Morgunblaðið - 14.05.2007, Side 36

Morgunblaðið - 14.05.2007, Side 36
Við eldinn á sviðinu sögðu nærstaddir hitastigið hafa rokið upp um nokkrar gráður … 38 » reykjavíkreykjavík Setning Listahátíðar fór fram í Listasafni Ís- lands og fjölmenntu gestir í hátíðarskapi á háhæluðum gullskóm, með risastór svört sól- gleraugu og þessar líka fínu hárlagningar. Meira að segja skartaði Hjálmar Ragnarsson listaháskólarektor nýrri klippingu en Ágúst Einarsson, rektor á Bifröst, lét sér nægja einfaldan hársmekk. Ghostigital og listamað- urinn Finnbogi Pétursson frömdu óskiljanleg tónverk við inngang safnsins og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra var líka í svolítið óskiljanlega abstrakt kjól. Framsóknarfjörkálfurinn Björn Ingi Hrafns- son sprangaði brosandi um í skærgrænni skyrtu sem hefur eflaust átt að vekja athygli á umhverfisverndartauginni hans. Ómar Ragnarsson, frambjóðandi og sjálfkjörinn næsta fjallkona Íslands, var mættur, örlítið út úr kú í svona snobbteiti. Sýningin CoBrA Reykjavík var einnig opnuð á setningarhátíð- inni og í öllum krókum og kimum safnsins hangir nú uppi vitnisburður um sköpunar- kraft ungra evrópskra listamanna á eftir- stríðsárunum. Ólíku týpurnar Rannveig Rist, forstjóri Alcan, og rithöfundurinn Guðrún Eva Mínervudóttir voru mættar en sú síð- arnefnda var sæt í svörtum leðurjakka og þverröndóttum bol með dökkt hárið í tagli. Gestir dvöldu lengi við spjall og hvítvíns- birgðirnar hurfu eins og dögg fyrir kvöld- sólu. Flestir gestir úr fyrrnefndri samkundu mættu svo daginn eftir á opnun sýningar Roni Horn í Hafnarhúsinu; sumir ansi lúnir eftir setningarstuðið kvöldið áður. Ingunn Wernersdóttir var glöð í bragði enda nýbúin að festa kaupa á Alliance-húsinu og leikstjór- inn Kolbrún Halldórsdóttir var eina mann- eskjan á svæðinu sem flaggaði barmmerki flokksins sem var bara púkó. En frú Dorrit hélt glæsileik sínum þrátt fyrir hækjur og var með skærgula hanska og veski í sama sumarlit. Herra Ólafur mætti hins vegar að- eins huga að buxnasíddinni; þær jaðra við að vera of stuttar. Linsan í Aðalstræti bauð til teitis með stæl til að fagna 35 ára afmæli verslunarinnar og opnaði líka sýningu á mál- verkum Vignis Jóhannssonar. Gestgjafarnir Sigrún Bergsteinsdóttir og Birgir Blöndal tóku á móti gestum með gómsætustu snittum sem fluga hefur bragðað á þessu ári sem gaman var að gæða sér á og njóta um leið listarinnar í málverkunum og nýju Alain Mikli-gleraugunum. Daginn fyrir kosningar spottaði fluga Íslandshreyfingardömuna Mar- gréti Sverrisdóttur þar sem hún var afslöpp- uð í handsnyrtingu á snyrtistofu Ágústu í Hafnarstræti á meðan Ómar Ragnarsson var að rembast við að koma svarta dvergbílnum sínum í gang í Austurstræti. Já, kosninga- undirbúningurinn er eins misjafn og fram- bjóðendurnir eru margir. | flugan@mbl.is Margrét Bóasdóttir og Felix Bergsson nutu lífsins. Páll á Húsafelli, Thor Vilhjálmsson og Tolli. Guðný Dóra Gestsdóttir, Inga Jónsdóttir og Þorgils Baldursson. Jón Karl Helgason og Kristín Jóhannsdóttir. Ingibjörg Kristinsdóttir og Magnús Oddsson. Morgunblaðið/Eggert Kristjana Thors, Svavar Örn Svavarsson og Vignir Snær Vigfússon. Helga Guðrún Steingrímsdóttir með dætrum þeirra Eiríks Haukssonar, Eyrúnu og Hildi, í Helsinki. Þorbjörg Sæmundsdóttir, Telma Ágústsdótt- ir, Þórhildur Rafns Jónsdóttir, Íris Guðna- dóttir og Eva Rán Ragnarsdóttir. Nína Markússon og Eva Gestsdóttir. Sveinn Rúnar Sigurðsson og Anna Dögg Ein- arsdóttir brosa breitt fyrir ljósmyndara. Flugan Ómar fjallkona og gestir í gullskóm … mætti aðeins huga að buxnasíddinni; þær jaðra við að vera of stuttar … Guðrún Gunnarsdóttir og Evróvisjónfræð- ingurinn Thomas Lundin. Elísabet Harðardóttir og Katrín Tryggva- dóttir Sigrún Hákonardóttir og Sigurður Hreið- arsson. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ingunn Wernersdóttir, Sigrún Sandra Ólafs- dóttir og Bára Magnúsdóttir, » Íslendingar skemmtu sérkonunglega í Helsinki þrátt fyrir að Eiríkur kæmist ekki í aðalkeppnina » Listahátíð í Reykjavík varsett í Listasafni Íslands föstudaginn var og var margt um dýrðir. » Sýning á verkum Roni Horn var opnuð í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.