Morgunblaðið - 09.06.2007, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2007 43
✝ Hulda Vigfús-dóttir fæddist á
Litlu-Hámundar-
stöðum á Árskógs-
strönd 16. ágúst
1914. Hún lést á
Dvalarheimilinu
Dalbæ á Dalvik 31.
maí síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Vigfús Krist-
jánsson útvegsbóndi
Kristjánssonar Eld-
járns Jónssonar og
Elísabet Jóhanns-
dóttir Kröjer bónda
Svínárnesi. Barnung fluttist hún
með foreldrum sínum að Kúgili í
Þorvaldsdal, þar fæddist bróðir
hennar Georg, og skömmu síðar
flutti fjölskyldan að Grund í sömu
sveit. 1925 keypti faðir hennar
Litla-Árskóg sem þá var torfbær
en með meira landrými frá sjó og
upp til fjalla. Litla-Árskóg eins og
lín, d. 22.1. 1985, syni Trausta Jó-
hannessonar Reykjalín Jónssonar
Reykjalín frá Kussungsstöðum í
Fjörðum og Önnu Jónsdóttur frá
Selá á Árskógsströnd. Fyrstu hjú-
skaparár Huldu og Jóhannesar
voru í Ásgarði á Hauganesi en um
1950 byggðu þau einbýlishúsið
Ásbyrgi á Hauganesi og bjuggu
þar allan sinn búskap. Börn
Huldu og Jóhannesar eru: Hanna
Guðrún, f. 6.7. 1934, gift Þór
Hjaltasyni, Hafsteinn Reykjalín, f.
1.4. 1940, kvæntur Á. Ingu Har-
aldsdóttur, Vigfús Reynir, f. 21.3.
1943, kvæntur Svanhildi Árna-
dóttur, Elísabet, f. 30.1. 1946, gift
Þorsteini Skaftasyni, Ragnar
Reykjalín, f. 25.9. 1948, kvæntur
Helgu Haraldsdóttur, og Elvar
Reykjalín, f. 26.12. 1954, kvæntur
Guðlaugu Carlsdóttur. Auk þessa
ólu þau upp Huldu Jóhönnu Haf-
steinsdóttur frá unga aldri, sem
dóttir þeirra væri.
Hulda hefur eignast um 80 af-
komendur. Útför Huldu fer fram
frá Stærra-Árskógskirkju í dag,
9. júní, og hefst athöfnin kl. 14.00
hann er í núverandi
mynd byggði Vigfús
af mikilli djörfung og
framsýni og hafa hús
og umhverfi verið
margverðlaunuð fyr-
ir fegurð og snyrti-
mennsku. Upp úr
þessu hóf Vigfús
einnig útgerð frá Ár-
skógssandi. Systkini
Huldu eru Georg og
Hannes, búsettir á
Litla-Árskógssandi,
Kristján Eldjárn, d.
12.11. 2001, Jón,
kvæntur Rut Kristjánsdóttur, býr í
Rvk., Guðrún vefnaðarlistakona,
ekkja, býr í Kópavogi, og Gíslína,
gift Hjalta Bjarnasyni, býr á Akur-
eyri.
Tveir yngstu bræður Huldu
hlutu nafnið Reynir en dóu barn-
ungir.
Hulda giftist Jóhannesi Reykja-
Vorið er komið og ungviðið hopp-
ar og skoppar um móa og tún, möl
og malbik, sunnanblærinn þýður og
hlýr, blómin í garðinum í Ásbyrgi og
vernduðu rósirnar hennar Huldu að
springa út í allri sinni dýrð, það er að
koma sumar.
Síminn hringir, það er Hulda dótt-
ir mín. Pabbi, hún amma er dáin.
Það verður þögn … já, lífið er alltaf
að koma okkur á óvart, jafnvel þó að
við búumst við að eitthvað slíkt muni
gerast fyrr en seinna. Eftir örfá and-
artök hefur maður sætt sig við frétt-
ina og þá fullvissu að þetta er gang-
ur þessa lífs okkar hér og þegar
líkaminn og starfsemi hans er þrot-
in, þá er það hvíldin sem dauðinn fel-
ur í sér, og oft er kallað guðsblessun,
að fá hvíld frá þjáningum og amstri
þessa heims.
