Morgunblaðið - 09.06.2007, Page 22
22 LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
NICOLAI Ouroussoff, tónlist-
arpenni dagblaðsins International
Herald Tribune, velti því fyrir sér í
grein í gær hvort upp væri að renna
tíð glæsilegustu tónlistarhúsa sög-
unnar. Hann telur sannleikskorn í
því að þeim glæsilegu tónlistar-
húsum sem nú spretta upp í Evrópu
sé fremur ætlað að laða að ferða-
menn og standa sem minnisvarðar
um hönnunarsnilld, en beinlínis að
þjóna þeim sem sækja klassíska tón-
leika, því tónleikahaldarar eigi í
vanda vegna dvínandi aðsóknar.
Ouroussoff talar jafnvel um örvænt-
ingarviðbrögð í þessu sambandi, og
að greinilegt sé, að nú skuli miðað
beint til yngri og efnaðri kynslóða.
Hann nefnir Disneyhöllina í Los
Angeles sem Frank Gehry hannaði,
Saxelfarfílharmóníuna í Hamborg
sem Herzog & de Meuron hönnuðu
og til stendur að vígja 2010 og Par-
ísarfílharmóníuna sem Jean Nouvel
teiknar. Hann segir þessar bygg-
ingar ekki aðeins stórkostlegar í feg-
urð sinni og byggingarlistarleg af-
rek, heldur sýni þau líka algjörlega
nýja hugsun í hönnun hljóðrýmisins.
Stórbrotin form og fljótandi innrými
geri gömlu frægu húsin, allt frá
Musikverein í Vín til Carnegie Hall,
gamaldags í samanburðinum. Nú
séu mörk arkitektúrs víða þanin til
hins ýtrasta, lukkist hljóðheimur
húsanna jafn vel, kunnum við að sjá
fram á daga stórbrotinnar listar í
húsum sem heilla jafnt fyrir fegurð
sína og ómótstæðilegan hljómburð.
Glæsihús
Saxelfarfílharmónían
KÓRSTJÓRINN
heimsfrægi Ro-
bert King var í
fyrradag fundinn
sekur um fjórtán
ofbeldisbrot gegn
ungu tónlistar-
fólki. Þrjú ung-
mennanna sem í
hlut áttu voru
undir sextán ára
aldri. Dómari í
Isleworth Crown
Court í London
kvað upp dóminn og nemur refs-
ingin tæpum fjórum árum í fangelsi.
Samkvæmt fréttum BBC áttu
brotin sér stað á árunum 1982-1995,
en alls var um fimm ungmenni að
ræða, það yngsta tólf ára. Fram
kom í frétt BBC að ungmennunum
hefði meðal annars verið veitt
áfengi. Dómarinn, Hezlett Colgan,
sagði við King í dómsorði sínu að
hann hefði misnotað gróflega það
traust sem honum hefði verið sýnt.
King, sem er 47 ára, kvæntur og
faðir eins barns, neitaði öllum ásök-
unum.
Robert King söng með St. John’s
College-kórnum í Cambridge, og fór
með einsöngshlutverkið í Sálumessu
eftir Duruflé, á plötu sem naut gríð-
arlegra vinsælda og seldist í stórum
upplögum á sínum tíma. Árið 1980
stofnaði hann King’s Consort, einn
virtasta og vinsælasta tónlistarhóp-
inn sem sinnti eingöngu tónlist-
arflutningi í upprunastíl. King’s
Consort hefur gefið út 95 plötur fyr-
ir Hyperion-útgáfuna og selt yfir
milljón diska.
Sekur um
ofbeldi gegn
tónlistar-
nemum
Robert King
STÓRSVEIT Samúels Jóns
Samúelssonar heldur tvenna
tónleika á Ísafirði í kvöld í hinu
nýopnaða menningarhúsi Ís-
firðinga, Edinborgarhúsinu.
Fyrri tónleikarnir verða kl. 21
þar sem öllum er heimill að-
gangur og hinir seinni fyrir
dansi eftir miðnætti. Samúel
og sveit hans gáfu nýlega út
plötuna Fnyk og hefur hún
fengið afbragðsviðtökur hjá
gagnrýnendum sem og almenningi, er meðal mest
seldu platna landsins þessa dagana. Ísfirðingar og
nærsveitungar geta því átt von á því að heyra lög
af nýrri plötu Samúels og ef til vill eldri líka.
