Morgunblaðið - 11.06.2007, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚNÍ 2007 15
MENNING
KIRKJUKÓR frá Örgryte í
Svíþjóð heldur tónleika í Ak-
ureyrarkirkju í kvöld kl. 20.
Tuttugu og fimm manns
syngja í kórnum. Efniskráin
samanstendur af verkum eftir
Jóhann Sebastian Bach og Jó-
hann Ágúst Söderman, fyrsta
tónskáld Svía af rómantísku
kynslóðinni. Söderman er
þekktur fyrir kórtónlist sína,
sem að stórum hluta er byggð
á þjóðlegri hefð, en einnig fyrir sönglög og leik-
hússtónlist. Alexandra Pilakouris leikur einleik á
orgel, en stjórnandi kórsins er Erlan Hildén. Að-
gangur á tónleikana er ókeypis.
Tónlist
Sænskur kór
syngur Söderman
Félagar í kórnum
frá Örgryte
MYNDSTEF auglýsir nú eftir
umsóknum um verkefnastyrki
og ferða- og menntunarstyrki á
vegum samtakanna.
Rétt til þess að sækja um
verkefnastyrki hafa allir
myndhöfundar.
Rétt til að sækja um ferða-
og menntunarstyrki hafa allir
félagsmenn Myndstefs.
Sérstök umsóknareyðublöð
eru á vef samtakanna
www.myndstef.is og þar eru einnig nánar skil-
greind þau atriði sem þurfa að koma fram í um-
sókninni ásamt reglum um úthlutun styrkjanna.
Umsóknarfrestur rennur út 3. ágúst 2007.
Myndlist
Myndstef auglýsir
eftir styrkjum
RAX með
ljósmynd
ÁRSFUNDUR Stofnunar
fræðasetra er haldinn á Hótel
Stykkishólmi í dag. Fundurinn
hefst kl. 10 og honum lýkur kl.
17. Á dagskrá verður fjöldi
áhugaverðra erinda um
menntun, rannsóknir, atvinnu-
líf og lífsgæði jafnt á krumma-
skuðum sem kjarnastöðum.
Fyrirlesarar eru Rögnvaldur
Ólafsson, Halldór Jónsson,
Stefanía G. Kristinsdóttir, karl
Benediktsson, Hjalti Þór Vignisson, Tómas Grét-
ar Gunnarsson, Jón Eðvald Friðriksson, Skúli
Sklúason, Siurborg Kr. Hannesdóttir og Helga
Jónsdóttir.
Fræði
Fræðasetur bera
saman bækur sínar
Frá
Stykkishólmi
Eftir Fríðu Björk Ingvarsdóttur
Eftir að hliðum Feneyja-tvíæringsins var lokiðupp fyrir almenningi ígær hurfu blaðamenn,
sýningarstjórar, safnarar og mynd-
listarmenn úr borginni og héldu
áfram til Basel í Sviss. Þar mun
stærsta myndlistarkaupstefna heims
standa næstu daga áður en fólk held-
ur áfram á rúntinum til Kassel í
Þýskalandi á Documenta-sýninguna,
er opnuð verður hinn 16. júní og síð-
an þaðan til Münster þar sem mikil
skúlptúrsýning hefst, er talin er
ákvarða að miklu leyti hvaða gildi
liggja til grundvallar list í almenn-
ingsrýmum á hverjum tíma fyrir sig.
Þótt tvíæringurinn í Feneyjum sé
einungis annað hvert ár, er hátíðin í
Kassel ekki nema fimmta hvert og sú
í Münster tíunda hvert, svo það er
mikið í lagt núna þegar þær reka
hver aðra í sama mánuðinum. Enda
kvartaði atvinnufólkið á götum Fen-
eyja mikið – reyndar með kampa-
vínsglasið í annarri hendi og „von-
gole“ í hinni – á milli þess sem það
grínaðist í hálfkæringi með það
hversu erfitt „dauðadeildir fjöl-
miðlanna“ (sem skrifa minning-
argreinar um fræga fólkið) myndu
eiga ef flugvél færi niður á leið yfir
Alpana, pökkuð heimsþekktum nöfn-
um valdamikilla einstaklinga.
Í íslenska myndlistarheiminum
hófst vertíð sumarsins auðvitað með
opnun Vatnasafnsins í Stykkishólmi
áður en haldið var til Feneyja, en það
er einstaklega ánægjulegt að verða
vitni að því hvernig sá viðburður hef-
ur spurst út í alþjóðlega listheim-
inum. Þá þrjá daga sem foropnanir í
síðustu viku stóðu var mikið spáð og
spekúlerað í hvaða þjóðarskáli væri
vænlegastur til vinnings. En þar sem
sú nýbreytni hefur verið tekin upp að
tilkynna ekki um vinningshafa fyrr
en í haust er ljóst að margir skálar
munu verða í umræðunni í sumar og
móta tilfinningu manna fyrir þróun
listanna. Listamenn umræddra skála
njóta því fyllilega ávinningsins af
þátttöku sinni því mörg dæmi eru
um það hvernig verk rjúka upp í
verði eftir vel heppnaða sýningu í
Feneyjum, auk þess sem þátttakan
getur skipt sköpum fyrir frama
manna að öðru leyti. Þessi ákvörðun
stjórnar tvíæringsins þykir einnig
gefa þeim þjóðum, sem eru utan að-
alsýningarsvæðisins, meiri mögu-
leika, en þær hafa sjaldan unnið til
verðlauna.
