Morgunblaðið - 11.06.2007, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚNÍ 2007 29
pennavinir
ritstjorn@mbl.is
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Vinnustofan opin frá kl. 9-16.30.
Viðtalstími hjúkrunarfræðings frá kl. 9-11. Boccia kl.
10. Félagsvist kl. 14.
Árskógar 4 | Bað kl. 8-16, handavinna kl. 9-12,
smíði/útskurður kl. 9-16.30, félagsvist kl. 13.30.
Dalbraut 18-20 | Brids alla mánudaga í sumar frá
kl. 13 í félagsmiðstöðinni að Dalbraut 18-20.
Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrifstofan Gull-
smára 9 er opin mánudaga og miðvikudaga kl. 10-
11.30. S. 554 1226. Skrifstofa FEBK í Gjábakka er
opin á miðvikudögum kl. 13-14. Félagsvist er spiluð í
Gullsmára á mánudögum kl. 20.30, en í Gjábakka á
miðvikudögum kl. 13 og á föstudögum kl. 20.30.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids spilað kl. 13.
Kaffitár með ívafi kl. 13.30.
Félagsheimilið Gjábakki | Handavinna kl. 9, leið-
beinandi verður til hádegis. Lomber kl. 13. Canasta
kl. 13.15. Heitt á könnunni og heimabakað meðlæti
til kl. 16.
Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Kl. 9.05 postu-
línsmálun, kl. 10 ganga, kl. 11.40 hádegisverður, kl.
13 handavinna, kl. 20.30 félagsvist FEBK.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Æfing í Ás-
garði kl. 9 fyrir landsmót kvenna. Garðaberg opið
kl. 12.30-15.
Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9-16.30 vinnustofur
opnar. Frá hádegi spilasalur opinn. Á morgun kl.
13.30 „Mannrækt trjárækt“ gróðursetning í Gæða-
reit, eldri borgarar og leikskólabörn, á eftir er kaffi-
húsastemning í Hraunborg. Allir velkomnir. S.
575 7720.
Hraunbær 105 | Kl. 9 kaffi, spjall, dagblöðin. Kl. 9-
16.30 opin vinnustofa. Kl. 10-11 bænastund. Kl. 12-
12.30 hádegismatur. Kl. 15 kaffi.
Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 9-11, Sóley Erla. Böð-
un fyrir hádegi. Frjáls spilamennska kl. 13-16. Fóta-
aðgerðir s. 588 2320.
Hæðargarður 31 | Allir velkomnir. Morgunganga
alla morgna kl. 9. Gönguferðir í stað leikfiminnar.
Púttvöllur opnaður bráðlega. Félagsvist á mánu-
dögum. Ferð í Strandarkirkju 14. júní. S. 568 3132,
asdis.skuladottir@reykjavik.is.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Handverks- og bóka-
stofa kl. 13. Kaffiveitingar kl. 14.30. Sumarferð um
Reykjavík kl. 13. Uppl. í síma 552 4161. Allir vel-
komnir.
Vesturgata 7 | Kl. 9-16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir.
Kl. 9.15-15.30 handavinna. Kl. 9-10 boccia, Sigurrós
(júní). Kl. 11-12 leikfimi, Janick (júní-ágúst). Kl. 11.45-
12.45 hádegisverður. Kl. 14.30-15.45 kaffiveitingar.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 9, morg-
unstund kl. 9.30, boccia kl. 10, hárgreiðslu- og fóta-
aðgerðarstofur opnar frá kl. 9, handavinnustofa
opin allan daginn, frjáls spilamennska kl. 13-16.30.
Þórðarsveigur 3 | Kl. 10 félagsráðgjafi (annan
hvern mánudag til 18. júní). Kl. 13 leikfimi (Bergþór).
Kl. 14 boccia (Bergþór).
Kirkjustarf
Áskirkja | Djákni Áskirkju verður með morgunsöng
á Dalbraut 27, kl. 9.30 í dag.
