Morgunblaðið - 14.05.2007, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 14.05.2007, Qupperneq 28
28 MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Elsku systir mín Bryndís lést hinn 26. júlí 2006. Í dag hefði hún orðið 50 ára. Gott er ein með guði að vaka, gráta hljótt og minnast þín, Bryndís Gyða Jónsdóttir Ström ✝ Bryndís GyðaJónsdóttir Ström fæddist í Reykjavík 14. maí 1957. Hún lést á heimili sínu 29. júlí 2006 og var útför hennar gerð í kyrr- þey. þegar annar ylur dvín, – seiða liðið líf til baka, og láta huggast, systir mín! Við skulum leiðast eilífð alla, – aldrei sigur lífsins dvín. Ég sé þig, elsku systir mín. Gott er þreyttu höfði að halla að hjarta guðs – og minnast þín. (Jóhannes úr Kötlum) Hjördís Ström og fjölskylda ✝ Ása Lilja Guð-brandsdóttir fæddist á Hóli í Hörðadal í Dala- sýslu, 9. ágúst 1909. Hún lézt á Drop- laugarstöðum 6. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Margrét Teits- dóttir frá Hóli, f. 9. október 1883, og Guðbrandur Gests- son frá Tungu, f. 12. mars 1877. Börn þeirra auk Ásu voru Fjóla, Kristín, Guðný og Guð- mundur. Kristín giftist Franz Jezorski klæðskera. Synir þeirra eru Franz húsasmíðameistari og Guðbrandur gullsmíðameistari. Ása fluttist til Reykjavíkur um tví- tugt og bjó þar æ síðan og starfaði við saumaskap. Ása verður jarð- sungin frá Foss- vogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Það kemur margt upp í hugann er ættingjar og vinir úr Dölunum kveðja. Nú þegar Ása frá Hóli, frænka mín, hefur lokið sinni löngu jarð- vist, dettur mér ýmislegt í hug, því að milli foreldra minna og Hóls- fólksins var ævilöng vinátta. Ég hef ekki verið orðinn hár í loftinu, þegar þær Hólssystur fóru til Reykjavíkur, „fóru suður“, og er þær komu aftur í sveitina voru mér gefnir tuttugu og fjórir tin- dátar og kastali fyrir þá úr kross- viði. Það þótti heldur betur skemmtilegt, er strákar úr ná- grenninu komu að bjóða þeim í tindátabardaga og það var oft gjört. Þessa tindáta gaf ég ein- hverjum strák í sveitinni, er við fluttum til Reykjavíkur vorið 1943, en þá voru komnir alvöru dátar hingað til lands. Einn þeirra var Valdimar Björnsson frændi okkar Ásu. Heimsótti hann ættingja sína oft. Það var einhverju sinni, að am- eríski herinn hélt hátíð og bauð með sér gestum. Valdimar bauð Ásu frænku sinni og hún klæddist í því tilefni skautbúningi. Þegar Valdimar leiddi frænku sína í sal- inn sló þögn á liðið, menn stóðu á fætur, það fór kliður um salinn og þeir höfðu á orði, að þarna kæmi fjallkonan, því að bæði var að Ása var fögur og bar búning- inn vel. Þær Hólssystur fóru suður og lærðu saumaskap og var til þess tekið hve flinkar þær voru í höndum sem og fleiri í þeirri ætt. Eins og ég gat um í upphafi var vinátta milli foreldra minna og frændfólksins á Hóli og svo hefur haldist æ síðan. Því er það að ég kveð Ásu frænku mína með söknuði. Hún var stór í sniðum, einbeitt og lét ekki hlut sinn fyrir neinum svo sem Dalamenn gjörðu forðum. Það verður eyðilegra að líta yf- ir Hörðadalinn okkar, þegar Ása er fallin frá, einni Daladóttur er nú færra og þeirri sem setti svip á umhverfið. Ég kveð Ásu frænku mína og þakka henni fyrir tryggð við mitt fólk og votta Guðmundi frænda, Franz og Guðbrandi og