Morgunblaðið - 09.06.2007, Síða 40
40 LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Hulda Brynj-ólfsdóttir fædd-
ist á Selfossi hinn
12. nóvember 1953.
Hún andaðist í Heil-
brigðisstofnun Suð-
urlands á Selfossi að
morgni laugardags-
ins 2. júní síðastlið-
ins. Foreldrar henn-
ar eru hjónin
Guðbjörg Sveins-
dóttir húsfreyja og
Brynjólfur Björns-
son mjólk-
urbifreiðarstjóri, d.
13. desember 1990. Systkini
Huldu eru: 1) Kristín Lilja, búsett
í Gautaborg, maður hennar er
Lahbib Mekrami. 2) Sveinbjörg
Þóra í Hafnarfirði, maður hennar
er Alfreð Guðmundsson. 3) Björn
í Kópavogi, kona hans er Sigríður
Jónasdóttir.
Hulda giftist 15. júlí 1972 Fróða
Larsen vélsmið og húsasmíða-
meistara, d. 21. júlí 1995. For-
eldrar hans eru Friðrik Larsen
vélfræðingur frá Danmörku, d.
29. júlí 1995, og
Margrét Guðnadótt-
ir Larsen. Synir
Huldu og Fróða eru:
Bent Larsen, nemur
byggingafræði í
Horsens á Jótlandi;
kona hans er Líney
Sigurlaug Krist-
insdóttir og eiga
þau tvö börn, Evu
Maríu Larsen og
Fróða Larsen, og
Karl Brynjar Lar-
sen, trésmiður á
Selfossi, kona hans
er Eva Björk Birgisdóttir.
Hulda lauk prófi frá Gagn-
fræðaskólanum á Selfossi. Hún
starfaði við Mjólkurbú Flóa-
manna og afgreiddi í versluninni
Kostakjör í Reykjavík. Seinna
vann hún í Landsbanka Íslands í
hálfan þriðja áratug. Síðustu árin
starfaði hún í Sambýlinu við Álft-
arima á Selfossi.
Útför Huldu verður gerð frá
Selfosskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Elsku mamma mín er látin.
Það er mjög erfitt að sætta sig við
að þú sért tekin svona snemma frá
mér, sérstaklega þar sem við áttum
eftir að gera svo mikið saman.
Mikið er ég þakklátur fyrir allar
þær stundir sem við áttum saman og
sérstaklega þær í seinni tíð þegar við
vorum orðin eldri og nánari eftir ung-
lingsárin.
Það var svo gaman að fá þig til okk-
ar í heimsókn til Danmerkur og sýna
þér allt sem við höfum verið að gera
og upplifa þar, og einnig hvað þú áttir
góðar stundir með okkur í öllum
heimsóknunum og sérstaklega stund-
irnar með henni Evu Maríu sem
saknar þín alveg ofsalega mikið.
Það er mikið leiðinlegt fyrir okkur
fjölskylduna að þú náir ekki að kynn-
ast honum Fróða okkar meira, því ég
veit svo sannarlega að þú hlakkaðir
mikið til að fá okkur heim aftur til Ís-
lands svo þú gætir kynnst honum og
fengið að vera meira með honum, en
það er smá sárabót að þú gast verið
með okkur í skírninni hans fáum dög-
um áður en þú yfirgast okkur, elsku
mamma mín.
Mér er mikið minnisstætt þegar ég
kom heim til Íslands í janúar á þessu
ári, hvað það var gaman að sjá hvað
þú varst dugleg í þinni baráttu og lést
engan bilbug á þér finna, þú hafðir
stöðugar áhyggjur af því hvort ég
vildi ekki borða meira eða væri eitt-
hvað sem mig langaði meira í eftir
matinn, því fáir munu einhvern tíma
elda jafn góðan mat og þú gerðir,
mamma mín, meiri dugnaðar- og
kjarnakonu er erfitt að finna.
Eins sátum við frameftir öll kvöld
þessa fáu daga sem ég var hjá þér og
spjölluðum um heima og geima eins
og okkur var nú lagið.
Þessi tími er mér nú mjög dýrmæt-
ur í minningu minni um þig.
