Morgunblaðið - 09.06.2007, Page 33

Morgunblaðið - 09.06.2007, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2007 33 di hyrfi væri á na.“ di sé það æður að m finn- æði. Á nars t var af Women’s ork men. ánast a út í afi orðið , yf- Sammælist um afstöðu til vændis Weiss segist vonast til að ráð- stefnur sem þessi muni leiða til sameiginlegrar niðurstöðu um af- stöðu til vændis þrátt fyrir að þátt- takendur komi víðsvegar að en IAW hefur ekki tekist það hingað til. „Þrátt fyrir miklar umræður hafa samtökin ekki sammælst um hvernig best sé að eiga við vændi í heiminum, enda er þetta við- kvæmur málaflokkur og skoðanir mjög skiptar.“ Weiss segir núverandi markmið ekki vera að stöðva vændi í heim- inum með öllu, heldur að takast á við það og leita leiða til að tryggja rétt allra kvenna. Hins vegar takist tvö mismunandi sjónarmið á innan samtakanna og annað er það, að vændi sé alltaf ofbeldi. „En vegna þess, að við erum samtök, sem vinna að því að hjálpa konum að vera sjálfstæðar og hafa fulla stjórn á eigin lífi, segja sumir, að við verð- um að líta svo á, að kjósi kona sjálf- viljug að stunda vændi, þá hafi hún fullan rétt til þess. „Um leið og of- beldi kemur til sögunnar, horfir hins vegar öðruvísi við.“ Hún bætir við að þótt baráttan við ofbeldi gegn konum virðist stundum enda- laus hafi hún samt sem áður mikil áhrif. Draumsýn á Íslandi Weiss talar um að nálganir við lagasetningar um vændi séu marg- ar og mismunandi en hún sé ekki í aðstöðu til að hafa afskipti af þeim aðgerðum sem ólík lönd kjósa að beita. Það eina sem IAW geti gert sé að gera fræðilegan samanburð og álykta um heppilegustu aðferð- ina. Aðspurð segist Weiss ekki þekkja nógu vel til stöðu mála hvað varðar vændi á Íslandi, hins vegar sé hún heilluð af réttindastöðu ís- lenskra kvenna og karla almennt. „Það er ótrúlegt að heyra að um 90% karla skuli taka sér fæðing- arorlof til að vera með börnunum sínum. Í mínu heimalandi, Aust- urríki, eru það um 3%. Ykkar staða hvað það varðar er algjör draum- sýn fyrir restina af Evrópu.“ Weiss leggur mikla áherslu á að þótt umræðan um vændi sé þess eðlis að hún kalli fram heitar til- finningar, sé algjört grundvall- aratriði að hún sé yfirveguð og fari fram með fræðilegum hætti. „Um- ræðan verður að vera akademísk, jafnvel þótt viðfangsefnið höfði gjarnan til tilfinningaraka.“ um vændi til við vanda- vændi Morgunblaðið/G.Rúnar mekkvísi og varúð,“ segir Rosy Weiss, forseti omen. Eftir Halldóru Þórsdóttur halldorath@mbl.is FORMLEGRI opnun nýs álvers Alcoa Fjarðaáls verður fagnað á Reyðarfirði í dag. Bandaríska verk- takafyrirtækið Bechtel hefur séð um byggingu álversins. Í tilefni opnunarinnar er stjórnarformaður og forstjóri fyrirtækisins, Riley Bechtel, staddur hér á landi. Bech- tel hefur komið tvisvar til Íslands áður, nú síðast í ágúst, en hann flýgur til Egilsstaða á morgun. Bechtel hefur starfað hjá fyrirtæk- inu frá árinu 1981 og gegnt lyk- ilstöðum innan þess síðan 1996. Íslendingar samstarfsfúsir Forstjórinn er ánægður með framgang verkefnisins. Stór verk- efni á borð við álverið fylgi ákveðnu ferli og áætlanagerð þurfi að stand- ast ýtrustu kröfur. Bechtel segir sérlega mikilvægt að halda áætlun eins vel og kostur er og hefði það tekist vel á Reyðarfirði. „Fram- kvæmdirnar hafa gengið hraðar en ráðgert var og við erum mjög ná- lægt kostnaðaráætluninni.