þeirra fólki dýpstu samúð. Veri svo Ása frá Hóli kært kvödd og árnað velfarnaðar á löndum eilífðarinnar. Halldór Ólafsson. Ása Lilja Guðbrandsdóttir Litrík vinkona er fallin frá. Öllum er brugðið við fréttirnar enda hafði Stína, þó veik væri, ekki viljað láta neinn bilbug á sér finna. Áræðin, ákveðin og óbangin var hún fram undir það síðasta. Er ég spjallaði við hana í síðasta sinn leit- uðu æskuminningar sterkt á, en það var eins og allur hennar reynslubrunnur hefði þann tilgang að draga einhvern lærdóm og lexíu af og miðla öðrum. Áður en ég kvaddi hana minnti hún mig á að taka nú lýsi og að láta ekki mann- inn minn afskiptan með því að vera að vinna um helgar. Það verður alltaf eftir vinna, sagði hún, en frí- tímann sem þú nýtir ekki með maka þínum færðu ekki aftur. Ég kynntist Kristínu í mennta- skóla og hún var fljótt miðdepillinn og orkuboltinn í vinkvennahópnum. Í henni bjó mikill gáski og kímni, sem fór fullkomlega saman við það hversu jafnframt alvörugefin og einbeitt hún var í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Fjögurra vikna ferðalag um Evrópu, sem við lögð- um í nokkrar vinkonurnar, hristi okkur svo enn frekar saman, áður en við héldum hver sína leið út í líf- ið. Kristín var hinn fullkomni ferða- félagi, sveigjanleg, úrræðagóð og alltaf fyrst til að sjá skondnu hlið- arnar á óhöppum okkar og ævin- týrum. Ég hélt til Frakklands í nám, og Kristín hélt gangandi bréfaskrift- um við mig af miklu trygglyndi, reit mér heilu bunkana af bréfum, því í þá daga voru bréf skrifuð á al- vöru pappírsbréf. En ekki bara það, heldur var hún áfram fasta- gestur á bernskuheimili mínu, leit til með fjölskyldu minni, spurði frétta og jafnvel klappaði köttunum fyrir mig í fjarveru minni. Svo fékk ég skýrslu. Og allir tóku auðvitað ástfóstri við þessa einstöku vin- konu mína. Síðastliðin tuttugu ár höfum við búið sín í hvoru landinu. Einhvern veginn tókst henni samt alltaf að halda opinni líflínu á milli okkar. Í þau skipti sem við náðum saman var líka alltaf eins og við hefðum síðast hist í gær. Kristín var mikið náttúrubarn. Þannig tókst mér aldrei að draga hana með mér á kaffihús, henni fannst kaffihús, held ég, mikill óþarfi. Að sitja á hnjánum saman í berjalaut inni í Keldudal í norðangarra og tína ber, það var hins vegar allt annað mál. Nýlega flutti ég mig yfir til Am- eríku eins og hún gerði fyrir mörg- um árum. Í og með bar ég þá von í brjósti að nú myndi ég kannski fá tækifæri til að sjá meira af henni, jafnvel þó svo enn væru langar vegalengdir á milli okkar. Ég trúi Kristín Guðjónsdóttir ✝ Kristín Guðjóns-dóttir fæddist í Reykjavík 17. júní 1966. Hún andaðist á heimili sínu í Cha- pel Hill í Norður- Karólínu í Banda- ríkjunum 21. apríl síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Kópavogskirkju 3. maí. því hins vegar að við eigum eftir að finna fyrir nærveru hennar áfram. Innilegar sam- úðarkveðjur sendi ég Davíð, Steina, Völu og Atla og foreldrum Kristínar, Bergþóru og Guðjóni. Fjóla Rún Björnsdóttir. Kær vinkona dótt- ur minnar og mín hef- ur kvatt þennan heim. Hennar er sárt saknað. Enginn sem kynntist Stínu fór samur af fundi hennar. Hún var gersemi. Smávaxin, fínleg og fal- leg, yzt sem innst. Hún hafði áhrif á allt og