Morgunblaðið - 11.06.2007, Qupperneq 8
8 MÁNUDAGUR 11. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Á ALÞJÓÐAFLUGVELLINUM í
Pristina í Kosovo blaktir íslenski
fáninn við hún, ásamt fána Samein-
uðu þjóðanna. Allar skeytasending-
ar, svo sem flugáætlanir milli flug-
félaga og flugvallarins, fara í
gegnum íslenskt tölvukerfi, sem
staðsett er í Gufunesi, áður en þau
berast flugvallaryfirvöldum í
Pristina. Um þessar mundir eru 5 ís-
lenskir starfsmenn í Kosovo og ann-
ast þeir eftirlit með starfseminni,
auk þess sem þeir veita heimamönn-
um ráðgjöf um helstu þætti er varða
rekstur og endurbætur á flugvellin-
um. Til dæmis má nefna undirbúning
og útboð framkvæmda, þróun
rekstrarkerfa og ýmiss konar mæl-
ingar auk þess sem Flugstoðir bera
ábyrgð á allri flugumferðarstjórn á
flugvellinum. Þá er starfsleyfi flug-
vallarins gefið út samkvæmt heimild
frá Flugmálastjórn Íslands í sam-
ræmi við alþjóðlegar og íslenskar
reglugerðir.
Jákvæð afkoma 100 mkr.
Frá því að Flugmálastjórn, og síð-
ar Flugstoðir ohf., tóku við því hlut-
verki að beiðni Sameinuðu þjóðanna
að vera bakhjarl Pristina-flugvallar
hafa 6.300 vinnustundir verið unnar
af starfsmönnum þeirra í tengslum
við verkefnið og um 70 starfsmenn
hafa farið til Pristina til að sinna
þessum verkefnum. Flestar voru
vinnustundirnar árið 2005, þegar
umsvif Íslendinga á flugvellinum
voru hvað mest. Heildarvelta verk-
efnisins á þessum þremur árum er
um 1.150 mkr. og er talið að jákvæð
afkoma af því nemi um 100 mkr. þótt
enn sé of snemmt að spá fyrir um
endanlega niðurstöðu. Forstjóri
Flugstoða, Þorgeir Pálsson, segir
óeðlilegt að ræða um gróða í þessu
samhengi; staðreyndin sé einfald-
lega sú að Flugstoðir og Flugmála-
stjórn verði að hafa borð fyrir báru.
„Við fengum enga fjármuni frá hinu
opinbera í þetta verkefni og það hef-
ur alltaf legið fyrir að við mættum
ekki líða fjárhagslegt tap af þessari
starfsemi. Þessum rekstri fylgir hins
vegar ýmis áhætta, til dæmis gengis-
áhætta og svo hefur verið talsverður
órói á svæðinu, sem við verðum að
geta brugðist við ef í harðbakka
slær,“ segir Þorgeir. „Það sem er
fyrst og fremst eftirsóknarvert við
þetta verkefni og í raun helsti ávinn-
ingur okkar í Kosovo er að svona
verkefni gefa okkur færi á að auka
umsvif og reynslu, sem aftur gerir
okkur kleift að leysa okkar hefð-
bundnu verkefni betur en ella,“ segir
Þorgeir og skýrir mál sitt frekar: „Í
rekstri flugvallar- og flugumferðar-
þjónustu eru fjölmörg sérfræðileg
viðfangsefni sem menn þurfa að
kunna skil á. Á þessu sviði eins og
mörgum öðrum er mikilvægt að ná
ákveðnum lágmarksumsvifum til að
nýta betur og auka þekkingu fyrir-
tækisins og starfsmanna þess. Gríð-
arlegur ávinningur felst í þeirri
reynslu og auknu þekkingu, sem við
höfum fengið af verkefnum okkar í
Kosovo.“
„Hvetjandi á allan hátt“
Ekki er ljóst hvenær verkefnum
Flugstoða og Flugmálastjórnar í
Kosovo muni ljúka, en þó hefur það
alltaf legið fyrir að ákveðinn enda-
punktur væri á núverandi samningi
við Sameinuðu þjóðirnar, þar sem
markmiðið sé að heimamenn geti
tekið reksturinn að fullu í sínar
hendur. Að undanförnu hafa Flug-
stoðir því verið að draga saman segl-
in og fela heimamönnum æ veiga-
meira hlutverk í rekstri
flugvallarins. „Okkar fólk er í aukn-
um mæli í hlutverki stuðningsaðila,
sem kemur á staðinn til að ganga úr
skugga um að hlutirnir séu í lagi og
styðja við frekari uppbyggingu,“
segir Þorgeir. Við eigum reyndar
einnig aðild að stjórn flugvallarins
og beitum okkur á þeim vettvangi til
að þrýsta á um endurbætur á vell-
inum. Spurður um hvort möguleikar
séu á fleiri verkefnum utan land-
steinanna segir Þorgeir að það sé vel
hugsanlegt. Flugstoðir hafi um
nokkurt skeið unnið náið með utan-
ríkisráðuneytinu í sambandi við Ka-
búl-flugvöll en um tíma hafði ís-
lenska friðargæslan með höndum
yfirstjórn á rekstri flugvallarins.
