Morgunblaðið - 14.05.2007, Page 40

Morgunblaðið - 14.05.2007, Page 40
40 MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ GOAL 2 kl. 5:50 - 8:10 - 10:30 B.i. 7 ára THE REAPING kl. 8:10 - 10:20 B.i. 16 ára BLADES OF GLORY kl. 6 - 8:10 B.i. 12 ára ROBINSON FJÖLSKYLDAN m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ DIGITAL 3D 300 kl. 10:20 B.i. 16 ára DIGITAL / KRINGLUNNI THE REAPING kl. 5:50 - 8 -10:10 B.i.16.ára SPIDER MAN 3 kl. 3:30 - 6 - 9 - 10:30 B.i.10.ára SPIDER MAN 3 VIP kl. 6 - 9 BLADES OF GLORY kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i.12.ára SHOOTER kl. 10:30 B.i.16.ára BREACH kl. 8 B.i.12.ára MR. BEAN'S HOLIDAY kl. 4 LEYFÐ ROBINSON FJÖLSKYLDAN m/ísl. tali kl. 4 LEYFÐ WILD HOGS kl. 8 B.i.7.ára BECAUSE I SAID SO kl. 6 LEYFÐ / ÁLFABAKKA eee V.J.V. TOPP5.IS WWW.SAMBIO.IS M A R K W A H L B E R G eee MMJ, Kvikmyndir.com eeee SV, MBL BECAUSE I SAID SO Diane Keaton Mandy Moore FRÁ FRAMLEIÐANDA MATRIX, DIE HARD OG LETHALWEAPON SUMT ER EKKI HÆGT AÐ ÚTSKÝRA MEÐ VÍSINDUM STÓRSTJÖRNUR ÚR Hraðskreiðir bílar, súpermódel og partý... Þarf ekki eitthvað meira til að sanna að þú sért frábær leikmaður? HILARY SWANK REAL MADRID... KÖLLUN Katherine (Swank) er að þeytast um heiminn til að afsanna guðdómleg kraftaverk og sanna vís- indalegar rætur þeirra. Hún er ný- komin frá Chile þegar henni berst neyðarkall frá fenjabæ í Lúisíana þar sem Loren (Anna Sophia Robb), 12 ára telpukind, er sökuð um reiði guðs. Katherine heldur á vettvang, sem er þjakaður plágum Biblíunnar: Vatnið blóðrautt, froskaregn af himni, engisprettuplága geisar, nautpeningur genginn af göfl- unum … Upphafið lofar góðu, Swank hent- ar í hlutverkið, annað er úr sér geng- ið. The Reaping er eitt margra slakra verka hugmyndasnauðra hrollhöfunda sem kunna engin ráð til bjargar þræðinum og að ná sýn- ingartíma í boðlega lengd önnur en útjöskuðustu brellur hrollvekjanna: Leysa óútskýranleg atvik með mar- tröðum aðalpersónunnar; ofnota óþægileg hljóð, skorkvikindi, um- merki djöfladýrkenda, ófélegar mannverur og það er segin saga, þessi mannskapur hefur ekki græn- an grun um hvar á að hætta. B- hrollar eru undantekningalítið með mörgum vondum endum. Útkoman er bærilega gerð en nauðaómerkileg hrollvekja í anda framleiðandanna, Zemeckis, Silvers og félaga. Fyrirtækið stendur fyrir uppákomur nákvæmlega sem þessa: Ódýrt brellumoð í einnar-helgar myndum. Kraftaverk og klikkaðar kýr KVIKMYNDIR Sambíóin Leikstjóri: Stephen Hopkins. Með Hilary Swank, David Morrissey. 95 mín. Banda- ríkin 2007. Uppskeran / The Reaping  Sæbjörn Valdimarsson Blóðrautt Swank fer um heiminn til að afsanna guðdómleg kraftaverk. BARNABÓKAHÖFUNDURINN Claire (Anwar), hefur draumfarir hrottalegar, þar sem mýrarfen, grimmúðlegur húskumbaldi og lítil telpa koma við sögu. Sálfræðingi skáldkonunnnar list ekki á blikuna. „Það er eitthvað að gerast,“ segir hann. Sem reynast orð að sönnu því Claire sér húsið á netinu og leitar það uppi. Íslandsvinurinn Whitaker, eða öllu frekar Óskarsverðlaunin hans, hafa forðað The Marsh frá því að rykfalla að eilífu. Það hefði verið mátulegt á ómerkilegan hroll sem hefur af litlu öðru að státa en jað- arleikurunum tveimur. Sjálfsagt á Whitaker nokkur góð hlutverk í vændum, sakir The Last King of Scotland, en Anwar, sem byrjaði fer- ilinn í minnisstæðum myndum (Scent of a Woman, Wild Hearts Cańt be Broken), þarf öflugri afrétt- ara fyrir ferilinn en þetta gutl. Fenið opnast MYNDDISKAR Fenið (The Marsh) Bandaríkin 2006. Sam myndir. 