alla í kringum sig. Allt varð einhvern veginn betra og fallegra þar sem hún fór. Hún tókst á við líf- ið af djörfung og dug og skilur eftir sig meira en margur á lengri ævi. Veturinn áður en hún hélt til Bandaríkjanna til fundar við eig- inmann sinn og til að stunda þar nám kom hún tíðum heim til mín og fyllti tómarúm sem dóttir mín hafði skilið eftir sig þegar hún fór til Frakklands í nám. Það voru góðar stundir. Ég man líka unaðsstund með henni og gullmolunum hennar við berjatínslu inni í Keldudal í Arn- arfirði og kvöldstund á Ísafirði í ágúst í fyrra. Ógleymanlegar stundir. Ég varðveiti allar ljúfu stundirnar með Stínu í hjarta mér. Ástvinir allir, einlægar samúðar- kveðjur. Ýrr Bertelsdóttir. Það fyrsta sem kemur upp í huga mínum er smávaxin, nett, dökk- hærð og feimin stelpa sem var allt- af viðstödd en tranaði sér aldrei fram. Kristín var er ein sú sterk- asta og flottasta persóna sem ég hef nokkurn tímann þekkt. Henni fannst hún eiga eftir að gera svo margt sem er svo líkt henni þar sem hún hugsaði oftast um aðra fyrstn svo sjálfa sig. Ég vil kveðja hana með þessu broti: Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér, – hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár, minn sáttmáli við Guð um þúsund ár. (Halldór Kiljan Laxnes) Samúðarkveðjur til ykkar Davíð, Steini, Vala, Atli, Begga og Guðjón. Hróðný María, Sverrir, Arnór Smári, Björg, Sigvarður Ari og Eðna Hallfríður. Nú geng ég að gröfinni þinni og grátur í huganum býr. Samt er í minningu minni myndin þín eilíf og skýr. Þín orka var einstæð í öllu í atorku, dirfsku og móð. Þú bjargaðir blómskrúð á völlu og bjástraðir við þau svo góð. Er sólgeislar glitruðu á grundu þú gekkst út í morguninn ein. Þú vannst þar með leikandi lundu og lyftir við sérhverjum stein. Þú ein sást á steininum standa stefnu að einhverri mynd. Hugsun þín varð ei til vanda þú virtir þá hagsmuna lind. Þú lést ekki græsku þér granda en gekkst um svo einlæg og hljóð. Þú vissir, ef værirðu í vanda að verkin þín ynnirðu hljóð. Löng var sú stund oft að líða, þú lífinu fléttaðir krans. Þó oft væri stutt milli stríða þú stefndir til eilífðar lands. Kristín mín! Ég vil þakka þér fyrir allt það góða sem þú gafst mér á þessari stuttu viðkynningu sem ég hafði við þig. Þær gleymast seint þær fáu stundir sem við áttum hér saman. Ég var búin að hlakka svo mikið til garðvinnslu með þér í sumar í þín- um garði en svo fór sem fór. Nú stundar þú þína garðvinnslu í þín- um nýju heimkynnum, þar hittumst við aftur. Megi guð liðsinna manni þínum, börnum þínum, tengdafor- eldrum og foreldrum þínum, ásamt öllu frændfólki á ókomnum tímum. Þín frænka, Kristjana Sigríður Vagnsdóttir. Ég kynntist Kristínu Guðjóns- dóttur, Stínu eins og ég þekkti hana, fyrst í gegnum vin minn og kollega Davíð Aðalsteinsson, þegar við vorum saman í stærðfræðinámi við HÍ. En það var samt ekki fyrr en við Davíð vorum saman að berj- ast í okkar doktorsnámi í Berkeley í Kaliforníu að ég kynntist Stínu fyrir alvöru. Hún var þá að hefja sinn litríka listamannsferil. Stína bjó til frumleg og stór listaverk. Stór í orðsins fyllstu merkingu. Það kom ósjaldan fyrir að við Davíð of- gerðum okkur við að flytja þessi stóru listaverk milli staða og vorum við þó báðir