er á gangstéttum. Hjólastígar myndu örugglega verða til þess að fleiri hjóluðu og fækka hindrunum fyrir hjólreiðamenn, en aðalvandamálið er samt of margir bílar. Mér dettur í hug sagan Fljúg- andi fiskisaga eftir Nínu Tryggva- dóttur þegar meirihlutinn segir að hann vilji treysta fólki til að velja hvort það vill aka bíl eða ekki. Saga Nínu fjallar um fisk sem lendir á eyju einni. Eyjarskeggjar vilja gera vel við fiskinn og dæla í hann lýsi nótt sem nýtan dag. Fiskurinn stækkar og stækkar og að lokum breiðir hann sig yfir alla eyjuna þannig að íbúarnir, sem áð- ur skemmtu sér við ýmsa leiki, hafa ekkert rými til þess lengur en þrátt fyrir það eru þeir þakklátir fyrir veru fisksins. Bílarnir eru eins og fiskurinn og lausnir eins og stöðug breikkun gatna og fjölgun bílastæða er lýsið sem fjölgar bíl- unum. En ég segi nei takk og er ekki þakklát. Útblástur bifreiða er ein aðal- orsök gróðurhúsaáhrifa í heiminum og mér finnst ekki hægt að tala um rétt einstaklinga til að menga að vild með óheftum akstri bíla. Mér finnst rétturinn til lífvæn- legrar framtíðar bæði minna af- komenda og íbúa í Afríku, sem nú þegar þjást vegna mengunar, meiri en réttur einstaklinga hér í Reykjavík og annars staðar í heim- inum til að nota bíla sem regnkáp- ur. Þess vegna er ég ósammála því sem Gísli Marteinn Baldursson segir í grein í Mbl. hinn 24. apríl, að meirihlutinn í borgarstjórn treysti vali borgarbúa og ætli sér ekki „… að tuddast í þeim sem þurfa á bíl að halda til að komast til og frá vinnu eða til að sinna öðrum erindum sínum“. Ég held að eina lausnin sé einmitt sú, að tud- dast svolítið í bíleigendum, þannig að þeir fari e.t.v. að huga að öðrum valkostum. Hjól sem samgöngutæki – Græn skref í Reykjavík Þorbjörg Karlsdóttir vill hefja reiðhjólið til vegs og vill láta laga þá stíga sem hjólreiða- mönnum eru ætlaðir »Ef reiðhjól er notaðsem samgöngutæki vilja þeir sem það nota komast stystu leið á milli staða. Þorbjörg Karlsdóttir Höfundur er áhugamaður um hjólreiðar.                      Fréttir í tölvupósti HEILSUHAGFRÆÐI hefur alltaf heillað mig, þrátt fyrir að ég sé á móti því að verðleggja ein- staklinginn, heilsuna og hamingjuna. En er eitthvað í dag sem ekki er settur pen- ingalegur mælikvarði á? Þegar hugtakið lífsgæði er skoðað þá er það verðugt við- fangsefni að reyna að verðleggja gæðin. Al- menn lífsgæði má skilgreina sem helstu lífsnauðsynjar, svo sem næringu, húsa- skjól og tekjur, til viðbótar huglægum atriðum svo sem ánægjutilfinningu og vellíðan. Heilsutengd lífsgæði eru aftur á móti þau gæði sem tengjast beint heilsunni, takmörkunum hennar, upplifun á henni og því hvernig einstaklingnum finnst honum ganga að njóta lífsins miðað við heilsufarslegt ástand sitt. Að baki því sem kallast heilsutengd lífs- gæði liggja því líkamlegir, andlegir og félagslegir þættir, sem allir hafa áhrif á það hvernig manneskj- unni líður. Því er ljóst að hér er fyrst og fremst um að ræða eigin upplifun á því hvernig heilsufarið hefur áhrif á einstaklinginn. Það er ekki alltaf nóg að lækna sjúk- dóma, það þarf líka að sjá til þess að manneskjan lifi lífi sem henni finnst innihaldsríkt og þess virði að lifa því. Það er m.