Morgunblaðið - 11.06.2007, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚNÍ 2007 9
FRÉTTIR
Opið virka daga kl. 10-18 laugardaga kl. 10-16
• Engjateigur 5
• Sími 581 2141
Hörfatnaður
Sumarbústaðalóðir við Skorradalsvatn
Til sölu sumarbústaðalóðir við Skorradalsvatn (vatnalóðir)
í vel grónu kjarri vöxnu landi, hallandi mót suðri.
Áhugasamir sendi tölvupóst á netfangið
logsol@logsol.is innan 7 daga.
Einkatímar og
hóptímar í hinni
sönnu Pilates tækni.
Nánari upplýsingar um
tímatöflu, verð og
skráningu í netfang:
astrosgunnars@internet.is
Ekta Pilates í sumar
með Ástrós!
Eftir Jóhann A. Kristjánsson
MIKIL afföll urðu á keppendum í
þriðju umferð Íslandsmeistara-
mótsins í ralli sem fór fram á Suð-
urnesjum um helgina. Einungis tíu
keppendum af nítján, sem hófu
keppnina, tókst að komast í mark.
Ef til vill segir þetta eitthvað um
hversu erfitt rallið var. Sumir
keppenda vildu þó ekki meina að
það hefði verið sérstaklega erfitt og
því má einnig draga þá ályktun að
mörgum hafi hlaupið kapp í kinn og
þeir ofgert ökutækjum sínum og
sjálfum sér.
Þrír keppendur urðu að hætta
keppni eftir að hafa velt bílunum.
Mesta tjónið varð vafalaust hjá
Jóni Bjarna Hrólfssyni og Borgari
Ólafssyni en þeir kútveltu nýjum
Subaru Impreza-rallíbíl sínum á
hröðum kafla á Djúpavatnsleið.
Enn sigra systkinin
Daníel og Ásta
Daníel Sigurðsson og Ásta systir
hans bættu einni fjöður í viðbót í
hattinn en þau sigruðu í rallinu,
höfðu rúmlega tveggja mínútna
forskot á Sigurð Braga Guðmunds-
son og Ísak Guðjónsson. Systkinin
eru þá komin með níu stiga forskot
á Sigurð Braga og Ísak í keppninni
um Íslandsmeistaratitilinn.
Pétur S. Pétursson og Heimir S.
Jónsson, sem keppa á Toyota Co-
rolla, styrktu stöðu sína verulega í
Suðurnesjarallinu. Þeir eru nú með
21 stig í 200/Max1-flokki, sjö stig-
um á undan feðgunum Þórði
Bragasyni og Magnúsi. Í Max1-
flokki er forysta þeirra Péturs og
Heimis enn meiri. Þeir eru þar 17
stigum á undan næstu áhöfn og
verður það að teljast mjög gott
þegar eknar hafa verið þrjár um-
ferðir af sex keppnum Íslands-
meistaramótsins. Það verður fróð-
legt að sjá hvort þeim tekst að
tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn
í Max1-flokki í Skagafjarðarrallinu
sem fram fer 21. júlí.
Fengu sigurinn á silfurfati
Í Jeppaflokki juku bræðurnir
Guðmundur Orri og Darri
Mckinstry verulega forskot sitt en
þeir voru einu keppendurnir sem
náðu að klára í þetta sinn.
Faðir þeirra og bróðir, Þorsteinn
Mckinstry og Þórður Andri, færðu
þeim sigurinn á silfurfati þegar þeir
veltu á bryggjuleiðinni á föstudags-
kvöldið. Staða Guðmundar og Darra
er því orðin mjög vænleg og Þor-
steinn og Þórður verða að spýta
duglega í lófana ef þeir eiga að hafa
nokkurn möguleika í titilinn.
Þrjár veltur Þorsteinn Mckinstry og Þórður sonur hans veltu LandRover Tomcat-jeppa sínum á
bryggjuleið Suðurnesjarallsins um helgina.
Í loftinu Pétur S. Pétursson stendur Corolluna flata á Djúpavatnsleið en Pétur sló hvergi af í
Suðurnesjarallinu og hafði erindi sem erfiði.
Margir heltust
úr lestinni
Ljósmynd/Jóhann
Sigurreifir Pétur S. Pétursson og Heimir S. Jónsson voru kampakátir eftir
rallið enda náðu þeir tvöföldum sigri í því og styrktu stöðu sína verulega í
keppninni til Íslandsmeistaratitils.
Aðeins tíu kepp-
endum í Suður-
nesjarallinu tókst
að komast í mark
LÖGREGLAN á Seyðisfirði og
Eskifirði héldu úti sameiginlegu
umferðareftirliti á laugardaginn.
Þurfti meðal annars að hafa afskipti
af sautján ára pilti en bifreið hans
mældist á 149 km hraða í Fagradal,
þar sem hámarkshraði er 90 km.
Pilturinn var sviptur ökuleyfi til
bráðabirgða en samkvæmt upplýs-
ingum frá lögreglunni hefur hann á
þeim stutta tíma sem hann hefur
haft ökuréttindi verið tekinn tvíveg-
is fyrir of hraðan akstur.
Jafnframt var nokkuð um hrað-
akstur á Suðurnesjum um helgina.
Á laugardag voru t.a.m. þrír öku-
menn teknir fyrir að aka yfir leyfi-
legum hraða á Reykjanesbraut. Sá
er greiðast ók var mældist á 135
km hraða. Á brautinni er hámarks-
hraði hins vegar 90 km á klukku-
stund.
Sautján ára piltur
tekinn á 150 km hraða