Morgunblaðið - 09.06.2007, Page 6
6 LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur
elva@mbl.is
SKÓLAÁRINU er lokið í grunn-
skólum borgarinnar og nemendur
komnir í frí. Ýmislegt í eigu grunn-
skólabarna fylgir þeim þó ekki á vit
sumarsins, en geymslur skólanna
eru víðast fullar af alls kyns óskila-
munum sem safnast hafa upp í vet-
ur. Þar er að finna allt frá húfum og
treflum upp í skólatöskur og dýran
hlífðarfatnað.
„Mér finnst sorglegt að sjá hvað
það eru mikil verðmæti sem virðast
fara forgörðum,“ segir Ásgeir
Beinteinsson, skólastjóri í Háteigs-
skóla, um þann fjölda óskilamuna
sem þar er að finna að kennslu-
árinu loknu. „Þetta hefur verið að
aukast jafnt og þétt á undanförnum
árum og við tengjum þetta við vel-
megunina,“ segir hann.
Allt talið og flokkað
Þegar Ásgeir áttaði sig á magni
óskilamunanna í Háteigsskóla í vor,
fékk hann starfsfólk skólans til þess
að telja alla hlutina og meta verð-
mæti þess sem skilið hafði verið eft-
ir. „Við settum, að við töldum, hóf-
legt mat á hvern flokk. Við vorum
að reyna að halda okkur við það
sem við töldum eðlilegt verð á þess-
um hlutum.“ Var áætlað verð á
hverja úlpu 5.000 krónur, 400 krón-
ur á vettlinga og 3.000 krónur á
peysur, svo dæmi séu tekin.
2.500 krónur á hvert
barn hafa tapast í vetur
Niðurstöður talningarinnar og
verðmatsins hjá starfsfólki Háteigs-
skóla reyndust vera nokkuð slá-
andi. Samkvæmt útreikningum
þeirra er verðmæti þeirra muna
sem grunnskólabörn glötuðu í skól-
anum í vetur rúm ein milljón króna.
Um 400 nemendur eru í skólanum
og því má áætla að hver þeirra hafi
að meðaltali tapað munum í skól-
anum fyrir um 2.500 krónur í vetur.
Foreldrum hafi svo verið sendar
þessar upplýsingar í tölvupósti og
hafi það ýtt við mörgum.
Breytt verðmætamat?
Ásgeir segir að í Háteigsskóla
hafi óskilamunum fjölgað undan-
farin á og spyrja megi hvort verð-
mætamat fólks sé að breytast. Hann
segist hafa heyrt að í sumum skól-
anna séu munir mun fleiri.
Ásgeir segir að skólinn auglýsi
óskilamunina vandlega á hverju
vori og einnig yfir vetrartímann.
Við skólaslit sé haldin sýning á
óskilamunum og þeim raðað upp.
„Þá kemur fólk og tekur það sem
það þekkir og á,“ segir Ásgeir. Af-
gangurinn fari í Rauða krossinn og
nýtist því með þeim hætti.
Skólaslit voru í Háteigsskóla í
gær og segir Ásgeir að þá hafi
margir foreldrar komið ásamt
börnum sínum og farið í gegnum
óskilamunina. Nokkuð hafi verið
tekið „en mér finnst reyndar ótrú-
lega mikið eftir og það kemur veru-
lega á óvart. Mér finnst varla sjá
högg á vatni eftir daginn og þó hef
ég séð foreldra í allan dag koma og
sækja óskilamuni,“ segir Ásgeir.
Í öðrum skólum sem Morgun-
blaðið ræddi við í gær var svipaða
sögu að segja af fjölda óskilamuna
og í Háteigsskóla. Ingibjörg Möller,
aðstoðarskólastjóri í Hlíðaskóla,
segir mikið magn óskilamuna hafa
safnast upp í skólanum í vetur,
bæði í skólahúsinu sjálfu og íþrótta-
húsinu.
Vettlingar frá ömmu
„Við auglýsum alltaf á vorin og
höfum opið hús og hvetjum for-
eldra til þess að koma og skoða. En
það er alltaf voða mikið sem geng-
ur ekki út,“ segir Ingibjörg. Föt af
ýmsu tagi verða eftir meðal óskil-
amuna. „Þarna er mikið af húfum
og vettlingum sem einhverjir hafa
lagt mikla vinnu í að prjóna, vett-
lingar og sokkar prjónaðir af ömm-
um og góðir skór.“
Algengt sé að fötin séu ekki
merkt og í sumum tilvikum þekki
börn ekki fötin sín aftur. Dæmi sé
um að nemendur hafi átt tvær til
þrjár úlpur meðal óskilamuna í
skólanum að vetri loknum.