88 mín. Bönnuð yngri en 12 ára. Leikstjóri: Jor- dan Barker. Með Gabrielle Anwar, Forest Whitaker. Hrollvekja  Sæbjörn Valdimarsson Ljótur Kvikmyndagagnrýnanda fannst lítið varið í Fenið. LANGAR þig í draumaferð til suð- urríkjanna upp úr aldamótunum 1900, þegar veröldin var vissulega svart/hvít, en lífið kyrrlátt og gaml- ar og misgóðar hefðir voru í heiðri hafðar? Ef svo er skaltu drífa þig að nálgast The Reivers, sem er byggð á síðustu bók skáldjöfursins Williams Faulkners. Það hefur tek- ist að fanga þessa göróttu þroska- sögu á mjög svo viðunandi hátt, hún stendur ljóslifandi frammi fyrir áhorfendum. Blómlegar suðurríkjasveitir á fyrsta áratug síðustu aldar eru bað- aðar rómantík og ljúfsárri eftirsjá horfinnar reisnar og litskrúðugs mannlífs. Handritið leiftrar af væntumþykju, alvöru og skopskyni skáldsins. Bókin túlkuð sem upp- rifjun gamals manns á tvísýnni ferð til Memphis á nýja bílnum hús- bóndans sem vinnumaðurinn Boon (McQueen) tekur traustataki. Sögu- maðurinn, Lucius (Mark Vogel), er þá aðeins 12 ára og þriðji ferða- félaginn er blökkumaðurinn Ned (Crsse). Sundurleitur félagsskapurinn eyðir viðburðaríkri helginni mest- megnis á hóruhúsinu, en Faulkner minnist starfskraftanna sem glæsi- kvenna með gullhjarta og dreng- urinn lærir fyrir lífstíð ýmislegt um mannlega kosti og bresti. Veröldin er stór og skrýtin, oftast und- urfalleg, en grunnt á ljótleikanum og mannvonskunni Titillinn merkir náunga sem taka lífið ekkert of alvarlega, eru skreytnir, laus höndin og upp á kvenhöndina. Á hinn bóginn dreng- ir góðir. Boon og Crosse (ósk- arsverðlaunatilnefning) leika þessa gaura af ósvikinni innlifun og býr langbesta mynd Rydells yfir ósviknum töfrum fyrir augað og endursköpun aldargamalla tíma hefur lukkast vel. The Reivers er gerð á hispurslausan hátt að hætti sögunnar, handritið, leikurinn, kvikmyndatakan og ekki síst tónlist Johns Williams endurspegla löngu liðna tíma þegar suðrið bjó yfir endalausum leyndardómum. Litrík borgarispa MYNDDISKAR Gárungarnir (The Reivers) Bandaríkin 1956. Sam-myndir. 114 mín. Leikstjóri: Mark Rydell. Með Steve McQueen, Rupert Crosse. Íslenskur texti. Öllum leyfð. Gamandrama  Sæbjörn Valdimarsson McQueen Drengur góður. MAX (Crowe), grjótharður kaup- hallarmangari í London, fær skila- boð um að Henry frændi hans (Fin- ney), og nánast eina eftirlifandi skyldmenni, sé látinn á vínyrkubúi sínu í Frakklandi. Max verður að taka sér fyrsta fríið í 15 ár frá skuldabréfabraskinu, til að ganga frá dánarbúinu syðra. Þá rifjast upp fyrir honum sterk tengslin á milli þeirra frænda, sem Max hafði látð sitja á hakanum síðari árin sökum kauphallarbrasksins. Nokkuð fyrirsjáanleg kennslu- stund í þeim gömlu sannindum að ekki er allt falt fyrir fé, þó það sé gott til viðbits. Umfjöllunarefnið kemur á óvart, ekkert sem minnir á fyrra samstarf Scotts og Crowe, ólíkari myndir en Gladiator og A Go- od Year, eru vandfundnar. Titillinn merkir góðan vínárgang og myndin er lofsöngur til grænna viðhorfa, rómaðrar fegurðar franskrar sveita- sælu, yndisþokka kvenþjóðarinnar, gæða vínanna (með smá hnútukasti frá Napa), og gómsætrar sælkera- fæðunnar. Þrátt fyrir sólríka daga, sætar þrúgur og að enginn efist um ágæti hinna kvikmyndalegu víngerð- armeistara, veldur dauft eftirbragð vonbrigðum. Frá fanti að viðfelldn- um vínyrkjumanni MYNDDISKAR Góður árgangur (A Good Year) England 2006. Sena 2007. 117 mín. . Leikstjóri: Ridley Scott. Með Russell Crowe, Albert Finney, Marion Cotillard. Spennumynd  Sæbjörn Valdimarsson Vín og ást. Crowe og Cotillard.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.