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Áskirkja
Pennavinur | Ungur Sviss-
lendingur sem er mikill
áhugamaður um Ísland óskar
eftir íslenskum pennavini.
Vitus Castelberg
Aspermonstr. 28
CH-7000 Chur
Switzerland
MORGUNBLAÐIÐ
birtir til kynningar um
afmæli, brúðkaup, ætt-
armót og fleira lesendum
sínum að kostnaðarlausu.
Tilkynningar þurfa að
berast með tveggja daga
fyrirvara virka daga og
þriggja daga fyrirvara
fyrir sunnudags- og
mánudagsblað.
Samþykki afmælisbarns
þarf að fylgja afmæl-
istilkynningum og/ eða
nafn ábyrgðarmanns og
símanúmer.
Hægt er að hringja í síma
569-1100, senda tilkynn-
ingu og mynd á netfangið
ritstjorn@mbl.is, eða
senda tilkynningu og
mynd í gegnum vefsíðu
Morgunblaðsins,
www.mbl.is, og velja lið-
inn „Senda inn efni“.
Einnig er hægt að senda
vélritaða tilkynningu og
mynd í pósti. Bréfið skal
stíla á
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Hádegismóum 2
110 Reykjavík.
dagbók
Í dag er mánudagur 11. júní, 162. dagur ársins 2007
Orð dagsins: Drottinn er hlutskipti mitt og minn afmældi bikar; þú heldur uppi hlut mínum. (Sálm. 16, 5.)
Tónlist
Akureyrarkirkja | Sænskur
kirkjukór frá Örgryte kl. 20. Kór-
inn samanstendur af 25 söngv-
urum í blönduðum röddum og
flytur efni eftir J.S. Bach og A.
Söderman. Tónleikarnir hefjast kl.
20. Frítt inn.
TÁKNRÆNAR vatnslitamyndir og raunsæjar ljósmyndir eru á sýningu Hlífar Ásgríms-
dóttur sem verður opnuð á Mokka kaffi í dag. Vatnslitamyndirnar fjalla á táknrænan hátt
um „plastískan sköpunarkraft náttúrunnar“, jarðtengd form renna saman við lausbeislaða
orku þannig að úr verður táknræn sköpun, að sögn listakonunnar. Líta ber á verkin sem
einskonar hugsjónastefnu.
Ljósmyndirnar, aftur á móti, sýna umbreytingu plasts sem skilið hefur verið eftir á víða-
vangi umvafið gróðri og náttúru.. Sýningin á Mokka stendur til 9. ágúst.
Hlíf Ásgrímsdóttir opnar í dag sýningu á verkum sínum á Mokka kaffi
Plastískur sköpunarkraftur
ÚT ER komin hjá Máli og
menningu bókin Horn-
strandir – Gengið um eyði-
byggðir frá Snæfjalla-
strönd til Ingólfsfjarðar,
eftir Pál Ásgeir Ásgeirsson,
blaða- og útivistarmann.
Áður hefur Páll sent frá
sér ýmsar ferða- og göngu-
leiðabækur, s.s. bækurnar
Bíll og bakpoki, Hálend-
ishandbókin, Útivist-
arbókin og Gönguleiðir.
Hornstrandir eru einstæð
og svipmikil náttúruperla
sem verður flestum sem
þangað koma afar hjart-
fólgin. Þar er landslagið
ægifagurt og harð-
neskjulegt og ýmsar nátt-
úrumyndir þar sannkallað
furðuverk sem heillað hafa
kynslóðir um aldir, segir í
fréttatilkynningu.
Í bókinni er fjallað um
allar helstu gönguleiðirnar
á svæðinu og gefin ráð um
hvaðeina sem að ferðalag-
inu lýtur.
Gönguleiðir á
Hornströndum Ekki Reyðarfjörður
ÞAU tæknilegu mistök urðu við birt-
ingu á grein um formlega opnun nýs
álvers á Reyðarfirði í Morg-
unblaðinu á laugardag að mynd af
Seyðisfirði birtist í stað Reyð-
arfjarðar. Beðist er velvirðingar á
mistökunum.