Á stuttum tíma ertu farin og ég
varla búinn að átta mig á því að það er
til frambúðar. Veikindi þín gengu
hratt og ég sit eftir með mikla sorg í
hjarta. Það sem styrkir mig í sorginni
er það að nú veit ég að þú ert komin
til hans pabba míns og þið eruð sam-
einuð á ný. Aldrei hefði mig grunað
að ég yrði búinn að missa báða mína
foreldra fyrir þrítugsaldurinn, en það
er nú eitthvað sem við fáum ekki ráð-
ið við.
Ég veit í hjarta mínu að nú líður
þér vel og ert algerlega laus við þján-
ingar.
Bless bless, elsku mamma mín og
hvíl í friði.
Þinn sonur
Bent Larsen.
Elsku mamma mín. Guð hefur gert
okkur sonum þínum þann mikla óleik
að taka bæði þig og pabba frá okkur
langt um aldur fram. En það var hans
vilji svo við munum gera okkar allra
besta til að vinna okkur sem best út
úr því. Þótt veikindin hafi staðið núna
í meira en eitt og hálft ár er þetta al-
veg jafnmikið sjokk þegar að því
kemur. Ennfremur er sjokkið verra
því allt virtist vera á góðri leið og þú
hafðir sigrað í sambandi við fyrra
meinið, þegar aðeins örfáum dögum
seinna kom upp annað og mun verra.
Maður hefur oft heyrt um hvað
þetta getur tekið svakalega stuttan
tíma en ég hefði aldrei trúað hvað
þetta er í rauninni fljótt að gerast. En
eins og þú sagðir daginn áður en
þetta gerðist var ekki eftir neinu að
bíða orðið.
Það er mér svo mikils virði að hafa
fengið að kveðja þig svo fallega deg-
inum áður uppi á spítala þó svo við
vissum ekki að þetta væri að smella á.
Og að hafa fengið að vera hjá þér síð-
ustu nóttina er nokkuð sem ég mun
aldrei nokkurn tímann gleyma og á
eflaust eftir að styrkja mig í framtíð-
inni. Tómarúmið sem myndast án þín
er óendanlega mikið. Við bjuggum
bara tvö saman helminginn af ævi
minni svo það er ekki skrýtið þótt
mér finnist vanta margt án þín. Svo
skrýtið sem það er þá á maður eftir
að sakna þess svo að láta aðeins
skamma sig fyrir hitt og þetta og
koma heim í hlaðborð hvenær sem er
og fá að vera aðeins í kringum þig.
Það er svo sorglegt að hugsa um það
að þú hafir verið búin að vinna og
vinna alla þína ævi og svo þegar á að
fara að koma tímabilið sem hægt er
að slaka aðeins á og njóta lífsins og
ferðast, eins og var alltaf í uppáhaldi
en því miður var aldrei tími fyrir það
hjá þér, að þá skuli lífið enda svona
snöggt. Ekki hafði nú líf þitt verið
mjög auðvelt. Mikið var búið að reyna
á þig og þú varst búin að standa þig
alveg eins og hetja í sambandi við allt.
En einn daginn ákveður guð að
minn tími sé kominn og þá fæ ég að
sjá þig aftur, elsku mamma mín, svo
ég vonast bara til að þú hvílist í friði
þangað til. Um leið og ég kveð þig er
ég einnig þakklátur fyrir allt það sem
við gerðum saman og alla hjálpina
gegnum tíðina. Minning þín er alveg
klár í augum mínum.
Þinn sonur
Karl Brynjar Larsen.
Elsku amma er farin og við sökn-
um hennar mjög mikið, okkur þótti
svo leitt hvað hún var mikið lasin.
Það var mjög gaman þegar þú
komst til Danmerkur til okkar, þú
varst svo góð við mig og gafst mér
margar gjafir.
Það var svo margt sem við amma
ætluðum að gera saman í sveitinni
eftir að við fluttum heim aftur til Ís-
lands.
Þig langaði að koma og vera hjá
okkur í sveitinni og hjálpa okkur að
passa Fróða.
Til dæmis ætlaði ég að kenna þér á
hesta og að halda á öllum kisunum
okkar í sveitinni, af því að hún amma
okkar var ekki mikið fyrir dýr.