Sannarlega var dagsverki
mömmu nú lokið, dagsverki í nær 93
ár.
Hulda var elst sinna systkina og
upplifði ótrúlega miklar breytingar
á sinni ævi. Hún fæddist í torfkofa,
ólst upp í torfhúsi, átti unglingsárin í
glæsilegu timbur- og steinhúsi og
síðast bjó hún í góðu einbýlishúsi
með nútímaþægindum.
Það hefur oft verið sagt að aðeins
þeir sterkustu hafi lifað af það basl
og þá þrekraun sem það var að lifa
við þær aðstæður sem foreldrar okk-
ar þurftu að búa við. Við mættum
oftar líta til baka og þakka þeim fyr-
ir að hafa þraukað og byggt upp okk-
ar undirstöður og velmegun í dag.
Það gleymdist, eða var aldrei
tími? … til að veita henni Fálkaorðu
fyrir vel unnin störf … ég ætla að
reyna það núna. Senda henni þakk-
lætisvott fyrir móðurástina, hlýjuna,
skilninginn, þolinmæðina, vinnu- og
samviskusemina, og umhyggjuna
fyrir öllum sem áttu erfitt, hvort
sem það var fólk, dýr, já eða blóm.
Hún naut þess að hlúa að.
Oft lenti ég í sendiferðum fyrir
hana til bágstaddra með mat, nú eða
fatnað, sem hún hafði prjónað eða
saumað. Hún var vinur lítilmagnans
og mátti aldrei aumt sjá eða vita af.
Engum á ég eins mikið að þakka
og þér og pabba, fyrir að taka að
ykkur að fóstra og ala upp nöfnu
ykkar, Huldu Jóhönnu.
Þegar ég lít til baka þá er að sjá að
þið nöfnur hafið notið stuðnings hvor
annarrar. Þið hafið endurgoldið hvor
annarri ást, hlýju og umhyggju, þeg-
ar þið höfðuð hvað mesta þörf fyrir
hana.
Elsku mamma, einlægt þakklæti
fyrir allt sem þú hefur gert og verið
mér og mínum.
Megi Guð þín gæta
og greiða nýjan veg.
Hafsteinn og Inga.
Hin fegursta rósin er fundin
og fagnaðarsæl komin stundin.
Er frelsarinn fæddist á jörðu
hún fannst meðal þyrnanna hörðu.
(Þýskt sálmalag./
Helgi Hálfdánarson)
Ástkær tengdamóðir mín og góð vin-
kona, Hulda Vigfúsdóttir, er farin til
nýrra heimkynna. Ég gleðst fyrir
hennar hönd, hún var löngu tilbúin
að fara í slíka ferð. Nú hefur hún
hitt alla ástvinina sem beðið hafa
eftir henni og taka henni fagnandi.
Ég var ung að árum þegar ég
kom fyrst á heimili tengdaforeldra
minna í Ásbyrgi á Hauganesi. Þar
var tekið á móti mér af mikilli hlýju
og ástúð. Ástúð, hlýja og umhyggja
var aðalsmerki Huldu alla tíð. Hún
var falleg kona innst sem yst. Trúin
var kjölfesta hennar og hún geislaði
af manngæsku.
Allt sem Hulda tók sér fyrir
hendur var gert af æðruleysi, hóg-
værð, gleði og hjartahlýju. Aldrei sá
ég Huldu skipta skapi og aldrei
heyrði ég hana hallmæla öðrum,
hún sá og fann alltaf það góða í öll-
um. Mikið lét hún sér annt um
mannfólkið og allt sem lifði.
Samband hennar og umhyggja
fyrir bræðrum sínum var einstakt.
