Morgunblaðið - 09.06.2007, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 09.06.2007, Qupperneq 27
úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2007 27 Sveitarstjórn Djúpavogshrepps sendi frá sér á síðasta fundi harð- ort bréf vegna úthlutunar byggða- kvóta fyrir árið 2007. Á Djúpavogi þykir mönnum skilningsleysi stjórnvalda algjört gagnvart stöðu jaðarsveitarfélaganna á Austur- landi. Byggðakvótaúthlutunin í ár, þ.e. alls 46 tonn til Djúpavogs- hrepps, sem er utan stóriðju- og atvinnuþenslunnar á miðsvæðinu, þykir ekki í neinum takti við stöðu sveitarfélagsins og þau áföll er gengið hafa yfir í sjávarútveginum á svæðinu á undanförnum árum.    Gamli maðurinn á bryggjupoll- anum, sem horfir til skiptis ofan í tóman bátinn og út á fjörðinn, spyr sig í hvaða heimi stjórn- málamenn lifi sem taki slíkar ákvarðanir. Er það staðreyndin að þeir vilji innst inni slátra hinum minni sjáv- arbyggðum sem byggja nær alla sína lífsafkomu á þeim gula? Hann spyr bréfritara í framhaldinu hvernig það megi vera að stór- iðjusvæðið fyrir austan, þar sem ennþá vantar fólk til vinnu í álver- ið, skuli fá fimmfalt meiri bygg- ðakvótaúthlutun en þá sem komi í hlut Djúpavogshrepps. Já, hún er skrýtin atvinnu- og byggðastefnan í dag, segir sá gamli og hristir hausinn.    Djúpivogur er orðinn þekktur sem ferðamannabær og hefur gestum sífellt fjölgað á milli ára sem hafa viljað eyða meiri og meiri tíma á svæðinu. Almenn þjónusta við ferðamenn þykir mjög góð í Djúpavogshreppi og eru mögu- leikar á ýmissi afþreyingu sífellt að aukast.    Hinn 5. júní renndi skemmti- ferðaskipið Endeavour að bryggju. Það er fyrsta skipið sem kemur til Djúpavogs á þessu ári, en von er á fleiri skipum seinna í sumar. Eitt af sóknarfærum Djúpavogshrepps í ferðaþjónustu er einmitt talið móttaka á skemmtiferðaskipum og þjónusta við farþega þeirra.    Í ljósi þeirra tækifæra sem hægt er að skapa í kringum komu skemmtiferðaskipa hafa sveit- arstjórnir Djúpavogshrepps og Austur-Skaftafellssýslu m.a. hist með það að markmiði að hefja samvinnu á þessu sviði ferðaþjón- ustunnar þar sem suðausturhluti landsins hefur upp á nokkrar af stærstu náttúruperlum Íslands að bjóða. Morgunblaðið/Andrés Skúlason Sóknarfæri Von er á nokkrum skemmtiferðaskipum til Djúpavogs í sumar og móttaka skemmtiferðarskipa er eitt af sóknarfærunum í ferðaþjónustu. DJÚPIVOGUR Andrés Skúlason Davíð Hjálmar Haraldsson hefur fylgst með fréttum úr Kópavoginum upp á síðkastið: Lifna nú troðnir og raskaðir reitir og ræsin þau blómgast svo fáu er líkt því Gunnar um bæinn sinn vatninu veitir og vatnið er sérlega áburðarríkt. Kristján Eiríksson hjó eftir því í fréttum að frændur okkar Norðmenn ætluðu að sjá um landvarnir okkar á friðartímum: Frændur í gegnum þunnt og þykkt þrautseigir löngum í varnarglímum í heiminum búa oss hæli tryggt og hernaðarumsvif á friðartímum. Og ekki fóru tíðindin framhjá Jóni Arnljótssyni: Nýlegt, þjóðar, frelsi fengið, færði okkur lítið hald. Ísland hefur aftur gengið undir Noregskonungs vald. Sveinbjörn Högnason, prófastur á Breiðabólstað, var eitt sinn að koma sunnan úr Reykjavík og bar þungar töskur í hvorri hendi. Hann mætti bónda nokkrum sem spurði hvað væri í þessum töskum. Prestur svaraði: „Von, trú og kærleikur.“ Þá svaraði bóndinn: Vínkærleikur er þar inni eða nokkur gróðavon en trú er ekki til í þinni tösku Sveinbjörn Högnason. Sóknarbörnum var svo hlýtt til Sveinbjörns að enginn hefur viljað gangast við þessari annars ágætu vísu. Það fer vel á því að Símon Dalaskáld eigi síðasta orðið, hann kveður við konuna: Hann, sem ræður himni bæði’ og jörðu, bæti móð og bölið þitt, blessað, góða hjartað mitt. VÍSNAHORNIÐ Af ræsum og hernaði pebl@mbl.is Fréttir í tölvupósti P IP A R • S ÍA • 7 11 31 Nánari upplýsingar á www.landsvirkjun.is og í síma 515 9000 „Hvað er með Ásum?“ Ævintýraferð í goðheima fyrir alla fjölskylduna. Goðastyttur Hallsteins Sigurðssonar við texta Árna Björnssonar, þjóðháttafræðings. Laxárstöðvar í Aðaldal Orka í iðrum jarðar! Heimsækið gestastofuna í Kröflu, sjáið myndir frá Kröflueldum. Kynnist jarðvarma og orkuvinnslu. Kröflustöð í Mývatnssveit Kraftverk Listaverk sem sjaldan hafa komið fyrir almenn- ingssjónir – mörg hver með áhugaverða sögu sem tengist Landsvirkjun og orkumálum. Kjarval, Ásgrímur, Gunnlaugur Blöndal og fleiri. Ljósafossstöð við Sog Kynnist Kárahnjúkavirkjun! Upplýsingar um Kárahnjúkaframkvæmdirnar ásamt ferðamennsku og útivist norðan Vatnajökuls. Góður viðkomustaður áður en haldið er upp á Fljótsdalsheiði. Végarður í Fljótsdal Líf í Þjórsárdal Ómissandi viðkomustaður á leiðinni inn á Sprengisand og í Veiðivötn. Sultartangastöð ofan Þjórsárdals Heimsókn í Húnaþing Kynnið ykkur orkumál og starfsemi Blöndustöðvar í starfsmannahúsi stöðvarinnar. Blöndustöð, Húnaþingi Kynnist okkur af eigin raun Heimsækið Landsvirkjun í sumar. Stöðvarnar eru opnar alla eftirmiðdaga í sumar. Komdu í heimsókn í sumar! Landsvirkjun býður landsmönnum að heimsækja sex stöðvar í sumar þar sem bæði er hægt að kynna sér staðreyndir um umhverfisvæna íslenska orku og skoða fjölbreyttar sýningar um menningu, list og sögu. Íslensk orkumál og virkjanir – alþjóðleg fyrirmynd í umhverfismálum Opnar 11. júní
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.