Morgunblaðið - 11.06.2007, Page 1
STOFNAÐ 1913 157. TBL. 95. ÁRG. MÁNUDAGUR 11. JÚNÍ 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
BEÐIÐ EFTIR GOSI
MIKE MCCARTNEY, BRÓÐIR PAULS, VILL VITA
HVORT ÍSLAND ER GALDRASTAÐUR >> 34
NÆSTBESTI ÁRANGUR
BIRGIS LEIFS
SÁTTUR
ÍÞRÓTTIR >> 1
FRÉTTASKÝRING
Eftir Fríðu Björk Ingvarsdóttur
fbi@mbl.is
Í HVERT sinn sem Feneyjatvíæring-
urinn er haldinn er spurt hvort vægi hans
sé ekki ofmetið í listheiminum. Þeir sem
koma þangað reglulega svara nánast án
undantekninga að svo sé ekki. Hann er elsti
tvíæringur í heimi [haldinn í fyrsta sinn
1895], býr yfir ríkustu hefðinni og er sá sem
dregur flesta að úr hópi þeirra sem hafa
völd og þekkingu í listheiminum. Bent hef-
ur verið á að jafnvel þegar Feneyjatvíær-
ingurinn átti undir högg að sækja vegna
óánægju með stjórn hans og skipulagningu,
mættu samt allir til leiks. Hugsanlega
vegna þess að þótt aðrir viðburðir hafi kom-
ið fram á sjónarsviðið og njóti virðingar og
vinsælda, þá er andrúmsloftið á þessu
myndlistamóti í Feneyjum einstakt. Öfugt
við flesta aðra staði, þar sem slíkir við-
burðir eru haldnir, er þar ekki einungis
hægt að ganga að nýjustu stefnum og
straumum vísum, heldur er borgin sjálf hið
fullkomna athvarf þess á milli.
Þátttaka Íslands að þessu sinni hefur
þótt takast vel foropnunardagana. Íslenski
skálinn með sýningu Steingríms Eyfjörð er
nú utan meginsýningarstaðanna, Giardini
og Arsenale. Þótt allir vilji auðvitað vera á
aðalsýningarsvæðinu ef þess er nokkur
kostur, því þar fara flestir um, er þó ljóst að
staðsetning íslenska skálans er með af-
brigðum góð; sýningin blasir við af stærsta
síkinu og auðvelt er að finna hana við stóra
verslunargötu. Því má heldur ekki gleyma
að nú er svo komið að þjóðir sem eru með
skála á aðalsýningarsvæðinu eru færri en
þær er sýna í miðborginni, eða 34 á móti 42.
Gullna ljónið fyrir ljósmyndun
Á laugardag var tilkynnt að Afríkumað-
urinn Malick Sidibé hefði hreppt heið-
ursverðlaun gullna ljónsins fyrir ævistarf
sitt, sem fyrst og fremst byggist á ljós-
myndun. En vegna þess hversu umfangs-
mikill tvíæringurinn er orðinn, var þó
ákveðið að geyma aðrar verðlaunaveitingar
þangað til í haust. Lítið hefur verið deilt um
þá ákvörðun; flestum þykir hún sanngjörn,
þar sem dómnefndinni gefst meiri tími til
vinnu sinnar. Áhorfendur geta því rólegir
haldið áfram að geta sér til um vinnings-
hafa allt fram í október. Enn spá flestir
Sophie Calle í franska þjóðarskálanum sigri
og ef sú verður raunin er það í annað skipt-
ið í röð sem Frakkland er hlutskarpast. | 15
AP
Listaverk Brasilíski listamaðurinn Renato
Dias við verk sitt, „Morrinho“.
Feneyja-
tvíæring-
urinn ekki
ofmetinn
ÞORSTEINN I. Sigfússon, prófessor við Háskóla Íslands, tók við Al-
heimsorkuverðlaununum (e. Global energy international prize) úr
hendi Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta á laugardaginn. Í kjölfarið
hélt forsetinn einræðu þar sem hann ræddi um stöðu orkumála í
heiminum og tengdi hana m.a. við leiðtogafund átta helstu iðnríkja
heims, G8, sem lauk í þýska sumardvalarstaðnum Heiligendamm á
laugardag. „Menn störðu á þetta því það var greinilegt að ræðan var
alveg utan dagskrár,“ segir Þorsteinn. | 4
Gríðarlegur heiður
Verðlaunaður af Vladímír Pútín
Eftir Unu Sighvatsdóttur
unas@mbl.is
EINAR K. Guðfinnsson landbúnað-
ar- og sjávarútvegsráðherra sér ekki
fram á neina stefnubreytingu hjá
nýrri ríkisstjórn á næstunni varð-
andi hvalveiðar. Þetta segir hann
þrátt fyrir að Þórunn Sveinbjarnar-
dóttir umhverfisráðherra lýsi sig
andvíga hvalveiðum í viðtali sem
birtist í Morgunblaðinu í gær.
