Morgunblaðið - 11.06.2007, Qupperneq 16
16 MÁNUDAGUR 11. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
VESTURLAND
Árleg MA-hátíð verður haldin í Íþróttahöllinni
á Akureyri laugardaginn 16. júní
Miðapantanir á Netinu til 13. júní - www.bautinn.muna.is - en tekið verður
við greiðslu og miðar afhentir í Höllinni 15. og 16. júní kl. 13.00-17.00.
Verð á hátíðina er 7.500 kr. nema fyrir eins árs stúdenta, þeir greiða 4.500 kr.
Húsið verður opnað kl. 18.00. Fordrykkur frá 18:00-18:45
Hljómsveitin Í svörtum fötum leikur fyrir dansi. Miðar á dansleik verða
seldir við innganginn, verð kr. 2.500.
Afmælisárgangar eru hvattir til að fjölmenna. Samkvæmisklæðnaður.
25 ára júbílantar MA - stúdentar 1982 - www.ma1982.blog.is
FJÖLMENNUM
Á MA-HÁTÍÐ
Borgarnes | Borgfirðingahátíð fór
fram núna um helgina og var því
mikið um að vera í Borgarfirði.
Borgarbyggð og Skorradalshreppur
stóðu í sameiningu að hátíðinni sem
orðin er að árvissum viðburði fyrri-
hluta júnímánaðar. Að þessu sinni
hafði Ungmennasamband Borg-
arfjarðar veg og vanda aF dag-
skránni og tvinnaðist IsNord-
tónlistarhátíðin með skemmtilegum
hætti inn í.
Forskot var tekið á sæluna þar
sem UMSB stóð fyrir göngu á Eld-
borg á fimmtudagskvöldinu auk
þess sem Stebbi og Eyfi héldu tón-
leika á Lyngbrekku. Á föstudeg-
inum var örlistahátíð í Safnahúsi
Borgarfjarðar þar sem opnuð var
ljósmyndasýning Ragnheiðar Stef-
ánsdóttur. Bakkabandið lék og söng
nokkur lög, vinningshafar í smá-
sagnakeppni UMSB lásu sögur sín-
ar og Margrét Jóhannsdóttir frá Há-
hóli rifjaði upp þjóðsögur úr
héraðinu. Um kvöldið fór fram
knattspyrnuleikur milli Skallagríms
og Álftaness í 3. deild og á Indr-
iðastöðum í Skorradal var bað-
stofukvöld þar sem tónlistarmenn á
vegum IsNord-tónlistarhátíðinnar
komu fram. Á laugardeginum var
frítt í sund eins og víða annars stað-
ar á landinu, og ungmenni frá sund-
félögunum stóðu fyrir léttum leikj-
um. Fjallganga á Hafnarfjall var á
vegum UMSB og eftir hádegið voru
ýmis atriði til skemmtunar á íþrótta-
svæðinu í Borgarnesi, m.a. útimark-
aður, söngatriði leikskólabarna,
götuleikhús vinnuskólans, hoppu-
kastalar, klifurveggur, kakó og
vöfflusala. Á Hvanneyri var handa-
vinnusýningin „Heimanmundurinn
sem villtist af leið,“ sýning á verkum
Ragnheiðar Sigurðardóttur frá
Kolsstöðum. Tónleikar voru í Borg-
arneskirkju á vegum IsNord-
tónlistarhátíðarinnar og kvikmynda-
sýning í Óðali. Um kvöldið voru úti-
tónleikar í boði Sparisjóðs
Mýrasýslu og voru þar ýmsir flytj-
endur, bæði heimamenn og aðkomn-
ir.
Mörgum þykir hápunktur Borg-
firðingahátíðar vera morgunmat-
urinn sem ætíð er í Skallagrímsgarði
á sunnudagsmorgninum. Svo var
einnig í ár en matvælafyrirtæki á
svæðinu bjóða upp á afurðir sínar.
Þá var útimessa kl. 11 að venju. Á
Miðfossum fór fram Gæðingakeppni
Faxa og var keppt í A-flokki, B-
flokki, barnaflokki, unglingaflokki
og ungmennaflokki. Á Hvanneyri
var einnig margt um að vera, t.d.
gröfufimi, stórbílaleikni auk þess
sem stórleikur var á milli Orkuveitu
Reykjavíkur og Borgarbyggðar í
furðufótbolta. Útitónleikar voru
haldnir í Grábrókarhrauni á vegum
IsNord.
