Morgunblaðið - 09.06.2007, Síða 60
Í gærkvöldi var þátturinn La-ter With Jools Holland sýnd-ur á BBC 2-sjónvarpsrásinni.
Björk kom þar fram ásamt hljóm-
sveitinni sinni og flutti þrjú lög,
þar af tvö af nýju plötunni. Þátt-
urinn var tekinn upp á miðviku-
daginn var.
Nokkrar aðrar hljómsveitirkomu fram í þættinum sem
raðað var í hring umhverfis sviðið
og var sérstök upplifun að sitja
beint á móti bítlinum fyrrverandi,
Paul McCartney. Ég hef aldrei
verið mikill Bítlaunnandi, en
hljómsveitin á samt virðing-
arverðan sess í tónlistarsögunni –
maður getur ekki annað en bugtað
sig fyrir henni. Þegar ég hitti
McCartney aðeins á eftir virtist
hann hinn viðkunnanlegasti
náungi og ég verð líka að segja að
lögin voru grípandi sem hann
flutti í þættinum ásamt eldhressri
hljómsveit. Að minnsta kosti
hummaði ég lögin í rúminu síðar
um kvöldið og gat ekki hætt.
Ég spilaði í einu Bjarkarlagi afþremur, en það heitir Earth
Intruders. Eftir það fór ég af svið-
inu og settist inn í græna her-
bergið svokallaða, en þar var
hægt að fylgjast með því sem
fram fór á sjónvarpsskjá. Síðasta
lagið sem Björk söng var „Declare
Your Independence“, en það er
mjög pönkað og ég hefði haldið að
það nyti sín ekki annars staðar en
á tónleikum – helst þegar áheyr-
endur eru orðnir mjög fullir! Það
kom þó betur út en ég bjóst við,
að hluta til vegna myndatökunnar,
sem var hröð og æsileg. Hið sjón-
ræna undirstrikaði að nokkru
brjálæðislegt andrúmsloftið í tón-
listinni.
Tónlist í sjónvarpi er samt ekkiþað sama og tónlist á tón-
leikum. Þegar við komum fram í
Saturday Night Live í Bandaríkj-
unum í apríl máttu lögin sem við
fluttum ekki taka lengri tíma en
fjórar mínútur. Við þurftum því að
stytta lögin. Þegar ég spurði
Björk af hverju útskýrði hún fyrir
mér að sjónvarpsmínútur „væru
ekki eins og aðrar mínútur“. Tón-
listarupplifun er allt öðruvísi í
sjónvarpi en á tónleikum. Hljóð-
styrkurinn er minni og því þarf að
grípa til annarra ráða til að ná til-
skildum áhrifum. Myndatakan
vegur þar upp á móti og nær-
myndir af söngvaranum og hljóð-
færaleikurunum skapa spennu og
undirstrika það sem er að gerast í
tónlistinni hverju sinni. Það dugir
þó aldrei alveg.
Í sjónvarpsþáttaröðinni Tíu fing-ur sem ég hafði umsjón með
voru oft mjög löng tónlistaratriði,
þau lengstu tóku um fimmtán mín-
útur. Ég heyrði stundum fólk
kvarta yfir því. Vandamálið við
flutning klassískrar tónlistar í
sjónvarpi er að styrkleikabrigðin
skila sér ekki, sterkir kaflar verða
aðeins miðlungssterkir, en veikir
kaflar sterkari, vegna einhvers
sjálfvirks mekanisma í útsending-
unni sem erfitt er að eiga við. Þar
sem klassísk tónlist byggist mun
meira á styrkleikabrigðum en
dægurtónlist er flutningur hennar
í sjónvarpi ákaflega vandmeðfar-
inn.
Þetta er örugglega aðalástæðanfyrir því að sjónvarpsstöðv-
arnar eru oft tregar til að sinna
klassískri tónlist að einhverju ráði.
Það er þó hæglega mögulegt að
gera henni skil á annan hátt en að
flytja heilu verkin á skjánum, t.d.
með litríkum viðtalsþáttum, sem
eru sívinsælt sjónvarpsefni ef þeir
eru vandaðir og gerðir af þekk-
ingu á klassískri tónlist. Hvað mig
varðar þá er ég alltaf til í meira
svoleiðis.
Hinar lööööngu sjónvarpsmínútur
» Þegar ég spurðiBjörk af hverju út-
skýrði hún fyrir mér að
sjónvarpsmínútur
„væru ekki eins og aðr-
ar mínútur“.
AP
Viðkunnanlegur Jónas Sen
stóðst ekki töfra og tónlist Sir
Pauls McCartney þegar hann
hitti hann í tónlistarþætti Jools
Holland í vikunni.
senjonas@gmail.com
Á TÚR MEÐ BJÖRK
Jónas Sen
60 LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
WWW.SAMBIO.IS
OCEAN'S 13 kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 7 ára DIGITAL
PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 kl. 2:15 - 4:15 - 6:15 - 8:15 B.i. 10 ára DIGITAL
ZODIAC kl. 10 B.i. 16 ára
ROBINSON FJÖLSKYLDAN m/ísl. tali kl. 1:30 - 3:30 LEYFÐ DIGITAL 3D
MR. BEAN'S HOLIDAY kl. 2 LEYFÐ
/ KRINGLUNNI
OCEAN'S 13 kl. 3:50 - 5:30 - 6:30 - 8 - 9 - 10:40 - 11:30 B.i.7.ára
OCEAN'S 13 VIP kl. 5:30 - 8 - 10:40
PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10 B.i.10.ára
PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 VIP kl. 2
ZODIAC kl. 6 - 9 B.i.16.ára
THE REAPING kl. 11:30 B.i.16.ára
BLADES OF GLORY kl. 1:50 - 3:50 B.i.12.ára
ROBINSON FJÖLSKYLDAN m/ísl. tali kl. 2 - 4 LEYFÐ
GOAL 2 kl. 1:50 B.i.7.ára
/ ÁLFABAKKA
VERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á
eeeee
V.J.V. TOPP5.IS
eeee
B.B.A. PANAMA.IS
eeee
H.J. MBL.
eeee
F.G.G. FBL.
ÞÓ ÞÚ SÉRT BARA EINN VERÐUR HEFNDIN FRÁ ÞEIM ÖLLUM
ERTU KLÁR FYRIR EINA
SKEMMTILEGUSTU
MYND SUMARSINS?
VIPSALURINNER BARA LÚXUS
ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA
MYND OG HLJÓÐ
Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI
Á EFTIRTALDAR SÝNINGAR
laugardag og sunnudag og mánudagSparBíó* 450kr
PIRATES 3 KL. 2 Í ÁLFABAKKA OG KEFL.
KL 4 Á AKUREYRI. BLADES OF GLORY KL. 1:50 Í ÁLFABAKKA
www.SAMbio.is
GOAL 2 KL. 1:50 Í ÁLFABAKKA, 1 Í KEFL.
MEET ROBINS. KL. 1 Í ÁLFABAKKA
OG KL 6 Á AKUREYRI