LEIÐRÉTTING
Vantaði kafla í viðtal
við Margréti Kjart-
ansdóttur
Í innlitsviðtali við
Margréti Kjart-
ansdóttur eiganda
Marimekko sl.
laugardag í Dag-
legu lífi féll kafli úr
viðtalinu vegna
tæknilegra mis-
taka. Beðist er vel-
virðingar á mistök-
unum og kaflinn
birtur hér.
En hver er Margrét
Kjartansdóttir?
Þeir eru ófáir sem þekkja hana sem
Margréti í Míru og nú í seinni tíð
sem Margréti í Marimekko, enda
rekur hún Marimekko-verslunina á
Laugavegi. Míru rak hún hins vegar
í ein sjö ár og seldi þar húsgögn sem
hún flutti inn frá Austurlöndum í gá-
mavís, t.d. einn gám á viku eða 52
gáma alls árið 2000! Nú handfjallar
hún léttari og fínlegri hluti en hús-
gögnin voru, hannaða og framleidda
af frændum okkar Finnum.
„Ég hef búið í Skuggahverfinu í
tvö ár og er afskaplega ánægð.
Lengi bjó ég í blokk Sólheimunum
og líkaði vel. Síðar flutti ég í raðhús í
Vatnsendalandi, rétt við Elliðavatn-
ið. Þar var garðurinn alveg að ganga
af mér dauðri, hann var stór, gróð-
urinn mikill og vinnan gífurleg. Mér
fannst ég vera komin hringinn þegar
ég flutti hingað enda þarf ég ekki á
neinni jarðtengingu að halda.“
Hurðirnar
þvælast ekki fyrir
Íbúðin er um 120 fermetrar og öll
opin, nema baðherbergið. Sams kon-
ar íbúðum í húsinu er skipt í þrjú
herbergi, stofu og eldhús, en Margét
fékk Guðbjörgu Magnúsdóttur inn-
anhúsarkitekt til að hanna skipulag
og innréttingar. Eldhúsið er til
hægri þegar komið er inn í íbúðina
og baðherbergið til vinstri og fyrir
því er eina hurðin í íbúðinni fyrir ut-
an hurðina fram á ganginn
Margrét
Kjartansdóttir
ÞING Verkstjórasambands
Íslands var haldið á Ísafirði
31. maí til 2. júní. Í ályktun
skorar þingið á Alþingi að
breyta skattalögum þannig
að skattheimta af lífeyris-
bótum verði 10% og leggja
þannig sitt af mörkum til að
bæta afkomu aldraðra.
Fleiri ályktanir voru sam-
þykktar, meðal annars er
skorað á Alþingi að endur-
skoða lög um vinnuslys og
skaðabótarétt. Þá er skorað
á ráðamenn þjóðarinnar að
sjá til þess að borgurum
verði ekki mismunað í heil-
brigðiskerfinu eftir aldri.
Skattheimta
af lífeyr-
isbótum
verði 10%
STOFNFUNDUR Íslenska mats-
fræðifélagsins (Icelandic Evalua-
tion Association) var haldinn 15.
maí sl. Félagið er fagfélag há-
skólamenntaðra matsfræðinga á
Íslandi. Hlutverk félagsins er með-
al annars að skapa vettvang fyrir
faglega umræðu um matsrann-
sóknir sem og að kynna matsfræð-
in og stuðla að vexti og viðgangi
þeirra á Íslandi.
Í aðal- og varastjórn félagsins
voru kjörnir: Björk Ólafsdóttir,
stundakennari við Háskóla Ís-
lands, Margrét Friðriksdóttir,
skólameistari Menntaskólans í
Kópavogi, Halldóra Pétursdóttir,
leikskólastjóri, Laufskálum, Sigur-
borg Matthíasdóttir, konrektor
Menntaskólans við Hamrahlíð,
Ólafur H. Jóhannsson, aðjúnkt við
Kennaraháskóla Íslands, Sigríður
Sigurðardóttir, deildarstjóri
Vatnsendaskóla og Oddný Harð-
ardóttir, bæjarstjóri í Garði.
