Morgunblaðið - 09.06.2007, Page 32
32 LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
HÁTÍÐ Á AUSTURLANDI
Það er mikil hátíð á Austurlandi ídag, þegar hið nýja álver Al-coa verður formlega opnað. Að
baki eru mikil átök um þessar fram-
kvæmdir, átök, sem þó hafa aðallega
beinzt að byggingu Kárahnjúkavirkj-
unar, sem var hins vegar forsenda
þess að álverið yrði byggt.
Það gildir í raun einu, hvort menn
hafa verið með eða á móti virkjuninni,
með eða á móti álverinu. Öllum er
ljóst, að þessar framkvæmdir hafa
gjörbreytt Austurlandi.
Enginn einn maður á meiri þátt í
því, að þessar framkvæmdir urðu að
veruleika en Halldór Ásgrímsson,
fyrrverandi forsætisráðherra. Hann
barðist fyrir stórvirkjun og stóriðju á
Austurlandi árum saman og varð fyr-
ir miklum pólitískum áföllum af þeim
sökum. Og kannski er þar líka að
finna meginástæðuna fyrir óförum
Framsóknarflokksins í síðustu kosn-
ingum.
Eftir standa þau mannvirki, sem
eru risin, hvort sem mönnum líkar
betur eða ver og valda byltingu í lífi
Austfirðinga. Þessi landshluti er að
öðlast nýtt líf. Stóraukin bjartsýni
ríkir meðal almennings. Eignir
hækka í verði. Ný atvinnustarfsemi
er að skjóta rótum. Ný þekking er
komin til sögunnar á Austurlandi.
Samgöngur við önnur lönd gjörbreyt-
ast. Atvinnulífið er ekki lengur háð
sjávarútveginum einum. Fólk á Aust-
urlandi á fleiri kosta völ en að vinna í
frystihúsi.
En um leið og framkvæmdirnar á
Austurlandi leiða augljóslega til mik-
illar uppsveiflu í mannlífinu þar hafa
þær líka orðið til þess að skýra í huga
okkar landsmanna allra hvað við vilj-
um ganga langt á þessari braut.
Við viljum ekki ganga lengra í
röskun á náttúru landsins. Um það er
orðin nokkuð víðtæk samstaða. Um-
ræðurnar um Kárahnjúkavirkjun
hafa leitt til þeirrar niðurstöðu.
Það eru uppi efasemdir um hversu
langt skuli ganga í uppbyggingu frek-
ari stóriðju. Eyjólfur heitinn Konráð
Jónsson, alþingismaður og ritstjóri
Morgunblaðsins spáði því fyrir fjór-
um áratugum, að það mundu mörg ál-
ver rísa á Íslandi.
Það kemur í ljós á næstu árum,
hvort þeir spádómar eins mesta bar-
áttumanns fyrir stóriðju á Íslandi
rætast.
En telja verður líklegt að ástand
þorskstofnsins og ráðgjöf Hafrann-
sóknastofnunar um að skera veiðar
næsta fiskveiðiárs niður í 130 þúsund
tonn muni frekar auka stuðning við
byggingu fleiri álvera. Um leið og
brestur verður við sjávarsíðuna horfa
menn til annarra kosta.
Hvað sem þessu líður er ástæða til
að óska Austfirðingum til hamingju
með merkan áfanga í atvinnumálum
þeirra, sem mun breyta lífi fólks þar
til frambúðar.
Alcoa hefur nú þegar áunnið sér
virðingu fólks á Austurlandi fyrir
vinnubrögð öll og hið sama má segja
um bandaríska verktakafyrirtækið
Bechtel.
TÆKNIN MISNOTUÐ
Þekkingu má nota bæði til góðs ogills og það sama á við um tækni
og vísindi. Það sem á einum stað telst
til tæknilegra framfara verður ann-
ars staðar til bölvunar. Gott dæmi um
þetta er tækni til kyngreiningar. Víð-
ast hvar er þessi tækni talin mikil-
vægt tæki í heilsugæslu, en víða í As-
íu er hún notuð til að greina
stúlkubörn á fósturstigi svo hægt sé
að eyða þeim. Verst er ástandið í Ind-
landi og Kína þar sem kyngreining er
notuð með ískyggilegum hætti til að
koma í veg fyrir að stúlkubörn fæðist.
Jóhann Ágúst Sigurðsson, prófess-
or í heimilislæknisfræði, Linn Getz,
trúnaðarlæknir og dósent, og Luise
Kirkengen prófessor rita grein í nýj-
asta tölublað Læknablaðsins um sið-
ferðislega ábyrgð fagfólks hvað varð-
ar kyngreiningu og misnotkun
hennar til að eyða stúlkubörnum
snemma á fósturskeiði.
