Morgunblaðið - 14.05.2007, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2007 33
árnað heilla
ritstjorn@mbl.is
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Vinnustofan opin kl.
9-16.30. Botsía kl. 10. Listmuna- og
handverkssýningin opin kl. 13-17, ath.
síðasti sýningardagur.
Árskógar 4 | Bað kl. 8-16. Handav. kl.
9-12, smíði/útskurður kl. 9-16.30.
Söngstund kl. 10.30, Félagsvist kl.
13.30. Myndlist kl. 16.
Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa-
vinna, morgunkaffi, dagblöð, búta-
saumur, fótaaðgerð, samverustund,
hádegisverður, bútasaumur, kaffi.
Uppl. í s. 535 2760.
Félag eldri borgara, Reykjavík |
Brids kl. 13. Kaffitár kl. 13.30. Dans-
kennsla Sigvalda, línudans kl. 18.
Samkvæmisdans, byrjendur kl. 19 og
framhald kl. 20.
Félagsheimilið Gjábakki | Handa-
vinna kl. 9, leiðbeinandi verður við til
hádegis. Gler- og postulínsmálun kl.
9.30 og kl. 13. Lomber kl. 13. Canasta
kl. 13.15. Skapandi skrif kl. 20.
Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Kl.
9.05 postulínsmálun, kl. 10 ganga, kl.
11.40 hádegisverður, kl. 13 handa-
vinna og brids (tvímenningur), kl.
20.30 félagsvist FEBK.
Félagsstarf aldraðra, Garðabæ |
Kvennaleikfimi kl. 9, 9.50 og 10.45 í
Kirkjuhvoli, vatnsleikfimi kl. 12 í Mýri.
Bíó í Garðabergi kl. 13, opið til kl.
16.30. Tekið á móti skráningu í ferð
eldri borgara Garða- og Bessa-
Vesturgata 7 | Mánudagur: kl. 9-16
hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9.15-
15.30 handavinna. Kl. 9-10 botsía. Kl.
11-12 leikfimi. Kl. 11.45-12.45 hádeg-
isverður. Kl. 14.30-15.45 kaffiveit-
ingar.
Þórðarsveigur 3 | Kl. 13 opinn sal-
urinn. Kl. 13.15 leikfimi. Kl. 14 boccia.
Kirkjustarf
Áskirkja | Morgunsöngur kl. 9.30 á
Dalbraut 27 og Göngum til góðs kl.
10.30 frá Dalbraut 27 í umsjá djákna
Áskirkju.
Fríkirkjan Kefas | Ísraelskvöld kl. 20.
Flutt verður tónlist í anda Ísraels og
hr. Jan Rosenberg mun kynna hjálp-
arstarf Keren Hayesod sem vinnur að
því að hjálpa Gyðingum alls staðar að
úr heiminum að flytja til Ísrael. Á eftir
verður samvera og eitthvert góðgæti
á boðstólum. Allir velkomnir.
Hjálpræðisherinn á Akureyri | Síð-
asti heimilasambandsfundurinn fyrir
sumarið verður í dag kl. 15. Allar kon-
ur velkomnar.
Vídalínskirkja, Garðasókn | Hin ár-
lega ferð Garða- og Bessastaðasókn-
ar á uppstigningardag 17. maí. Farið
verður um Skeið og Gaulverjabæ.
Lagt af stað kl. 10 frá Vídalínskirkju,
heimkoma um kl. 17.30. Skráning í
síma: 565 6380 í dag. Bíll ekur um
Hleinarnar kl. 9.40. Leiðsögum. Guð-
björn Gunnarss. og Halldór S. Magn-
úss. Verið velkomin.
staðasóknar á uppstigningardag í
Kirkjuhvoli. S. 565 6380 og Garða-
bergi s. 820 8565.
Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9-16.30
vinnustofur opnar. Spilasalur opinn
frá hádegi. Kl. 14.20 kóræfing. Kl.
16.30 vortónfundur gítarnemenda
Tónskóla Sigursveins D. Kristins., um-
sj. Símon H. Ívarsson. Allir velkomnir.