Barnabörnin nutu ástríkis hennar í
ríkum mæli, þeim kenndi hún m.a.
bænir og góða siði. Blómagarðurinn
hennar og gróðurhúsið báru gott
vitni um það hvernig Hulda hlúði að
öllu sem lifði. Rósirnar hennar voru
fegurstar rósa, en fegursta rósin
var hún sjálf. Ég kveð með þakklæti
og virðingu Huldu Vigfúsdóttur.
Svanhildur Árnadóttir.
Ég veit að amma er hvíldinni feg-
in enda orðin gömul kona sem var
búin að lifa tímana tvenna á langri
og gæfuríkri ævi. Hún er ein af
þeim Íslendingum sem hafa upplif-
að ótrúlegar breytingar á lífshátt-
um þjóðarinnar allt frá upphafi síð-
ustu aldar.
Amma og afi í Ásbyrgi bjuggu á
Haugnesi og gerðu þaðan út báta og
ráku útgerð sem synir þeirra tóku
við síðar, hún hefur því lifað með og
við hafið alla tíð enda var alltaf
fylgst gaumgæfilega með veður-
spánni í Ásbyrgi. Amma tók þátt í
verkun aflans og sá um að nesta sjó-
mennina og var vinnudagurinn
örugglega oft langur.
Auk þess að taka þátt í útgerðinni
átti amma barnaláni að fagna og ól
upp 6 börn sem fæddust með stuttu
millibili. Ekki þarf að fara mörgum
orðum um það að ömmu tókst vel
upp með þetta stærsta verkefni
hvers manns sem uppeldið er. Ég
þykist vita að öll börnin hennar hafi
átt hamingjusama og góða æsku í
foreldrahúsum og ekki fóru barna-
börnin hennar varhluta af þeirri
umhyggjusemi og góðmennsku sem
amma bjó yfir.
Við barnabörnin áttum alltaf
öruggt skjól hjá ömmu. Það var ein-
mitt þessi góðmennska og um-
hyggja fyrir náunganum sem ein-
kenndi allt hennar líf. En það voru
ekki bara börnin og barnabörnin
sem nutu þessa því í Ásbyrgi var
alltaf opið hús fyrir háa sem lága.
Margir hafa notið þess að dvelja hjá
ömmu í Ásbyrgi. Hún var búin að
metta ófáa munna hvort heldur var
kvölds eða morgna. Hún vék helst
ekki frá ofninum og eldavélinni þeg-
ar fólk var í heimsókn, það var alltaf
eitthvað kraumandi í pottunum.
Það var einhvern veginn innbyggt í
eðli hennar að aðstoða fólk og vera
alltaf tilbúin að rétta hjálpahönd til
þeirra sem þurftu á því að halda.
Ef amma væri ung kona í dag þá
er ég viss um að hún myndi sinna
hjálparstörfum. Aldrei man ég eftir
að hún hafi sett sjálfa sig í forgang
eða að einhver umræða væri um
hvaða væntingar hún hefði eða til
hvers hún ætlaðist af okkur hinum.
Það var ekki sjálfselskunni eða til-
ætlunarseminni fyrir að fara. Aðrir
höfðu alltaf forgang hjá henni og
með þeim hætti gaf hún af sér til
okkar hinna alla tíð.
Ég held það megi segja að amma
hafi lifað góðu og hamingjusömu lífi,
þetta segi ég þótt maður hafi ekki
alltaf vitað hvernig henni leið en hún
var alin upp af þeirri kynslóð sem
var ekki vön að bera tilfinningar sín-
ar á torg. Hún virtist alltaf glöð og
stutt var í fallegt brosið enda var
gott að vera í nærveru hennar. Allar
hennar athafnir voru athafnir konu
sem virtist sátt við stöðu sína og
hlutverk í lífinu. Hún átti líklega
aldrei í tilvistarkreppu eins og svo
algengt er nú, hún hefur fundið fjöl-
ina sína snemma og ég held hún hafi
alltaf vitað að svona yrði þetta.