Það vakti athygli þegar tveir fræði-
menn, Valerie M. Hudson og Andrea
M. den Boer, gáfu út bók um vand-
ann, sem blasti við í Asíuríkjum þar
sem mun fleiri sveinbörn fæðast en
stúlkubörn. Þar er bent á þann gríð-
arlega fjölda karla, sem ekki muni
geta kvænst eða stofnað fjölskyldur.
Höfundarnir færa rök að því að ein-
hleypir karlmenn séu mun líklegri til
ofbeldisverka en kvæntir og því geti
þessi þróun ógnað öryggi í viðkom-
andi ríkjum. Rannsóknir á Indlandi
hafa sýnt að röskun kynjahlutfallsins
hefur leitt til þess að ofbeldisglæpum
hefur fjölgað víða í landinu.
Í fréttaskýringu Ásgeirs Sverris-
sonar í Morgunblaðinu á fimmtudag
kemur fram að talið er að árið 2020
muni 30 til 40 milljónir kínverskra
karla enga von eiga um að ganga í
hjónaband út af skorti á konum vegna
fóstureyðinga þar sem notuð hefur
verið kyngreining. Sama hlutskipti
bíði 30 milljóna karla á Indlandi.
Kyngreining er mikilvæg tekjulind
fyrir þá, sem eiga slík tæki, og þau
lækka jafnt og þétt í verði. Á Indlandi
fara menn um á milli þorpa og bjóða
kyngreiningu. Þar telst stúlkubarn
færa ógæfu. Kyngreining og fóstur-
eyðing í kjölfar hennar hefur verið
bönnuð á Indlandi án árangurs.
Í Kína hefur lengi verið við lýði
stefna til að hefta mannfjölgun. Þar
hafa drengir löngum verið teknir
fram yfir stúlkur og því vilja foreldr-
ar frekar eignast drengi en stúlkur.
Þar hefur kyngreining á fósturstigi
einnig verið bönnuð án þess að tekist
hafi að spyrna við fótum.
Það er ekki auðvelt að berjast gegn
þróun, sem á sér djúpar rætur í þjóð-
félagi. Fagfólk verður hins vegar að
gæta þess að þekking þess verði ekki
misnotuð. Reynslan í Asíu sýnir að
það er til lítils að setja lög ef enginn
vilji er til að fara eftir þeim og spurn-
ing hversu mikil áhersla er lögð á að
framfylgja þeim. Þekkingin og tækn-
in geta verið tvíeggjað sverð.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Eftir Unu Sighvatsdóttur
unas@mbl.is
„VÆNDI er afar eldfimt umræðu-
efni og erfitt viðvangs,“ segir Rosy
Weiss, forseti alþjóðlegu kvenna-
samtakanna International Alliance
of Women (IAW). Mikilvægt sé að
halda umræðunni sífellt á lofti en
jafnframt nálgast hana gætilega
þar sem vændi sé afar margbrotið
vandamál. „Það er engin töfralausn
til.“
Weiss er nú stödd á Íslandi í til-
efni af alþjóðlegri ráðstefnu Kven-
réttindafélags Íslands sem ber yf-
irskriftina: „Fara vændi og virðing
saman í jafnréttisþjóðfélagi?“
IAW eru regnhlífarsamtök sem
tengjast yfir 60 félagasamtökum og
grasrótarhreyfingum víðs vegar
um heiminn, m.a. Kvenréttinda-
félagi Íslands, sem átti frumkvæðið
að ráðstefnunni.
Önnur hlið á
vændisumræðunni
„Hinn 27. janúar síðastliðinn
varð Kvenréttindafélag Íslands 100
ára og í tilefni afmælisársins höfum
við verið með veigamikla dagskrá.
Meðal annars vildum við halda al-
þjóðlega ráðstefnu þar sem við
gætum rætt þennan málaflokk,“
segir Halldóra Traustadóttir, fram-
kvæmdastjóri félagsins. Hún segir
að umræðan um vændi sé gegn-
umgangandi í kvennahreyfingunni
og því hafi þær í þetta skiptið viljað
færa málið lengra og ræða það frá
öðru sjónarhorni. „Í stað þess að
einskorða okkur við rökræður um
hvort lögleiða eigi vændi eða ekki
vildum við fá umræður um hvort
konur stæðu ekki verr að vígi í jafn-
réttisbaráttunni vegna þeirrar
staðreyndar einnar að vændi við-
gengst í samfélaginu.“
Spurningin sé sú hvort hægt sé
að líta konur og karla sömu augum
þegar konur væru um leið álitnar
sjálfsögð söluvara í svo miklum
mæli en karlar ekki. „Við veltum
því fyrir okkur hvort vænd
ekki af sjálfu sér ef komið v
fullkomið jafnrétti kynjann
Margir líta svo á að væn
aldrei raunverulegt val, að
liggi alltaf einhverjar ástæ
baki sem valdi því að konum
ist þær ekki hafa betri úrræ
ráðstefnunni var meðal ann
rædd rannsókn sem kynnt
Marit Kemme úr stjórn W
Front of Norway og Netwo
Against Trafficking in Wom
Könnunin þykir sýna að ná
allar konur, sem leiðst hafa
vændi á Norðurlöndum, ha
fyrir ofbeldi áður á ævinni,
irleitt í æsku.