S. 575 7720. Strætisvagnar S4, 12
og 17 stansa við Gerðuberg.
Furugerði 1, félagsstarf | Í dag kl. 9,
aðst. við böðun, bókband. Kl. 13.15
létt leikfimi og sagan kl. 14. Kaffiveit-
ingar kl. 15. Allir velkomnir.
Hraunbær 105 | Kl. 9-16.30 handa-
vinna. Kl. 10-10.30 bænastund. Kl. 12-
12.30 hádegismatur. Kl. 15 kaffi.
Hraunsel | Moggi rabb og kaffi kl. 9.
Ganga kl. 10. Pútt kl. 10. Gaflarakórinn
kl. 10. Glerbræðsla kl. 13. Félagsvist kl.
13.30.
Hvassaleiti 56-58 | Opin vinnustofa
kl. 9-16, kortagerð og prjónaðar
handstúkur. Jóga kl. 9-11, Sóley Erla.
Frjáls spilamennska kl. 13-16. Fótaað-
gerðir s. 588 2320.
Korpúlfar, Grafarvogi | Á morgun
þriðjudag er sundleikfimi í Graf-
arvogssundlaug kl. 9.30.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Iðju-
stofa, málun, leirmótun, postulíns-
málun o.fl. kl. 9-12 Handverks- og
bókastofa kl. 13. Kaffiveitingar kl.
14.30. Söng- og samverustund, nánar
auglýst á töflu í anddyri, kl. 15.
20ára afmæli. Ídag 14. maí er
tvítugur Friðjón F.
Helgason. Elsku Frissi
okkar, til hamingju með
daginn. Og í tilefni þess mun hann
borða mömmumat um kvöldið hjá
mömmu og pabba.
MORGUNBLAÐIÐ birtir til kynn-
ingar um afmæli, brúðkaup, ættarmót
og fleira lesendum sínum að kostn-
aðarlausu. Tilkynningar þurfa að ber-
ast með tveggja daga fyrirvara virka
daga og þriggja daga fyrirvara fyrir
sunnudags- og mánudagsblað.
Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja
afmælistilkynningum og/ eða nafn
ábyrgðarmanns og símanúmer.
Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádeg-
ismóum 2 110 Reykjavík.
dagbók
Í dag er mánudagur 14. maí, 134. dagur ársins 2007
Orð dagsins: Daníel tók til máls og sagði: „Lofað verði nafn Guðs frá eilífð til eilífðar, því hans er viskan og mátturinn.“ (Daníel 2, 20.)
Rosemarie Garland-Thomson flytur á morgun,þriðjudag, fyrirlesturinnÓvenjulegir líkamar:
Ímyndir fatlaðra í bókmenntum list-
um og dægurmenningu. Fyrirlest-
urinn er haldinn í Norræna húsinu á
vegum Rannsóknaseturs í fötl-
unarfræðum við Háskóla Íslands og
frá kl. 15 til 17.
„Á síðasta áratug hafa fötl-
unarfræði þróast á vettvangi hins
bandaríska fræðasamfélags í metn-
aðarfullt þverfaglegt rannsóknarsvið
sem bræðir saman menningarlegar,
félagslegar og heilbrigðisgreinar og
skoðar fötlun sem víðtækt mannlegt
ástand og upplifun. Að rannsaka fötl-
un sem hluta af fjölbreytileika sam-
félagsins, með hliðsjón af mannrétt-
indum og menningarlegum
áskorunum getur haft stórvægileg
áhrif til framdráttar markmiðum lýð-
ræðis um jafnrétti og þátttöku,“ segir
Rosemarie sem er prófessor við
Emory University í Atlanta.