Stofnaðild að félaginu verður opin
til 15. júní.
Íslenska
matsfræði-
félagið
stofnað
FRÉTTIR
Samtök áhugafólks um atferl-isgreiningu á Íslandi (SATÍS)og Greiningar- og ráðgjaf-arstöð ríkisins hafa boðið hing-
að til lands dr. Shahla Ala’i-Rosales ,
Ph.D., BCBA sem er sérfræðingur á
sviði atferlismeðferðar á einhverfu.
Hún mun halda opinn fyrirlestur í
Salnum 19. júní kl. 14 og námskeið í
Gerðubergi 20. júní kl. 9 til 16.
Bætt tengsl við barnið
Kristín Guðmundsdóttir er í und-
irbúningshópi SATÍS og fyrrverandi
nemandi dr. Rosales: „Vandamál við fé-
lagsleg samskipti eru ein stærsta hindr-
unin sem einstaklingar með einhverfu
og fjölskyldur þeirra þurfa að kljást við.
Einhverfa lýsir sér meðal annars í erf-
iðleikum með tjáningu og tal, og getur
það stundum leitt af sér hegðunarvanda
þar sem barnið notar óæskilega hegðun
til að tjá sig,“ segir Kristín. „Dr. Rosa-
les er með doktorsgráðu í þroskasál-
fræði og hefur í yfir 20 ár rannsakað at-
ferlismeðferð fyrir börn með einhverfu
og ætlar á námskeiðinu 20. júní að
kenna foreldrum og fagfólki að efla
tengslin við börnin.“
Sem vísindagrein skoðar atferlis-
greining lögmál hegðunar og tengsl við
umhverfið: „Á þeim grundvelli kennir
dr. Rosales leiðir til að efla þroska
barnanna og kenna þeim mikilvæga
færni,“ segir Kristín. „Hún leggur mikla
áherslu á að nýta þau tækifæri sem
skapast í daglegu lífi til að kenna börn-
unum, og líka að bregðast rétt við þegar
börnin reyna að tjá sig.“
Fyrirlesturinn í Salnum 19. júní hefur
yfirskriftina Siðfræði snemmtækrar
íhlutunar: „Snemmtæk íhlutun skiptir
mjög miklu máli um árangur meðferðar
hjá einhverfum. Í fyrirlestrinum fjallar
dr. Rosales um mikilvægi þess að þeir
sem annast meðferð barnsins beri sig
rétt að og hafi nauðsynlega sérþekk-
ingu,“ segir Kristín.
Fyrirlesturinn 19. júní og námskeiðið
20. júní fara fram á ensku en útdrætti á
íslensku verður dreift. Skráning á nám-
skeiðið er á heimasíðu Greiningar- og
ráðgjafarstöðvar á slóðinni www.grein-
ing.is.
Nánari upplýsingar um atferlis-
greiningu má finna á heimasíðu SATÍS
á slóðinni www.atferli.is
Heilsa | Fyrirlestur og námskeið um atferlismeðferð og einhverfu barna
Efla þroska og færni daglega
Kristín Guð-
mundsdóttir fædd-
ist í Reykjavík
1970. Hún lauk
stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í
Reykjavík 1990,
BA í sálfræði frá
Háskóla Íslands
1996, meistara-
gráðu í atferlisgreiningu frá Univers-
ity of North Texas 2002 og er með sér-
fræðivottun í atferlisgreiningu.
Kristín hefur starfað við kennslu og
ráðgjöf í leik- og grunnskólum en hún
er nú aðjúnkt við félagsvísinda- og
lagadeild Háskólans á Akureyri.