Tengjum þetta við velmegunina
Morgunblaðið/G.Rúnar
Óskilamunir Um 400 nemendur eru í Háteigsskóla og áætlað er að hver þeirra hafi tapað munum fyrir 2.500 kr.
Óskilamunir fyrir tugi milljóna í grunnskólunum
Í HNOTSKURN
» Meðal óskilamuna í Há-teigsskóla að vetrinum
loknum voru 152 húfur, 78
íþróttapokar, 18 hettupeysur,
50 bolir, 23 flíspeysur, 41 úlpa,
42 handklæði og 30 nestisbox.
»Hátt á fimmta tug grunn-skóla er í Reykjavík. Því er
næsta víst að verðmæti óskil-
amuna í þeim öllum nemur
tugum milljóna króna.
»Algengt virðist að munirsem ekki eru sóttir séu
gefnir til Rauða krossins eða
annarra hjálparsamtaka.
» Í Austurbæjarskóla feng-ust þær upplýsingar að
þar hefði 9. bekkur í vor selt
óskilamuni og ágóðinn runnið
í ferðasjóð árgangsins.
Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur
ylfa@mbl.is
JÓRUNN Frímannsdóttir, formaður velferð-
arráðs, segir heimili fyrir íbúa á vegum hins
opinbera vera skilgreind sem heimili og svo
hafi verið í langa tíð. Sú staðreynd að um heim-
ili sé að ræða en ekki stofnun skipti höfuðmáli í
þessu sambandi og því hafi verið ákveðið að
miða við sama ferli og þegar Miklabraut 20 var
sett á laggirnar. Spurð um þá skoðun lög-
manna íbúa við Njálsgötu að ekki sé hægt að
líkja Njálsgötu 74 við heimilið á Miklubraut 20
svarar Jórunn því til að eini munurinn á heim-
ilunum felist í því að á Njálsgötu verði mun
meiri félags- og heilbrigðisþjónusta sem komi
utan úr bæ. Velferðarsvið muni leggja til
starfsfólk á heimilið en um verði að ræða vakt
allan sólarhringinn. Heimilismönnum verði
boðið upp á öfluga félags- og heilbrigðisþjón-
ustu frá þjónustumiðstöðvum Reykjavíkur-
borgar og heilsugæslunni í Reykjavík, líkt og
gert sé fyrir önnur heimili.
Nauðsynlegt að láta reyna á þetta
Hvað varðar byggingarleyfi, sem lögmenn
íbúanna telja líklegt að þurfi að afla, segir Jór-
unn að ekki standi til að breyta fasteigninni að
innan eða utan og því þurfi
ekki að sækja um bygging-
arleyfi, samkvæmt skipu-
lags- og byggingarlögum
nr. 73/1997.
Að sögn Jórunnar er
nauðsynlegt að láta reyna á
þetta. „Ef þetta er ekki
heimili þá er ansi margt
annað sem fellur undir þá
skilgreiningu að vera stofn-
un og hvar stöndum við þá,
t.d. varðandi sambýli fatlaðra af ýmsu tagi?“
Spurð um þær áhyggjur íbúa Njálsgötu að
þeir verði fyrir miklu ónæði af völdum starf-
seminnar svarar Jórunn að reynslan sýni að
svo verði ekki. Þá verði alltaf starfsmaður og
jafnvel starfsmenn á staðnum. Reynist þeir
einstaklingar sem þarna búi ekki hæfir til að
dvelja þarna þá missi þeir strax húsnæðið.
Jórunn segir heimilið góða leið til að hjálpa
þeim tíu einstaklingum sem þar muni dvelja af
stað til nýs og betra lífs. „Reynslan af Miklu-
braut hefur sýnt okkur að við getum náð ótrú-
legum framförum. Mennirnir geta nýtt sér
margt ef þeir fá bara þennan litla stuðning sem
þeir þurfa til þess að ná fótfestu.“ Unnið hafi
verið faglega að því að finna hentugt húsnæði
og hvað staðsetninguna varði sé ekki hægt að
fara með svona heimili út fyrir miðsvæðið
vegna þess að reynslan sýni að þá færu ein-
staklingarnir ekki heim.
