Morgunblaðið - 11.06.2007, Side 19
gæludýr
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚNÍ 2007 19
ÁLAFOSSHLAUPIÐ 2007
12. júní
Hlaupið verður frá Álafossi um austursvæði Mosfellsbæjar.
Vegalengdir verða tvær:
4 km = hlaup með ratleik (sveitir) kl. 19:15
og 9 km = hlaup kl. 19:00 - tímataka er í 9 km hlaupi.
Skráning og verð:
Skráning hefst tímanlega við Álafosskvosina í
Mosfellsbæ kl. 18:00.
Búningsaðstaða er við sundlaug Varmár
(Íþróttamiðstöð) frá kl. 18:00.
Fæðingarár 1994 og eldri = 1.000 kr.
Fæðingarár 1995 og yngri = 500 kr.
Fjölskyldur greiða = 2.000 kr.
Verðlaun og annað:
Allir sem ljúka hlaupi fá sérmerktan pening,
hlaupanúmer eru til útdráttar og verðlaun
verða veitt. Verslun og menning
Álafoss kvosar býður ykkur velkomin
fyrir og eftir hlaup.
Upplýsingar gefur Tryggvi Jónsson í síma 553 9301
Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur
join@mbl.is
E
inu sinni var amma
mín úti að labba með
Astró í bandi. Hann
sá þá allt í einu fugl
og tók á rás með
þeim afleiðingum að hún amma
mín fór úr axlarlið og þurfti að
keyra sjálfa sig svona á sig komna
upp á slysadeild. En Astró skamm-
aðist sín voðalega mikið eftir á,
enda er hann skynsamur hundur.
Hann vissi bara ekkert hvað hann
var að gera, greyið,“ segir Manon
Anna Victoria Robertet, sem verð-
ur tíu ára í sumar og var að ljúka
4. bekk í Vatnsendaskóla.
Manon var mikið búin að tuða
um að fá hund þegar hún allt í
einu fékk Astró í átta ára afmæl-
isgjöf fyrir tæpum tveimur árum,
en þá kom Astró, sem nefndur er
eftir stjörnu, til hennar aðeins
tveggja vikna gamall úr sveit og
öllu minni en hann er í dag. „Ég
var svo glöð því þetta var mín
heitasta ósk að fá hund. Mamma
mín fór með hann á hlýðn-
inámskeið og síðan hefur Astró
verið ákaflega kurteis hundur og
veit nákvæmlega hvað hann má og
hvað ekki. Hann geltir að skugga-
legum mönnum og vaktar húsið
okkar nokkuð vel, en geltir svo
líka af kæti þegar hann sér ætt-
ingja mína og vinkonur.“
Gaman með bolta og bein
„Astro er blanda af bordier-
collier og íslenskum fjárhundi og
hefur ljúfa lund. Honum þykir gott
að kúra í körfunni sinni á kvöldin í
sjónvarpsherberginu og er mikil
kelirófa. Honum hundleiðist ef
hann er skilinn eftir aleinn heima
og vill miklu frekar vera í bílskott-
inu ef við þurfum að bregða okkur
af bæ. Á milli dúra þarf hann að
hreyfa sig nokkuð reglulega yfir
daginn. Við förum með hann út að
labba þrisvar til fjórum sinnum á
dag og svo finnst honum alveg
svakalega gaman að leika sér með
bolta og plastbein. Þó hann eigi
fullt af dóti, er hann afar nískur á
það og gæti glefsað óvart ef ein-
hver vogar sér að taka dótið hans
þó hann týni sjálfur stundum
dótinu sínu úti. Astró þykir ein-
staklega góður varnarhundur þeg-
ar hann er úti á fótboltavelli með
okkur krökkunum enda má segja
að hann sé boltasjúkur. Svo finnst
honum líka gaman að reyna sig í
reiptogi og í eltingaleik,“ segir Ma-
non.
Veikur fyrir drullupollum
Astró fékk að borða tvisvar á
dag á meðan hann var hvolpur, en
núna hefur málsverðum verið
fækkað niður í einn eftir að hann
fullorðnaðist. Matseðillinn sam-
anstendur af þurrum hundamat,
sem bragðbættur er með AB-mjólk
á morgnana til að mýkja mallakút-
inn.