Tónlist
Stórsveit Samúels í
Edinborgarhúsinu
Samúel Jón
Samúelsson
Á MORGUN kl. 14 fjallar
Birgitta Spur, safnstjóri Lista-
safns Sigurjóns Ólafssonar, um
tengsl Sigurjóns Ólafssonar
myndhöggvara við nokkra
listamenn Cobra-hreyfing-
arinnar, á Cobra-sýningunni í
Listasafni Íslands. Einnig mun
hún varpa ljósi á þær hrær-
ingar sem áttu sér stað í mynd-
listinni á fjórða áratugnum í
Danmörku, þátt listhópanna
Linien, Helhesten og Höst-sýningarhópsins. Hún
ræðir um súrrealistana og hvernig ný lífeðl-
isfræðileg vitneskja um manninn og sálarlíf hans
opnaði fyrir frjálsa tjáningu kennda mannsins.
Myndlist
Birgitta Spur á
Cobra-sýningunni
Birgitta
Spur
Á STOFUTÓNLEIKUM
Gljúfrasteins á morgun kl. 16
flytja þær Signý Sæmunds-
dóttir og Þóra Fríða Sæ-
mundsdóttir sannkallaðar
ljóðaperlur fyrir gesti.
Þar á meðal eru lög við ljóð
Halldórs Laxness en einnig við
ljóð eftir Davíð Stefánsson og
Johann Wolfgang von Goethe.
Tónskáldin sem smíðað hafa
lög við þessi ljóð eru heldur
ekki af verri endanum, Jón Þórarinsson, Jakob
Hallgrímsson og Franz Schubert. Það má því
segja að efnisskráin á sunnudag einkennist af
glæsilegri þýsk-íslenskri blöndu.
Tónlist
Ljóðaperlur á
Gljúfrasteini
Signý og
Þóra Fríða
Eftir Freystein Jóhannsson
freysteinn@mbl.is
ÓLAFUR Ragnarsson, fyrrverandi
forleggjari Halldórs Laxness hjá
Vöku-Helgafelli, vinnur nú að bók
með samtölum við Halldór Laxness
frá samstarfstíma þeirra og er
stefnt að því að hún komi út hjá
bókaforlaginu Veröld í haust. Bókin
hefur enn ekki hlotið titil.
Um bókina segir Ólafur: „Sú
mynd sem brugðið er upp af Hall-
dóri Laxness í þessari bók byggist
að stærstum hluta á persónulegum
kynnum mínum af honum, sam-
skiptum okkar og samtölum þau
tæp þrettán ár sem liðu frá því að
hann fól mér að annast útgáfumál
sín þar til hann kvaddi þennan heim.
Varðandi framsetningu efnisins í
bókinni má kannski orða þetta svo,
að ég bjóði lesandanum að fylgja
mér til fundar við Halldór, sjá
hvernig hann kom mér fyrir sjónir,
skynja hvernig skoðanir hans og
vangaveltur bárust mér til eyrna og
á hvern hátt ég naut notalegrar ná-
vistar hans.
Ég lýsi samverustundum okkar
Halldórs og rek samtöl heima á
Gljúfrasteini í Mosfellsssveit, í íbúð
hans og Auðar við Fálkagötu í
Reykjavík, í húsakynnum forlags
okkar Vöku-Helgafells og víðar.
Auður Laxness er oftast nærri en
fjölmargir aðrir koma við sögu þeg-
ar Halldór horfir um öxl eða ég
vitna í heimildir, bréf, handrit eða
annað er tengist því sem um er
rætt.“
Margbreytileg minningabrot
„Það var hugmynd Halldórs fljót-
lega eftir að við fórum að starfa
saman, að ég færi að nótera hjá mér
sitthvað af því sem fram kom í
spjalli okkar sem höfundar og útgef-
anda. Það voru þá atriði og sjón-
armið sem hann taldi sig lítið eða
ekkert hafa rætt á opinberum vett-
vangi. Hann sagði að ég skyldi halda
þessu til haga og hver vissi nema
það kynni að rata á þrykk í fyllingu
tímans. Reynsla mín úr blaða- og
fréttamennsku um árabil kom að
góðu gagni í þessu sambandi.
Í fyrstu skrifaði ég niður glefsur
og forvitnileg atriði eftir Halldóri á
laus blöð, stundum servéttur eða
umslög. Síðar áttum við skipulegar
samræður um ákveðin málefni,
vinnubrögð hans eða æviþætti og þá
fylltust minnisblokkirnar fljótt.