Það er minning um góða og fal-
lega konu sem lifir í huga mínum,
konu sem var sátt, konu sem gaf og
konu sem átti djúpar og sterkar ræt-
ur á sínum heimaslóðum.
Kristján Vigfússon.
Loksins hefur Hulda amma fengið
hvíldina sem hún svo lengi hafði
þráð. Það var erfitt að kveðja þig
amma mín, síðast þegar ég sá þig.
Ég sat við hliðina á þér með tárin í
augunum, talaði við þig um mín
hjartans mál og þú brostir svo fal-
lega til mín. Virtist skilja allt sem ég
sagði við þig þó að fátt væri um svör-
in. Þú hélst líka fast í höndina mína
og kreistir alltaf annað slagið þegar
tárin duttu.
Þú varst alltaf stór partur af lífi
mínu og erfitt að ímynda sér lífið án
þín.
Amma í Ásbyrgi, Hulda amma,
amma mín.
Þegar ég ákvað að hætta í leik-
skóla ári á undan öðrum, var ég í
pössun hjá þér. Það var örugglega
erfitt fyrir þig að hafa litla krefjandi
skottu hjá þér allan daginn sem
heimtaði eilíf skemmtiatriði. Þú áttir
nú samt sem áður ekkert erfitt með
að finna eitthvað handa mér að gera.
Dúkkur úr viskastykkjum, söngst
vísur og trallaðir með mér, fórum í
göngutúra, út að gefa villiköttunum í
gulu skúrunum og svo mætti lengi
telja. Mér þykir ótrúlega vænt um
vísurnar sem þú kenndir mér og þær
ætla ég að kenna mínum börnum
þegar þar að kemur.
Það er alveg sama hvað ég reyni,
mér tekst samt ekki að gera svona
örþunnar og góðar pönnukökur eins
og þú gerðir alltaf. Þær voru sko
bestar.
Það var svo gaman að sitja inni í
eldhúsi í Ásbyrginu þegar þú varst
að gera kleinur, fá smá deigklessu
og gera úr henni kleinukarla sem
síðan voru steiktir og borðaðir með
bestu lyst.
Þér fannst alveg ómögulegt að
börnin sem maður kom með í heim-
sókn kölluðu þig Huldu, sagðir allt-
af: „kallaðu mig bara ömmu“ og þá
var það útrætt.
Amma var hjartahrein kona,
hreinskilin, trúuð og traust. Hún
breiddi yfir mann … alveg uppyfir
eyrun og svo lokaði maður augunum
því þegar maður sefur þá passa
englarnir mann.
Það síðasta sem þú sagðir við mig
var „góða ferð, vina“. Núna segi ég
það sama:
Góða ferð, elsku amma mín.
Jóhanna Reykjalín.
Hún amma mín hefur kvatt lífið
og er farin til afa. Hún var orðin
mjög gömul og búin að upplifa tím-
ana tvenna. Ég man alltaf eftir því
þegar hún sagði mér að henni hefði
nú alltaf fundist frekar óþægilegt
þegar sængin fraus föst við vegginn
á torfkofanum á nóttunni. Í Ásbyrgi,
sem afi byggði á sínum tíma, var
kominn hiti í gólfið á baðinu áður en
hún flutti út. Þetta er bara smá brot
af þeim breytingum sem hún hefur
upplifað. Hún var aðeins 20 ára göm-
ul þegar hún giftist afa og ég held að
þau hafi verið mjög ástfangin alla
ævi. Hann kvaddi heiminn 1985 og
ég held að hún hafi alla tíð saknað
hans mikið. Elsku amma, nú eru þið
afi loksins sameinuð á ný eftir allan
þennan tíma.