Kvenréttindafélag Íslands heldur alþjóðlega ráðstefnu u
Engin töfralausn t
málum sem fylgja
Leiðir umræðuna „Vændi er málefni sem verður að nálgast af sm
alþjóðlegu kvenréttindasamtakanna International Alliance of Wo
Skiptar skoðanir eru
meðal kvenréttinda-
sinna um eðli og um-
fang vændis. Kven-
réttindafélag Íslands
stóð fyrir umræðum
um málið í gær
Það má segja að hlutverk okkar sé íraun þríþætt,“ segir Fermín DelValle, formaður Alþjóðasambandsendurskoðenda (IFAC). „Fyrir það
fyrsta reynum við að stuðla að hollustu stétt-
arinnar við alþjóðlega gæðastaðla, í annan
stað auðveldum við samvinnu og samstarf
meðlima samtakanna og síðast en ekki síst
komum við fram fyrir hönd stéttarinnar á al-
þjóðavísu. Í þágu hagsmuna almennings höf-
um við þróað og mælt fyrir um eflingu al-
þjóðlegra staðla í því augnamiði að tryggja
trúverðugleika þeirra upplýsinga sem fjár-
festar og aðrir hagsmunaaðilar þarfnast,“
segir Del Valle. Samtökin setja alþjóðlega
staðla að því er endurskoðun varðar, verk-
lagsreglur, menntunarstaðla og siðareglur
endurskoðenda. „Við gefum út þessa al-
þjóðlegu staðla, en síðan hefur hvert aðild-
arríki fyrir sig sett sitt regluverk. Við fylgj-
umst með því hvort þeirri línu sem við drögum
á alþjóðavísu sé fylgt, enda tel ég það heilla-
vænlegast fyrir hvert aðildarríki að fara eftir
þessum stöðlum sem við setjum,“ segir Del
Valle. Spurður um það hvort það sé ekki
óheppilegt fyrir stéttina, í samfélagi sem verð-
tökin h
vænleg
þekkin
sérstak
komum
með ga
marki,“
Þega
áhrif E
leika o
og seg
ur alþjóðavæddara með hverjum degi, að end-
urskoðunarstaðlar séu mismunandi eftir lönd-
um, segir Del Valle það eitt helsta hlutverk
samtakanna að færa staðlana til sama vegar.
„Við erum staðföst í þeirri trú okkar að sam-
ræmdir staðlar séu í þágu almennings, þeir
auðvelda skilning á upplýsingum og draga úr
kostnaði fyrirtækja jafnt og fjarfesta sem eru
í fjárfestingum víðs vegar um heiminn.“ Að
sögn Del Valle er enn nokkur mismunur milli
staðla sem bandarískir endurskoðendur styðj-
ast við og alþjóðlegra staðla sem í gildi eru, en
hann gerir þó ráð fyrir því að árið 2009 verði
samræmingin orðin mjög mikil og ekki telj-
andi munur á því regluverki sem menn fylgja
við endurskoðun.
Aðsókn í starfið jókst
í kjölfar Enron-hneykslisins
Del Valle segir það ekki eina tilgang IFAC
að setja endurskoðendum verklagsreglur,
heldur spili siðareglur hvers konar og gildi
einnig stórt hlutverk í starfi samtakanna. „Við
leggjum þunga áherslu á þessi tvö atriði,
vegna þess að lykillinn að árangri hvers end-
urskoðanda er hegðun hans dag frá degi. Sam-
Starf endurskoðe
aldrei mikilvæga
Stjórn Alþjóðasambands endurskoðenda fundaði hér á landi
fyrir helgi. Friðrik Ársælsson spjallaði við formann samtak-
anna, Fermín Del Valle, og varð margs vísari um starfsemi þá
sem fer fram innan vébanda þessara fjölþjóðlegu samtaka.
Talnas
þjóðasa