Morgunblaðið - 14.05.2007, Síða 31

Morgunblaðið - 14.05.2007, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2007 31 Félagslíf I.O.O.F. 19  1885147  Lf. Nauðungarsala Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri sem hér segir: Hlíðargata 44, fnr. 212-5596, Þingeyri, þingl. eig. Jóhannes Kristinn Ingimarsson og Janine Elizabeth Long, gerðarbeiðandi Hekla hf., föstudaginn 18. maí 2007 kl. 11:00. Sýslumaðurinn á Ísafirði, 11. maí 2007. Raðauglýsingar Fundir/Mannfagnaðir Aðalfundur Þörungaverksmiðjunnar hf. verður haldinn í Þörungaverksmiðjunni hf. þann 30. maí 2007 og hefst klukkan 13:30. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemi þess sl. starfsár. 2. Efnahags- og rekstrarreikningur fyrir liðið reikningsár og skýrsla endurskoðenda skal lögð fram til staðfestingar. 3. Kosning stjórnar og varastjórnar. 4. Kosning endurskoðenda. 5. Tekin ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna og endurskoðenda. 6. Tekin ákvörðun um hvernig skuli fara með hagnað eða tap félagsins á reikningsárinu. 7. Önnur mál sem löglega eru upp borin. Framkvæmdastjóri. MINNINGAR Þegar ég hugsa um þig, amma, heyri ég og sé þig spila á píanóið. Ég er að hlusta á lögin þín og meðan þú ert að spila, afsakar þú hvað þú spilir fátæklega, sem er auðvitað ekki reyndin. Þegar þú spilaðir fyrir mig var eins og ég færðist inn í draum eða væri orðin þátttakandi í fallegu æv- intýri. Ég vonaði alltaf að þú héldir endalaust áfram því þú spilaðir svo fallega og af svo mikilli tilfinningu. Tónlistin var alveg eins og þú ert: fal- leg, tilfinningarík og hjarta úr gulli. Þegar ég var sex ára var ég hand- viss um að þú værir alvöru drottning, umlukin dularfullum ævintýrahjúpi. Augu þín tindruðu eins og í ungri stelpu og húmorinn alltaf til staðar, stundum blandaður vingjarnlegri stríðni til fullorðna fólksins í kringum þig. Þú varst alltaf full af umhyggju og áhyggjum um fólkið sem þú elsk- aðir, og þú elskaðir marga. Ennþá heyri ég þig segja: Farðu varlega, elskan mín og á enskunni til mín; Be careful and God bless you dear. Og ekki má gleyma að af þér lærði ég líka tölurnar 7-9-13 og að banka í tré sem ég hef notað óspart alla tíð síðan. Í hvert skipti sem ég kom til Ís- lands bjuggum við hjá þér, alltaf vel- komin að dvelja eins lengi og við vild- um hjá ykkur afa þar sem við vorum dekruð með því besta sem íslenska eldhúsið getur boðið og stöðugt um- vafin ást ykkar afa. Ég gæti skrifað heila bók um þig en Áslaug Hrefna Sigurðardóttir ✝ Áslaug HrefnaSigurðardóttir fæddist í Hafn- arfirði 12. mars 1916. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð í Reykja- vík 5. mars síðast- liðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 20. mars. ég ætla heldur að geyma þig í hjarta mínu og huga og njóta allra góðu minning- anna sem ég á um þig. Ástarkveðjur amma mín. Katrín Elsku amma Ása, þrátt fyrir að ég hafi al- ist upp í Hollandi hefur samband mitt við þig alltaf verið sterkt. Um þig á ég svo margar góðar minningar um hlýjar móttökur. Áður en ég lærði ensku reyndir þú, með góðum árangri, að ná sambandi við mig með barnahollensku sem þú virtist læra meðan þú talaðir við mig, enda ofurnæm á tungumál. Heim- sóknirnar til Amsterdam, spila- mennska; vist og manni, góður matur, við skemmtum okkur saman, um- hyggja þín, veiðitúrar okkar, sumur á Íslandi og stundum jól og margt ann- að eftirminnilegt og svo auðvitað sjö- níu-þrettán. Ein er samt sú minning sem ég mun aldrei gleyma. Þetta var þegar þú fórst með ljóð sem pabbi þinn orti til þín og þú þýddir jafnóðum á ensku fyrir mig. Þetta var áhrifarík stund í mínu lífi því hún gaf mér svo sterka tilfinningu fyrir uppruna mínum, fyr- ir fortíð og nútíð og ég fann í fyrsta sinn fyrir fjórum ættliðum sem hluta af sjálfum mér. Ég er þér þakklátur fyrir að hafa orsakað að ég á svo margar góðar minningar og þótt ástæðan fyrir heimsókn minni til Íslands núna sé sorgleg finnst mér samt gott vera hér á þessari kveðjustundu og deila með fjölskyldunni minningunni um þig, hlýjuna sem þú gafst okkur gegnum árin. Þú munt alltaf vera