„Undanfarin 30 ár hafa mannrétt-
indahreyfingar í Bandaríkjunum bar-
ist fyrir menningarlegri fjölbreytni
og réttindum minnihlutahópa. Á
þessu tímabil hafa tekið gildi lög sem
ætlað er að stuðla að félagslegu rétt-
læti og koma í veg fyrir mimsunun,“
segir Rosemarie. „Þessum breyt-
ingum hafa fylgt nýjar leiðir til að
skoða og túlka birtingarmyndir fötl-
unar í dægurmenningu. Fatlaðir ein-
staklingar hafa stigið fram í sviðs-
ljósið og tekið virkari þátt í samfélagi
sem er aðgengilegra, jákvæðara og
fylgir lögum sem tryggja rétt allra til
þátttöku.“
Í fyrirlestri sínum skoðar Rosem-
ary hvernig fötlun birtist í dæg-
urmenningu: „Ég byrja á dæmum frá
þeim tíma þegar fatlaðir byrja að
verða sýnilegir opinberlega. Við
sjáum eldri birtingarmyndir af fötl-
uðum sem furðugripum og skjólstæð-
ingum góðgerðarstarfs og skoðum
dæmi um hvernig ímynd fötlunar
þróast í listum frá hefðbundnum list-
um til dagsins í dag.“
Fyrirlestur Rosemary er sá síðasti
í fyrirlestraröð Fötlunarfræðaseturs
í vor. Fyrirlestraröðin er hluti af
menningarhátíð fatlaðra en að fyr-
irlestrinum loknum verður boðið upp
á léttar veitingar í sýningarsal Nor-
ræna hússins þar sem stendur yfir
sýning á vegum hátíðarinnar List án
landamæra 2007.
Nánari upplýsingar um Fötl-
unarfræðasetur eru á slóðinni
www.fotlunarfraedi.hi.is. Heimasíða
Listar án landamæra er www.list-
anlandamaera.blog.is.
Fötlunarfræði | Fyrirlestur og listasýning í Norræna húsinu
Ímyndir fatlaðra í listum
Rosemarie
Garland-
Thomson hlaut
doktorsgráðu í
enskum og am-
erískum bók-
menntum frá
Brandeis Uni-
versity í
Massachusetts.
Hún hefur stundað rannsóknir á
sviðum kynjafræði, amerískra bók-
mennta og fötlunarfræða. Hún
kenndi við Howard University í
Washington D.C. áður en hún tók
við stöðu professors og umsjón-
armanns framhaldsnáms við kynja-
fræðideild Emory University í Atl-
anta.
Tónlist
Salurinn, Kópavogi | Píanótónleikar Vík-
ings Hreiðars Ólafssonar kl. 20 í kvöld. Á
efnisskránni er verk eftir J.S. Bach og F.
Chopin, auk hinnar stórbrotnu Appassio-
nata-sónötu eftir Beethoven. Þá frum-
flytur Víkingur píanósvítu eftir föður sinn
Ólaf Óskar Axelsson. Miðaverð: 2000/
1600 kr. í s: 570-0400 og á salurinn.is.
Skartgripir
Fjallkonunnar
Reynomatic
Café Mílanó
-hágæðaheimilistæki
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík
Baldursnes 6, Akureyri
Sími 588 0200 - www.eirvik.is
Aðrir söluaðilar: Kokka, Laugavegi, Egg, Smáratorgi
og Líf og list, Smáralind
Törfa
tæki
Magimix matvinnsluvélin er
óvenjulega stílhreint, kraft-
mikið og endingargott töfra-
tæki fyrir alla þá sem kunna
að meta gæði og góðan mat.
Vélin er sérstaklega auðveld í
notkun og hárbeittir stálhníf-
ar tryggja fullkominn skurð.
Verð frá: kr. 21.500 stgr.
Magimix
matvinnsluvélin
léttir þér lífið
vi
lb
or
ga
@
ce
nt
ru
m
.is
SERBNESKA söngkonan Marija Serifovic fagnaði vel og innilega sigrinum
í Evróvisjón-söngvakeppninni í fyrrakvöld, en hún flutti lagið Molitva, eða
Bæn. Hér sést hún lyfta verðlaunagripnum á loft.
Morgunblaðið/Eggert
Áfram Serbía!
FRÉTTIR
NÝLEGA
varði Snorri
Björn Rafnsson
doktorsritgerð
sína í faralds-
fræði við Háskól-
ann í Edinborg.
