Morgunblaðið - 09.06.2007, Síða 39

Morgunblaðið - 09.06.2007, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2007 39 niður á brjót að kíkja á bátana. Eld- snemma morguns heyrðist bílhljóð, bensínið í botni og afi mættur að sækja Tinnu hundinn okkar og bjóða henni á rúntinn. Síðan lá leiðin niður í beitningakrár að segja fólkinu sögur og brandara. Það var föst venja hjá afa að kíkja í kaffi á Bakkana til Möggu systur sinnar. Einu sinni man ég að ég og Gunnar Hjörtur sonur minn sátum aftur í hjá þér, mér stóð nú ekki á sama þegar bíllinn leitaði skyndilega heldur mikið á vinstri kantinn eða þegar hann rúllaði yfir gatnamótin án þess að þú hægðir á ferðinni og án þess að þú litir til hægri eða vinstri. Þá stundi ég upp: „afi, það er að koma bíll,“ og þú varst fljótur að svara: „Já, ég var alveg búinn að reikna þetta út fyrir löngu.“ Amma var aldrei eins örugg með neinum í bíl eins og þér. Bílnum var súrrað niður brekkuna, allar rúður hélaðar en það kom ekki að sök því að hann þekkti svo vel leið- ina. Síðasta eina og hálfa árið dvaldi afi á Skýlinu og þar var sko dekrað við hann. Þegar ég kom að heimsækja afa þegar hann var slappur og lá í rúminu sá maður varla í hann fyrir púðum og pullum sem var búið að raða í kringum hann, til að færi sem best um hann. Þessa þjónustu kunni hann afi sko vel að meta. Eitt sinn sem oftar þegar hann lá frammi í sófa og var að horfa á sjónvarpið og starfs- stúlkurnar að stjana við hann sagði hann: „Sjáið þetta, haldið þið að mað- ur fari nú að deyja frá þessu strax!“ Ég var alltaf svo fegin þegar ég kom í heimsókn að sjá hann ekki í herberg- inu sínu því þá vissi ég að hann átti góðan dag, að spila billjard við Gumma Hafsa vin sinn eða eitthvað annað að bjástra. Já, betri aðbúnað eða þjónustu eins og afi fékk á Skýl- inu er ekki hægt að hugsa sér. Elsku afi, ég veit að þú finnur ekki til í hálsinum eða fótunum lengur og þið Tinna eruð örugglega búin að finna hvort annað og hlaupið létt um tún og engi. Takk fyrir samveruna elsku afi. Þín, Ragnhildur Helga. Í dag kveðjum við Gunnar Hjört. Ég kom inn í fjölskylduna fyrir um fimm árum. Þá fljótlega hitti ég Gunnar og Helgu. Ég fann strax hversu velkomin ég var. Þegar við komum í Víkina var það alltaf fyrst á dagskránni að kíkja til Gunnars og Helgu. Það fannst krökk- unum nú ekki leiðinlegt því Gabríel Heiðberg og Eydís Ósk voru mjög hrifin af langafa sínum og fannst mjög gaman að spjalla við hann um hitt og þetta. Ekki fannst honum leið- inlegt að hlusta á þau. Hann gaf þeim alltaf nógan tíma enda sóttust þau mikið í hann. Það fór ekki á milli mála hversu góður maður hann var. Okkur þótti mjög vænt um hann. Það var frábært að fá að hitta hann um páskana en við áttum þar góðar stundir með ykkur í Víkinni. Guð geymi þig. Ásdís, Gabríel Heiðberg og Eydís Ósk. Afi kom oft í sauðburðinn og þá átti hann sín verk því hann vildi hafa allt í föstum skorðum. Eitt af hans verkum var að vera á næturvakt því það átti vel við hann að vakna um miðjar næt- ur. Til að hvíla sig og endurnæra lagði hann sig alltaf eftir matinn og hélt svo áfram við sín verk en rétt í þann mund sem hann var að losa svefn var gott að fara inn í herbergið til hans, skríða upp í rúmið og fá að heyra eins og eina sögu. Oftast voru þetta tófu- sögur, sagt var frá tófum sem höfðu bitið lömb eða gert eitthvað annað af sér og enduðu þær ævinlega á því að tófan narraði og var það hápunktur sögunnar. Þetta vissi maður vel og þegar tófan hafði narrað var sagan á enda og tími til kominn að snúa sér að öðru og var þetta hans leið til að kenna manni bæði að njóta augna- bliksins og að hafa allt í föstum skorð- um. Trostan og Vilhjálmur.  