mikilvæg í minningu minni. Tómas Sigurðsson (Guðmundsson) Þá er mamma blessunin dáin. Hún hafði glímt við Alzheimer-sjúkdóm- inn í yfir áratug og hann hafði að lokum yfirhöndina. Það er stundum sagt um þá sem lengi hafa barist við erfiða sjúkdóma að þeir verði hvíldinni fegnir og þannig var um mömmu, þótt sjötíu og þrjú ár séu ekki hár aldur. Mamma fæddist á Helgastöðum í Eyjafirði árið 1933. Helgastaðir voru þá torfbær, án rafmagns og þeirra lífsþæginda sem við njótum í dag og í sjálfu sér merkilegt að ekki skuli vera lengra síðan fólk bjó við slíkar aðstæður hér á landi. Hún var yngst tíu systkina. Magn- ús Jón afi og amma Helga höfðu eignast fjögur börn í sínum búskap í Litladal en slitu þá samvistum og afi eignaðist aðra konu, Snæbjörgu, og átti með henni fimm börn. Leið- ir þeirra afa og ömmu lágu þó sam- an aftur og eignuðust þau mömmu eftir að þau voru bæði komin á fimmtugsaldur. Á ný slitu afi og amma samvistum og mamma ólst upp hjá Helgu ömmu. Í nokkur ár bjuggu þær mæðgur hjá elstu syst- ur mömmu, Hildigunni, sem þá hafði hafið búskap á Kolgrímastöð- um og þaðan átti mamma góðar minningar. Um fermingu flutti mamma inn á Akureyri, settist á skólabekk í Gagnfræðaskólanum og þar kynntist hún pabba. Í dagbók sem mamma skrifaði á þessum ár- Freygerður Magnúsdóttir ✝ FreygerðurMagnúsdóttir fæddist á Helga- stöðum í Eyjafirði 9. nóvember 1933. Hún lést á dvalar- og hjúkrunarheim- ilinu Hlíð á Ak- ureyri 8. mars síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Akureyr- arkirkju 15. mars. um má sjá að fjórtán ára var hún orðin bál- skotin í þessum grannvaxna Eyrar- púka sem síðar varð eiginmaður hennar. Eftir gagnfræða- skólanámið fór mamma í Húsmæðra- skólann en pabbi hélt suður í Kennaraskól- ann. Ári síðar var pabbi lagður inn á Kristnesspítala með berkla og mamma fylgdi á eftir nokkr- um mánuðum síðar. Þá höfðu þau eignast sitt fyrsta barn, Þorleif, en afi Símon og amma Rósa tóku hann að sér fyrstu tvö árin, meðan unga parið glímdi við berklaveikina. Fljótlega eftir að pabbi og mamma komu af spítalanum keyptu þau Klettaborg 4 ásamt föðurforeldrum mínum, þar sem þau áttu eftir að búa allan sinn búskap og þar leit ég dagsins ljós nokkrum árum síðar. Fyrstu árin var mamma heima með okkur bræður en fór síðan að vinna á verksmiðjum Sambandsins þar sem pabbi og Símon afi störfuðu. Síðar starfaði hún um árabil sem móttökuritari á Heilsugæslustöð Akureyrar. Mamma var handlagin og fór snemma að fást við saumaskap, lærði til þess verks og fyrir u.þ.b. fjörutíu árum hóf hún að starfa hjá Leikfélagi Akureyrar við að sauma leikbúninga. Hún saumaði og hann- aði búninga í fjölda sýninga, var lengst af forstöðukona saumastof- unnar og sat í stjórn leikfélagsins. Hún var heilluð af leiklistinni og naut þess að starfa á þeim vett- vangi. Mamma var mikill unnandi skáldskapar og bókmennta, las alla tíð mikið og naut þess að lesa ljóð. Sérstaklega var Davíð Stefánsson í uppáhaldi og hafði hún ljóðabækur hans við höndina alla ævi. Hún var sjálf hagmælt og orti vísur og ljóð við ýmis tækifæri. Hún var einnig tónelsk og naut þess að hlusta á góða tónlist. Í þessum heimi bók- mennta, tónlistar og leiklistar vor- um við bræður aldir upp, mamma las mikið fyrir okkur í æsku, kenndi okkur margs konar skáld- skap og í leikhúsinu vorum við heimagangar. Að þessu höfum við búið alla tíð síðan. Mamma var alltaf sannfærð um að fleira væri að finna milli himins og jarðar en augað almennt sér. Hún hafði yndi af þjóðsögum og þjóðlegum fróðleik og trúði á merk- ingu drauma, hugboð, líf að þessu loknu og jafnvel tilvist huldufólks og annarra vætta. Þar fyrir utan trúði hún á sinn góða guð. Mamma var félagslynd kona og hafði gaman af því að skemmta sér með góðu fólki. Þau pabbi ferð- uðust líka mikið og nutu þess að fara til sólarlanda. Að öllu jöfnu var mamma ljúf og kát og hafði skemmtilega kímnigáfu. Hún átti það til að gera at í fólki en hún gat líka verið viðkvæm og átti sínar erfiðu stundir eins og aðrir. Hún tók vinum okkar bræðra opnum örmum heima í Klettaborg, þar var opið hús og þar