Ritgerðin bar yf-
irskriftina Car-
diovascular di-
seases, risk
factors and cogni-
tive decline in the
general population. Leiðbeinendur
Snorra Björns voru F. Gerald R.
Fowkes og Ian J. Deary, prófess-
orar við Háskólann í Edinborg, og
andmælendur við vörnina voru
Keith Millar, prófessor við Glas-
gowháskóla, og W. Cairns S. Smith,
prófessor við Háskólann í Aberdeen.
Meginmarkmið doktorsverkefn-
isins, sem byggt var á gögnum frá
hóprannsókn á eldra fólki í Ed-
inborg (Edinburgh Artery Study),
var að meta samband hjarta- og
æðasjúkdóma, sem og tengdra
áhættuþátta, við vitsmunahrörnun á
efri árum yfir fjögurra ára tímabil.
Upplýsingum um heilablóðfall,
kransæðasjúkdóm og æðakölkun í
neðri ganglimum, sem og um þekkta
áhættuþætti fyrir hjarta- og æða-
sjúkdóma, var safnað reglulega frá
byrjun rannsóknarinnar árið 1987
fram til 2002. Taugasálfræðileg próf
voru lögð fyrir 1998–1999 og end-
urtekin 2002–2003.
Í stuttu máli sýndu niðurstöður
rannsóknarinnar að einstaklingum
sem fengið höfðu heilablóðfall var
hættara við stigmagnandi vits-
munahrörnun en þeim sem ekki
höfðu sögu um hjarta- og æða-
sjúkdóm. Svipað kom í ljós hjá þeim
sem fengið höfðu kransæðastíflu eða
sýndu merki um æðakölkun í neðri
ganglimum en ekki höfðu sögu um
heilablóðfall. Ennfremur var tekið
tillit til fjölda hugsanlegra raskandi
þátta (confounding factors) sem
margir hverjir tengdust á sjálf-
stæðan hátt aukinni vitsmunahrörn-
un, s.s. aukinnar líkamsþyngdar,
reykingasögu, hækkaðs blóðþrýst-
ings og aukins styrks bólguþátta í
blóði. Í ritgerðinni var leitast við að
ræða ofangreint samband hjarta- og
æðasjúkdóma og annarra þátta við
vitsmunaskerðingu í eldra fólki,
undirliggjandi ástæður og tillögur
að frekari rannsóknum.
Til rannsóknar sinnar naut Snorri
Björn námsstyrks frá læknadeild
Háskólans í Edinborg og greinar,
byggðar á doktorsverkefni hans,
hafa verið samþykktar til birtingar í
erlendum vísindatímaritum. Snorri
Björn starfar nú sem rannsókn-
arfélagi (research fellow) við lýðheil-
brigðisdeild Edinborgarháskóla en
undanfarin þrjú ár hefur hann jafn-
framt séð um stundakennslu í far-
aldsfræði bæði við Háskólann á Ak-
ureyri og í Edinborg.
Snorri Björn er stúdent af nátt-
úrufræðabraut Verkmenntaskólans
á Akureyri og lauk BS-prófi frá heil-
birgðisdeild Háskólans á Akureyri
árið 2000 en hann er fyrstur útskrif-
aðra nemenda deildarinnar til að
ljúka doktorsprófi. Deildin óskar
honum til hamingju með þennan
ánægjulega áfanga á afmælisári há-
skólans og deildarinnar sem hafa
starfað í tuttugu ár í haust. Árið
2002 lauk hann MS-prófi í faralds-
fræði frá lýðheilbrigðisdeild Háskól-
ans í Edinborg. Foreldrar hans eru
Birna Á. Björnsdóttir og Rafn H.
Þorsteinsson. Sambýliskona Snorra
Björns er dr. Efrosyni Argyri, sér-
fræðingur í máltöku tvítyngdra
(grísk-enskra) barna við málvís-
indadeild Háskólans í Edinborg.
Doktor í
faraldsfræði
Dr. Snorri Björn
Rafnsson doktor í
faraldsfræði
Fáðu úrslitin
send í símann þinn