Morgunblaðið - 09.06.2007, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 09.06.2007, Qupperneq 8
8 LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ARNBJÖRG Sveinsdóttir, Sjálfstæðisflokki, er formaður nýrrar sjávar- útvegs- og land- búnaðarnefndar, en kosið var í þrjár nýjar fasta- nefndir Alþingis í fyrradag, eftir að lögum um fastanefndir hafði verið breytt á miðvikudag. Ágúst Ólafur Ágústs- son, Samfylkingu, er formaður við- skiptanefndar og sjálfstæðismaður- inn Pétur H. Blöndal er formaður efnahags- og skattanefndar. Arnbjörg formaður Arnbjörg Sveinsdóttir ÞRIÐJUNGI fleiri sóttu um grunn- nám í verkfræðideild HÍ í vor en í fyrra og er fjöldi umsókna tæp þrjú hundruð. Aukningin er nokkuð jöfn á milli námslína sem eru iðnaðar- verkfræði, rafmagns- og tölvuverk- fræði, tölvunarfræði, umhverfis- og byggingarverkfræði og vélaverk- fræði. Þá var einnig veruleg aukn- ing á umsóknum í meistaranám en umsóknarfrestur þar rann út í apr- íl. Mikil ásókn var í fjármálaverk- fræði sem er ný námslína í meist- aranáminu ásamt reikniverkfræði, matvælaverkfræði og eðlisverk- fræði en alls eru 10 námslínur í boði á meistarastigi. Ásókn í fjár- málaverkfræði Í FRÉTT um samkeppni á lyfja- markaði í blaðinu í gær voru talin upp apótek sem standa utan við stóru keðjurnar. Fyrir mistök féll niður nafn apóteksins Lyfjavers sem rekur apótek á Suðurlandsbraut 22, en það býður fríar heimsendingar á lyfjum og lyfjaskömmtum. Lyf í Lyfjaveri FRESTUR til að sækja um embætti forstöðumanns húsafriðunarnefnd- ar rann út 25. maí sl. Menntamála- ráðuneytinu bárust fimm umsóknir um stöðuna. Umsækjendur eru Friðrik Frið- riksson arkitekt, Guðmundur Lúther Hafsteinsson arkitekt, Kjartan Gunnar Kjartansson blaðamaður, Nikulás Úlfar Másson arkitekt og Páll Björgvinsson, arkitekt og byggingarmeistari. Miðað er við að menntamálaráð- herra skipi í stöðuna til fimm ára frá 1. nóvember. 5 sóttu um í húsa- friðunarnefnd MARTA Guð- mundsdóttir, sem gengur yfir Grænlandsjökul til styrktar rann- sóknum á brjóstakrabba- meini, hefur lent í þungu færi á jöklinum að und- anförnu. Leið- angurinn er vel rúmlega hálfnaður og hafa leiðang- ursmenn þurft að vaða djúpan snjó og mjaka sér áfram skref fyrir skref. Segir Marta í dagbók sinni 6. júní að sleðahundarnir hafi átt erf- itt, lagst niður í snjóinn og neitað að halda áfram. „Það er basl að koma upp tjaldbúðum í öllum þess- um blauta snjó þar sem þungt er að athafna sig,“ segir Marta enn- fremur. Á fimmtudag var gott veð- ur og er veðurspá góð næstu daga. Gert er ráð fyrir að leiðangrinum ljúki á þriðjudag. Auk þess að safna fé til krabba- meinsrannsókna er tilgangur Mörtu með ferðinni sá að vekja at- hygli kvenna á mikilvægi þess að fara reglulega í brjóstaskoðun. http://martag.blog.is. Þungt færi á jöklinum Marta Guðmundsdóttir Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is „TÓNLISTARMAÐUR sem vill ná langt í jaðartónlistarheiminum verð- ur að hafa marga þætti með sér, tón- listin dugir ekki ein og sér. Menn verða að hafa ákveðin félagsleg og markaðsleg skilyrði til að ná virð- ingu og vinsældum.