Morgunblaðið - 11.06.2007, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 11.06.2007, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚNÍ 2007 21 man, 2-3 ök kyrrð- að á 2-3 ku verki, rts! samveru- r, heldur samveru- okallaðan endum í Hlutverk æður og enda og í að jafna r til bóta ið ef eitt- Skilningur – ekki refsingar – til að breyta atferli Önnur meginstoðin í starfi skól- ans er áhersla á skilning. Karl: „Í samskiptum almennt er það yfirlýst hjá okkur að við byggjum á skilningi og erum ekki að rífast og skammast eða dæma og fordæma. Við viljum frekar að skilningur aukist til þess að hegð- un breytist. Við aukum líkurnar á því að hver einstaklingur taki ákvörðum um eigin athafnir – ef hann skilur meira. Það er raun- hæfasta atferlisbreytingin.“ Anna: „Við höfum til dæmis al- veg tekið út sérstaka refsipunkta eða sambærileg kerfi til að ýta burt óæskilegri hegðun. Við veit- um að vísu enn viðurkenningar. En ekki bara fyrir besta náms- árangurinn, heldur einnig fram- farir og árangur í verkgreinum, sem og bóklegum fögum.“ Að gera allt framúrskarandi vel – umdeildur hornsteinn Þriðji hornsteinn skólans er að nemendur geri eitthvað gott fyrir samfélagið eða umhverfið, og sá fjórði er að nemendur geri allt sem þeir taka sér fyrir hendur framúrskarandi vel. „Við höfum fengið hvað oftast athugasemdir við þann hornstein,“ bendir Karl á. „Foreldrar hafa til að mynda spurt hvort í því felist að gera upp á milli nemenda: að raða þeim eftir einhverri röð. Við nálgumst þennan hornstein út frá því að við hvetjum alla nemendur til að leggja allt sitt í hlutina. Geri þá eins vel og þeir geta.“ Anna: „Sumu fólki finnst vera of mikið keppnissjónarmið í orða- laginu. Að það hljóti að verða sig- urvegarar og taparar. En við er- um ekki að vinna eftir þeirri merkingu.“ Karl: „…og höfum aldrei starf- að þannig.“ Finnst ykkur að ykkar áhersla hafi komist til skila? Karl: „Ég held að þetta hafi komið þannig út að þegar við ósk- um eftir því að nemendur leggi verkefni sín fram, þá er lagt upp úr því að við sýnum ekkert af okk- ur annað en það sem er fram- úrskarandi gott, þ.e.a.s. við leggj- um allan okkar metnað í að gera það framúrskarandi vel. Við förum ekkert í framhaldinu að bera fólk saman. Með tímanum skilar þessi áhersla sér í dugnaði og þraut- seigju og inn í nám nemenda.“ Anna: „En þessu fylgja nátt- úrlega líka auknar kröfur til kenn- ara, því að við ætlumst til mikils af okkar kennurum og sumir finna til pressu af þeim sökum.“ Karl: „Kennarar hafa nefnt það að þó að ekki sé pressa á yfirborð- inu, þá finna þeir alveg undiröld- una í þessu. Við ætlumst til mikils af sjálfum okkur, það er ekkert flóknara en það.“ Eykst pressan eða minnkar við að fá Íslensku menntaverðlaunin? „Hún eykst,“ segir Karl hik- laust. „Kastljósinu verður beint meira að okkur. En við höfum nú aldrei verið með flugeldasýningar eða stór orð um eigið ágæti, þann- ig að ég hef engar áhyggjur af því að fá verðlaunin. Þetta er bara vindur í seglin og hvatning til að gera enn betur. Verðlaunin hafa líka þá þýðingu fyrir okkur að þau efla okkur sem skólasamfélag og þá sem standa að því: foreldra, starfsmenn, nemendur, stjórnvöld og samstarfsaðila. Þau efla okkur sem hóp.“ Anna: „Já, og vonandi fá orð okkar meira vægi, þegar hugað er að næstu skrefum í uppbyggingu skólans. Að við höfum meira að segja um það hvernig það verður gert.“ Virkt samstarf við foreldra nauðsynlegt Karl og Anna leggja einnig mikla áherslu á virkt samstarf við foreldra í skólastarfinu, og sem mesta aðkomu þeirra að því. Þau eru sammála um að samstarfið við foreldrana hafi verið upp á við, og vel hefur gengið að miðla upplýs- ingum til foreldra, til að mynda í gegnum sérstakt fréttablað skól- ans, auk þess sem skólinn hefur vel uppfærða heimasíðu. Karl: „Við gefum út nákvæmar upplýsingar um námsstöðu nem- enda, annars vegar útfrá fögunum samkvæmt markmiðum aðalnám- skrár, og hins vegar um okkar gildismat um vinnubrögð, sam- skipti og viðhorf nemenda. Við höfum kappkostað að gefa sífellt greinarbetri upplýsingar. Einnig höfum við tekið upp á því meðal nemenda 3.-6. bekkjar að bjóða upp á að kennarar heim- sæki foreldra og nemendur í stað hefðbundins foreldraviðtals í skóla. Þetta gerum við því nem- endur bekkjanna taka þátt í sér- stöku tilraunaverkefni um einstak- lingsmiðaða kennsluhætti.