Má segja að þessi fjölskylduhátíð
hafi sannarlega skapað sér sess í
menningarlífi Borgarfjarðar og nú
er hægt að hlakka til næsta árs!
Morgunblaðið/Guðrún Vala
Sykursætt Candy-flossið er ómiss-
andi en verra þegar það fer í hárið–
Orri Sveinn Jónsson ásamt syni sín-
um Baldri.
Ég skal Ung blómarós reynir sig við klifur.
Allir í kór Tónlistaratriði frá Leikskólunum - ,,Vertu til er vorið kallar á þig“.
Skemmtileg
Borgfirðingahátíð
LANDIÐ
HAFÍSSETRIÐ á Blönduósi var
formlega opnað almenningi á laug-
ardag en þetta er annað sumarið
sem safnið er opið og hafa viðtökur
verið góðar. Voru margir við-
staddir opnunina á laugardag.
Dr. Þór Jakobsson veðurfræð-
ingur kom færandi hendi við opn-
unarhátíðina en hann hafði með sér
brot úr borgarís sem hann ásamt
fleirum náði í á Scoresbysundi á
Grænlandi. Klakabrotinu var kom-
ið fyrir við veðurathugunarstöðina
sem er á safninu og er því ætlað að
bráðna ofan í svörð Hafíssetursins.
Ef menn vilja bera þetta mörg þús-
und ára ísbrot augum þá er rétt að
hafa hraðan á því hlýtt er í veðri og
mun ganga hratt á klakabrotið. Á
myndinni standa við klakabrotið
þau (f.v.) Erla Gunnarsdóttir, Lúð-
vík Blöndal, Þór Jakobsson, Jóna
Fanney Friðriksdóttir bæjarstjóri á
Blönduósi og Jóhanna Jóhann-
esdóttir, eiginkona Þórs Jak-
obssonar.
Erla Gunnarsdóttir er for-
stöðumaður Hafíssetursins á
Blönduósi og verður það opið alla
daga í sumar frá kl. 11-17.
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Búið að opna hafíssetrið á Blönduósi
Grímsey | Séra Magnús Gunnarsson
prestur á Dalvík lagði á sig sjö tíma
siglingu til að hafa barnamessu í
Miðgarðakirkju þar sem væntanleg
fermingarbörn aðstoðuðu við mess-
una. Sólin skein glatt og litlu börnin
lögðu frá sér leikföngin og héldu til
kirkju til að heyra Guðs orð. Virki-
lega gleðileg stund þar sem litla
fólkið lifði sig inn í boðskapinn eins
og börnum einum er lagið. Eftir
góða athöfn og spjall við væntanleg
fermingarbörn sigldi presturinn
séra Magnús heim á ný. Morgunblaðið/Helga Mattína
Sjö tíma sigling
vegna barna-
messu og ferm-
ingarfræðslu
ÞAÐ var þekkt hér á Blönduósi í lok tuttugustu ald-
ar að hún Ingibjörg Steinþórsdóttir, löngum kennd
við skólahúsið í Þingi, hefði ketti sína í bandi og
voru þær Ingibjörg og kötturinn hennar hún Dísa
vel þekktar í samfélagi A-Húnvetninga.
Að hafa kött í bandi var í huga Ingibjargar ill
nauðsyn því heyrnarskertur köttur kann ekki að
varast hættur umhverfisins.
Hún Eva Guðbjartsdóttir og kettlingur hennar
urðu á vegi fréttaritara og rifjaðist þá upp í huga
hans það sem áður er ritað og frá hefur verið sagt í
Morgunblaðinu í október 1993. Nú fjórtán árum
seinna endurtekur sagan sig og aftur sést köttur í
bandi norður í landi. Þessi uppeldisaðferð og eftirlit
með köttum er fuglum himinsins mikið gleðiefni og
ef fleiri fylgdu þessu fordæmi þessarar ungu konu
þá kæmust að minnsta kosti fleiri þrastarungar á
legg.
Köttur í bandi
norður í landi
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson