Morgunblaðið - 14.05.2007, Side 29

Morgunblaðið - 14.05.2007, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2007 29 ✝ Guðlaug HuldaValdimarsdóttir fæddist á Fagra- bakka í Ólafsvík 7. desember 1923. Hún lést á Hrafn- istu við Kleppsveg 21. apríl síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Anna Hansína Gunnlaugs- dóttir, f. í Ólafsvík 1. júlí 1895 og Valdimar Guð- laugsson, f. 18. jan- úar 1899. Systkini Guðlaugar Huldu samfeðra voru Þuríður, Stella, Gunnar, Karl og Erlendur. Börn Guðlaugar Huldu frá fyrra sambandi eru Eysteinn Hreiðar, f. 4. júlí 1944, maki Lauf- ey Jónsdóttir, f. 21. júní 1950, Anna María, f. 19. mars 1946, og Esther Helga, f. 4. júlí 1947. Guðlaug Hulda giftist 1. desem- ber 1964 Reyni Breiðfjörð Vigfús- syni sjómanni í Flatey og síðar af- greiðslumanni í Reykjavík, f. 16. febrúar 1926, d. 9. júlí 1985. For- eldrar hans voru Ingibjörg Ein- arsdóttir, f. 24. júní 1889, og Vig- fús Sigurbjörn Stefánsson, f. 21. maí 1890. Dætur Guðlaugar Huldu og Reynis eru Bára, f. 19. nóvember 1949, maki Smári Ein- arsson, f. 20. októ- ber 1950, og Þór- unn Ingibjörg, f. 22. desember 1951, maki Gísli Magn- ússon, f. 14. nóv- ember 1948. Barna- börn Guðlaugar Huldu eru 20 og barnabarnabörnin eru á þriðja tug. Guðlaug Hulda ólst upp í Ólafsvík til 18 ára aldurs en flutti þá til Reykjavíkur þar sem hún sinnti ýmsum störfum. Guð- laug Hulda og Reynir fluttust til Flateyjar á Breiðafirði og bjuggu þar til ársins 1965. Þau fluttu þá aftur til Reykjavíkur þar sem þau bjuggu síðast á Bergþórugötunni. Hulda hugsaði vel um fólkið sitt sem húsmóðir og var mikil hann- yrðakona sem saumaði, prjónaði og heklaði. Hún var skapgóð kona sem hafði gaman af lestri góðra bóka og ferðalögum innan- lands sem utan. Hún flutti á Hrafnistu við Kleppsveg árið 1998 og bjó þar til dauðadags. Útför Guðlaugar Huldu var gerð frá Grafarvogskirkju 2. maí, í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Elsku mamma, til þín: Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Valdimar Briem) Þín dóttir Bára Kveðja til elsku móður minnar, hafðu þökk fyrir allt. Er lít ég yfir liðin ár mér ljóst í hjarta skín, þú þerraðir móðir trega tár og traust var höndin þín. Þú gafst mér allt, sem áttir þú af ástúð, von og trú. Og því er nafn þitt móðir mín í mínum huga nú. Þú leiddir mig, sem lítið barn og léttir hverja þraut. Við blómskreytt tún og hrímhvítt hjarn ég hjá þér ástar naut. Nú þegar lífs þíns lokast brá frá langri ævi stund. Er gott að hvílast Guði hjá og ganga á Drottins fund. (Einar Steinþórsson.) Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tár- um, hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Kahlil Gibran.) Þín dóttir, Þórunn Ingibjörg Reynisdóttir. Hulda amma fann loks friðinn. Hulda amma var í raun ekki amma mín heldur amma konu minnar en hún var mér jafngóð og mín eigin amma. Mig langar til að skrifa nokk- ur orð til þín og þakka þér fyrir árin 10 sem ég þekkti þig. Við gerðum margt saman, til dæmis fórum við saman í ferðalög, ísrúnta sem og á kaffihús. Minnist ég þess þegar við fórum út að keyra um helgi og fórum að fá okkur ís. Þú varst alltaf búin með ísinn fyrst af öllum því þér fannst hann svo góður. Það var mjög gaman þegar við vorum tvær vikur í Portúgal í sólinni og það heyrðist alltaf í þér púff, púff það er svo heitt en gott og þér leið svo vel þar. Við fórum einnig saman til London og ég rúllaði þér um allt í hjólastól og þér þótti það ekki leiðinlegt því við fór- um svo víða um í London. Við fórum til dæmis á vaxmyndasafnið og einn- ig í tívolíið og fórst þú með í parísar- hjólið. Ég man alltaf hvað þú varst ánægð með allt sem við gerðum öll saman því þú talaðir lengi um það á eftir. Hann Guð hann mun þess gæta, þú getir sofið rótt, hann lætur ljóssins engla, lýsa þér um nótt. (Kristján Hreinsson) Elsku Hulda, þú munt alltaf vera í huga okkar. Ég vil enda þetta á að senda öllum í fjölskyldunni innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Huldu ömmu. Bjarki Þór Arnarson Elsku amma mín, nú ertu búin að kveðja þessa jarðvist, sem oft á tíð- um reyndist þér þungbær og gleði- leg í senn. Þú vildir öllum svo vel í kringum þig og gafst af þér af heilum hug. Það sem lýsir þér best er að ég átti alltaf mitt skjól hjá þér á Berg- þórugötunni. Þú áttir alltaf svörin þegar ég spurði um tilgang lífsins og alltaf leið mér vel þegar ég sat við hliðina á þér þegar þú varst að prjóna eða hekla og gafst mér styrk. Þú sagðir svo oft að það væri í lagi að gráta, það væri jafnteðlilegt og að hlæja. Mér er svo minnisstætt að það voru ófáar ferðirnar sem ég labbaði með þér upp á Skólavörðustíg, því þegar ég spurði hvert þú værir að skreppa, þá sagðir þú gjarnan að þú værir að fara upp á Skólavörðustíg og ég, sveitastelpan, hélt að það væri vinsælasta gatan í Reykjavík. Það var oft skondið sem veltist upp úr þér, sem yljar mér núna um hjartarætur og ég ætla seinna að rifja upp með mínum dætrum. Mér finnst svo aðdáunarvert af þér þá að leyfa mér að búa hjá þér, því það er ekkert sjálfgefið að leyfa unglingi, eins og ég var þá, að búa inni á sér, en ég reyndi eftir bestu getu að hjálpa þér, sem ég sé núna á seinni árum að ég hefði getað gert betur. En mér þykir vænt um það að við bjuggum saman allt fram á síðasta dag þegar þú fluttir á Hrafnistu í Reykjavík. Ég hugsa oft um það þeg- ar við vorum að kveðjast, þegar þú sagðir: Jæja elskan, nú skilja leiðir okkar, og faðmaðir mig. Ég var þá næstum farin að gráta, ég vissi ekki þá hvernig þér leið en ábyggilega leið þér ekkert vel í hjarta þínu en ég samgleðst þér svo innilega að vera búin að kveðja okkur. Það er ekkert líf að lifa í heimi Alzheimerssjúk- dóms eins og þú lifðir síðustu árin. Það er næstum að ég brosi að vita til þess að þú og afi eruð ábyggilega núna að dansa tangó. En núna ert þú svo sannarlega komin heim – þá vil ég segja: Gangi þér vel, elsku amma mín, ég elska þig og takk fyrir að elska mig. Svo skrýtin tilfinning sem um mig fer, nú farin ert frá mér nýjan veg. Hann tekur á móti þér hinum megin við, veginn mun vísa þér, þér við hlið. Í annan heim hann fylgir þér á vængjum tveim vísar þér. Það eitt mun ylja mér að vita af þér fylgja mér hvert sem er í hjarta mér. láttu mig vita ef ég get hjálpað þér, og vil þá sendu mér hvar sem er. Í annan heim hann fylgir þér á vængjum tveim vísar þér (Birgitta Haukdal) Þín elskandi Berglind Bára Elsku Hulda amma mín, nú ertu farin á góðan stað og ég veit að þú ert hjá mér því þú ert í hjarta mínu. Ég er svo þakklát fyrir þær fáu stundir sem ég fékk að kynnast þér og fyrir það, að hafa fengið að eiga Helgu ömmu líka. Ég veit að það hef- ur verið erfitt að láta mömmu frá sér en þetta voru svo erfiðir tímar þá. Amma mín, mér þykir vænt um þig. Elsku fjölskylda, ég votta mína samúð og megi Guð vera með okkur öllum. Helga. Elsku amma mín, nú ertu komin á betri stað, hefur hitt hann afa og saman dansið þið í takt við tónlistina ykkar. Ég sá ykk- ur fyrir mér dansa út úr kirkjunni þegar kistan var borin út og lagið „Við eigum samleið“ hljómaði svo fallega á meðan. Það gleður mig mik- ið að þú hafir fengið hvíldina þína sem þú áttir svo mikið skilið. Ég er rosalega ánægð að hafa þekkt þig og fengið að umgangast þig því þú gafst svo mikið af þér. Þú varst svo mikil handverkskona, öll þín handavinna var unnin af svo mik- illi vandvirkni. Sokkarnir sem þú prjónaðir fyrst fyrir Önnu systur og svo mig, voru mikið notaðir enda vöktu þeir mikla athygli. Ég óska þess oft að fá hlut af þolinmæðinni og góðseminni sem þú hafðir og sýndir öllum, það er ekki amalegur kostur. Manstu þegar afi var alltaf að hrekkja þig? Þá sagðir þú á þinn ró- lega og yfirvega hátt „hættu þessu nú Reynir“. Það hlógu allir að þess- um uppátækjum hans og meira að segja þú sjálf, en ég vorkenndi þér svo, því ég hefði örugglega misst þol- inmæðina við fyrsta hrekkinn. Þetta sýnir hvað þú áttir mikla þolinmæði. Þegar ég