Morgunblaðið - 11.06.2007, Page 40

Morgunblaðið - 11.06.2007, Page 40
MÁNUDAGUR 11. JÚNÍ 162. DAGUR ÁRSINS 2007 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Guðni blæs til sóknar og stefnir að 25% fylgi  Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði á mið- stjórnarfundi í gær að flokkurinn gæti aukið fylgi sitt hratt eftir ósig- urinn í þingkosingunum 12. maí. Hann rifjaði upp sigur flokksins árið 1979 eftir slæman ósigur árið áður og sagði framsóknarmenn eiga að stefna að 25% fylgi. » 2 Óbreytt hvalveiðistefna  Einar K. Guðfinnsson sjáv- arútvegsráðherra býst ekki við neinni stefnubreytingu hjá rík- isstjórninni varðandi hvalveiðar þótt Þórunn Sveinbjarnardóttir hafi látið í ljósi andstöðu við hvalveiðar í við- tali við Morgunblaðið. » Forsíða Orkuverðlaunin afhent  Vladímír Pútín Rússlandsforseti afhenti Þorsteini I. Sigfússyni Al- heimsorkuverðlaunin um helgina. Eftir afhendinguna flutti Pútín ræðu um stöðu orkumála í heiminum. » Forsíða og 6 Flokkur Sarkozy sigraði  Hægriflokkur Nicolas Sarkozy, nýkjörins forseta Frakklands, sigr- aði í fyrri umferð þingkosninganna í gær, fékk um 40% atkvæða. Sósíal- istar fengu um 25% fylgi. » 14 Kosovo fái sjálfstæði  George W. Bush Bandaríkja- forseti hvatti til þess í gær að Kos- ovo-hérað fengi sjálfstæði frá Serbíu þrátt fyrir harða andstöðu stjórn- valda í Rússlandi. » 14 SKOÐANIR» Ljósvakinn: Hefur sjónvarpið lækningamátt? Staksteinar: Hvað vakti fyrir Össuri? Forystugreinar: Verðskulduð viður- kenning | Ný staða í hvalveiðum UMRÆÐAN» Olíuhreinsunarstöð í Vesturbyggð Heilbrigðisráðh. og leikaraskapur Þorskurinn og ákvörðun um heildarafla Gifstappinn – íslensk uppfinning Enn eitt brunaslys af heitu vatni Reklar FASTEIGNIR» Heitast 17 °C | Kaldast 10 °C  Fremur hæg norð- læg átt. Bjart suð- vestanlands. Sums staðar þokubakkar. » 10 Ljóðin eru falleg og vel samin og lögin einnig en hljómur plötunnar er þó ekki upp á marga fiska, segir í dómi. » 33 PLÖTUDÓMUR» Lélegar út- setningar FLUGAN» Flugan fór á fjöruga tónleika. » 32 Gísli Árnason kynnti sér vefsíðu Guten- berg-verkefnisins, en þar má finna tug- þúsundir bóka end- urgjaldslaust. » 36 VEFSÍÐA VIKUNNAR» Bókasafn án gjalds DANSLEIKHÚSDÓMUR» Hvað gerir sýningu að dansleikhúsi? » 39 HÖNNUN» Fjögurra stjörnu spennumynd. » 35 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Dýrt að mæta of seint á blm.fund 2. KR sigurlaust eftir tap gegn ÍA 3. Ósáttur við brottrekstur 4. Paris Hilton unir dómi SÍGARETTUSTUBBAR og plast- glös blöstu við augum vegfarenda miðborgar Reykjavíkur þegar þeir gengu þar um snemma í gærmorg- un. Það er ekki nýtt að miðborgin líti illa út eftir skemmtanahald en merkja má greinilega aukningu í kjölfar þess að reykingabanni var komið á 1. júní sl. Samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdasviði Reykjavíkur- borgar hafa þó engar kvartanir bor- ist vegna sóðaskapar viðskiptavina ölstofa en þar á bæ munu menn fylgjast vel með ástandinu á næstu vikum. „Borgarstjóri benti á að þetta gæti orðið fylgifiskur bannsins og við ætlum að skoða á næstu tveimur, þremur vikum hvort þetta sé vandamál og þá hvernig við mun- um taka á því,“ segir Sighvatur Arn- arsson, skrifstofustjóri á skrifstofu gatna- og eignaumsýslu á fram- kvæmdasviði Reykjavíkurborgar. Sighvatur segir að best væri ef veitingamenn settu sjálfir upp stubbahús eða -stampa og sæju um að tæma þá. Verkefnin séu næg fyrir og best sé að þeir sem standi næst vandamálinu leysi það. Annars má gera ráð fyrir einhverjum auka- kostnaði fyrir Reykjavíkurborg. Sígarettu- stubbar og plastglös GUÐMUNDUR Oddur Magnússon, prófessor í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands, segir merki Ólymp- íuleikanna í Lundúnum 2012 vera það verst hann- aða í sögu leikanna. Guðmundur segir merkið minna á sprengjubrot og við fyrstu sýn líta út fyrir að vera minnismerki um hryðjuverk. „Ótrú- legir stælar og laust við allt sem prýða má gott merki,“ segir Guð- mundur, betur þekktur sem Goddur. Merki ÓL 2012 hefur verið harð- lega gagnrýnt í Bretlandi, bæði af al- menningi og ráðamönnum. Goddur tekur út merki nokkurra Ólympíuleika í grein í blaðinu og bendir á hver séu vel hönnuð og hver illa. Merki Tókýóleikanna 1964 og leikanna í Mexíkó 1968 eru til fyr- irmyndar, að mati Godds. | 37 „Ótrúlegir stælar“ Illa hannað Merki leik- anna í Lundúnum 2012. ÞAÐ blæs ekki byrlega fyrir KR-ingum, en þeim hafði verið spáð öðru sæti í Landsbankadeildinni í sumar. Í gærkvöldi fóru KR-ingar upp á Skipaskaga og máttu þola þar enn einn ósigurinn, 1-3 gegn ÍA, og sitja nú einir á botni deildarinnar eftir fimm umferðir með að- eins eitt stig. Og það er ekki víst að fyrsti sigurinn sé í augsýn, a.m.k. geta næstu andstæðingar KR vart talist auðveldir, sjálfir Íslandsmeistarar FH koma í heimsókn í Vesturbæ á fimmtudaginn. Þykir ljóst að farið sé að hitna undir þjálfara liðsins, Teiti Þórðarsyni. | Íþróttir Ljósmynd/Gísli Baldur Á botninum eftir enn eitt tapið Vesturbæjarveldið í djúpum öldudal TALIÐ er að jákvæð afkoma af uppbyggingarverkefni sem flug- málastjórn og Flugstoðir ohf. taka þátt í á alþjóðaflugvellinum í Pristina í Kosovo nemi um 100 milljónum króna fyrir síðustu 3 ár. Forstjóri Flugstoða, Þorgeir Páls- son, segir hins vegar óeðlilegt að ræða um gróða í þessu samhengi. „Við fengum enga fjármuni frá hinu opinbera í þetta verkefni og það hefur alltaf legið fyrir að við mættum ekki líða fjárhagslegt tap af þessari starfsemi. Þessum rekstri fylgir hins vegar ýmis áhætta, til dæmis gengisáhætta og svo hefur verið talsverður órói á svæðinu, sem við verðum að geta brugðist við ef í harðbakka slær,“ segir Þorgeir. Frá því að flugmálastjórn, og síð- an Flugstoðir ohf., tóku við því hlutverki að beiðni Sameinuðu þjóð- anna að vera bakhjarl Pristina-flug- vallar hafa 6.300 vinnustundir verið unnar af starfsmönnum þeirra í tengslum við verkefnið og samtals um 70 starfsmenn Flugstoða hafa farið til Pristina til að sinna þessum verkefnum. Flestar voru vinnu- stundirnar árið 2005, þegar umsvif Íslendinga á flugvellinum voru sem mest. Íslensku starfsmennirnir annast eftirlit með starfsemi flugvallarins í Pristina, auk þess sem þeir veita heimamönnum ráðgjöf um rekstur og endurbætur á flugvellinum.  Ávinningurinn | 8 100 milljónir í hagnað Jákvæð afkoma af verkefni flugmálastjórnar og Flugstoða ohf. á alþjóðaflugvellinum í Pristina í Kosovo Ljósmynd/Jóhannes Long Aðstoð Flugvöllurinn í Pristina. Í HNOTSKURN » Fimm íslenskir starfsmenneru í Kosovo um þessar mundir á vegum Flugstoða ofh. »Starfsleyfi flugvallarins ergefið út samkvæmt heimild frá Flugmálastjórn Íslands en Flugstoðir ohf. bera ábyrgð á allri flugumferðarstjórn á flug- vellinum í Pristina. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.