Hún var alveg ótrúlega góð og
kærleiksrík kona. Svo blíð og góð við
alla. Hún faðmaði og kyssti mann
alltaf þegar maður kom í heimsókn
og hlýjaði manni á höndunum. Átti
alltaf eitthvað í gogginn handa heim-
sóknargestum, bjó til allra bestu
pönnsurnar og kleinurnar. Þegar ég
var lítil hjálpaði ég henni stundum
við kleinubaksturinn með því snúa
upp á kleinurnar og síðan steikti hún
þær. Mér fannst það rosalega gam-
an. Hún mátti heldur ekki neitt aumt
sjá og gaf t.d. oft villiköttunum í gulu
skúrunum afgangsfisk og mjólk í
skál. Hún var alltaf í góðu skapi og
svo ljúf og góð og hugsaði alltaf fyrst
um aðra. Hún átti rosalega fallegt
gróðurhús og fannst mjög gaman að
dekra við blómin sín og greinilegt að
blómunum líkaði það vel því það var
alveg ótrúlegt hversu mikið og lengi
þau blómstruðu. Hún var mjög glað-
leg og hress kona. Þegar ég kom í
heimsókn til hennar í Ásbyrgi þá bað
hún mig oft um að segja sér brand-
ara eða frá því sem maður var að
gera og það var alltaf stutt í glottið
og hláturinn.
Það er mjög sárt að hugsa til þess
að hún sé búin að kveðja í hinsta
sinn, þrátt fyrir að hún hafi verið
mjög tilbúin til að kveðja, reyndar
fyrir löngu síðan. Fyrir um ári síðan
þegar ég var að segja henni að ég
væri að fara í ferðalag erlendis þá
sagðist hún vilja fara að fara í ferða-
lag líka og benti upp. Það segir
manni bara hversu sátt hún var með
líf sitt og tilbúin til að kveðja.
Mér finnst ég alltaf eiga frekar
mikið í báðum ömmunum mínum þar
sem ég heiti í höfuðið á þeim báðum
og finnst mjög sárt að þær skuli báð-
ar vera farnar en svona er gangur
lífsins. Hulda amma átti mörg góð ár
með okkur sem ég met mikils. Ég
mun alltaf hafa hana með mér í
hjarta mínu og er stolt af því að heita
í höfuðið á henni.
Guð blessi þig amma mín og ég
kveð þig með þremur kossum og
orðum sem þú sagðir eitt sinn við
mig: Ég elska þig eins og Jesús elsk-
ar börnin sín.
Ingibjörg Hulda Reykjalín.
Hulda Vigfúsdóttir
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns,
föður, tengdaföður, afa og langafa,
SIGURÐAR STEFÁNSSONAR,
Funalind 1,
Kópavogi.
Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki á gjörgæslu og deild 12G á
Landspítalanum við Hringbraut.
Dýrleif Kristjánsdóttir,
Reynir Sigurðsson, Sigríður B. Pálsdóttir,
Jóhann Sigurðsson, Helga Guðsteinsdóttir,
Egill Jón Sigurðsson, Arndís Lilja Albertsdóttir,
Kolbrún Sigurðardóttir, Bernhard Svendsen,
Þóra Sigurðardóttir, Axel Ström,
Elva Björk Sigurðardóttir, Sæmundur Eiðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Alúðarþakkir til þeirra, sem sýndu okkur samúð og
vinarhug vegna andláts og útfarar elskulegs eigin-
manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
ÓLAFS AUÐUNSSONAR
frá Ysta-Skála,
Stuðlaseli 15.
Sérstakar þakkir til starfsfólks gjörgæslu og
B-6 LSH í Fossvogi, sem önnuðust hann í
veikindunum.
Áslaug Ólafsdóttir,
Guðrún Ólafsdóttir,
Auður Ólafsdóttir, Guðmundur Tryggvi Sigurðsson,
Ólafur Haukur Ólafsson, Sigrún Konráðsdóttir,
Þorri Ólafsson, Guðný Gísladóttir.
✝
Okkar innilegustu þakkir til allra sem auðsýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát og útför
móður okkar, tengdamóður, ömmu og systur,
HREFNU MAGDALENU STEFÁNSDÓTTUR,
Boðagranda 3,
Reykjavík,
Kristján Geir Pétursson, Henný Hinz,
Sindri Pétursson,
systkini og barnabörn.