var líka alltaf gott að koma eftir að við fluttum að heiman. Mamma reyndist barna- börnum sínum góð amma og þau eiga ljúfar minningar úr Kletta- borginni. Við Selma og dætur sendum öll- um þeim sem önnuðust mömmu í veikindum hennar og sýndu henni hlýhug innilegustu þakkir. Þakka þér, elsku mamma, fyrir öll góðu árin. Farnist þér vel á guðs vegum. Ennþá hafa dagarnir sín dularfullu bros, grasið verður silki, greinar trjánna flos, sandurinn er glitvoð úr silfurþráðum tengd, lækirnir og heiðin harpa gullinstrengd, hólarnir og fjöllin úr fagursteinum gerð. Það er eins og englar séu alls staðar á ferð. (Davíð Stefánsson) Símon Jón Fallin er frá langt fyrir aldur fram Krist- ín Guðmundsdóttir, og langar mig að minnast hennar hér. Ég hitti Stínu eins og hún var oft- ast kölluð fyrst í Klúbbnum v/Borg- artún föstudagskvöld eitt veturinn 1980. Hún var að bíða eftir vinkonu sinni og mér og tveimur vinum mín- um, þetta var snemma kvölds og fátt fólk komið. Við spjölluðum saman nokkra stund og er mér enn í fersku minni þessi glæsilega, unga, glaða og brosmilda stúlka og einnig alúðleg framkoma, sem var aðalsmerki hennar alla tíð. Einu ári síðar hitti ég Stínu aftur er Guðrún María systir hennar kynnti mig fyrir fjölskyldu sinni í Hvassaleitinu. Mér var tekið af hlýju af þessari sómafjölskyldu. Upp frá því vorum við Stína góðir vinir. Stína var mikil persóna og hafði sterka nærveru, hún var harðdugleg og eftirsótt í vinnu, sannkallaður vinnuhestur sem lét sig ekki muna um 12 tíma vaktir við undirbúning á veislum þar sem hún starfaði á virt- um hótelum, t.d. Hótel Sögu og Rad- isson SAS í Kaupmannahöfn. Einnig sá hún um veislur í Reykjavík fyrir Kristín Guðmundsdóttir ✝ Kristín Guð-mundsdóttir fæddist í Reykjavík 28. apríl 1961. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi aðfara- nótt 11. mars síðast- liðins og var útför hennar gerð frá Bú- staðakirkju 16. mars. ýmis félagasamtök og ýmsa aðra aðila. Þeir voru fáir sem voru betri er kom að smur- brauði, en það var hennar sérfag og að- alsmerki, auk þess sem hún var afbragðs- góður kokkur. Seinna stofnaði hún sitt eigið fyrirtæki í Reykjavík sem sér- hæfði sig í smurbrauði og léttum réttum og veisluhöldum og ekki minnkaði vinnan við það. Þurfti hún stundum að leggja nótt við dag, sérstaklega er ferming- ar og aðrir viðburðir stóðu sem hæst. Oft tók hún lítið fyrir sína vinnu ef efnalítið fólk átti hlut að máli. Stínu var vinnusemi í blóð borin, móðir hennar, Petrea, var enda mjög dugleg alla tíð og svo var líka með föður hennar, Guðmund, sem var Dalamaður, mikill bóndi og síðar verkamaður í Reykjavík. Hjá honum féll ekki dagur úr, og veikindadagar ekki til. Er ég lít til baka og hugsa um alla þá góðu tíma sem ég varð að- njótandi með þessu góða fólki hlað- ast minningarnar upp. Er dóttir mín tilkynnti mér að móðursystir hennar hefði látist þá um nóttina fylltist sál mín harmi og söknuði. Drottinn gaf og tók. En hjá Stínu var gangan um lífsins dal rétt hálfnuð, í Danmörku var hún á fullu með sinn „1. class“ veitingastað sem brilleraði, barna- börnin komin og loksins hillti undir smápásu hjá Stínu, er sjúkdómur sá sem lagði hana að velli knúði dyra, og þrátt fyrir harða baráttu hafði hann betur. En ég er viss um að Stína fær góða heimkomu, og hún mun halda áfram að gleðja aðra á öðru tilverustigi. Um leið og ég votta móður hennar, systkinum, börnum og barnabörnum og eiginmanni mína dýpstu samúð vil ég þakka almætt- inu fyrir þau forréttindi að hafa fengið að kynnast Kristínu Guð- mundsdóttur. Guð blessi minningu hennar. Og ungmenni nokkurt sagði: Ræddu við okkur um vináttuna. Og hann svaraði og sagði: Vinur þinn er þér allt. Hann er akur sálarinnar, þar sem samúð þinni er sáð og gleði þín uppskorin. Hann er brauð þitt og arineldur. Þú kemur til hans svangur og í leit að friði. Þegar vinur þinn talar, þá andmælir þú honum óttalaust eða ert honum samþykkur af heilum hug. Og þegar hann þegir, skiljið þið hvor ann- an. (Úr Spámanninum.) Skarphéðinn Scheving Einarsson, Glasgow Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.