Morgunblaðið - 11.06.2007, Side 10

Morgunblaðið - 11.06.2007, Side 10
10 MÁNUDAGUR 11. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Svona vertu ekki heldur að glápa, strákur, þetta var átaksverkefni Vegagerðarinnar og Siglingamálastofnunar til styrktar landsbyggðinni, löngu fyrir Marshall-hjálpina okkar. VEÐUR Svandís Svavarsdóttir kom með at-hyglisverðar upplýsingar um samstarf R-listaflokkanna í samtali við Morgunblaðið í gær. Svandís staðfestir það, sem áður höfðu verið rökstuddar grunsemdir um, að Össur Skarphéðinsson hafi látið svilkonu sína, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, standa frammi fyrir gerðum hlut, þegar hún varð forsætisráðherraefni Samfylking- arinnar fyrir kosningarnar 2003.     Svandís segir:„Þetta gerð- ist allt mjög hratt og ég held, að það séu engar deilur um það núna, að Össur hafi farið á undan Ingibjörgu í þessu máli. Hún réð ekki hraðanum á atburðarásinni og hlutirnir gerðust að mörgu leyti með meiri boðaföllum en gott var fyrir hana sem stjórn- málamann.“     Og Svandís bætir við: „Það dylstengum, sem þekkir Samfylk- inguna innan frá, að sú togstreita, sem þar hefur verið á milli fylkinga hefur verið flokknum afar erfið.“     Með þessum orðum staðfestirSvandís það, sem Morgunblaðið hefur haldið fram um erjur og illindi í forystu Samfylkingarinnar.     Svandís er í raun og veru að segja,að Össur hafi platað svilkonu sína. Ingibjörg Sólrún ætlaði ekki að hætta sem borgarstjóri á þeim tíma, sem hún gerði og sú atburðarás öll var henni bæði erfið og viðkvæm og engin spurning um að hún veikti hana pólitískt.     Hvað vakti fyrir Össuri?     Var markmið hans að veikja Ingi-björgu Sólrúnu með því að losa um hana í Ráðhúsinu? STAKSTEINAR Svandís Svavarsdóttir Hvað vakti fyrir Össuri? SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                           *(!  + ,- .  & / 0    + -                           12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (       !"                    :  *$;< ##                        !" #$#% *! $$ ; *! $ % #  # #  &  ' =2 =! =2 =! =2 $&% ( #) (* +#,! ("  2>         =       $ % # #! #   #%   ## (*- , ##  -   .% #  % # #! #   # ' /# (# #  #   ( - . ## ## - 6 2  .% #" 0 # #! #0    /# (#! ! # #(! 1 ! #  '(* (#! #*  #  *  #' ##$   (* - . ## ## /#  # ((# (* ( # ( - 20 ##33 ( ##4  !#) (* 3'45 ?4 ?*=5@ AB *C./B=5@ AB ,5D0C ).B - / / -5 - -  - - -5 5- - 6  6    / /5 / / / / / / / /5 / / /                    Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Egill Helgason | 9. júní 2007 Nýtt stöðutákn Einkaþotum hefur fjölgað ofboðslega und- anfarin ár. Þetta er nýjasta æðið meðal ríka fólksins. Á það hefur verið bent að þetta er ó-umhverf- isvænasti ferðamáti sem til er. Sá sem fer í einkaþotu skilur eftir sig koltvísýringsútblástur sem er marg- faldur á við venjulega flugfarþega. Þess vegna er ekkert að marka þá sem nota einkaþotur þegar þeir tala um umhverfismál. Meira: silfrid.blog.is Katrín Anna Guðmundsdóttir | 9. júní 2007 Karlremban deyi út Zero herferðin hefði getað skipað sér á bekk með allraflottustu her- ferðum okkar tíma því hugsunin á bak við hana er snilld. En í staðinn fyrir að búa til flotta og fyndna herferð var gerð illa íslenskuð og fordómafull herferð. Karlremban vill ólm setja sín fótspor á samtímann með óafmáanlegum hætti … Tom Cruise