Mikið eigum við eftir að sakna þess
að koma aldrei aftur í Álftarimann til
þín og fá eitthvað gott að borða hjá
þér. Þú eldaðir svo góðan mat og áttir
alltaf eitthvað gott nammi handa okk-
ur.
Við söknum þín alveg rosalega
mikið og þú varst besta amma okkar,
og við elskum þig af öllu hjarta, elsku
góða amma.
Eva María Larsen og
Fróði Larsen.
Hún Hulda vinkona mín er farin í
ferð, ferð sem við eigum öll fyrir
höndum en erum misjafnlega ferðbú-
in fyrir. Við stöndum alltaf sem löm-
uð fyrir því afli sem spyr hvorki um
háan né lágan, ungan né gamlan og
krefur til ferðar þegar minnst varir.
Við því eigum við engin svör. En það
er fleira sem við eigum engin svör við.
Eitt af því er vináttan. Hvernig
stendur á því að við tengjum þau
bönd sem grundvallast af vináttu og
kærleika? Hvernig stendur á því að
einhverjum finnst við þess virði að
tengja við okkur vináttubönd? Við því
eigum við engin svör. Það var sum-
arið 1965, Hulda þá 11 ára ég nýorðin
12, að ég dvaldi sumarlangt á Sel-
fossi. Þarna lágu leiðir okkar saman.
Við tengdumst vináttuböndum sem
aldrei rofnuðu. Ég kynntist fljótt for-
eldrum Huldu, þeim Guggu og Brynj-
ólfi sem voru mér alltaf svo elskuleg
og trygg. Þetta voru góðir tímar og
enn betri tímar voru í vændum – ung-
lingsárin framundan og alltaf héldum
við sambandinu. Síðar, þegar við báð-
ar eignuðumst fjölskyldur, kom það
af sjálfu sér að þar tengdust einnig
vináttubönd. Tók nú við tími tjald-
ferða, sumarbústaðaferða að
ógleymdum Galtalæk. Mikið var um
heimsóknir okkar á milli og vinátta
barnanna mikil. Æskuminningar
dætra minna sýna það best hve dýr-
mætur tími þetta var.
Æviganga Huldu hefur ekki alltaf
verið auðveld. Gleðin er aldrei ein á
ferð. Hún leiðir sorgina sér við hönd.
Allt sem þú elskar vekur þér gleði og
vekur þér sorg, þannig er nú einu
sinni kjörum mannsins háttað. Sorg-
ina bar að garði. Það varð Huldu og
drengjunum hennar, Bent og Kalla,
mikið áfall þegar Fróði lést skyndi-
lega í júlí 1995. Það var sárt að sjá á
eftir lífsförunaut og pabba í blóma
lífsins. Það var svo margt ógert.
Hulda hélt áfram sinni lífsgöngu, var
stolt af drengjunum sínum og naut
þess að sjá þá vaxa og dafna. Heimilið
var henni mjög hugleikið, hún var
mikill fagurkeri og þar sást best
smekkvísi hennar og stolt. Hulda
gerði miklar kröfur til sjálfrar sín og
var hún sterk og stolt kona en stund-
um getur stoltið einnig tekið sinn toll.
Vinnusemi og dugnaður var hennar
aðalsmerki og út á við lét hún aldrei
bugast. Þegar sigldi í strand tók hún
á málinu með þeirri festu sem hún
var vön að beita á öðrum sviðum og
komst einnig fram hjá þeim skerjum.
En svo var þar sker á leiðinni sem
hún komst ekki fram hjá. Fyrir rúmu
ári greindist hjá Huldu sjúkdómur
sem hún tókst á við af æðruleysi og
hugrekki. Enn var svo margt ógert.
Hún vildi fylgja drengjunum sínum
lengra inn í framtíðina. Það gladdi
hana óskaplega þegar hún í vetur
heimsótti Bent, Líney og Evu Maríu
til Horsens og sá Fróða litla í fyrsta
sinn. Hún var líka svo ánægð þegar
Kalli og Eva byrjuðu að búa saman.
