Morgunblaðið - 11.06.2007, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 11.06.2007, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚNÍ 2007 23 ÍSLENDINGAR eru minntir á það þessa dagana að allt á sín tak- mörk. Þorskstofninn er að nálgast sögulegt lágmark og stærð hrygn- ingarstofnsins er aðeins um helm- ingur þess sem talið er að gefi há- marks afrakstur. Nýliðun síðustu sex árin hefur verið slök og með- alþyngd allra aldurshópa þorsks er í sögulegu lágmarki. Þess vegna er þörf á að draga saman þorskveiðar um þriðjung næsta fiskveiðiár og lækka veiðiálagið niður í 20% nú þegar. Þetta er ráðgjöf Hafró sem byggð er á bestu fyrirliggjandi þekkingu. Bjöllur hringja ekki að- eins á Íslandsmiðum heldur allt í kring: Færeyjar, Norðursjór og Nýfundnalandsmið, þar sem nær algjört þorskveiðibann hefur verið í gildi um 15 ára skeið eftir hrun stofnsins 1991. Enn heyrast þó raddir hérlendis sem að dæmi strútsins og Litlu gulu hænunnar vilja skella skolla- eyrum við því sem við blasir. Í þeim hópi eru nokkrir talsmenn hagsmunahópa, fyrirtækja og byggðarlaga svo og stjórn- málamenn með sjávarútvegs- ráðherrann í fararbroddi. Ofnýtingunni verður að linna Pólitískar ákvarðanir um nýt- ingu þorskstofnsins fylgja kunn- uglegu mynstri. Í orði státa menn sig af góðri fiskveiðistjórnun en þegar staðreyndir og vísbendingar um stöðu auðlindarinnar stangast á við óskhyggjuna er náttúran lát- in bera vafann, þvert á alla skyn- semi og varúðarsjónarmið. Ráða- menn ætla seint að finna rétta tímann fyrir nauðsynlegt aðhald í veiðum. Almennt má þó segja að skilningur sé ríkari hér meðal al- mennings og hagsmunasamtaka á samhengi veiða og afraksturs en gerist hjá öðrum þjóðum. Af þeim sökum ættu stjórnmálamenn að hafa stöðu til að fylgja ráðgjöf eig- in sérfræðistofnana. En reynslan sýnir að herslumuninn hefur vant- að og safnast þegar saman kemur. Sjálfsblekking er ríkur þáttur í eðli manna og virðist innbyggð í hugsunarhátt veiðisamfélaga. Samhliða stöðugt ágengari tækni býður slíkt hættunni heim. Þeim mun brýnna er að þekking- arviðleitni ráði för og gögn sem máli skipta séu uppi á borðinu en ekki stungið undir stól. Fyrirfram ákveðið heildaraflamark segir eng- an veginn alla sögu, því að raunafli í þorski hefur um árabil reynst meiri en fyrirfram gefin forskrift. Veiðihlutfallið undanfarin ár hefur þannig orðið nær 30% en 25% þeg- ar upp var staðið. Þar koma til margs konar ívilnanir, undanskot og innbyggt ofmat, þekktir þættir sem hægt er að sjá fyrir og taka með í reikninginn. Þessum leik verður að linna. Stjórnvöldum ber að fylgja framkominni ráðgjöf og jafna niður byrðunum af réttsýni og ábyrgð. Rödd með reynslu að baki Á sjómannadaginn 3. júní sl. birti Morgunblaðið viðtal við Krist- ján Pétursson togaraskipstjóra sem hefur hálfrar aldar reynslu að baki við margskonar veiðar. Hann talar þar í senn yfirvegað og tæpi- tungulaust. Kjarninn í því sem Kristján miðlaði lesendum í þessu viðtali var að hann teldi veiðar síð- ustu árin hafa verið allt of miklar og of mikið verið gert af því að veiða ætið frá þorskinum, þ.e. loðnu, rækju og kolmunna. Hann telur að við höfum lengi veitt of mikið og fiskurinn geti hvergi dul- ist á landgrunninu. – Það er ekki ónýtt fyrir stjórnmálamenn sem þurfa að taka á honum stóra sínum að fá slík orð í veganesti frá þraut- reyndum sjómönnum þegar taka þarf framsýnar en umdeildar ákvarðanir. Sjálfsagt og nauðsynlegt er að ræða frekar um æskilegar breyt- ingar á óréttlátu fiskveiðistjórn- unarkerfi með framsali veiðiheim- ilda og öðrum ágöllum og binda í stjórnarskrá ákvæði um meðferð auðlinda hafsins. Það tekur hins vegar óhjákvæmilega tíma að vinna slíkum breytingum fylgi auk þess sem gera verður ráð fyrir að- lögunartíma. Framsal fiskveiði- heimilda og sú „einka- væðing“ sem ástunduð hefur verið í hálfan annan áratug hefur tekið sinn toll og skýr- ir stóran hluta af fjár- málaumsvifum banka og fyrirtækja hér- lendis, einnig í marg- lofaðri útrás. Tilhögun veiða og verndun og nýting svæða innan fiskveiðilögsögunnar er annað stórmál sem þarfnast stefnumörk- unar og kallar jafnframt á mar- gefldar hafrannsóknir. Þörfin á auknu fjármagni í þessu skyni blasir við, ekki síst nú, þegar væntingar um viðgang helstu nytjastofna hafa ekki gengið eftir. Varúðarnálgun í fiskveiðum Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur markað sér skýra stefnu í sjávarútvegs- málum þar sem í senn er horft til auð- lindaverndar, byggðasjónarmiða og breytinga á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Í stefnu Vinstri grænna sem kynnt var í nýafstaðinni kosningabaráttu undir yfirskriftinni Græn framtíð segir m.a.: „Við framkvæmd sjálfbærrar sjávarútvegsstefnu ber að taka mið af alþjóðasáttmálum og sam- þykktum. Ákvæði þeirra á að festa í sessi með því að lögfesta mik- ilvæga þætti er varða m.a. var- úðar- og vistkerfisnálgun í fisk- veiðum.“ Varúðarnálgun snertir veiðar úr einstökum tegundum og aflareglur svo og skilgreiningu og lögfestingu á líffræðilegum hættumörkum. – Um leið og reynt er að rjúfa víta- hring liðinna ára er brýnt að festa í sessi slík viðmið sem varða und- irstöðuþætti fyrir velferð þjóð- arinnar. Þorskurinn og ákvörðun um heildarafla Hjörleifur Guttormsson skrifar um þorskstofninn og fiskveiðistjórnunarkerfið » Stjórnvöldum ber aðfylgja framkominni ráðgjöf og jafna niður byrðunum af réttsýni og ábyrgð. Hjörleifur Guttormsson Höfundur er náttúrufræðingur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.