„Ég þekki alveg viðhorf Þórunnar
og mér finnst hún lýsa sínum skoð-
unum með yfirveguðum hætti. Þetta
er mál sem við munum eflaust fjalla
um þegar það er tímabært í ríkis-
stjórninni en ég hef engar sérstakar
áhyggjur hvað það varðar,“ segir
Einar. Hann segir reglugerðina frá
17. október 2006 gilda út þetta fisk-
veiðiár, það er að segja til 1. sept-
ember, en ekki liggi fyrir hvort og
hvenær þau mál verði endurskoðuð á
Alþingi. Hvalveiðarnar hafi hins veg-
ar gengið mjög vel hingað til.
Erfið og sársaukafull umræða
Sem fyrr segir lýsti Þórunn sig
mótfallna hvalveiðum í Morgun-
blaðinu í gær. „Engum [hefur] tekist
að sannfæra mig um það ennþá að
hvalveiðar í atvinnuskyni borgi sig,“
sagði Þórunn.
„Fyrir mér eru hvalveiðarnar ein-
faldlega hluti af auðlindanýtingu
okkar,“ segir Einar og hann áréttar
að hvalveiðar séu í samræmi við ís-
lensk og erlend lög. Komist menn
hins vegar að þeirri niðurstöðu, að
þess háttar atvinnurekstur skuli
ekki stunda á Íslandi, þá sé augljóst
að slíkt bann muni einnig ná til ann-
arra atvinnugreina en hvalveiða.
Óbreytt stefna
um hvalveiðar
Sjávarútvegsráðherra segir orð um-
hverfisráðherra ekki kalla á viðbrögð
Í HNOTSKURN
»Stjórnvöld veittu leyfi fyrirveiðum á níu langreyðum og
30 hrefnum í atvinnuskyni á
veiðiárinu 2006/2007 og gildir
leyfið út fiskveiðiárið eða til 1.
september nk.
»Alls hafa veiðst sjö lang-reyðar og tvær hrefnur það
sem af er tímabilinu samkvæmt
upplýsingum Hafrannsókna-
stofnunar.
Einar K.
Guðfinnsson
Þórunn
Sveinbjarnardóttir
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
UMFANGSMIKIL leit að tveimur
erlendum kajakræðurum stóð enn
sem hæst þegar Morgunblaðið fór í
prentun í gærkvöldi, en ekkert
hafði spurst til þeirra frá því á laug-
ardagsmorgun. Ræðararnir, sem
eru mjög reyndir og afar vel útbún-
ir, ætluðu að verða fyrstir til að
þvera Faxaflóa.
Kajakræðararnir, karl og kona,
lögðu af stað frá Garðskaga á laug-
ardagsmorgun og stefndu á Snæ-
fellsnes. Reiknað var með að þau
yrðu þar á laugardagskvöld eða
sunnudagsmorgun en þegar þeir
skiluðu sér ekki var leitað eftir að-
stoð.
Um fimmtán björgunarsveitir og
Landhelgisgæsla Íslands tóku þátt
í leitinni sem hófst fyrir alvöru síð-
degis í gær. Björgunarmenn leit-
uðu m.a. við strandlengjuna á
svæðinu á harðbotna björgunar-
bátum og björgunarskipi Slysa-
varnafélagsins Landsbjargar var
siglt þá leið sem ræðararnir ætluðu
sér að fara. Jafnframt var leitað á
landi auk þess sem þyrla Gæslunn-
ar, TF-GNA, var notuð til að leita
úr lofti. Veður til leitar var ágætt í
gærkvöldi, fyrir utan smávegis
þokuslæðing á Faxaflóa.
Lögregla biður alla sem hafa
orðið varir ræðarana að hafa sam-
band við lögreglu í gegnum Neyð-
arlínuna í síma 112.
Tveggja erlendra
kajakræðara saknað
Víkurfréttir/Hilmar Bragi
Leitað á sjó Fimmtán björg-
unarsveitir voru kallaðar út.