Morgunblaðið - 11.06.2007, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚNÍ 2007 25
Samúðar og
útfaraskreytingar
Bæjarhrauni 2 • sími 565 0300
Hafnarfirði
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og
langamma,
GUÐRÚN RÓSA SIGURÐARDÓTTIR
frá Hælavík,
Löngubrekku 47,
Kópavogi,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð
fimmtudaginn 31. maí, verður jarðsungin frá
Kópavogskirkju mánudaginn 11. júní kl. 11.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarsjóð Sunnuhlíðar.
Fyrir hönd aðstandenda:
Karl Hjartarson , Ragnheiður Hrefna Gunnarsdóttir,
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir,
Lilja Hjartardóttir,
Sigrún Hjartardóttir
Guðmundur Hjartarson, Þórhalla Jónsdóttir,
Stefanía Hjartardóttir, Helgi Hrafnsson,
Gunnhildur Hjartardóttir,
Ingibjörg Hjartardóttir,
Skarphéðinn Þór Hjartarson, Guðrún Sigríður Loftsdóttir,
Fríða Á. Sigurðardóttir, Gunnar Ásgeirsson,
Guðný Sigurðardóttir, Hallbjörn Björnsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
INGILEIF BRYNDÍS HALLGRÍMSDÓTTIR,
Lynghaga 13,
Reykjavík,
lést 29. maí að hjúkrunarheimilinu Sóltúni. Útförin
fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn
12. júní kl. 13.00.
Hallgrímur Gunnarsson, Steinunn Helga Jónsdóttir,
Gunnar Snorri Gunnarsson,
Áslaug Gunnarsdóttir, Þór Þorláksson,
og barnabörn
✝
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
SVANHVÍT ÓLAFSDÓTTIR
frá Suðureyri við Súgandafjörð,
sem andaðist 25. maí á heimili sínu, Hjúkrunar-
heimilinu Sóltúni í Reykjavík, verður jarðsungin
frá Bústaðakirkju 12. júní kl. 15.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Styrktar-
félag vangefinna.
Gunnar Pálsson, Hafdís Pálmadóttir,
Friðbert Pálsson, Fanney Gísladóttir,
Leó Pálsson, Ingunn Þorleifsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝ Ólöf Ólafsdóttirfæddist 19. júlí
1921 að Syðra-Velli í
Gaulverjabæja-
hreppi. Hún lést á
Gjörgæsludeild
Landspítalans við
Hringbraut 2. júní
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Margrét Steins-
dóttir, f. 17.5. 1890,
d. 18.12. 1970, og
Ólafur Sveinsson, f.
15.1.1889, d. 17.7.
1976. Systkini Ólafar
eru Sigursteinn f. 6.8. 1914, Guðrún
f. 30.7. 1915, Sveinbjörn, f. 17.10.
1916, Ólafur, f. 30.10. 1917, d. 12.7.
2005, Ingvar, f. 23.6. 1919, Gísli, f.
25.5. 1920 (dó nokkurra vikna gam-
all), Guðfinna, f. 19.7. 1922, Krist-
ján, f. 4.8. 1923, Soffía, f. 8.8. 1924,
Margrét, f. 29.9. 1925, Sigurður, f.
19.2. 1928, Gísli (yngri), f. 1.4. 1929,
d. 2.5. 1991, Aðalheiður, f. 4.9. 1930,
Jón, f. 24.9. 1931 og Helgi, f. 2.8.
1934. Að Ólöfu genginni eru 12
systkina hennar á lífi.
Ólöf kvæntist í júní 1941 fyrri
manni sínum Ingólfi Pálssyni, f.
og b) Ólöf , f. 28.10. 1997.
Ólöf ólst upp á Syðra-Velli í
stórum systkinahóp við öll venjuleg
sveita- og heimilisstörf eins og tíðk-
aðist í þá daga. Hún hleypti heim-
draganum skömmu eftir fermingu
og fór til Reykjavíkur í vist og var
þar virkur þátttakandi í starfi
KFUM &K á þeim tíma.
Hún réðst í vist til sæmd-
arhjónanna sr. Árelíusar Níelssonar
og konu hans en hann hafði þá tekið
við Eyrarbakkaprestakalli ásamt
Stokkseyri og Gaulverjabæ.