“ Að sögn forstjórans hefur sam- starfið við Íslendinga verið afar ánægjulegt og sagði hann starfs- menn samviskusama, vel menntaða og samstarfsfúsa. „Vinnan hefur því verið mjög árangursrík,“ segir Bechtel. Fyrirtækið notaðist meðal annars við verkfræðiráðgjöf frá HRV, sem er samsteypa Verk- fræðistofu Sigurðar Thoroddsen, Rafhönnunar og Hönnunar. Þeir hafa reynst mjög góðir samstarfs- aðilar að sögn Bechtels. Vinnu- og rekstrarumhverfið á Íslandi segir Bechtel opið og vin- samlegt, stjórnvöld hafi sýnt frum- kvæði í samstarfi við að flytja inn vinnuafl. Sem alþjóðlegt fyrirtæki komi starfsmenn Bechtels víða að og þyki eðlilegt að leita þekkingar hvaðanæva. Fyrirtækið hafi þó reynt að hafa sem flesta Íslendinga að störfum en íslenskir verkamenn hafi verið 500 talsins þegar mest lét. Stoltur af lágri slysatíðni Um 2.200 starfsmenn hafa unnið að uppbyggingu álversins á Reyð- arfirði en nú eru þeir um 1.550. Haft var eftir Tómasi Má Sigurðs- syni, forstjóra Alcoa Fjarðaáls, í Morgunblaðinu í apríl að árangur Bechtel í öryggismálum væri til fyrirmyndar, en við framkvæmda- vinnuna hafa orðið fimm minnihátt- ar slys. Bechtel segist ekki fyllilega ánægður nema engin slys verði. „Við náum að takmarka fjöldann við fimm með því að stefna að núlli.“ Kveðst hann ennfremur stoltur af lágri slysatíðni í verkefn- um fyrirtækisins. Öryggi starfs- manna sé sérstakt áhersluatriði í starfseminni og yfirgnæfandi meirihluta verkefna ljúki án nokk- urra slysa sem er augljóslega til eftirbreytni. Nýlega vann fyrirtækið Kuðung- inn, árlega viðurkenningu umhverf- isráðuneytisins fyrir störf að um- hverfismálum, sem Bechtel kveðst mjög stoltur af. „Framtíðarsýn í umhverfismálum er mjög mikil- væg, við rekum fyrirtækið með komandi kynslóðir í huga og reyn- um að vera ábyrgir samfélagsþegn- ar.“ Myrkrið erfiðast Veðurfarið á Íslandi er vel til þess fallið að setja strik í reikning- inn við framkvæmdir. Vinnuað- stæður séu misheppilegar eftir árs- tíma en forstjórinn segir vinda hálendisins hafa reynst erfiðari við- fangs en kuldann. „Ljósleysið var þó mesta ögrunin,“ enda erlendir starfsmenn ekki vanir því myrkri sem einkennir íslenska vetrarmán- uði. Þegar allt komi til alls hafi verkið síður en svo verið auðvelt en hins vegar sé eðlilegt að krefjast þess að fyrirtæki á borð við Bechtel leysi úr slíkum málum. „Umhverf- isaðstæður eru reiknaðar inn í áætlanagerðina og aðlögun að þeim er hluti samningsins.“ Gagnsæi í stjórnmálum mikilvægt Fyrirtækið Bechtel hefur unnið að framkvæmdum um heim allan, allt frá vestrænum iðnríkjum til fá- tækra og stríðshrjáðra landa. Starfsemi fyrirtækisins hefur sætt nokkurri gagnrýni, þar á meðal fyr- ir verkefni þeirra í Írak samkvæmt samningi við Bandaríkjastjórn, en ásakanirnar snúast meðal annars um kostnaðaráætlanir í Írak og starfsemi dótturfyrirtækja Bech- tel. Forstjórinn svarar því til að fyrirtækinu sé fyrst og fremst mjög umhugað um öryggi bæði um- hverfis og starfsmanna. Gagnsæi í stjórnmálum sé skilyrði, spilling falli illa að grundvallarstefnu Bech- tel sem sé að auka lífsgæði heima- manna á viðkomandi svæði. Bech- tel segir ráðamenn fyrirtækisins stolta af starfi þess og Írak sé þar engin undantekning. Þar hafi þeir unnið að því að koma rafmagni, hreinu vatni og mat til fólks auk þess að byggja upp tólf hundruð skóla. Fólki sé frjálst að gagnrýna að vild en Bechtel telur stóran hluta gagnrýninnar illa ígrundað- an. Segir hann stefnu fyrirtækisins engum breytingum hafa tekið í kjölfar ásakana enda sé þeim í mun að sýna varkárni í öryggismálum og verkefnavali. Fjölskyldufyrirtæki í rúma öld Eins og ráða má af nafninu er Ri- ley Bechtel í forsvari fjölskyldufyr- irtækis og er hann af fjórðu kyn- slóð