Morgunblaðið - 11.06.2007, Qupperneq 6
6 MÁNUDAGUR 11. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Mikill hátíðarbragur varyfir Reyðarfirði á laug-ardaginn þegar opn-unarhátíð Alcoa Fjarða-
áls var haldin. Fjölmargir listamenn
og skemmtikraftar héldu uppi stuð-
inu og margir lögðu leið sín til bæj-
arins til að taka þátt í hátíðarhöld-
unum.
Hátíðin var haldin til að fagna opn-
un álvers Alcoa Fjarðaáls. Nokkur
ker álversins hafa reyndar verið í
rekstri í nokkurn tíma en ekki er gert
ráð fyrir að það komist í fullan rekst-
ur fyrr en upp úr áramótum. Álfyr-
irtækið taldi hins vegar rétt að efna
til fagnaðar fyrir bæjarbúa en þeir
hafa beðið lengi eftir að það yrði opn-
að. Farið er að draga úr fram-
kvæmdum á Austurlandi og starfs-
menn álversins undirbúa nú rekstur
þess.
Opnunarhátíðin hófst um morg-
uninn en fjölmargir æðstu yfirmenn
Alcoa og Bechtel flugu snemma til
Egilsstaða. Jafnframt komu ráð-
herrar, þingmenn og sveitarstjórn-
armenn flugleiðis ásamt ýmsum gest-
um en kvöldið áður hafði fyrirtækið
haldið þeim hóf í Viðey. Í Fjarða-
byggðarhöll, íþróttahúsi staðarins,
fór fram formleg opnunarathöfn ál-
versins.
Mergjuð dagskrá
Að athöfninni lokinni fór hópurinn
að álverinu þar sem plantað var
trjám. Í ræðu sinni við opnunar-
athöfnina sagði Alain Belda að það
væri táknrænt fyrir samband Alcoa
við samfélagið á Austurlandi og Ís-
lendinga að planta trjám. „Gróð-
ursetningin er táknræn fyrir framtíð-
ina. Með því erum við að segja að
þessar framkvæmdir snúist ekki bara
um sement, heldur ekki síst um fólk
og lifandi hluti,“ sagði Belda.
Mikil gleði ríkti í bænum þar sem
opnunarhátíðin hófst fyrir alvöru um
leið og fyrirmennin fengu sýnisferð
um álverið. Sólin skein sínu skærasta
og heimamenn, sem og fjölmargir
gestir, gengu á milli atburða sem
fram fóru á ýmsum svæðum í bæn-
um. Við Molann, verslunarmiðstöð
þeirra Reyðfirðinga, var komið upp
miklu skemmtanatorgi þar sem börn
gátu prófað ýmiss konar leiktæki,
grillaðar voru pylsur og boðið upp á
16 fermetra súkkulaðiköku. Sett var
upp markaðstjald þar sem bæjarbúar
seldu handunna muni. Margar hljóm-
sveitir spiluðu á útisviði sem komið
var fyrir í Félagslundi. Mátti þar
hlusta á Modus domire, Concrete,
Arachnophobia, Álbandið, Hnakkana,
Out Loud, Dúkkulísur, SúEllen og
Nylon. Í grunnskólanum var mikil
barnaskemmtun þar sem Skoppa og
Skrýtla, Karíus og Baktus, Kalli á
þakinu og Jón Víðis töframaður
skemmtu börnunum.
Um kvöldið voru síðan stór-
tónleikar í Fjarðabyggðarhöllinni þar
sem fjöldi manns mætti. Þar var
mætt stórsveit ásamt Felix Bergs-
syni, Helga Björnssyni, Andreu
Gylfadóttur, Stefáni Hilmarssyni, Ei-
vöru Pálsdóttur, Birgittu Haukdal og
Björgvini Halldórssyni. Því næst tók
við Queen-sýning. Í dagskrárlok var
síðan fallhlífarstökk og listflug.
Eina með öllu Mikið af pylsum var grillað fyrir veislugesti og nutu þeir veitinganna. Jafnframt
var boðið upp á kandíflos, drykki og 16 fermetra súkkulaðiköku auk ýmislegs annars.
Trúðslæti Trúðurinn Wally spaugaði fyrir viðstadda en hann sérhæfir sig í fjölskyldu-
skemmtunum þar sem enska er ekki móðurmál. Brandarar hans voru fremur neðan beltis.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Leiðtogar framtíðarinnar? Grunnskólabörn á Reyðarfirði aðstoðuðu ráðamenn þjóðarinnar og forsvarsmenn Alcoa við að planta trjánum við álverið.
Margir fengu að gróðursetja en Alain Belda, stjórnarformaður Alcoa, sagði að athöfnin væri táknræn fyrir samstarf Alcoa við íbúa svæðisins.
Hoppedíhopp Ekki vantaði leiktæki fyrir börninn á opnunarhátíðinni.
Þessi unga stelpa lét sér ekki leiðast í hoppirólunni, enda ekki ástæða til.
Rosastuð Fjölmargir landsfrægir tónlistarmenn héldu stórtónleika í
Fjarðabyggðarhöllinni um kvöldið fyrir mikinn fjölda fólks
Gleði og glaumur á Reyðarfirði
í tilefni af opnun álvers Alcoa
Ekki vantaði fjörið á
Reyðarfirði um helgina
en þar var opnun álvers
Alcoa fagnað. Gunnar
Páll Baldvinsson var í
hátíðarskapi og fylgdist
með fagnaðarlátunum.
Morgunblaðið/Árni Torfason Morgunblaðið/Árni Torfason
Morgunblaðið/Árni Torfason
Morgunblaðið/Helgi Garðarsson