Sama ár og Ólöf kvæntist Krist-
mundi hófu þau búskap á Eyr-
arbakka og bjuggu þar í 9 ár, lengst
af í Skjaldbreið. Fluttu þaðan í
Kaldaðarnes og bjuggu þar einn
vetur. Á fardögum 1954 fluttu þau
að Hamri í Gaulverjabæjarhreppi
þar sem þau bjuggu blönduðu
sveitabúi allt til ársins 1963 en þá
fluttu þau á Selfoss og bjuggu
lengst af á Tryggvagötu 12. Ólöf
vann öll algeng sveita- og húsmóð-
urstörf þar til hún fluttist á Selfoss.
Þá hóf hún störf við Sjúkrahús Suð-
urlands í einhvern tíma og fór síðan
yfir á Ljósheima þar sem hún vann
þar til hún varð 70 ára, eða í tæpa 3
áratugi.
Útför Ólafar verður gerð frá Sel-
fosskirkju í dag, 11. júní, og hefst
athöfnin kl. 13.30.
10.8. 1914. Hann fórst
í sjóslysi á Stokkseyri
í október sama ár.
Seinni manni sínum
kvæntist hún 11.11.
1944, Kristmundi Sig-
fússyni frá Egilstað-
arkoti, Villingaholts-
hreppi, f. 12.6. 1909,
d. 16.5. 1983. Þau
eignuðust 3 syni. 1)
Ingólf, f. 21.6. 1944,
kvæntur Elínu Magn-
úsdóttir, f. 4.8. 1944.
Dóttir þeirra Svava
Kristín, f. 17.2. 1963.
Börn hennar a) Elín Edda, f. 17.8.
1989 og b) Jóhanna, f. 30.8. 1993.
Sambýlismaður Svövu er Ásgeir
Sigurvaldason 2) Eyjólf, f. 12.8.
1951, kvæntur Jóhönnu Þorsteins-
dóttur, f. 19.2. 1956. Börn þeirra
eru a) Óli Rúnar, f. 21.2. 1977,
kvæntur Ragnhildi Hauksdóttur, f.
9.7. 1976. Börn þeirra eru Jasmín
Ásta og Eyjólfur Snær. b) Unnur, f.
8.11. 1984, unnusti Ástmar Karl
Steinarsson. 3) Ólaf Grétar, f. 3.2.
1958, kvæntur Halldóru Ósk-
arsdóttur, f. 10.6. 1962. Börn þeirra
eru a) Kristmundur, f. 28.11. 1990
Elsku mamma.
Það er einkennileg tilfinning að
vera að skrifa um þig minningarorð.
Þig, sem varst alltaf svo hress og eng-
an hefði grunað að þú ættir svona
stutt eftir ólifað þegar við Ella heim-
sóttum þig um miðjan maí í nýju íbúð-
ina í Grænumörkinni sem þú hafðir
flutt inn í fyrir rúmum tveim árum og
hafðir allt til alls, meira að segja upp-
þvottavél sem var þér alveg nýtt. Það
hljómar grimmt, en það er víst það
eina sem er öruggt í lífinu er að við
kveðjum öll þennan heim og höldum á
vit eilífðarinnar, enginn veit bara hve-
nær nema Guð einn. Fyrstu minning-
ar mínar um þig eru frá Eyrarbakka
þegar ég sofnaði með handklæði sem
kodda á eldhúsgólfinu í Skjaldbreið.
Þú skammaðir mig ekki mikið þegar
ég kom hundblautur úr fjörunni
nokkrum sinnum á dag. Man þegar
þú varst að kenna mér góðar kvöld-
bænir sem trufluðust af vélahljóðum
umhverfisins. Mér er líka í fersku
minni að þú rakaðir Villa gamla á
Ásabergi í nokkur ár eftir að hann
hætti að geta það sjálfur. Það var eitt
af fjölmörgum góðum göfugum verk-
um sem þú vannst og varst ekki að
miklast af. Ég á góðar minningar úr
sveitinni, þar varstu á heimavelli. Ég
hefði ekki viljað missa af þeim tíma
þegar ég fékk tilsögn þína í sveita-
störfum, bæði í útistörfum og einnig
meðhöndlun matvæla að gömlum sið.
