Morgunblaðið - 11.06.2007, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚNÍ 2007 39
FASTEIGNA
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali.
Laugavegur
120 fm mikið endurnýjuð 4ra herb. íbúð á 2. hæð í steinhúsi í mið-
borginni. Olíuborin eik á gólfum, fallegar hurðir og uppgerðir pott-
ofnar. Nýleg innrétting í eldhúsi og rúmgóðar stofur. 2 sérgeymslur í
kjallara og sérmerkt bílastæði á baklóð. Verð 35,5 millj.
Strandvegur - Sjálandi - Garðabæ
Íbúð á efstu hæð
118 fm íbúð á efstu hæð með allt að 4 metra lofthæð og útsýni til
sjávar. Sérstæði í bílageymslu. Stórar samliggjandi stofur með út-
byggðum skála, opið eldhús með eyju, vönduðum innrétt. og tækj-
um, 3 herb. og baðherb., flísalagt í gólf og veggi. SV-svalir. Húsið
klætt áli að utan og því viðhaldslítið. Sérgeymsla í kj. Verð 41,5 millj.
Stigahlíð
Glæsilegt 275 fm einbýlishús með
30 fm innbyggðum bílskúr á þess-
um eftirstótta stað. Eignin skiptist í
forstofu, gestasnyrtingu, rúmgott
hol, samliggjandi glæsilegar stofur
með arni, rúmgott eldhús, þvotta-
herbergi inn af eldhúsi með bakútgangi, 4 svefnherbergi auk fataher-
bergis inn af hjónaherbergi, stórt bókaherbergi og 2 baðherbergi.
Hellulögð suðurverönd út af stofu og útgangur á suðursvalir úr hjóna-
herbergi. Hiti er í innkeyrslu að bílskúr. Falleg ræktuð lóð.
Vatnsholt
Vandað 240 fm parhús á þremur
hæðum auk 25 fm sérstæðs bíl-
skúrs á þessum eftirsótta stað. 2ja
herb. aukaíbúð með sérinng. er á
jarðhæð. Eignin skiptist m.a. í
þrjár stórar samliggjandi stofur
með útgangi á suðursvalir, rúmgott
eldhús, 4 herbergi og fataherbergi
auk sér 2ja herb. íbúðar á jarð-
hæð. Aukin lofthæð er á aðalhæð.
Verð 64,9 millj.
Faxatún - Garðabæ
Fallegt 171 fm einbýlishús á einni
hæð auk 21,5 fm bílskúrs í Garða-
bænum. Eignin skiptist í forstofu,
flísalagða gestasnyrtingu, rúm-
góðar og bjartar parketlagðar stof-
ur, eldhús með nýlegri hvítri og
tekk innréttingu, 3 herbergi auk
sjónvarpsherbergis við stofu, þvottaherbergi inn af eldhúsi með bak-
útgangi og baðherbergi. Ræktuð lóð. Verð 44,0 millj.
Vogaland
Glæsilegt 339 fm einbýlishús á
tveimur hæðum með 30 fm inn-
byggðum bílskúr. Eignin skiptist
m.a. í stórar samliggjandi stofur,
rúmgóðan sólskála, eldhús með
búri/vinnuherbergi inn af, 4 svefn-
herbergi, 1 herbergi inn af stofu,
fataherbergi, sjónvarpsherbergi og 2 baðherbergi auk gesta w.c.
Svalir út af hjónaherb. í austur. K-gler í gluggum. Falleg ræktuð lóð
með mikilli hellulögn og heitum potti. Hitalagnir í aðkomu að bílskúr
og húsi. Nánari uppl. á skrifstofu.
Aflagrandi
Góð 3ja herb. 103 fm íbúð á 12.
hæð, efstu, þ.m.t. geymsla í kjall-
ara í þessu eftirsótta lyftuhúsi fyrir
eldri borgara við Aflagranda. Íbúð-
in skiptist í forstofu, geymslu,
þvottaherbergi, eldhús, rúmgóða
stofu, 2 herbergi og baðherbergi.
Út frá stofu eru góðar svalir til suð-
austurs með stórkostlegu útsýni. Á
hluta svala er sólskáli/glerskýli.
Nánari uppl. á skrifstofu.
EFTIR sýningu 25 tíma, dansleik-
hús / samkeppni LR og ÍD, sem
haldin var í Borgarleikhúsinu 8.
júní, vaknaði hjá mér spurningin
hvað er eiginlega dansleikhús? Er
nóg að hafa leikara sem dansa og
dansara sem fara með texta, svo
hægt sé að tala um dansleikhús?
Þarf ekki meira til? Eins og upp-
byggingu verksins, hvernig það
rennur saman og að þær hugmyndir
sem höfundur hefur í huga skili sér
til áhorfenda.
Hvað er það sem gerir sýningu að
dansleikhúsi? Dansleikhús er hægt
að útfæra á mismunandi vegu og
með mismunandi hætti, með öllum
þeim möguleikum sem leikhús býð-
ur upp á.
Sjö dansverk voru frumsýnd, þar
af voru sex sem tóku þátt í sam-
keppninni. Þessi samkeppni er vett-
vangur til að hvetja listamenn til að
takast á við dansleikhúsformið, gera
tilraunir og kanna möguleikana sem
eru í boði í sviðslistum. Verkin, sem
voru öll ólík, sýndu að höfundar
fylgdu ekki einhverju ákveðnu
mynstri eða straumum heldur því
sem bjó þeim í hjarta.
