Morgunblaðið - 11.06.2007, Síða 4

Morgunblaðið - 11.06.2007, Síða 4
4 MÁNUDAGUR 11. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Bjóðum nú síðustu sætin til Mallorca 22. og 29. júní á frábæru tilboði. Þú bókar flugsæti og gistingu og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Gríptu tækifærið og njóttu lífsins á þessum vinsæla áfangastað. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Stökktu til Mallorca 22. eða 29. júní frá kr. 39.990 Allra síðustu sætin Verð kr. 49.990 Netverð á mann , m.v. 2 fullorðna saman í herbergi/stúdíó/íbúð, m.v. stökktu tilboð í viku. Aukavika kr. 14.000. Verð kr. 39.990 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, m.v. stökktu tilboð í viku. Aukavika kr. 14.000. Munið Mastercard ferðaávísunina Eftir Andra Karl andri@mbl.is ÞORSTEINN Ingi Sigfússon, pró- fessor við Háskóla Íslands, lýsir ferð sinni til Rússlands sem einstakri upplifun, fyrir sig og fjölskyldu sína. Honum var á laugardag veitt ein æðsta viðurkenning Rússneska lýð- veldisins fyrir orkurannsóknir, Al- heimsorkuverðlaunin, en Þorsteinn hefur unnið að rannsóknum á vetni á undanförnum árum með góðum ár- angri. Hann er jafnframt nýráðinn forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Ís- lands sem tekur til starfa 1. ágúst nk. og sameinar starfsemi Iðn- tæknistofnunar og Rannsóknastofn- unar byggingariðnaðarins. Gríðarlega mikill metnaður er lagður í athöfnina og segir Þorsteinn að tekist hafi að byggja upp ákveðna spennu. Fyrst hafi farið fram hring- borðsumræður í stórum sal um orku framtíðarinnar en þar voru sam- ankomnir forstjórar helstu orkufyr- irtækja heimsins, s.s. Shell, Exxon og Total. Eftir tveggja tíma umræð- ur var svo beðið eftir Vladimir Pútín Rússlandsforseta en hann lét bíða eftir sér í um 25 mínútur. Þá hófst hin eiginlega athöfn og verðlauna- hafarnir voru í kjölfarið kallaðir upp á svið. „Eftir það gerðist það skemmti- lega að Pútín stökk í ræðustólinn á nýjan leik, en það var ekki á dag- skránni,“ segir Þorsteinn. „Hann hóf heilmikla einræðu um stöðu orku- mála í heiminum, loftslagsmálin og tengdi það töluvert við G8 ríkin. Menn störðu á þetta því það var greinilegt að ræðan var alveg utan dagskrár. Mér þótti hann að mörgu leyti höfða til þeirrar endurnýj- anlegu orku sem við Íslendingar er- um að virkja í mesta mæli í heim- inum.“ Þorsteinn segist hafa náð orðaskiptum við forsetann en hafi þó ekki náð að ræða við hann um orku- mál. Pútín stofnaði sjálfur til verð- launanna og er þetta í fimmta skipti sem þau eru veitt. Þorsteinn segir greinilegt að forsetinn sé ákaflega ánægður með verðlaunin. „Þeir segja það Rússarnir að þegar Nób- elsverðlaunin voru stofnuð var orka ekki inni í myndinni en nú eru þeir eiginlega að bæta sinni útgáfu við.“ Áhugasamir um djúpboranir Þorsteinn hlaut helming verð- launanna en hinn helmingurinn féll breska vísindamanninum Goeffrey Hewitt og rússneska vísindamann- inum Vladimir Nakaryakow í skaut fyrir rannsóknir og þróun í varma- skiptafræði. „Þeir höfðu báðir mik- inn áhuga á að beita sinni tækni og aðferðum við íslenskan jarðhita. Það þykir afar spennandi að við séum að fara bora dýpra, því svo margar áskoranir fylgja þessum djúpbor- unarverkefnum.“ Eftir athöfnina var veisla í boði Benedikts Ásgeirssonar, sendiherra Íslands í Rússlandi. Þar voru m.a. Magnús Þorsteinsson, ræðismaður í Pétursborg, Björgólfur Guðmunds- son, formaður bankaráðs Lands- bankans, Ingimundur Sigfússon, fv. sendiherra auk Kristínar Ingólfs- dóttur, rektors Háskóla Íslands. „Kristín var afar kát yfir þessu, enda þarf að safna svona viðurkenn- ingum fyrir starf skólans ætli hann sér að komast í hóp hundrað bestu í heiminum,“ segir Þorsteinn og bætir við að einnig hafi rússneskir með- limir úr 30 manna hópnum sem velur verðlaunahafann mætt til veisl- unnar. Þorsteinn