Morgunblaðið - 14.05.2007, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 14.05.2007, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2007 43 Four Seasons glerbyggingar eru frábær lausn sem hefur ver ið mikið notuð á Ís landi . Gler ið er háeinangrandi , með mjög góðri sólarvörn og öryggisgler sem er skylda að nota í þök. Gler ið ger i r húsin að 100% hei lsárshúsum. Tré-ál eða ál útfærsla. Sem dæmi um notkun hér á landi er: Fyrir einkaheimili: Stofur, sólstofur, borðstofur, eldhús, svalalokanir, sumarbústaðir og margt fleira. Fyrir atvinnuhúsnæði: Veitingahús, hótel, verslunar- hús, söluskálar, barnaheimili og margt fleira. Verkhönnun Kirkjulundi 13, 210 Garðabæ Sími 565 6900 Netfang verkhonnun@simnet.is SÓLSTOFUR - SVALALOKANIR Viðhaldsfríar í húsið eða sumarbústaðinn Heimsferðir bjóða frábært tilboð til Rhodos í byrjun júní. Bjóðum nokkrar íbúðir á Kassandra íbúðahótelinu á frábæru verði. Skelltu þér til Rhodos og búðu á fjölskylduvænu íbúðahóteli skammt frá Ialyssos ströndinni. Kassandra býður góða aðstöðu á meðan á dvölinni stendur. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Rhodos 2. júní Sértilboð - Kassandra frá kr. 49.990 Örfáar íbúðir - síðustu sætin Verð kr. 49.990 - Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2- 11 ára, í íbúð á Kassandra í viku , 2. júní. Aukavika kr. 14.000. Verð kr. 59.990 - Netverð á mann, m.v. 2 í íbúð á Kassandra í viku, 2. júní. Aukavika kr. 14.000. Munið Mastercard ferðaávísunina Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is EINSTAKUR bræðingur skosku stórsveitarinnar Salsa Celtica af keltneskri tónlist og salsasveiflu þótti takast vel á fyrsta Vor- blótinu sem fram fór í fyrra. Svo vel reyndar að mönnum þótti ótækt annað en að lóðsa sveitinni inn í landið aftur. Blaðamaður ræddi við Toby Shippey, leiðtoga sveitarinnar, í fyrra vegna tónleika þeirra og endurtók leikinn í ár. Fagn- aðarfundir urðu í símanum, þó Shippey væri eilítið ryðgaður eftir gærkvöldið. En svo var og með samtal okkar á síðasta ári. Skot- arnir kunna að skemmta sér. Shippey rekur enda í rogastans þegar ég segi honum frá nýju skosku kránni, Highlander, í Lækjargötu. „Ó nei!“ segir hann, „Nei, ég meina ... frábært! Ég hitti þig þá þar!“ Brjálað að gera Síðustu tólf mánuðir eða svo hafa að mestu farið í að kynna nýja plötu, El Camino, sem út kom síðasta vor. „Það var brjálað að gera síðasta sumar,“ segir Shippey. „Við ferð- uðumst víða um. Sumarið var langt! En gott að geta komið því sem við stöndum fyrir sem víðast á framfæri.“ Vinnan við Salsa Celtica er því sem næst stöðug en samt hefur Shippey tíma fyrir önnur verkefni – eins og reyndar flestir sveit- armeðlimir. „Ég er t.d. með band sem er að blanda saman afríkutakti og jama- ískri tónlist. Svo er ég að vinna að tónlist fyrir nútímadansverk. Allir eru í hinu og þessu meðfram Salsa Celtica. Það er stundum erfitt að koma öllum saman, því að hljóm- sveitin samanstendur af frábærum tónlistarmönnum sem eru allir með eigin feril í gangi líka.“ Shippey hlær við þegar hann er spurður um höfuðverkinn við það að koma saman æfingaáætlun. „Maður æfir stundum klukkan hálfníu að morgni til, svo það sé alveg ábyggilega búið áður en ein- hver kemur og dregur mann á æf- ingu fyrir eitthvað annað. En fyrir atvinnutónlistarmenn verður það leiðigjarnt að vera bara í ein- hverju einu endalaust.“ Næsta plata Shippey segir bandið vera orðið ansi þétt í dag og samtaka í að þróa þetta form áfram, ólíkt því þegar það var að byrja. „Þá spiluðum við eins hratt og hátt og við gátum svo að fólk myndi nú örugglega dansa. Sá út- gangspunktur varð nú þreytandi til lengdar og ég nýt þess betur að vera í sveitinni í dag, þar eð tón- listin sem slík er orðin mun áhugaverðari.“ Hugað verður að næstu plötu í haust og segir Shippey að mik- ilvægt sé að finna einhverjar nýjar leiðir í sköpuninni. „Það er ekki hægt að framleiða bara það sama aftur og aftur. Við þurfum að finna einhvern nýjan flöt á þessum sambræðingi okkar. Við erum ekki AC/DC!“ Hálandahiti Morgunblaðið/ÞÖK Vorblót Salsa Celtica lék með KK, sem hér sést, á Vorblóti í fyrra. Í ár mun hún leika með Stórsveit Samúels J. Samúelssonar, þann 18. maí. Skoska stórsveitin Salsa Celtica leikur á Vorblóti þann 18. maí ásamt Stórsveit Samúels J. Samúelssonar Tónleikarnir fara fram í NASA. Sjá nánar á www.vorblot.is STÓRFENGLEGRI sýningu götuleikhússins Royale de Lux lauk á hafnarbakkanum í Reykjavík í gær og það í klassískum ævintýrastíl. Risinn ógurlegi sem gengið hafði berserksgang um borg- ina, stungið trjám í gegnum bíla og rifið strætisvagna í tvennt meðal annars, var tal- aður til af dóttur sinni Ris- essunni. Þau fengu sér göngutúr saman og fylgdu þeim hundr- uð fullorðinna og barna, þótt napurt væri í borginni og alls ekkert sumarveður. Leiðin lá upp Hverfisgötu. Þar tóku þau feðgin beygju og héldu sjáv- arleiðina niður í bæ aftur og enduðu við höfnina. Þar fór illa fyrir risanum og hlaut hann endalok í anda Grimms-ævintýra, hausinn var slitinn af honum og fleygt út í sjó. Sjálfsagt hefur smáfólkinu þótt risinn ógurlegur og verið í liði með Risessunni. Eftir að risinn missti höfuðið hélt Ris- essan um borð í dráttarbát, sem sigldi með hana út höfn- ina. Ferðinni mun hafa verið heit- ið til Frakklands, þaðan sem Ris- essan er ættuð. Eflaust hafa margir velt því fyrir sér hvernig fólkinu liði sem stýrði þessu litla, eða öllu heldur stóra, ævintýri. Það skartaði fögrum klæðum, í hnjábuxum og voru sumir sokkalausir í kuld- anum. Risessan fór í sturtu og skvett- ist vel af vatni yfir götuleik- húsmenn, og það mun örugglega ekki hafa bætt úr skák. Vonandi að blöðru- og lungnabólga hafi ekki tekið við að sýningu lokinni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hausinn slitinn af risan- um og fleygt í sjóinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.