var lítil gengum við mamma oft með þér niður á Lauga- veg. Þó ég hafi haft litla þolinmæði í búðunum situr þessi minning svo fast í huga mér og ég sakna þess að geta ekki farið niður Laugarveginn með þér. Ég kom oft á Bergþórugötuna til þín og þá sérstaklega oft þegar ég stundaði nám við Iðnskólann í Reykjavík. Það var alltaf svo gott að koma í heimsókn og vel tekið á móti manni. Ég kom svo oft á sama tíma og þá sast þú iðulega á sama stað í sófanum þínum, hlustaðir á „Hvíta Máva“ á Rás 2 í útvarpinu, prjónaðir og trallaðir með lögunum sem þér þóttu góð. Þeir voru ófáir bíltúrarnir sem við fórum. Yfirleitt fórum við nú í ísbúð í leiðinni og þú slóst öll met í því hversu hratt væri hægt að borða ís, þér þótti hann svo góður, þú slóst meira að segja honum Bjarka mínum við og þá er nú mikið sagt. Við fórum líka í nokkrar utanlandsferðir með þér amma mín, það var ofsalega gaman hjá okkur og við skemmtum okkur vel. Þar sem sjúkdómurinn þinn var farinn að taka sinn toll af þér létum við það ekki stoppa okkur, þú leyfðir okkur bara að rúlla þér um í hjólastól svo þú kæmist ferða þinna. Þetta var ómetanlegur tími með þér. Elsku amma, mér þykir leiðinlegt að litla Emilía Líf mín hafi ekki feng- ið að kynnast þér eins vel og ég hefði kosið og mér þykir leiðinlegt að sjúk- dómur þinn hefur tekið þig smám saman frá okkur, alltaf sá ég þig þó bregðast við á sérstakan hátt þegar ég birtist í heimsókn með litlu döm- una. Það var eins og þið skilduð hvor aðra mjög vel. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að vera hjá þér þegar þú lagðir upp í stóra ferðalagið þitt og samgleðst innilega yfir því að þú sért komin á leiðarenda. Mig langar að enda þessi orð á kvæði sem þú fórst svo oft með og minnir mig alltaf á þig. Takk fyrir allt elsku amma og hvíldu í friði. Blessuð sólin elskar allt, allt með kossi vekur, haginn grænn og hjarnið kalt hennar ástum tekur. Geislar hennar út um allt eitt og sama skrifa á hagann grænan, hjarnið kalt. „Himneskt er að lifa!“ (Hannes Hafstein) Þín dótturdóttir, Ingveldur Gísladóttir Guðlaug Hulda Valdimarsdóttir Elsku Hulda amma, nú ertu farin á góðan stað og ég veit að þú ert hjá mér því þú ert í hjarta mínu. Ég er svo þakklát fyrir þær fáu stundir sem ég fékk til að kynnast þér og fyrir það, að hafa fengið að eiga Helgu ömmu líka. Ég veit að það hefur verið erfitt að láta mömmu frá sér en þetta voru svo erf- iðir tíma þá. Amma mín mér þykir vænt um þig. Elsku fjölskylda, ég votta mína samúð og megi Guð vera með okkur öllum. Helga. HINSTA KVEÐJA Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HÖRÐUR SÆVALDSSON tannlæknir, Sefgörðum 10, Seltjarnarnesi, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju þriðjudaginn 15. maí kl. 13.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja minnast Harðar er bent á reikning 0372-13-110667, kt. 080657-5959, sem stofnaður hefur verið í minningu hans. Það fé sem safnast verður sett í minningarsjóð og notað til að efla þekkingu á sviði tannverndar og tannlækninga á Íslandi. Ragnheiður Marteinsdóttir, Helga Harðardóttir, Sturla Jónsson, Hildur Harðardóttir, Óskar Einarsson, Friðrika Þóra Harðardóttir, Friðbjörn Sigurðsson, Hjördís Edda Harðardóttir, Arnór Halldórsson, Ragnheiður Harðar Harðardóttir, Lýður Þorgeirsson, Sævaldur Hörður Harðarson, Dagný Lind Jakobsdóttir, Hörður Harðarson, Sigríður Marta Harðardóttir, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS JÓNASSON skipasmíðameistari, hjúkrunarheimilinu Eir, áður Hlíðargerði 5, sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir sunnudaginn 6. maí, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 16. maí kl. 13.00. Óskar Magnússon, Kristín Eggertsdóttir, Jónas Magnússon, Nanna Ólafsdóttir, Guðrún Magnúsdóttir, Sigtryggur Jónsson, Edda Magnúsdóttir, Guðmundur Björnsson, afabörn og langafabörn. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upp- lýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.