Hann segir að Flugmálastjórn og nú
Flugstoðir hafi stutt verkefni Frið-
argæslunnar með því að láta í té lyk-
ilstarfsmenn sem fyrirtækið hafi
innan sinna raða. „Við höfum sent
fólk þangað til þess að vinna að heild-
aráætlun um það hvernig breyta
megi herflugvelli, sem Kabúl-flug-
völlur er í dag, í borgaralegan flug-
völl,“ segir Þorgeir. Hann kveður þó
ekkert ákveðið í þessum efnum, þótt
NATO hafi sóst eftir að Íslendingar
tækju þátt í verkefninu í Afganistan.
En hvaða hagsmuni skyldi opin-
bert hlutafélag hafa af því að fara út
fyrir landsteinana? „Það er mjög
hvetjandi fyrir starfsmenn og stjórn-
endur að taka þátt í þessum verk-
efnum. Það eru gerðar miklar kröfur
til sérþekkingar og reynslu starfs-
manna og svo fylgja þeim líka nýjar
áskoranir til að ná árangri í umhverfi
sem er ólíkt því sem við eigum að
venjast,“ segir Þorgeir. „Við getum
líka verið stolt af því að Sameinuðu
þjóðirnar skuli leita til Íslendinga til
að taka að sér verkefni eins og þær
gerðu vegna Kosovo. Það var ekki
sjálfgefið að smáþjóð eins og Ísland
gæti leyst það verkefni að breyta
herflugvelli í alþjóðlegan flugvöll í
fjarlægu landi og framandi um-
hverfi,“ segir Þorgeir. Þetta hafi tek-
ist vegna færni og harðfylgis starfs-
manna Flugmálastjórnar og
Flugstoða, sem hafi lagt sig alla fram
til að ná settu marki.
Ávinningurinn fólginn
í aukinni þekkingu
Ljósmyndir/Jóhannes Long
Samstarf Íslendingar ásamt albönskum samstarfsmönnum sínum.
Um 70 manns hafa farið á
vegum Flugmálastjórn-
ar, síðar Flugstoða ohf.,
til starfa á alþjóða-
flugvellinum í Pristina.
Friðrik Ársælsson ræddi
við Þorgeir Pálsson, for-
stjóra Flugstoða.
Flaggað Íslenski þjóðfáninn blaktir
við hún við flugstöðina í Pristina.
Í HNOTSKURN
»1. apríl árið 2004 tók Flug-málastjórn Íslands við rekstri
flugvallarins í Pristina af Ís-
lensku friðargæslunni.
»Flugmálastjórn var faliðstjórnsýslu- og eftirlits-
hlutverk á flugvellinum auk þess
sem henni var treyst fyrir rekstri
flugumferðarþjónustunnar.
»Flugumferðarþjónustan hef-ur frá ársbyrjun 2007 verið
rekin af Flugstoðum ohf. í kjöl-
far breytinga á rekstrarfyr-
irkomulagi Flugmálastjórnar.
»Flugstoðir hafa að und-anförnu verið að draga sam-
an seglin í Kosovo, en ekki er
ólíklegt að félaginu bjóðist þátt-
taka í öðrum verkefnum utan
landsteinanna.
fridrik@mbl.is
AÐEINS tekur 15-16 ár að greiða að
fullu það lánsfé, með vöxtum, sem
fjármagnar virkjanir Orkuveitu
Reykjavíkur. Eftir þann tíma eru þær
skuldlausar eignir Orkuveitunnar.
Þetta segir í fréttatilkynningu frá OR
vegna fréttar í Fréttablaðinu í fyrra-
dag, þar sem fullyrt er að virkjanir
Orkuveitunnar borgi sig ekki upp á 25
árum með raforkusölu til Helguvíkur.
Í tilkynningunni kemur fram að út-
reikningar á arðsemi samninga, eins
og þess um sölu til Helguvíkur, séu
flóknir því taka þurfi tillit til margra
þátta s.s. þróunar álverðs, gengis og
vaxta til langs tíma, auk meðhöndl-
unar á verðbólgu. OR sé hins vegar
með lánshæfismat og fjármagni fram-
kvæmdir hjá stórum alþjóðlegum
fjárfestingarsjóðum, sem allir leggi
mat á aðferðafræði OR við arðsemi
virkjanna.
Líftíminn a.m.k. 50 til 60 ár
„OR notar 10% ávöxtun eiginfjár
við 25% eiginfjárhlutfall sem lágmark
fyrir það hvort virkjað er fyrir stór-
notendur. Veginn fjármagnskostnað-
ur, WAAC OR, í þessu tilfelli er 6,25%
raun. Í tilfelli Helguvíkursamningsins
er ávöxtun eiginfjár með þessum for-
sendum um 13%.“
Áætlað er að líftími virkjana Orku-
veitunnar sé að minnsta kosti 50-60 ár
og jafnvel lengri í ljósi þess hve við-
hald þeirra er gott, samkvæmt til-
kynningu OR.
Langur
líftími
skuldlausra
virkjana
TVEIR þekktir
bloggarar, Pétur
Gunnarsson og
Andrés Jónsson,
hyggjast opna
nýjan fréttamiðil
á vefnum á næst-
unni. Aðspurður
sagði Pétur að
fréttamiðillinn
væri í undirbún-
ingi og að hann sjálfur ásamt Andr-
ési og nokkrum öðrum stæðu að hon-
um og vildu þeir með honum auka
fréttaflóruna á vefnum.
Pétur hefur haldið úti einni af
mest sóttu bloggsíðum landsins en
slóðin á henni er hux.blog.is.
Andrés hefur hins vegar bloggað á
slóðinni godsamskipti.blog.is og þyk-
ir víst að hann sé að baki vefnum
Orðinu á götunni, ordid.blog.is.
Nýr vef-
fréttamiðill
Pétur Gunnarsson
♦♦♦
MENNINGARHÁTÍÐ Seltjarn-
arness var haldin um helgina og
var hún sett á Bókasafni Seltjarn-
arness síðastliðinn föstudag. Á vef
Seltjarnarness kemur fram að há-
tíðin sé sú viðamesta hingað til og
að yfirskrift hátíðarinnar er „Sel-
tjarnarnesið, sjórinn og útgerð“.
Dagskráin var fjölbreytt og mik-
ið var um tónlistaratriði og voru til
dæmis fjörutónleikar á laugardag.
Jazzklúbburinn Neskaffi var með
dagskrá í félagsheimilinu og aðal-
númer kvöldsins var Jazztríó
Sunnu Gunnlaugsdóttur og með
henni lék norski saxófónleikarinn
Tore Brundborg. Jazztríóið HAG
kom einnig fram svo og Jazztríóið
HÚM.
Á myndinni sést hins vegar Aldís
Arna Pálsdóttir tromma á pott, en
það þarf ekki alltaf eiginleg hljóð-
færi til að skapa músík!
Fjörutón-
leikar og
djasstríó
Morgunblaðið/Eggert