Það vakti nokkra eftirtekt hversu
margar konur voru fulltrúar þjóða í
ár, ekki síst þar sem Feneyjatvíær-
ingurinn hefur ætíð – ekki síst á því
tímabili þegar hann var undir list-
rænni stjórn Haralds Szeemann –
þótt mjög hallur undir karla.
Þannig vakti innsetning hinnar
frönsku Sophie Calle mikla athygli
en hún sýnir í verki sínu viðbrögð og
túlkun 107 kvenna við bréfi þar sem
elskhugi hennar slítur ástarsam-
bandi við hana. Útfærslur og skiln-
ingur kvennanna á bréfinu var mjög
margvíslegur og afhjúpaði áhuga-
vert kort yfir kvenlegt innsæi, til-
finningalíf og fjölbreytta, skapandi
farvegi. Þýðandi varpar einnig afar
athyglisverðu ljósi á innihald bréfs-
ins og þá túlkunarmöguleika á mann-
legum tilfinningum – hræsni, sjálf-
umgleði, einlægni, væntumþykju –
sem í því liggja. Meðal þeirra kvenna
sem tóku þátt í innsetningunni með
Calle eru m.a. Miranda Richardson
og Jeanne Moreau, auk kynfræðings
og sérfræðings Sameinuðu þjóðanna
í kvenréttindinum og siðfræði.
Skáli Póllands, sem að þessu sinni
var lagður undir risastóran skúlptúr
Moniku Sosnowska, var einnig á
margra vörum – og reyndar með því
besta sem undirrituð sá. Sosnowska
vakti fyrst athygli blaðamanns á
kaupstefnunni í Basel árið 2001 og
síðan í alþjóðlega sýningarskálanum
á Arsenale á Feneyjatvíæringnum
2003. Það að hún skuli hafa verið val-
in fulltrúi þjóðar sinnar í ár var því
afar ánægjulegt, enda stóð verk
hennar fyllilega undir væntingum.
Járnskúlptúrinn, sem leit út eins og
beyglað burðarvirki húsbyggingar,
var hvort tveggja í senn óður til mis-
heppnaðrar sköpunar og áminning
um veikleika innri byggingar sam-
félagsins. Óhjákvæmilega vakti sýn-
ing eins „óþægasta“ barns breska
listheimsins, Tracy Emin, mikla at-
hygli en hún sýndi teikningar, vatns-
litamyndir og málverk, auk áhrifa-
mikilla veggverka sem saumuð eru á
rúmfatnað. Verkin eru – eins og
hennar er vandi – sprottin úr per-
sónulegu lífi hennar; reynslu af því
að hafa verið misnotuð sem barn og
af fóstureyðingu sem hún fór í fyrir
nokkrum árum. Margir hafa haft orð
á því hversu kvenpólitísk verk þeirra
kvenna sem taka þátt í tvíæringnum
eru í ár og Emin lét hafa það eftir sér
í bresku pressunni að hún væri sann-
færð um að hafa verið valin vegna
þess að listhópurinn frægi sem kallar
sig Guerilla Girls [górillu/skærulið-
astúlkurnar] bentu á þá staðreynd í
gjörningi á síðasta tvíæringi að Afg-
anar hefðu boðið fleiri konum til
þátttöku í Feneyjum en Bretar í
gegnum tíðina.
Meðal annarra frægra kvenna úr
listheiminum, sem áttu verk í þjóðas-
kálum, var Isa Genzken í þýska skál-
anum, en konur áttu einni stóran
þátt í sýningum Tékkóslóvakíu,
Rúmeníu, Rússlands og Skotlands.
Nokkur umræða skapaðist um þá
ákvörðun listrænna stjórnenda
bandaríska skálans að sýna verk lát-
ins listamanns, Felix Gonzalez-
Torres. Tvíæringurinn hefur, með
örfáum undantekningum, verið álit-
inn vettvangur fyrir það nýjasta og
ferskasta í listheimi þjóðanna, og sú
ákvörðum að sýna verk löngu látins
manns mæltist því misjafnlega fyrir.
Það breytir þó ekki þeirri staðreynd
að Gonzalez-Torres var langt á und-
an sinni samtíð og sýningar á verk-
um hans hafa vakið athygli víða um
heim undanfarið. Ef til vill ekki síst
vegna þess hversu afhjúpandi verk
hans eru um rætur samtímalista í
hræringum áttunda og níunda ára-
tugarins.
Rúnti atvinnumannanna í Fen-
eyjum er lokið í bili; rauðu og epla-
grænu pokarnir, sem dreift var með
ítarefni í ár, eru hættir að sjást í
stríðum straumum á götum og veit-
ingahúsum. Menn eru farnir til Basel
á vit markaðsmöguleikanna – næstu
stoppistöð á eftir hugmynda-
fræðilegu uppbyggingunni sem á sér
stað á tvíæringunum.
Myndlistarrúnturinn mjakast áfram
Pólski skálinn Skúlptúr Moniku Sosnowska. Óður til misheppnaðrar sköp-
unar og áminning um veikleika innri byggingar samfélagsins.
DAVID Juritz,
fiðluleikar í Kon-
unglegu bresku
fílharmóníusveit-
inni, ætlar að
ferðast um heim-
inn næstu fimm
mánuði og halda
tónleika í 25 lönd-
um í góðgerð-
arskyni. Hann
stefnir að því að safna 500.000 pund-
um, um 63,7 milljónum króna, til
styrktar fátækum börnum í heim-
inum. Juritz er einn virtasti fiðlu-
leikari heims. Hann hóf tónleika-
ferðina í Lundúnum í fyrradag, á
lestarstöðinni Turnham Green.
Fiðluleikur
fyrir börnin
David Juritz