Morgunblaðið - 09.06.2007, Page 10

Morgunblaðið - 09.06.2007, Page 10
10 LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Ég skil ekkert hvað peyjarnir eru að fara, Geir minn, ég er ekki með neinn lista, eini listinn sem ég man eftir er listinn með nöfnum hinna vinveittu þjóða, og hann er ekkert leyndó. VEÐUR Breytingar á forystu Baugs, semtilkynntar voru í gær, koma ekki á óvart. Það hefur alltaf legið ljóst fyrir að Hreinn Loftsson hrl. mundi ekki gegna stjórnarfor- mennsku í Baugi lengur en hentaði aðaleigendum fyrirtækisins.     Væntanlega er ákvörðun Jóns Ás-geirs Jóhannessonar um að taka við stjórn- arformennsku Baugs og vera þar starfandi stjórnarformað- ur til marks um að hann hyggi á nýja landvinn- inga. Hann hefur áður sagt að hann horfði vest- ur um haf og ekki ósennilegt að breytingin á forystu Baugs nú sé til marks um það.     Öllu athyglisverðari er hins vegarbreytingin á forystu FL Group. Skarphéðinn Berg Steinarsson vík- ur úr formannsstól og Jón Ásgeir tekur við. Gnúpur, félag í eigu Kristins Björnssonar, Magnúsar Kristinssonar og Þórðar Más Jó- hannessonar er nú stærsti hluthaf- inn í FL Group en í kjölfarið koma Hannes Smárason og Baugur.     Það verður fróðlegt að sjá hvern-ig þeim kemur saman sem stjórnarformanni og forstjóra Jóni Ásgeiri og Hannesi Smárasyni. Er verið að þrengja að Hannesi? Ef það er svo verður spennandi að sjá hvernig hann bregst við.     Hannes er bersýnilega einn öfl-ugasti ef ekki sá öflugasti í hópi hinna ungu ofurhuga við- skiptalífsins. Hann mun ekki lengi láta loka sig inni, ef einhverjir eru á annað borð að reyna það.     Áhugamenn bíða spenntir eftirnæsta leik hans á skákborði viðskiptalífsins. STAKSTEINAR Jón Ásgeir Jóhannesson Á skákborði viðskiptanna SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                *(!  + ,- .  & / 0    + -       !         " 12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (     " "              :  *$;<                                     !"  #" $          *! $$ ; *! # $ % "  $"   & ' (' =2 =! =2 =! =2 #&% " )  ! *+' ,  " >2?         6 2  @   @8  - ' % ,. "   $    , $" "/ "$"   !" #' '  !"0 1" " "  "/  #23  ! 0 ;  1%-43 % ,. "3  05    '#323  ! /   '   !" '0 6  "   ! " " -343  ! 1" " "  "/ $  -4 " *  1%,. "  #23 % 0#    ' 3 " " '  !" 23$ /  3  43  ! 01" " "  "/   4' '  !"0 7.  '88  " '  2 '  ')  ! 3'45 A4 A*=5B CD *E./D=5B CD ,5F0E ).D 0 /  0 0 0 0  0 0   0     / / / / / / / / / / / / / / /                Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Haukur Nikulásson | 8. júní 2007 Ísland í efsta sæti Íslenska knattspyrnu- landsliðið var í 37. sæti á styrkleikalista FIFA fyrir nokkrum árum. Nú erum við að nálgast 100. sætið. Ástæðan er meðal annars frammi- staða á borð við þessa, sem er mest sótta myndbandið í heiminum á You- Tube í dag. Samt telur KSÍ að allt sé í himnalagi. Verið sé að byggja upp nýtt landslið! Það er gott að geta stungið höfðinu niður eins og strút- arnir. Við hin sem höfum höfuðið upp úr þurfum að þola að allur heim- urinn hlæi að okkur. Meira: haukurn.blog.is Jónína Benediktsdóttir | 8. júní 2007 Hilton-fangelsi betra en Hraunið Hilton-lúxusfangelsi gæti örugglega gert fólki meira gagn. Brotamenn verða sennilega betri menn með betra atlæti, ekki verra. Allt snýst þetta um að breyta hegðun til batnaðar. Það þekkja kennarar að hegning er