ö.o. ekki nóg að lengja lífið, heldur þarf líka að auka lífsgæðin. Af ofangreindum ástæðum er því afar mikilvægt að rannsaka heilsutengd lífsgæði. Orðir hagfræði fjallar um það hvernig hagsæld samfélagsins er aukin og þá einnig um það hvern- ig samfélagið ráðstafar takmörk- uðum gæðum sínum til þess að hagsæld verði með mesta móti. Ekki má samt gleyma framboði og eftirspurn. Mann- fólkið er nú einu sinni þannig gert að það vill meiri gæði frekar en minni. Auðlindir okkar eru hins vegar ekki óþrjótandi og það á við um heilsu/ heilbrigði líka. Hreyfing er stór þáttur í að viðhalda heilbrigði. Börn eru hvött til að hreyfa sig og sýnt hefur verið fram á að íþróttaiðkun barna minnkar líkur á áhættuhegðun, s.s. reykingum og neyslu hverskonar vímugjafa. Hreyfing dregur einnig úr hætt- unni á menningarsjúkdómum, s.s. offitu og hjarta- og æða- sjúkdómum. En hvað gerir hreyf- ing fyrir aldraða, sem var kennt í barnæsku að hreyfa sig ekki að óþörfu, þar sem flestir unnu í þá daga erfiðisvinnu sem kallaði á hreyfingu, þol og úthald? Ég gerði könnun meðal aldr- aðra sem sækja þjónustu í Fé- lagsheimilið Gjábakka, Kópavogi, og stunda þar hreyfingu af ein- hverju tagi. Hundrað ein- staklingar fengu spurningalista og sjötíu og þrír svöruðu þeim. Eins og töflurnar sýna leiddi könnunin í ljós að konur eru virkari en karlar. Leikfimi, ganga og sund var algengasta hreyf- ingin. Flestir höfðu stundað hreyf- ingu í ár eða meira, í flestum til- vikum tvisvar í viku. Margir svarenda hreyfðu sig þó fjórum sinnum í viku, fóru tvisvar í sund og tvisvar í göngu. Allir töldu hreyfingu auka vellíðan sína og vildu gjarnan geta stundað hana áfram. Margir aldraðir eru mjög ein- angraðir og eiga erfitt með að komast leiðar sinnar á eigin spýt- ur. Flestir þeirra þrá að komast út, eða bara breyta um umhverfi, en veigra sér oft við að biðja um slíkt. Öll eigum við aldraða að- standendur sem við vonandi heim- sækjum eins oft og við mögulega getum. Gæði samskiptanna skipta hins vegar meira máli en magnið, líkt og á við um öll samskipti fólks. Því er tilvalið að reyna að auka gæði samskiptanna með því að bjóða viðkomandi í gönguferð, sund eða bíltúr, eftir því sem heilsa og aðstæður leyfa. Sumarið er komið, bjart og stutt, en tilvalið til að byrja markvissa og skipu- lagða hreyfingu og útivist. Hreyf- ing bætir líðan, eykur lífsgæði og seinkar þörf á þjónustu hins op- inbera við aldraða. Hreyfing er því tvímælalaust hagfræðilega hag- kvæm. Það er aldrei of seint að byrja að hreyfa sig! Gleðilegt sumar. Hreyfing eykur lífsgæði okkar og er hagfræðilega hagkvæm Sigríður A. Pálmadóttir segir frá könnun á hreyfingu aldr- aðra sem sækja Gjábakka í Kópavogi »Hreyfing eykur lífs-gæði fólks og stuðlar á þann hátt að hag- fræðilegri hagkvæmni. Sigríður A. Pálmadóttir Höfundur er hjúkrunarfræðingur og stundar nám í heilsuhagfræði hjá EHÍ. Konur 0 5 10 15 20 25 30 35 40 45 50 le ik fim i s tó la jó ga jó ga su nd ga ng a ár am ót h au st á r e ða m ei ra 1 x 2x 3x 4 x tegund/tími/magn F jö ld i Karlar 0 2 4 6 8 10 12 14 16 le ik fim i s tó la jó ga jó ga su nd ga ng a á ra m ót h au st ár eð a m ei ra 1x 2x 3x 4x tegund/tími/magn F jö ld i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.