í góðu líkamlegu formi. Verk Stínu voru öll steypt úr stáli, gleri, kopari og leir, allt heilt í gegn. Núna seinna meir átta ég mig á að mörg þessara verka eru einkar falleg og falla vel inn í nátt- úruumhverfi, en á þeim tíma, þegar við Davíð vorum að „hjálpa til“ við að flytja verkin, hugsaði ég aðeins um stærð þeirra og þyngd. (Sjá: http://www.art.net/~stina/.) Stína og Davíð voru áfram í Kaliforníu nokkur ár áður en þau fluttu til Norður-Karólínu, þar sem þau hafa búið síðan. Ég fór hins vegar heim til Íslands um tíma en kom síðan aftur til Bandaríkjanna, og þá til Virginíu, skammt norðan við Norð- ur-Karólínu. Ég man vel eftir því þegar við unnusta mín heimsóttum Stínu og Davíð eina þakkargjörðarhelgi fyr- ir örfáum árum. Þau voru þá orðin ráðsett fjölskylda, með tvö falleg og heilbrigð börn, Steina og Völu, og það þriðja á leiðinni að mig minnir. Það var ekki svo löngu eftir að Atli, þriðja barnið, fæddist að ég frétti af meini Stínu. Ég hugsaði ekki mikið um það þá, og „vissi“ með sjálfum mér að allt mundi lagast og batna, slíkur var kraft- urinn í Stínu. En, því miður, krabb- inn náði yfirhendinni, hægt og bít- andi. Mér þótti einkar vænt um að fá alla fjölskylduna í heimsókn til mín í Manassas, eina helgi í janúar síðastliðnum, og kviknaði þá sú von að þetta gæti orðið fastur liður hjá okkur, að við skiptumst svona reglulega á heimsóknum með styttra millibili en fram að þessu. Það var mikið fjör og hamagangur hjá ungum sem eldri heima hjá mér þessa helgi, og andinn var einstak- lega góður, þó svo að ljóst væri að Stína væri ekki frísk. Stína sagði mér þá að þetta væri sérstaklega erfitt fyrir þann elsta, Steina. Ég skal játa, að það er að hluta til af eigingjörnum ástæðum að ég tek þungt inn á mig brottför Stínu. Ég vissi alltaf að þetta væri löng og erfið barátta, en samt vonaðist ég alltaf til þess að Stína gæti tekið þátt í þessum reglulegu heimsókn- um, þau til mín í Virginíu eða við til þeirra í Norður-Karólínu. Þetta kom alltof fljótt fannst mér. Mér fannst þetta óréttlátt og ég reiddist við fréttirnar. Þannig stóð líka á að ég var passlega viðkvæmur fyrir, út af því að kexruglaður vesalingur hafði skotið til bana 32 nemendur og prófessora í Virginia Tech-há- skólanum í næsta nágrenni við mig, en ég þekki marga kollega í stærð- fræðideildinni þar. Ég var því ekki vel undirbúinn að heyra þessar leiðinlegu fréttir um fráfall Stínu og tók þessu mjög illa. Hvað sem öðru líður, þá gengur lífið sinn gang og nú er bara að njóta þess sem Stína hefur lagt eftir sig. Mörg stór og falleg listaverk, þrjú heil- brigð og fjörug börn og margar góðar og skemmtilegar minningar. Sem arfleifð er jú þetta bara nokk- uð gott. Ég sendi Davíð og börnunum, Steina, Völu og Atla litla, svo og fjölskyldu Stínu og tengdafjöl- skyldu samúðarkveðjur mínar. Geir Agnarsson, Manassas, Virginíu Lokað verður þriðjudaginn 15. maí vegna jarðarfarar HARÐAR SÆVALDSSONAR. Tannlæknastofan, Tjarnargötu 16, Reykjavík. Blómabúð MICHELSEN ÞÚ VELUR AÐEINS ÞAÐ BESTA Í GLEÐI OG SORG 44 ÁRA STARFSREYNSLA Í ÚTFARARSKREYTINGUM MICHELSEN HÓLAGARÐI SÍMI 557 3460 Samúðar og útfaraskreytingar Bæjarhrauni 2 • sími 565 0300 Hafnarfirði

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.