var ráðinn forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands nokkrum dögum áður en hann hélt til Rússlands. Hann segist hlakka til að takast á við verkefnið, segir und- irbúning í raun hafinn og vonast til að hitta starfsfólk á Keldnaholti í dag. Þorsteini I. Sigfússyni prófessor voru veitt Alheimsorkuverðlaunin við hátíðlega athöfn í Pétursborg Í Pétursborg F.v.: Benedikt Ásgeirsson sendiherra, Magnús Þorsteinsson ræðism., Bergþóra Ketilsdóttir og eig- inmaður hennar, Þorsteinn I. Sigfússon, Kristín Ingólfsdóttir rektor HÍ, Davíð Þór, Dagrún Inga og Þorkell Vikt- or Þorsteinsbörn og yst til hægri eru Ingimundur Sigfússon, fv. sendiherra, og kona hans, Valgerður Valsdóttir. Einræða for- setans vakti mikla athygli Gríðarlegur metnaður er lagður í verðlaunin sem voru afhent af Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Áður fóru fram umræður um orkumál sem for- stjórar helstu orkufélaga heimsins tóku þátt í. Í HNOTSKURN »Þorsteini voru veitt Al-heimsorkuverðlaunin (e. Global energy international prize) við hátíðlega athöfn í Pétursborg að viðstöddu fjöl- menni á laugardag. »Verðlaunin hlaut hann fyr-ir rannsóknir sínar og samstarfsmanna sinna um vetni, s.s. framleiðslu þess, vetni sem orkubera og orku- gjafa. Þorsteinn hlaut helming verðlaunanna. »Tilnefnt er til verð-launanna og í ár voru 146 vísindamenn tilnefndir. Þrjá- tíu manna alþjóðlegur hópur sér svo um valið. HVALUR, sem að öllum líkindum er hnísa af stærri gerðinni, gerði sig heimakominn við höfnina á Blönduósi í blíðunni í gær. Margir urðu vitni að þessum atburði og höfðu menn af skemmtan nokkra. Krakkarnir hrópuðu upp að Keikó væri kominn. Fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi, Jón Sigurðsson, komst svo að orði að það hefði verið æv- intýraleg sjón að sjá hvalinn synda um í höfninni og hin besta skemmt- um sem var ókeypis að auki. Greini- legt var að hvalurinn var í æti og naut fuglinn góðs af tilburðum hans við veiðarnar. Ef grannt var skoðað mátti sjá eina og eina loðnu skjótast upp úr sjónum undan hvalnum. Fyrst sást til hans rétt rúmlega eitt en hann ílengdist í höfninni fram eftir degi og fór ekki fyrr en um sexleytið. Nokkur fjöldi safnaðist á bryggj- una til að fylgjast með hvalnum og stóð fólk á bryggjunni og hringdi í vini og vandamenn til að bera þeim fréttirnar. Það kemur nokkrum sinnum fyrir að menn sjá hvali rétt utan við ströndina og selir eru nán- ast daglegir gestir við bæjardyr Blönduósbúa. Jón sagði að eftir kaldan maí hefði orðið eins konar nátt- úrusprengja eftir hvítasunnuna og sumarið loks komið í öllu sínu veldi og allt blómstraði nú, ungar, jörðin og mannlífið sjálft. „Það var ekki hægt að velja betri dag til að sýna sig og sjá aðra,“ segir Jón og bætir við að blankalogn hafi verið í gær og 15-17 stiga hiti. Skemmti bæjarbúum langt fram eftir degi Hvalur gerði sig heimakominn í höfninni á Blönduósi Í FRÉTT af bloggi Herdísar Þor- valdsdóttur í Morgunblaðinu í gær slæddist orðið oft inn þar sem það átt ekki að vera. Í frétt- inni er haft eftir Árna Matthías- syni, verkstjóra á mbl.is, að upp- lýsingar um aldur bloggara verði að taka með þeim fyrirvara að fólk noti oft rangar kennitölur þegar það skrái sig á blog.is, en hið rétta er að fólk notar sjaldan rangar kennitölur þegar það skrá- ir sig. Að sögn Árna notar lítið brot þeirra sem skrá sig fyrir bloggi á blog.is ranga kennitölu, eða innan við 3% þeirra hátt í 9.000 notenda sem þegar hafa skráð sig. Í fréttinni kemur einnig fram að meðalaldur bloggara á blog.is sé 22,77 ár, en rétt er að meðalaldur bloggara á blog.is er 33,77 ár. Rúmlega eitt ár er liðið síðan blog.is var ýtt úr vör en í dag heimsækja um 113.000 manns bloggið í viku hverri. Fáir bloggarar nota ranga kennitölu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.