“ Umræða um sérþarfir á undanhaldi Það kerfi sem unnið er með í Hrafnagilsskóla hafa starfsmenn skólans komið sér upp með því að aðlagast erlendum fyrirmyndum, þar á meðal bandarískum hug- myndum um svokallað „character education“-nám, sem byggist á dygðakennslu. Þau fóru einnig í sérstaka kynningarferð til Ind- lands fyrir nokkrum árum. Anna: „Þá fengum við ákveðnar hugmyndir og sáum hvað hægt var að gera við ótrúlegar aðstæð- ur.“ Rekstrarform skólans er annars að engu leyti frábrugðið öðrum grunnskólum landsins og tekjur skólans koma frá sveitarfélaginu, þ.e. Eyjafjarðarsveit. Skólastjór- arnir segja þó skólann hafa notið velvildar sveitarfélagsins, og að jafnan hafi verið komið til móts við hann eftir rökstuddum grein- argerðum og þarfagreiningum. Anna: „Fyrir vikið höfum við getað tekið vel á móti nemendum með fatlanir og komið til móts við þeirra þarfir.“ Og við það bætir Karl: „Það er það sem er gott við einstaklingsmiðunina. Þessi hug- takanotkun um sérþarfir og sér- kennslunemendur og fleira í þeim dúr er á undanhaldi. Nú erum við bara að koma til móts við einstak- lingana. Á meðan sumir þurfa mikið, þurfa aðrir minna umfram það sem hópkennslan býður upp á.“ Hafið þið getað fylgst með nem- endum ykkar eftir að þeir útskrif- ast héðan? Anna: „Ekki eins og við vildum. En ef við getum kennt krökk- unum að læra: að draga út meg- inatriði og taka ábyrgð á því sem þau gera, þá held ég að nám á öðru skólastigi verði engin hindr- un.“ Karl: „Það sem virðist gagnast meginþorra nemenda í framhalds- skóla er ekki endilega gáfur og meðfæddir hæfileikar, heldur dugnaðurinn. Við höfum verið að draga hring utan um, aðallega hjá unglingastiginu og segja þeim það hreint út: Það er þetta sem stend- ur með ykkur þegar þið farið eitt- hvað annað. Það að hafa ætlað sér eitthvað, brett upp ermarnar og lagt í vinnu.“ t framúrskarandi vel Hjálmar S. Brynjólfsson umst til mikils af sjálfum okkur, það er ekkert flóknara en það,“ segja þau Karl Frí- Anna Guðmundsdóttir aðstoðarskólastjóri Hrafnagilsskóla. ið sem er að sem eim að æði próf tið.“ astjóri legu erkefnis il að rófa og ar marg- ir fara í sama þankaganginn, þá gerist svo margt. Menn fá hug- myndir og prófa þær, og svo koma aðrir í kjölfarið og prófa þær líka. Þetta er það sem gerist á þróunarstiginu. Vandinn er hins vegar að festa hugmyndirnar í sessi. Það er aðalvandi skólaþró- unar, og ekki bara skólaþróunar heldur starfsemi stofnana og fyr- irtækja almennt.“ rðir verða enda ppunni og segir frá því hvað hann lærði. Samverustundir og bekkjar-fundir nemenda í skól-anum, sem telur 200 nem-endur, gera það að verkum að nemendur venjast því að segja sínar skoðanir, tjá sig og tala fyrir framan hóp. Líklega er það skýringin á því hve öruggir nemendur skólans hafa verið í að koma fram. Þannig má nefna til dæmis að þeir hafa verið áberandi á prufum fyrir Leikfélag Akureyrar á sýn- ingum þar sem börn fara með hlut- verk. Nokkrir nemenda Hrafna- gilsskóla fóru með aðalhlutverk í uppfærslu Leikfélags Akureyrar á Óliver árið 2004 (þar á meðal var einn í hlutverki Ólivers sjálfs). Og í 15 barna hópi sem valinn var til að leika í sýningunni Óvitar sem ráð- gert er að LA sýni næstkomandi vetur, eru 6 úr Hrafnagilsskóla, sem er hátt hlutfall samanborið við að stærri grunnskóla er að finna á Akureyri. Gróska í tónlistinni Að auki er tónlistaruppeldi nátengt starfi skólans. Allir nemendur 1.-4. bekkjar læra á hljóðfæri, og er kennslan tengd starfi Tónlistar- skóla Eyjafjarðar. Eftir forskólann, sem miðast við fyrstu þrjá bekkina, fá nemendur fjórða bekkjar að velja sér hljóðfæri til að læra á yfir veturinn sér að kostnaðarlausu. Þessi áhersla skólans, og nána sam- starf við Tónlistarskólann, hefur skilað sér í mikilli grósku, þannig að nú eru reknar nokkrar hljóm- sveitir innan skólans, auk um 20 nemenda barnakórs. „Nemendur eru frekar öruggir með sig og ég get nefnt sem dæmi að það var dálítið ótrúleg sjón fyrir skemmstu að sjá nemendurna í 1. bekk flytja fyrirlestur um álftir og grágæsir, standandi með prik í hendi við mynd af vatni sem þau voru búin að gera sjálf og segja frá og útskýra fyrir 120 öðrum börn- um hvað felst í oddaflugi og hreið- urgerð,“ segir Anna aðstoð- arskólastjóri. Nemendur eru ófeimnir við að koma fram og tjá skoðanir sínar Upprennandi Allir nemendur fjórða bekkjar fá hljóðfæri að eigin vali til að læra á og þeim að kostnaðarlausu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.