hvað, ég vona að karlremban deyi bráðum út! Meira: hugsadu.blog.is Pétur Gunnarsson | 10. júní 2007 Fagra Ísland Þennan sunnudags- morgun lítur miðborg Reykjavíkur út eins og óeirðir hafi átt sér stað í Bankastræti sl. nótt. Að vísu sé ég ekki bet- ur en rúður séu allar heilar en samt er gangstéttin þakin glerbrotum. Líklega voru þau gler- brot einu sinni bjórglös og vínglös Ætli þetta séu áhrif reykingabanns- ins? Gestir veitingahúsanna tolla síður innandyra og þar sem engin borð eru til að leggja frá sér glösin, þá eru þau bara látin falla, eða sett til hliðar og svo stígur einhver ofan á þau. Túristarnir … fara varlega, horfa forviða á ummerki næturinnar og reyna að varast að stíga á glerbrot. Maður sér á þeim að þeir eru að velta því fyrir sér hvað hafi hér verið á seyði? Þeir komu hingað til að eyða fríinu í hreinasta og óspilltasta landi í heimi !! Meira: hux.blog.is Stefán Friðrik Stefánsson | 10. júní 2007 Framsókn fer til vinstri Guðni Ágústsson, for- maður Framsókn- arflokksins, horfði fram á veginn til vinstrilit- aðrar framtíðar í flokknum og gerði upp hið liðna um leið í ræðu á miðstjórnarfundi. Þar var gert upp við tólf ára stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn og afhroðið í kosningunum 12. maí … Það er ljóst af ræðu Guðna að hann ætlar að leiða flokkinn til nýrra tíma, leiða hann í aðrar áttir en forverar hans, Halldór Ásgrímsson og Jón Sigurðsson, gerðu í formannstíð sinni. Horft er mjög ákveðið til vinstri í þeim efnum. Hann talaði mjög ákveðið í þá átt að samstaða flokksmanna hefði brostið og ennfremur gerði hann Íraksmálið að umtalsefni, mál sem hefur legið eins og mara á sál flokks- ins allt frá sumrinu 2003 og gerði að mjög áberandi leyti út af við pólitísk- an styrkleika Halldórs Ásgrímssonar í forsætisráðherratíð hans og fylgdi flokknum áfram eftir þó að Halldór yfirgæfi hið pólitíska svið, enda gerði Halldór ekki upp við málið í kveðju- ræðu á flokksþingi Framsókn- arflokksins í ágúst 2006. Guðni fór mjög ákveðið inn á öll helstu veikleikasviðin sem leiddu til kosningaósigursins í vor. Sagði hann að Framsóknarflokkurinn hefði tap- að kosningunum og þar væri aðeins við flokkinn sjálfan að sakast. Þarna kveður við nýjan tón hjá Guðna og meiri sjálfsrýni fólgin í þessum orðum en áður hefur verið á þessu vori. Þarna er horfið af braut alls tals um Baug og undarlegan orðaflaum um að eitt blað á vegum þeirra hafi markað stærstu þáttaskil flokksins í kosningunum, þegar vel er vitað að innri sundrung og átök voru stærsta ástæða afhroðsins. Guðni þorir að gera upp veiku hlið- arnar og um leið að horfa til nýrra tíma, hvernig hann geti gert þennan flokk að sínum við þessar vondu að- stæður. Það hefur aldrei farið leynt að Guðni féll ekki í kramið hjá svoköll- uðum Halldórsarmi, nánasta sam- starfsmannahópnum í valdatíð Hall- dórs Ásgrímssonar. Þegar kom að pólitískum endalokum Halldórs vildi Guðni ekki fara með honum og gerði tilraun til að taka flokkinn yfir. Þær tilraunir mættu harðri andspyrnu Halldórsarmsins sem tefldi Jóni Sig- urðssyni fram til ráðherrasetu og síð- ar formennsku, þó að hann væri eldri en Halldór Ásgrímsson. Guðni hélt þó sínum áhrifum er á hólminn kom og varð formaður án mótspyrnu við afsögn forverans. Meira: stebbifr.blog.is BLOG.IS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.