Tæknin var rétt handan við hornið og
ég fékk aðeins innsýn í hvernig grasið
var slegið með orfi og ljá og rakað
með hrífu, líkt og gengnar kynslóðir
höfðu gert. Fátt færði okkur meiri
gleði en að vakna að morgni í það sem
pabbi kallaði „brakandi þerri“ og sjá
fram á að hægt væri að koma heyi í
hlöðu og allir voru ánægðir að kvöldi
þrátt fyrir blöðrur í lófum eftir rakst-
urinn. Ég man líka að þú varst ánægð
með nýja húsið á Hamri þegar við
fluttum inn haustið ’57 eftir að hafa
verið í súðarbaðstofu tvo vetur. Hef á
tilfinningunni að þér hafi alltaf liðið
vel á Tryggvagötunni, með fínan garð
sem þú notaðir óspart og ræktaðir
matjurtir og blóm. Þú slóst ekki slöku
við í eldhúsinu, því meðfram vinnu
lengst af var nóg að gera að gefa öll-
um að borða, sem var nokkuð oft, því
að ekki var óalgengt að matur/kaffi
væri á borðum fimm sinnum á dag og
ég man ekki eftir neinum kvörtunar-
tón. Það væri synd að minnast ekki á
allar hannyrðirnar þínar þó að þú haf-
ir ekki viljað gera mikið úr þeim. Þær
spanna allt frá stórum veggmyndum
niður í smæstu vettlinga og allt þar á
milli. Þú varst ótrúlega dugleg að
ferðast með félögum eldri borgara og
erlendis, nú síðast á Spáni fyrir þrem
árum þar sem þú varst hress og kát.
Það sem lifir lengst og er hlýjast í
minningunni um þig er öll sú um-
hyggja sem þú sýndir okkur öllum og
hvað þú gerðir þitt til að fjölskyldan
ætti góðar stundir saman. Við sem
eftir lifum söknum þín og þökkum þér
fyrir þitt líf, það gaf okkur öllum
bjartar minningar um góða konu.
Minningin um þig mun lifa.
Ingólfur.
Ólöf Ólafsdóttir
Fleiri minningargreinar um Ólöfu
Ólafsdóttur bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
✝ Aðalbjörn Stef-ánsson fæddist í
Reykjavík 22. júní
1955. Hann lést á
líknardeild LSH í
Kópavogi 31. maí
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Stefán Aðalbjörns-
son, f. 20. júlí 1918,
d. 26. september
1991 og Sigurlaug
Guðmundsdóttir, f.
10. janúar 1928, d.
10. maí 1977. Systk-
ini Aðalbjörns eru
Fanney, f. 6. febrúar 1946, Laufey
Ninna, f. 22. maí 1950, Eygló, f. 7.
júní 1952, Aðalbjörn, f. 15. febrúar
1954, d. 28. febrúar 1954, Anna
1975, sambýlismaður Jóhann Þór
Sigfússon, þau eiga tvö börn, Theo-
dór Bjarka og Tinnu Björgu. Sam-
an áttu þau soninn Stefán, f. 25.
febrúar 1981, sambýliskona Helga
Irma Sigurbjörnsdóttir. Sonur
Stefáns og Unnar Svanborgar
Árnadóttur er Viktor Ísar.
Aðalbjörn ólst upp í Árbænum
og flutti síðan í gamla hverfið sitt
aftur 1994. Aðalbjörn fór snemma
út á vinnumarkaðinn, meðal annars
stundaði hann sjómennsku eða allt
til ársins 1983. 16. ára fór hann á
Bakkafoss svo ekki sé minnst á
Gullfoss sem hann var mjög stoltur
af. Einnig vann hann hin ýmsu
störf í landi, lengst af starfaði hann
sem sendibílstjóri hjá Bílanausti
(N1) eða allt til dauðadags.
Aðalbjörn verður jarðsunginn
frá Árbæjarkirkju í dag og hefst at-
höfnin
klukkan 13.
Björg, f. 16. júlí 1957,
Guðmundur Helgi, f.
20. janúar 1961 og
Guðni Falur, f. 5.
febrúar 1963.
Eiginkona Að-
albjörns er Sig-
urbjörg Ernudóttir
og hófu þau búskap
1979 á Þórsgötu í
Reykjavík og giftu sig
31. desember 1985.
Fyrir átti hann soninn
Einar Stefán, f. 14.
júlí. 1975, sambýlis-
kona Signý Ingva-
dóttir, þau eiga þrjú börn, Alexand-
er Alvin, Óttar Má og Nínu
Ingibjörgu. Fyrir átti Sigurbjörg
dótturina Ernu Kristínu, f. 29. apríl
Kveðja frá eiginkonu
Þú gafst mér gjöf,
gjöf hamingjunnar á hverjum degi.
Þú gafst mér ást þína án skilyrða.
Með hjarta mitt í þinni umsjá,
mun ég aldrei villast.
Né velta fyrir mér,
hvað ást er í raun og veru.
Því ég veit núna að það þýðir svo margt.
Skilningur og umhyggja í gegnum bæði
góðu og slæmu dagana.