Þau öll voru henni svo kær. Lífið er
að heilsast en einnig að kveðja og nú
er komið að því að kveðja kæra vin-
konu í hinsta sinn. Það er alltaf þung-
bært að kveðja ástvin en það er hugg-
un í sorginni að hugsa til þeirra góðu
stunda sem liðnar eru og horfa með
þakklæti til þeirrar gleði sem löng
vinátta hefur skilað. Takk, elsku
Hulda.
Elsku Bent, Kalli, Gugga og fjöl-
skylda, ég vona að þið megið sækja
styrk og þrek í minningarnar, ekki
aðeins til að standast þær raunir sem
nú hafa gengið yfir, heldur og til að
byggja á til framtíðar.
Guðný H. Guðmundsdóttir.
Lífi Huldu okkar er lokið, ótíma-
bært eins og oft er þegar dauðinn er
annars vegar. En minningarnar tek-
ur enginn frá manni. Þær varðveiti ég
betur en gull því hvað er dýrmætara
en að eiga góðar minningar um góðan
vin og það var Hulda sannarlega.
Hún hafði stórar og kraftmiklar
hendur og hún hafði líka stórt hjarta.
Það eitt hvernig Hulda hugsaði um
móður sína er gott dæmi um hvernig
hún var. Hulda naut sín vel í starfi
þegar hún vann á sambýli fatlaðra á
Selfossi. Vistmenn þar nutu um-
hyggju og elskusemi hennar.
Stórbrotin, hrein og bein lét hún
skoðanir sínar í ljósi og sagði okkur
sína meiningu ef henni fannst eitt-
hvað athugavert hjá okkur vinkonum
sínum. Vinmörg var hún, skemmtileg
og orðheppin.
Hulda bar ekki tilfinningar sínar
og sorgir á torg, hún var dul um eigin
hagi. Lífið fór ekki alltaf mjúkum
höndum um hana. Fyrir tólf árum
lést Fróði eiginmaður hennar mjög
sviplega. Þá stóð hún ein með dreng-
ina sína tvo. Þá var gott að vera ekki
neinn pappírsbúkur og kunna að
vinna og bjarga sér.
Fyrir nokkrum árum henti hún
Bakkusi fyrir borð og það hvarflaði
ekki að henni að draga hann að landi
aftur. Þannig var hún, staðföst þegar
hún tók stórar ákvarðanir.
Hulda var mikill fagurkeri. Þeir
sem komu á heimili hennar voru ekki
í vafa um það. Eins var með góðgætið
sem hún bar á borð fyrir gesti sína.
Það var mikið lostæti. Það var alltaf
hátíð að vera boðin í mat eða kaffi til
Huldu eða koma óboðin. Alltaf var
eitthvað gott til.
Enginn var svikinn sem hafði
Huldu í vinnu, dugnaður hennar var
einstakur svo ég tali ekki um sam-
viskusemina. Erum við hjónin ein af
mörgum sem nutu krafta hennar Var
hún eftirsótt til vinnu og varð maður
að hringja í hana með góðum fyrir-
vara svo aðrir hrepptu ekki hnossið á
undan. Fyrir þennan tíma viljum við
sérstaklega þakka. Einnig var oft svo
skemmtilegt að setjast niður að lokn-
um vinnudegi.
Hulda barðist hetjulega við
krabbamein í eitt og hálft ár. Hún
ætlaði að sigra en margt fer öðruvísi
en ætlað er og svona er bara lífið. Við
ráðum engu og verðum því að leggja
allt í Guðs hönd. Elsku Guðbjörg,
Bent, Kalli, Líney, Eva og litlu gull-
molarnir, Eva María og Fróði, og
aðrir ástvinir. Guð styrki ykkur í sorg
ykkar. Vonandi eigið þið eftir að ylja
ykkur á góðu minningunum um góða
konu sem bar hag ykkar fyrir brjósti
og vildi ykkur svo vel.
Ég kveð þig mín trausta og góða
vinkona með miklum söknuði og ég
veit að þú hefur átt góða heimkomu í
himnaríki. Guð geymi þig.
Svava Gunnarsdóttir.
Í dag kveð ég kæra vinkonu, Huldu
Brynjólfsdóttur, með söknuði og eft-
irsjá.
Það var ekki langur tími sem ég
þekkti Huldu, aðeins örfá ár.