stjórnenda sem ber nafn þess. Hann segir fjölskylduhefðina ekki skipta sig höfuðmáli, fyrirtækið sé einkarekið í eigu fimmtíu aðila og of snemmt sé að segja hvort fimmti ættliður Bechtel-fjölskyldunnar taki við. Dóttir hans, sem er verk- fræðingur, vann að álverinu á Reyðarfirði síðasta sumar og líkaði vel. Einnig hafi synir hans tveir starfað hjá fyrirtækinu undanfarin sumur. „Ég er því vongóður,“ segir Bechtel og brosir. Samvinna er lykilatriði í stór- framkvæmdum og aðalástæða vel- gengni þessa verkefnis segir Bech- tel og kveðst stoltur af þátttöku fyrirtækisins í framkvæmdunum á Reyðarfirði. Morgunblaðið/Kristinn Forstjórinn Riley Bechtel, stjórnarformaður og forstjóri bandaríska verktakafyrirtækisins Bechtel, er stoltur af þátttöku fyrirtækisins í framkvæmdunum á Reyðarfirði. Hann verður viðstaddur opnun álversins í dag. Forstjóri Bechtel við- staddur opnun álvers Í HNOTSKURN »Bechtel er eitt stærsta ogelsta verktakafyrirtæki heims og hefur verið í fjöl- skyldueign í meira en öld. »Fyrirtækið hefur starfaðí 140 löndum en aldrei fyrr á Íslandi. »Framkvæmdir á Reyð-arfirði hófust í júlí 2004. »Byggingarkostnaður eráætlaður 1.295 milljarðar Bandaríkjadala. Morgunblaðið/ÞÖK Álverið Öryggi starfsmanna er í fyrirrúmi segir forstjóri Bechtel og markmiðið er að framkvæmdir gangi slysalaust. hann aldrei setið fund með blaðamanni án þess að vera spurður spjörunum úr varðandi En- ron. „Allt okkar starf snýst um þá viðleitni að reyna að minnka líkurnar á slíkum brestum. Með setningu verklagsreglna á alþjóðavísu, þátttöku í menntun og síðast en ekki síst ríkri áherslu á siðareglur stéttarinnar reynum við að takmarka slík óhöpp að því marki sem okk- ur er unnt,“ segir Del Valle og líkir Enron- og Worldcom-málunum við flugslys. Í hvert skipti sem flugslys verði líti allir til þess hvað hafi farið úrskeiðis og hvernig unnt sé að koma í veg fyrir að slík óhöpp endurtaki sig. „Við brugðumst við með nákvæmlega sama hætti.“ Að hans sögn hafði Enron-hneykslið þrátt fyr- ir allt saman ýmis jákvæð áhrif á endurskoð- endastéttina. Menn hafi áttað sig betur á mik- ilvægi endurskoðenda í hagkerfinu auk þess sem ýmsar reglur hafi verið settar í kjölfarið, endurskoðendum til hagsbóta, meðal annars varðandi sjálfstæði endurskoðenda í starfi. „Það er líka vitað mál, þótt í því felist ákveðin þversögn, að í kjölfar Enron- og Worldcom- málanna jókst áhugi á endurskoðendastarfinu gríðarlega í Bandaríkjunum og fleiri sóttu sér menntun á þessu sviði,“ segir Del Valle. hafa lagt höfuðáherslu á þrjú gildi sem g eru til árangurs, en þau eru sérfræði- ng, heiðarleiki og gagnsæi. Gagnsæi er klega mikilvægt í okkar störfum. Við m að vísu ekki í veg fyrir siðspillingu agnsæinu, en við höldum henni í lág- “ segir Del Valle. ar Del Valle er inntur eftir því hvaða Enron-hneykslið hafi haft á trúverðug- g störf endurskoðenda hlær hann dátt gir að í kjölfar hneykslismálsins hafi enda ara Morgunblaðið/ÞÖK speki Fermín Del Valle formaður Al- ambands endurskoðenda. Í HNOTSKURN »Alþjóðasamband endurskoðenda(IFAC) eru milliríkjasamtök endur- skoðenda. »Meðlimir samtakanna eru frá 118löndum, en samtökin koma fram fyrir fyrir hönd hálfrar þriðju milljónar endur- skoðenda sem starfa á heimsvísu. » IFAC setja alþjóðlegar verklags-reglur fyrir stéttina, siðareglur og menntunarstaðla. »Fyrir árslok 2009 er búist við því aðsamþættingarstarfinu verði að mestu leyti lokið og ekki verði teljandi munur á verklagsreglum í heiminum. fridrik@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.