“ Rúnar Þórisson þekkja margir sem gítarleikarann í Grafík, en sú hljómsveit átti mörg vinsælustu lög níunda áratugarins. Nú hefur Rúnar snúið sér að klassískri tónlist, kennslu og fræðimennsku, en hann er að ljúka meistaraprófi í menning- ar- og menntastjórnun frá Háskól- anum á Bifröst. Rúnar ákvað að nýta sér reynsluna úr tónlistarbrans- anum þegar kom að því að velja lokaverkefni, en MA-ritgerðin hans ber nafnið Jaðarinn að meika það! Góð tónlist er grunnurinn sem allt annað byggist á „Eins og við þekkjum í gegnum þá sem lengst hafa náð á þessum vett- vangi, þá þarf tónlistin sjálf að vera frumleg, áhugaverð og helst að koma pínulítið á óvart. Hún þarf að vera tilraunakennd, en ef hún á að ná vinsældum, ekki bara virðingu, þarf hún jafnframt að vera aðgengi- leg“. „Í umræðunni er tónlist oft bara skipt í tvennt og meginstraumstón- list og jaðar- eða indítónlist stillt upp sem andstæðum. Þá erum við að tala um þá sem eru yst á jaðrinum og velta ekkert fyrir sér vinsældum og þá sem eru á miðjunni og framleiða til að selja. En svo er þriðji hópurinn þarna á milli sem sameinar eigin- leika beggja og hann á mesta mögu- leika á vinsældum og virðingu.“ Rúnar segir tónlistarfólk oft flakka á milli stefna, þannig hafi Björk byrjað sólóferilinn á að semja mjög aðgengilega tónlist en hafi í vissum skilningi fært sig lengra út á jaðarinn. Hann tekur hljómsveitina Ampop sem dæmi um hið gagn- stæða, þeir hafi byrjað í mjög til- raunakenndri tónlist, en séu nú mun markaðsvænni. „Það þarf líka að vera í réttum fötum“ Tónlistarfólk öðlast ekki vinsældir og virðingu út á góða tónlist ef eng- inn fær að heyra hana. Rúnar segir ákveðin félagsleg atriði skipta máli til þess að öðlast virðingu á indítón- listarsenunni. „Indímenningin er ekki lengur í mótstöðu við ríkjandi viðhorf þó hún eigi sér rætur meðal annars í pönkinu.“ segir Rúnar. „Það er þarna ákveðin tíska í gangi og mikilvægt að ganga í réttum föt- um og koma úr réttum skólum“. Rúnar nefnir Listaháskólann sem dæmi og bætir við: „Það er mjög sterkt tengslanet í gangi innan ind- íheimsins“. Útgáfufyrirtækin laga sig að markaðnum Rúnar athugaði líka hvernig ís- lenskir tónlistarútgefendur hafa brugðist við grósku í jaðartónlist. Algengt er að hljómsveitir gefi fyrst út sjálfar eða hjá litlum útgefendum, en færi sig til stærri útgefenda þeg- ar þær séu farnar að vekja athygli. En það getur verið erfitt að sætta listrænar hugsjónir og fjárhagsleg markmið. „Mörgum indílistamönn- um þykir upphefð að því að vera kenndir við Smekkleysu og 12 tóna“ segir Rúnar og bendir á að stóru fyrirtækin lagi sig að því með því að stofna sérútgáfur fyrir jaðartónlist eins og Sena gerði með stofnun Cod Music í fyrra en það fyrirtæki gefur meðal annars út Lay Low. Fjöl- miðlar, tónleikahaldarar og gagn- rýnendur hafa líka mikil áhrif á vel- gengni tónlistarfólks. „Þetta þarf allt að smella saman. Fólk þarf að vera með réttu tónlistina og kunna að nýta sér alþjóðlega strauma í eig- in sköpunarkrafti.“ Rúnar leggur áherslu á að íslensk jaðartónlist sé hluti af alþjóðlegu fyrirbæri. „Ég held að það sé oftúlk- un að íslensk tónlist sé sprottin úr kraftinum í fjöllunum og náttúr- unni,“ segir Rúnar og hlær. „Auðvit- að hefur umhverfi og aðstæður fólks áhrif á tónlistarsköpun. En þetta er eins og á sjöunda áratugnum þegar Bítlarnir slógu í gegn og Hljómar komu fram á Íslandi. Nú er Sufjan Stevens mjög vinsæll úti og hér sjáum við tónlistarmenn eins og Benna Hemm Hemm“. „Jaðarinn að meika það!“ Tengslanet skipta líka máli í heimi jaðartónlistar Morgunblaðið/RAX Meistari Rúnar Þórisson nýtti sér reynsluna af tónlistarheiminum í MA-ritgerðinni sinni um jaðartónlist á Íslandi. Í HNOTSKURN »Háskólinn á Bifröst út-skrifaði fyrstu nemend- urna með meistaragráðu árið 2005. Í dag útskrifast þaðan fjórir nemendur úr félags- vísinda- og viðskiptafræði- deild. »Söngkonan Andrea Gylfa-dóttir og leikarinn Helgi Björnsson slógu bæði fyrst í gegn með hljómsveitinni Graf- ík. Af lögum sveitarinnar má nefna Þúsund sinnum segðu já og Leyndarmál.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.