Fyrsta atriði kvöldsins var verk
Árna Péturs Guðjónssonar, Atriði
úr Kirsuberjagarðinum. Hann legg-
ur af stað með spurningar sem hann
leitast við að svara. Hvernig nota má
sígilt leikrit sem kveikju að dans-
leikhúsi, hvaða leikhústækni virkar
fyrir reynda dansara og svo mögu-
leika um nærmyndir á stóru sviði.
Hann tekur þrjár persónur úr
Kirsuberjagarðinum eftir Tsjekhof
og sýnir áhorfandanum samband
þeirra á milli. Notkun á myndbands-
vél, með því að varpa myndum á
baktjaldið, reyndist góð leið til að
skapa meiri nánd á stóru sviði.
Í verki Steinunnar Ketilsdóttur,
Sápa, vinnur hún þá hugmynd að
raunveruleikinn sé oft óraunveru-
legur og öfugt. Kona bíður, hittir
mann, hittir síðan annan mann, síð-
an kemur inn önnur kona. Við erum
að leita, finnum, viljum leita lengra
og ekkert er nógu gott. Verk Stein-
unnar var vel upp byggt, vel unnið
og hafði skýra sögu. Hreyfingar
voru einfaldar og komu því vel til
skila þeirri sögu sem sögð var.
Verkið Blink of an eye er af allt
öðrum toga. Á baktjald er varpað
myndbandi af auga sem blikkar, síð-
ar birtist kona, mikið máluð, svip-
brigðalaus, eins og með grímu. Á
sviðinu eru tveir líkamar er hreyf-
ast, nálgast, svo úr verður eitt. Þær
myndir og form sem þeir mynda eru
eins og dýr eða skepnur – mann-
skepnur. Hvað gerist er við deplum
augunum? Hverju missum við af og
hvað sjáum við bak við augnlokið?
Hver erum við inn við beinið? Mynd-
bandið var mjög fallegt og gæti vel
staðið sjálfstætt, en mannverurnar á
sviðinu leyfa okkur að sjá þá hlið
sem er ekki alltaf sýnileg. Þetta
verk vann dómaraverðlaun kvölds-
ins.
Í Monday eftir Andreas Constant-
inou er fagurfræði höfundi hugleikin
og andstæður í hinu klassíska og
hversdagslega. Hann notar þrjú við-
fangsefni, unglingstúlkur er dansa á
táskóm, unglingspilta og hversdags-
legar athafnir þeirra og síðan óp-
erusöng. Atriði unglingspiltanna var
vel unnið og meðferð þeirra með sóf-
ann var skemmtilegt. Söngurinn var
fallegur en hreyfingar söngvaranna
voru stífar og stirðbusalegar. Ein-
hvern veginn rann verkið ekki nógu
vel saman og var of laust í böndum.
Verk Irmu Gunnarsdóttir, On
hold, hlaut áhorfendaverðlaun
kvöldsins. Hún notar skemmtilegt
sjónarhorn keilna í keiluhöll, er
standa og vonast til að brautin
þeirra verði notuð. Í verkinu eru
bjartir litir, glaðleg andlit og fjörug
músík. En það var samt skrýtið að
keilurnar heita amerískum nöfnum,
en tala íslensku, svo allt í einu tala
þær „amerísku“ og síðast íslensku
með „amerískum“ hreim. Einnig var
stundum erfitt að heyra hvað þær
voru að segja þar sem talað var ofan
í sönglag.
Síðasta verk samkeppninnar var
svo Finndu mig, ég fann þig, eftir
Ásgerði G. Gunnarsdóttir og Katr-
ínu Gunnarsdóttir. Er tjaldið fór
upp var fjöldi fólks á sviðinu í ljósum
fötum. Inn kemur ungur maður og
reynir að ná sambandi við fólkið.
Með því ýtir hann við öðrum sem
byrja einnig að færa sig á milli og
reyna að ná sambandi við hina.
Flesta er lítið hægt að ná sambandi
við, þó svo það sé ýtt við þeim. Hug-
myndin að verkinu er góð, vinna og
útfærsla var einnig fín. Þetta er
verk ungra höfunda og spennandi
verður að fylgjast með þeim í fram-
tíðinni.
Eftir hlé kom svo afrakstur hins
nýja dansleikhúss LR, Þvílík gleði,
eftir þau Mörtu Nordal og Peter
Anderson, en það var ekki hluti af
keppninni. Þau hafa bæði unnið til
verðlauna í dansleikhús / samkeppn-
inni. Þarna var á ferðinni vel upp-
byggt dansleikhúsverk, þar sem
leikarar dönsuðu og dansarar fóru
með texta. Þarna var hið talaða orð
til jafns við vægi og hreyfingar.
Verkið rann vel saman og þátttak-
endur stóðu sig vel og réðu vel við
dansleikhúsformið. Lýsing var mjög
góð sem og búningar.
Dansleikhús / samkeppni LR og
ÍD er góður og spennandi vett-
vangur fyrir þá er vilja spreyta sig á
að skapa og kanna óendanlega
möguleika dansleikhússins.
Óendanlegir mögu-
leikar dansleikhússins
Margrét J. Gísladóttir
Morgunblaðið/Golli
DANSLEIKHÚS
Dansleikhús / samkeppni 2007 í
Borgarleikhúsinu, 8. júní 2007
25 tímar
On Hold „Í verkinu eru bjartir litir, glaðleg andlit og fjörug músík.“
Blink of an eye „Mannverurnar á sviðinu leyfa okkur að sjá þá hlið sem er ekki alltaf sýnileg.“