Fleiri minningargreinar um Gunn- ar hjört Halldórsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu á næstu dögum. ✝ Garðar Sigur-jónsson fæddist á Borg í Vest- mannaeyjum 22. október 1918. Hann andaðist á Heil- brigðisstofnuninni í Vestmannaeyjum 3. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurjón Högnason frá Selja- landi, f. í Stóradals- sókn, Rang. 7. júlí 1891, d. 21. mars 1958, og Kristín Þórðardóttir frá Tjörnum, f. í Teigssókn, Rang. 29. febrúar 1888, d. 14. mars 1948. Bræður Garðars voru Högni Jóhann, f. 1923, d. 1927, og Högni Jóhann, f. 1929, d. 1956. Garðar kvæntist 10. desember 1949 Ástu Jóhönnu Kristinsdóttur frá Eystri-Löndum í Vestmanna- rafvirkjastörf hjá Haraldi Eiríks- syni 1935-37. Fór til Kaupmanna- hafnar í iðnnám 1937 og síðan í Tækniskólann Köbenhavns Electro Teknikum og útskrifaðist þaðan árið 1945. Eftir heimkom- una starfaði hann í hálft ár hjá Rafmagnseftirliti ríkisins við virkjanarannsóknir á Vestfjörð- um. Árið 1946 réðst hann til Raf- veitu Vestmannaeyja og byggði upp nýja riðstraumsveitu. Í eld- gosinu 1973 fór Rafveitan undir hraun og 1974 byggði hann nýja Rafveitu frá grunni. 1. mars 1983 tók hann við tæknilegri fram- kvæmdastjórn Fjarhitunar og breyttist þá starfsheiti hans úr rafveitustjóri í veitustjóri. Hann hætti störfum 1986, eftir 40 ára starf. Garðar gekk í félagið Akóges tæplega 15 ára gamall og var virkur félagi til dauðadags, eða í 74 ár. Útför Garðars verður gerð frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. eyjum, f. 8. ágúst 1916, d. 29. október 2006. Börn Garðars og Ástu eru: 1) Þórir, f. 1950, kvæntur Þór- unni Einarsdóttur frá Þingeyri, f. 1941, dætur þeirra eru: a) Ásta, f. 1975, gift Óskari Daða Pálm- arssyni, f. 1975, son- ur þeirra Anton Waagfjörð, f. 2001. b) Rósa, f. 1978, í sambúð með Gary Dadd, f. 1974, sonur þeirra Tómas Charlie, f. 2006. Börn Þórunnar frá fyrra hjóna- bandi eru Guðbjörg, f. 1959, Dag- bjartur, f. 1960, og Aðalheiður, f. 1964. 2) Kristín, f. 1953. Garðar ólst upp á Borg og gekk í Barna- og gagnfræðaskóla Vest- mannaeyja. Var einnig utanskóla í Reykholti 1933-34. Hann vann við Elsku Garðar. Við viljum þakka fyrir allar góðu stundirnar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafi þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, Hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Við vottum Kristínu, Þóri og fjöl- skyldu okkar dýpstu samúð. Kveðja, Þórunn, Harpa, Dröfn og Guðlaug. Nú er lokið ævi eins merkasta raf- veitumanns Vestmannaeyinga, en áhrifa hans mun gæta um ókomna tíð, bæði í verkum hans og minningu um sterkan persónuleika. Ég kynntist Garðari fyrst úr fjar- lægð á uppvaxtarárum mínum í Eyj- um og bar þá óttablandna virðingu fyrir honum. Sem rafveitustjóri var hann allsráðandi og höfuðstjórnandi raforkumála í Eyjum. Síðar kynntist ég honum persónulega þegar ég tók við starfi hans árið 1986. Þá fékk ég að kynnast annarri hlið, persónunni og fræðimanninum. Einnig naut ég þess að kynnast honum sem félaga í AKÓGES félaginu í Eyjum. Garðar var vægast sagt sterkur persónuleiki, grannvaxinn, ljósleit- ur, meðalmaður á hæð, kvikur í hreyfingum, glettinn með hrjúfa rödd. Hann hafði sterka persónu, sem einkenndi hans framgöngu alla. Garðar tók við starfi rafveitu- stjóra í Eyjum árið 1946. Þetta var á miklum umbrotatímum hjá rafveit- unni, breytingar úr jafnstraum í rið- straum og bygging nýrrar rafstöðv- ar við Heimatorg stóð yfir. Rafstöðvarhúsið við Heimatorg var stolt bæjarbúa, þar sem vélarnar möluðu án hvíldar til ársins 1962 er fyrsti rafstrengurinn var lagður frá fastalandinu til Eyja. Sama mátti segja um rafveitustjórann, á fjörutíu ára starfsævi hjá rafveitunni tók hann sér aldrei sumarfrí. Hann var harður húsbóndi sem gerði sömu kröfur til annarra og sjálfs sín. Hví- líkur fengur fyrir Eyjamenn að hafa slíkan mann, hans elju, kraft og áhuga. Seinustu starfsár hans voru rafveita og hitaveita reknar sameig- inlega og gegndi hann þá starfi veitustjóra. Því hlutverki sinnti hann af sama áhuga og öðru. Vegna eðlislægs áhuga á verkfræði og tækni var honum auðvelt að tileinka sér tækni og möguleika til þess að hámarka getu hinnar einstöku hraunhitaveitu í Eyjum. Sennilega hafa fáir rafveitustjórar staði frammi fyrir stærri verkefnum en Garðar í Heimaeyjargosinu árið 1973. Rafstöðin og starfsstöð raf- veitunnar fóru undir hraun örlaga- daginn 26. mars. Áður hafði nánast allur austurhluti bæjarins orði hrauni og ösku að bráð. Stutt var þó í léttu lundina hjá Garðari og þegar stund gafst til léttara hjals sagði hann sig vera eina rafveitustjórann á Íslandi sem ætti allar sínar loftlínur neðanjarðar. Hann var mjög virkur og mikils metinn í samstarfi rafveitumanna, Sambandi íslenskra rafveitna og var innan raða þeirra oftast kallaður Garðar í Eyjum. Hann lagði þar sitt af mörkum sem félagi og stjórnar- maður, þar sem hann flutti fjöldann allan af fyrirlestrum og erindum um málefni rafveitna og miðlaði til ann- arra þekkingu sinni og reynslu. Maður þurfti ekki að kynnast einkalífi hans til þess að skynja að hann átti góðan félaga og vin í lífs- förunauti sínum Ástu Kristinsdótt- ur. Ásta lést 29. október sl. og var því ekki nema rúmt hálft ár til end- urfunda þeirra. Maður komst næst því að kynnast hans mjúku hlið þeg- ar hann ræddi um fjölskyldu sína, það kom glampi í augunum og radd- blærinn breyttist. Ég vil að leiðarlokum þakka Garðari fyrir mig og kveð hann með mikilli virðingu, um leið og ég votta aðstandendum hans mína dýpstu samúð. Eiríkur Bogason. Það síðasta sem ég heyrði frá mín- um fyrrverandi yfirmanni var að hann var að forvitnast um gjaldskrá vatnsveitunnar í Eyjum. Þetta var honum líkt, enda var hann stöðugt að afla sér upplýsinga og gaf ekkert eftir í að fylgjast með því sem var efst á baugi hvort sem það var á sviði veiturekstrar, í málefnum bæjarins, í þjóðmálum og eiginlega lét hann sér fátt óviðkomandi. Garðar frændi var reyndar einn fjölfróðasti maður sem ég hef kynnst um ævina. Leiðir okkar í atvinnulífinu lágu fyrst saman þegar ég vann í sum- arvinnu hjá Rafveitu Vestmanna- eyja og síðar þegar hann réð mig sem skrifstofustjóra hjá Rafveitunni árið 1979. Fyrir ungan mann var það mikil upplifun að kynnast Garðari. Hann var nokkuð strangur húsbóndi og vildi að verkin væru unnin ná- kvæmlega á þann hátt sem hann hafði mælt fyrir um. Það var erfitt að andmæla honum, hann hafði reynsluna og yfirburða þekkingu á þeim málum sem snertu rekstur raf- veitu. Það var því góður skóli að vera í læri hjá manni eins og Garðari. Það var sama hvort málin voru stór eða smá, Garðar var alltaf tilbúinn til að leiðbeina. Það kom fyrir að þegar Garðari líkuðu ekki hlutirnir þá gat hann rokið upp svipað og vindurinn gerir í Eyjum. Garðar og vindurinn áttu það hins vegar ekki sameigin- legt að brælan getur stundum varað dögum saman en hún stóð ekki nema andartak þegar Garðar átti í hlut. Eitt sinn fékk Garðar fréttir af streng sem hafði verið tekinn sund- ur vestur í bæ. Hann rauk upp og bað verkstjóra að keyra sig í snar- hasti á staðinn. Þegar þeir voru langt komnir bað Garðar hann að snúa við því sér væri runnin reiðin. Garðar var ráðinn rafstöðvarstjóri í Vestmannaeyjum árið 1946 þegar mikil uppbygging var framundan í raforkumálum Eyjanna, bygging nýrrar rafstöðvar við Heimatorg, breyting úr jafnstraumi í riðstraum og rafmagn frá landi um sæstreng sem var tekinn í notkun árið 1962. Hann þurfti, eins og margir, að sjá á eftir hluta af sínu ævistarfi fara fyrir lítið þegar eldgosið hófst í Eyjum ár- ið 1973. Þessu öllu tók hann af æðru- leysi eins og öðru sem fyrir hann kom í lífinu. Garðar, ásamt sam- starfsfólki, endurreisti rafveituna á skömmum tíma og fljótlega fóru íbú- ar að fá sama traust á rafveitunni og var fyrir gos. Garðar lét af störfum fyrir aldurs sakir árið 1986 og hafði þá, þremur árum áður, einnig tekið við tækni- legri framkvæmdastjórn hitaveit- unnar í Eyjum. Að leiðarlokum vil ég þakka Garðari fyrir allt það sem hann kenndi mér í okkar samstarfi. Fyrir hönd fjölskyldu minnar vil ég færa Kristínu, Þóri og öðru skyldfólki mínar dýpstu samúðarkveðjur. Sigurjón Ingi Ingólfsson. Fallinn er frá einn af okkar virt- ustu félögum í Akóges í Vestmanna- eyjum, Garðar á Borg. Garðar gekk í félagið í mars 1933 og átti því að baki 74 ár sem virkur þátttakandi í félagsstarfinu. Í 74 ár hefur Akógesfélagið notið krafta þessa trausta félaga sem ávallt var reiðubúinn að starfa fyrir félagið þrátt fyrir miklar annir, meðal ann- ars við lofsvert frumkvöðlastarf við uppbyggingu veitustofnana í Vest- mannaeyjabæ. Garðar gegndi stóru hlutverki í ár- vissum uppákomum í félaginu. Má þar nefna jólatrésskemmtanir og að- alfundi félagsins. Fundarsókn Garð- ars var alla tíð með slíkum ágætum að eftir var tekið ef hann vantaði á fund. Garðar var manna fróðastur um fundarsköp og félagsmál og ávallt var hann boðinn og búinn að leið- beina hinum yngri þegar á þurfti að halda. Garðar Sigurjónsson var heiðurs- félagi í Akóges. Við útför hans kveðj- um við traustan og góðan félaga, sem vann félaginu afskaplega vel. Hans er gott að minnast. Við félagar í Akóges sendum að- standendum innilegar samúðar- kveðjur. Minning Garðars á Borg mun lifa með okkur félögum hans í Akóges. Akógesfélagar í Vestmannaeyjum. Garðar Sigurjónsson ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, sonur, tengdasonur og bróðir, SVEINN STEINDÓR GÍSLASON húsasmíðameistari, Arnarheiði 20, Hveragerði, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands aðfaranótt fimmtu- dagsins 7. júní. Útför verður auglýst síðar. Magnea Ásdís Árnadóttir, Árni Steindór Sveinsson, Jóhanna Sigurey Snorradóttir, Snorri Þór og Eva Björg, Sigurbjörg Sara Sveinsdóttir, Þorsteinn Karlsson, Ásdís Erla, Katrín Ósk og Bjarkar Sveinn, Eva Rós Sveinsdóttir, Sigurbjörg S. Steindórsdóttir, Árni St. Hermannsson, Sigurbjörg Gísladóttir og Svanhvít Gísladóttir. ✝ Okkar elskulega, eiginkona, dóttir, móðir, tengda- móðir, amma og systir, ANNA M. VILHJÁLMSDÓTTIR, Vallengi 4, áður til heimilis í Lyngholti 15, Reykjanesbæ, lést á Landspítalanum við Hringbraut, deild 11-E, 27. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sveinn Sæmundsson, Sigríður Gísladóttir, Júlíana Sveinsdóttir, Jón Jóhannesson, Vilhjálmur Sveinsson, Hulda Fríða Berndsen, Sveinn Daði Einarsson, Berglind Anna Einarsdóttir, Ísak Vilhjálmsson, Svanlaug Vilhjálmsdóttir. ✝ Okkar ástkæri, ÞORLEIFUR GUÐFINNUR GUÐNASON fyrrum bóndi á Norðureyri við Súgandafjörð, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði, miðviku- daginn 6. júní. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Ævar Einarsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.