Brýnt að finna samvinnugrundvöll
Varðandi áhyggjur margra af sameiginleg-
um garði Njálsgötu 74 og annarra húsa bendir
Jórunn á að hægt sé að koma í veg fyrir að ein-
staklingarnir fari inn í garðinn. Hægt væri að
loka honum þannig að hann væri eingöngu fyr-
ir íbúa hinna húsanna. Nauðsynlegt sé að finna
samvinnugrundvöll og gefa þessu tækifæri.
„Við yrðum afskaplega þakklát ef hægt væri að
gera þetta í samvinnu við íbúa þannig að borg-
aryfirvöldum væri gefið tækifæri til að reyna
þessa leið og byggja á þeirri reynslu sem við
höfum og sjá hvort þetta geti ekki átt samleið
þarna í umhverfinu, jafnvel með öryggis-
myndavélum, aukinni löggæslu eða öðrum að-
gerðum til að koma til móts við íbúana.“
Jórunn segir að þótt engin krafa verði gerð
til þess að tilvonandi íbúar heimilisins láti af
neyslu hafi reynslan hins vegar sýnt að lífs-
munstur breytist mjög mikið við að fá stuðning
og hjálp. „Ótrúlegur árangur hefur náðst og
auðvitað vonum við að það geti orðið þarna
líka. Ég held að þetta sé leiðin til þess að gera
bæinn okkar fallegri og skemmtilegri, það er
mín sannfæring og þeirra sem best þekkja til á
þessu sviði. Ég held að samfélagið þurfi á því
að halda að við látum reyna á þetta.“
Þurfum að gefa þessu tækifæri
Möguleiki að auka löggæslu við Njálsgötu
til að koma til móts við íbúa í nágrenninu
Í HNOTSKURN
»Njálsgata 74 verður heimili fyrirheimilislausa karla en ekki stofnun.
»Eini munurinn á því og heimilinu áMiklubraut 20 felst í öflugri félags-
og heilbrigðisþjónustu.
»Til stendur að starfsmaður verði tiltaks í húsinu allan sólarhringinn.
Njálsgata 74 Húsnæðið hefur verið
deiluefni nágranna og yfirvalda.
Morgunblaðið/RAX
Jórunn
Frímannsdóttir
NÝR varafor-
maður Fram-
sóknarflokksins
verður kjörinn á
morgun en mið-
stjórnarfundur
verður þá hald-
inn á Grand hóteli í Reykjavík.
Fundurinn hefst klukkan 13 og
mun Guðni Ágústsson, formaður
Framsóknarflokksins, ávarpa fund-
armenn í upphafi hans. Að því
loknu taka við önnur ávörp og al-
mennar umræður.
Velja nýjan
varaformann
BRAUTSKRÁNING frá Háskól-
anum í Reykjavík fer fram í dag,
laugardag, í Háskólabíói. Að þessu
sinni verða 337 nemendur braut-
skráðir frá skólanum.
43 nemendur útskrifast með
meistarapróf í lögfræði og er þetta
í fyrsta sinn sem Háskólinn í
Reykjavík útskrifar lögfræðinga
með fullnaðarpróf í lögum. Sem
dæmi um vinsældir og gott orðspor
lagadeildar HR má nefna að í vor
sóttu tæplega 180 manns um að fá
að hefja nám við lagadeild HR, seg-
ir í fréttatilkynningu. Reikna má
með að um helmingi þeirra verði
veitt skólavist.
337 braut-
skráðir frá HR
BENEDIKT S. Lafleur hyggst
reyna á nýjan leik að synda yfir
Ermarsundið en í fyrra varð hann
frá að hverfa vegna óhagstæðra
veðurskilyrða. Benedikt mun vænt-
anlega þreyta sundið á tímabilinu
7.-14. júlí og hyggst hann halda ut-
an til Dover í Bretlandi undir lok
júní til undirbúnings.
Í tilkynningu kemur fram að
sundið tileinki Benedikt baráttunni
gegn mansali og alþjóðlegri klám-
væðingu. Verður efnt til áheita-
söfnunar vegna sundsins en pen-
ingana á að nota til að styðja
forvarna- og kynningarverkefni
Stígamóta.
Benedikt hyggst ennfremur
synda Drangeyjarsund í ágúst.
Hægt verður að fylgjast með Erm-
arsundsævintýri Benedikts á vef-
síðunni www. ermasund.is.
Reynir aftur
við Ermarsund