Manon segir að Astró sé svolítið
veikur fyrir drullupollum og kom-
ist hann í tæri við þá sé fjandinn
laus því þá velti hann sér upp úr
þeim. „Einu sinni hvarf hann til
dæmis og kom svo heim drullugur
upp fyrir haus, og það á sjálfum
afmælisdeginum sínum þegar hann
varð tveggja ára, 11. maí sl. Hann
hafði fengið sér göngutúr niður í
Elliðaárdal þar sem hann fékk ær-
lega drullu-útrás. Það tók okkur
heilan klukkutíma að smúla hann
með garðslöngunni þegar hann
skilaði sér heim.
Ég myndi sko alls ekki vilja
missa Astró og er harðákveðin í að
eiga alltaf hund. Reyndar myndi
ég alveg vilja eiga hest líka, en það
er óneitanlega talsvert meiri
ábyrgð sem fylgir því. Þegar ég
verð stór, finnst mér svolítið
freistandi að gerast sveitakona og
hafa fullt af dýrum í kringum
mig,“ segir Manon að lokum.
„Astró er boltasjúkur“
Morgunblaðið/G.Rúnar
Prakkari Astró er dálítið veikur
fyrir drullupollum.
Vinir Manon Anna Victoria Robertet var búin að tuða um að fá hund þegar hún allt í einu fékk Astró í átta ára afmælisgjöf fyrir tæpum tveimur árum.
tali fjálglega um
nauðsyn þess að
draga úr loftmeng-
un, m.a. með bætt-
um almennings-
samgöngum,
virðast þeir haldnir
þeirri meinloku að
það sé brýnasta
verkefni þeirra í
umhverfismálum að
vernda náttúruna
frá fuglum. Þessi
þráhyggja er
óskiljanleg.
x x x
Víkverji gladdistþegar hann las
stefnuyfirlýsingu nýju rík-
isstjórnarinnar, sem boðar stór-
átak í samgöngumálum og aukna
áherslu á umferðaröryggi og al-
menningssamgöngur. Stjórnin
hyggst „beita sér sérstaklega
fyrir úrbótum á samgöngukerfi
höfuðborgarsvæðisins“. Vonandi
stendur hún við þetta loforð og
hefur vit fyrir meirihluta borg-
arstjórnarinnar.
x x x
Borgarstjórnin stendur sig þóágætlega á öðrum sviðum,
til að mynda menntamálunum.
Dóttir Víkverja greindist með
ódæmigerða einhverfu og Asper-
ger-heilkenni fyrir rúmu ári og
hann er mjög ánægður með þá
þjónustu sem hún hefur fengið í
skólanum hennar, Árbæjarskóla.
Kennarar og aðrir starfsmenn
skólans hafa veitt stúlkunni og
fjölskyldu hennar mikinn stuðn-
ing, t.a.m. hefur stúlkan notið
góðs af aðstoð þroskaþjálfara og
fylgst er með henni í frímín-
útum. Vinnubrögð starfsfólks
skólans einkennast af mikilli fag-
mennsku og alúð og eru til fyr-
irmyndar.
Rúmt ár er núliðið frá því að
sveitarstjórnakosn-
ingar fóru fram
með tilheyrandi
bjartsýni stjórn-
málamanna sem sáu
tækifæri í hverju
horni og lofuðu öllu
fögru.
Allir flokkarnir í
Reykjavík lögðu þá
meðal annars
áherslu á mikilvægi
þess að efla al-
menningssam-
göngur í borginni.
Þáverandi meiri-
hluti í borgarstjórn
hafði unnið stórvirki með nýju
leiðakerfi strætisvagna sem bætti
þjónustuna til muna fyrir allan
þorra farþeganna.
Fjölmiðlar gerðu lítið úr þessu
leiðakerfi með því að elta uppi
kverúlanta, sem fundu því auðvit-
að allt til foráttu. Fulltrúar þá-
verandi minnihluta tóku undir
þetta stagl og töluðu fjálglega
um hvernig þeir hygðust efla al-
menningssamgöngurnar.
Nú eru þessir sömu menn við
stjórnvölinn og vinna hörðum
höndum að því að efla almenn-
ingssamgöngurnar með því að
skerða þjónustuna.
x x x
Ráðamönnunum í Reykjavíkvirðist vera sérstaklega í
nöp við Árbæinga. Árbærinn og
Selásinn eru t.a.m. einu stóru
hverfin sem eru ekki með beina
strætisvagnatengingu við Kringl-
una og gamla miðbæinn. Árbæ-
ingar þurfa því að taka tvo stræt-
isvagna til að komast í stóra
skóla og vinnustaði á há-
skólasvæðinu, landspítalasvæðinu
og miðborginni.
Þótt ráðamennirnir í borginni
víkverji skrifar | vikverji@mbl.is
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111