Ég man þegar ég hitti Huldu fyrst,
það var í febrúarmánuði 2003, hún
keyrði okkur nokkrar vinkonur á
myndlistarsýningu á Sólheimum í
Grímsnesi.
Upp frá því tókst með okkur vin-
skapur sem aldrei bar skugga á, við
hittumst oft og ræktuðum gott og
skemmtilegt vinasamband sem hefur
gefið mér mikið.
Rætur okkar beggja liggja í
Grímsnesinu, móðir hennar Guð-
björg er frá Arnarbæli og ég frá Búr-
felli.
Ég dáðist að Huldu fyrir dugnað
og bjartsýni. Hún missti mann sinn
fyrir mörgum árum. Hulda stóð þá
uppi sem ung ekkja með syni sína tvo,
Bent og Karl Brynjar. Hulda var
stolt af strákunum sínum og ljómaði
af ánægju þegar hún talaði um barna-
börnin.
Minningarnar eru margar og góð-
ar. Hulda kom oft í bæinn og við
brölluðum ýmislegt saman, hún var
alltaf til í að gera sér dagamun.
Mér fannst gott og gaman að vera
með Huldu, hún var bráðskemmtileg
og orðheppin. Hún var vönduð kona,
sönn og umhyggjusöm vinkona.
Það var aldrei nein lognmolla í
kringum hana og það sópaði af henni.
Hulda var gestrisinn meistara-
kokkur, matarboðin hennar voru
glæsileg, maturinn gómsætur og
listilega lagt á borð á hennar fallega
heimili.
Ég dáðist að því hvernig hún tókst
á við sjúkdóminn, æðruleysið var
aðdáunarvert. Hún hvorki kvartaði
né vorkenndi sér, þrátt fyrir margar
og erfiðar meðferðir á Landspítalan-
um.
Það eru margir sem kveðja Huldu
með söknuði, sár er harmur strák-
anna að missa báða foreldra sína á
besta aldri. Það þarf mikinn styrk til
að takast á við þann söknuð. Ég
sakna Huldu sárt en er ævinlega
þakklát fyrir að hafa átt hana að vini.
Elska hennar og vinátta við mig og
mína var mér dýrmæt og að leiðar-
lokum þakka ég fyrir einstaka
tryggð.
Á sorgarstundu votta ég móður
hennar, sonum og ástvinum hennar
öllum mínar innilegustu samúðar-
kveðjur. Bið almættið að varðveita
þau og styðja.
Megi góðar minningarnar um
Huldu fylla upp í tómarúmið sem sit-
ur í hjörtum okkar við fráfall hennar.
Blessuð sé minning Huldu Brynj-
ólfsdóttur.
Laufey Böðvarsdóttir.
Kær vinkona er nú fallin frá langt
um aldur fram, eftir sitjum við vinir
hennar og veltum fyrir okkur hve
gæðum lífsins er misskipt.
Leiðir okkar Huldu lágu saman í
bankanum fyrir áratugum, þá vorum
við ungar og fjörugar. Mikið var gam-
an þá í bankanum, alltaf eitthvað búið
til, það voru grillkvöldin, þorrablótin
og óvissuferðir.
Síðan skildu leiðir um tíma, ég var
á Vestfjörðum og þú hér fyrir sunn-
an.
Hulda Brynjólfsdóttir
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ÓLÖF ÓLAFSDÓTTIR
frá Syðra-Velli,
Grænumörk 2,
Selfossi,
verður jarðsungin frá Selfosskirkju mánudaginn
11. júní kl 13:30.
Ingólfur Kristmundsson, Elín Magnúsdóttir,
Eyjólfur Kristmundsson, Jóhanna Þorsteinsdóttir,
Ólafur Kristmundsson, Halldóra Óskarsdóttir,
barnabörn og langömmubörn.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og vináttu við andlát og útför bróður okkar,
ÓLAFS TRYGGVASONAR,
Ytra-Hóli,
Eyjafjarðarsveit,
sérstakar þakkir til starfsfólks í Bakkahlíð fyrir
frábæra umönnun og hlýju.
Friðdóra Tryggvadóttir,
Ólöf Tryggvadóttir.