Á því tímabili sem Vaka-Helgafell
gaf út bækur Hallórs Laxness og ég
annaðist útgáfu- og höfundarrrétt-
armál hans, samningagerð og ýmis
önnur málefni gagnvart innlendum
og erlendum aðilum áttum við náin
samskipti. Framan af árum, á með-
an hann var við góða heilsu, hitt-
umst við að jafnaði viku- eða hálfs-
mánaðarlega. Þegar á döfinni voru
nýjar bækur í ritsafn hans eða nýjar
útgáfur eldri verka gátu fundir okk-
ar orðið enn tíðari. Það er því af
mörgu að taka í minningabrotum
mínum og minnispunktum.
Sum af samtalsefnum okkar voru
á sínum tíma tengd ákveðnum verk-
efnum svo sem skýringargreinum
sem Halldór bað mig að skrifa við
safn af greinum frá þriðja áratugn-
um og gefnar voru út í bók undir
heitinu Af menningarástandi eða
efnisvinnslu bókarinnar Dagar hjá
múnkum og endurútgáfu Kvæða-
kvers. Stundum spannst spjall okk-
ar út frá erlendum útgáfusamn-
ingum sem ég færði honum til
undirskriftar en annars fjölluðum
við um heima og geima.
Samtölin í bókinni eru flest frá
fyrstu árum kynna okkar Halldórs á
meðan minni hans var glöggt og eru
að líkindum síðustu óbirtu samtölin
við skáldið. Ég vona að þau varpi
einhverju viðbótarljósi á hann, bæk-
ur hans, skoðanir, hugmyndir og
viðfangsefni svo sem skáldsagna-
gerð, ljóðasmíð, stjórnmálaskoðanir,
tónlistaráhuga og trúmál.“
Þriðja bókin
Þetta er ekki fyrsta bókin um
Halldór Laxness, líf hans og verk
sem Ólafur tengist.
„Í tilefni af níræðisafmæli hans
1992 tókum við Valgerður Bene-
diktsdóttir saman Lífsmyndir
skálds, yfirlitsbók um feril Halldórs
í myndum og máli. Þegar öld var lið-
in frá fæðingu Halldórs, 2002, kom
svo út bók mín Halldór Laxness –
Líf í skáldskap. Meginþráður þeirr-
ar bókar var fléttaður úr áður óbirt-
um samtölum mínum við Halldór
Laxness, en mikil áhersla lögð á að
grafa upp heimildir um fyrstu skref
hans á rithöfundarbrautinni og
fjalla um fyrri hluta höfundarferils
hans.
Í kjölfar þeirrar bókar minnar
sigldu á markað tvær viðamiklar
ævisögur um skáldið, önnur þeirra í
þremur bindum. Af þeim sökum
ákvað ég að halda mig til hlés og
bíða með útgáfu þessarar samtals-
bókar þar til ævisagnahrinan væri
liðin hjá.
Sannur gullmaður
Eins og fólk veit spannaði ævi
Halldórs tuttugustu öldina nánast
alla. Hann fæddist þegar tvö ár voru
liðin af henni, lést þegar tvö ár voru
eftir af henni. Öldin mótaði hann og
hann hafði mikil áhrif á öldina að því
er Íslendinga varðar. Hann náði
lengra og var meiri heimsmaður en
nokkur annar íslenskur rithöfundur,
en var jafnframt sannari Íslend-
ingur í sér en margir samferða-
manna hans.
Kynni mín af Halldóri voru afar
ánægjuleg, gagnleg og lærdómsrík.
Margt af því sem ég lærði af Hall-
dóri hefur orðið mér drjúgt vega-
nesti í lífinu. Það er oft talað um að
einhver sé gull af manni. Halldór
nefndi heilsteypta og ljúfa sam-
ferðamenn sína gullmenn. Hann átti
sjálfur heima í þeim flokki – var
sannur gullmaður.“
Til fundar við Laxness
Vinir Ólafur Ragnarsson og Halldór Laxness. Ólafur vinnur nú að bók sem
hann byggir á samtölum þeirra Halldórs meðan hann var útgefandi hans.
» Samtölin í bókinnieru flest frá fyrstu
árum kynna okkar Hall-
dórs á meðan minni
hans var glöggt og eru
að líkindum síðustu
óbirtu samtölin við
skáldið. Ég vona að þau
varpi einhverju viðbót-
arljósi á hann, bækur
hans, skoðanir, hug-
myndir og viðfangsefni
svo sem skáldsagna-
gerð, ljóðasmíð, stjórn-
málaskoðanir, tónlistar-
áhuga og trúmál.
Nóbelsskáldið Halldór Kiljan Laxness gluggar í bók
♦♦♦