Að deila tilfinningunum
hvort sem þær eru í gleði eða sorg.
Að vera til staðar fyrir hvort annað
í gegnum hlátur eða grát.
Að standa við hliðina á hvort öðru
til æviloka.
Mín eina ósk er að
vera nærri þér ástin mín.
Á hverjum degi bið ég þess,
að þú munir ætíð,
hver mín tilfinning er til þín.
(Höf. ók.)
Þín
Björg.
Elsku pabbi minn.
Þegar þú kynntist mömmu var
ég aðeins þriggja ára gömul og þú
tókst mér eins og þinni dóttur,
gerðir allt með mér sem mig lang-
aði til, sérstaklega að fara niður að
tjörn og út á róló.
Árið 1995 var ég í Boston, þá
hittumst við í Flórída og þar héld-
um við saman upp á afmælin okk-
ar, þú 40 ára og ég 20 ára, þið
mamma eltuð uppi alla skemmti-
garðana sem hægt var að fara í,
bara fyrir okkur litlu börnin ykkar.
Sérstaklega þótti þér gaman að
fara með mömmu í mínígolf og var
það líka frekar fyndið þar sem hún
hitti aldrei kúlunni ofan í, alveg
sama hversu nálægt hún var, þessi
ferð var sú skemmtilegasta sem ég
hef upplifað með fjölskyldu minni.
Ég man svo vel eftir því þegar
Theodór fæddist, þá biðuð þið
Stefán eftir að fá að sjá litla auga-
steininn. Ég gleymi aldrei hvað þú
varst ánægður þegar þú fékkst
hann í fangið og kallaðir hann mos-
ann þinn og ekki að ástæðulausu,
svo hárprúður og fallegur drengur.
Þú varst ekki bara afi hans held-
ur líka besti vinur, og segja má að
þú hafir gengið honum í föður stað.
Hann var ekki orðinn margra
vikna gamall þegar þú skráðir
hann í Arsenalklúbbinn og klæddir
hann í rétta búninginn og horfðir á
leiki með hann í fanginu enda er
hann búinn að vera Arsenal-dreng-
ur síðan.
Ég antisportistinn, eins og þú
kallaðir mig oft, átti aldrei von á
því að ég færi með ykkur á völlinn
en það tók þig ekki langan tíma að
breyta því og nú fer ég á völlinn
með börnin mín eins og ég hafi
aldrei gert neitt annað.
Þegar voraði var Theodór
klæddur í appelsínugulan galla og
rölt á völlinn allt sumarið. Þér
þótti það mjög sárt þegar ég tók
þá ákvörðun að flytja til Noregs
með litla augasteininn þinn, þið
fylgduð okkur upp á flugvöll og var
sú kveðjustund alveg hrikalega
erfið og mamma þurfti að keyra í
bæinn vegna þess að þú grést svo
mikið á leiðinni heim. Það var allt-
af gaman að fá ykkur í heimsók-
n.Og Theodór kom líka oft til ykk-
ar á sumrin og var í langan tíma í
senn. Pabbi, svo varst þú svo
ánægður þegar við fluttum aftur
heim. Þegar ég kynntist honum
Jóa mínum þá var hann pabbi
minn mjög ánægður. Og svo þegar
ég sagði honum að ég væri ólétt og
gengi með stelpu þá var hann svo
glaður að fá litla prinsessu til að
dúlla sér með. Svo fæðist litla
Tinna Björg 24. janúar og voruð
þið mamma og Theodór Bjarki
ekki lengi að koma og skoða litlu
snúlluna. Verst þykir mér að þú
hafir ekki fengið að njóta hennar
lengur því hún var aðeins tveggja
vikna þegar þú veiktist, mikið get-
ur lífið verið ósanngjarnt. Ég á eft-
ir að sakna þess að síminn minn
hringi kl. 7 og þú segir, ertu vökn-
uð?
Kveðjustundir eru mér slæmar
með sanni eru þær.
Mér sárnar þig að kveðja
því þú ert mér svo kær.
Allt annað vil ég gera
en að þurfa að kveðja þig
ég læt oft sem þú sért nærri
það er smá huggun fyrir mig.
Þegar ég horfi á eftir þér fara
þá verð ég svo rosa sár
ég get ekki þig kvatt
án þess að komi tár
(Katrín Ruth)
Þú ert ljósið í lífi mínu.
Ég mun ávallt elska þig
Þín dóttir
Erna Kristín.
Aðalbjörn Stefánsson
Fleiri minningargreinar um Að-
albjörn Stefánsson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.