engin lausn á hegðunarvandamálum. Hraunið er sennilega ekki neitt Hil- ton-hótel. Stóð ekki til að gera Ísland að fanganýlendu? Meira: joninaben.blog.is Jenný Anna Baldursdóttir | 8. júní 2007 Grímulaus kvenfyrirlitning Þær konur sem hyggj- ast starfa við að af- henda verðlaunapen- inga á ólympíuleikunum í Peking á næsta ári verða að lúta ákveðnum reglum, og fyrir utan að konurnar mega ekki vera með húð- flúr og áberandi eyrnalokka, er stór afturendi á bannlista. Á að mæla hæð og lengd? Eða verður gamla málbandinu skellt á þær í atvinnuviðtalinu? Meira: jenfo.blog.is Egill Helgason | 7. júní 2007 Hættir Steingrímur? Þingmenn sem ég hitti á röltinu í góða veðrinu í bænum í dag voru flestir á því að tími Steingríms J. Sigfús- sonar í pólitíkinni væri að líða. Hann virkar þreyttur og argur. Það voru mikil vonbrigði að komast ekki í rík- isstjórn. Hans bíður fjögurra ára hark í afar sundurleitri stjórnarand- stöðu. Þingræður hans þessa dagana virðast aðallega beinast að Össuri Skarphéðinssyni fremur en til dæm- is kjósendum. Vandinn er sá að Steingrímur hef- ur ekki alið upp neinn arftaka. Ög- mundur kemur auðvitað til greina en það er ekki víst að hann hafi áhuga. Steingrímur kærir sig heldur ekki um að Ögmundur taki við. Þá bein- ast sjónir manna helst að ungu kon- unum í flokknum. Katrín Jakobsdóttir er varafor- maður en skortir kannski einhvern myndugleika. Guðfríður Lilja Grét- arsdóttir hefur myndugleikann en flokkseigendafélagið í VG fór afar illa með hana í kosningunum, setti hana í nánast vonlaust sæti í Krag- anum, meðan Álfheiður Ingadóttir og Árni Þór Sigurðsson fengu þægi- leg sæti á framboðslistum í Reykja- vík. Lilja virðist ekki erfa þetta við flokksfélaga sína eða hvað? Meira: silfrid.blog.is Björn Ingi Hrafnsson | 8. júní 2007 Huggulegt Hún er hugguleg ljós- myndin sem birtist á bíósíðum dagblaðanna í dag í tilefni af frum- sýningu á bandarísku hryllingsmyndinni Hostel II. Nakinn kvenlíkami með höfuðið undir hend- inni. Hefði ekki verið hægt að hlífa manni við sýningu af þessu tagi við morgunverðarborðið? Hvað ætli mörg börn lesi bíósíðurnar í dag og næstu daga? Hvers konar smekkleysa er þetta eiginlega hjá dagblöðunum? Látum vera að framleiðendur hryllings- mynda leiti sífellt leiða til að toppa fyrri hrylling, en íslenskum dag- blöðum ber engin skylda til að taka þátt í lágkúrunni. Meira: bingi.blog.is BLOG.IS Skógarhlíð 18 – 105 Reykjavík – sími 591 9000 Akureyri – sími 461 1099 • Hafnarfirði – sími 510 9500 www.terranova.is Terra Nova býður ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Salou í júní. Salou er fallegur bær á Costa Dorada ströndinni, sunnan Barce- lona. Þar er Port Aventura, stærsti og glæsilegasti skemmtigarður Spánar. Stórkostlegar strendur, fjölbreytt aðstaða og litríkt nætur- líf. Þú bókar og tryggir þér sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Súpersól til Salou í júní frá kr. 39.995 - SPENNANDI VALKOSTUR kr. 49.990 Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli í viku 15. júní. Ath. Súpersólar tilboð 22. og 29. júní kr. 5.000 aukalega. Aukavika kr. 10.000 á mann. kr. 39.995 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð í viku 15. júní. Ath. Súpersólar tilboð 22. og 29. júní kr. 5.000 aukalega. Aukavika kr. 10.000 á mann. Síðustu sætin

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.