Morgunblaðið - 12.07.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.07.2007, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR  ERNA Har- aldsdóttir hjúkr- unarfræðingur hefur varið dokt- orsritgerð sína við Edinborgar- háskóla. Heiti rit- gerðarinnar er „The constraints of the ordinary: Caring for dying patients in a hospice in Scotland“. Verjendur voru prof. Jane Seymour og prof. Rosemary Mander. Rannsóknin byggist á vettvangskönnun og fjallar um nærveru hjúkrunarfræðinga við deyjandi einstaklinga á líknardeild. Fylgst var með störfum hjúkrunar- fræðinga og skoðað hverning þeir nálguðust sjúklingana. Meginniðurstöður rannsóknar- innar sýna að skipulag hjúkrunar- innar var með þeim hætti að hjúkr- unarfræðingunum gafst ekki rúm eða næði til þess að nálgast sjúk- lingana á hátt sem mundi hvetja þá til að ræða um reynslu sína tengda því að vera með ólæknandi sjúkdóm og/eða tilfinningar sínar tengdar yf- irvofandi dauða. Markmið hjúkr- unarinnar á líknardeildinni snerist um að veita líkamlega umönnun og skapa andrúmsloft sem stuðlaði að léttleika og þægindum. Hjúkrunar- fræðingarnir forðuðust hins vegar að ræða við sjúklingana um þá til- finningalegu streitu sem oft fylgir því að vera deyjandi og í raun hindr- uðu að slík umræða ætti sér stað. Þær ályktanir eru dregnar af rann- sókninni að hjúkrunarfæðingar þurfi stuðning og svigrúm til þess að geta sinnt þeim þætti líknarmeðferðar að veita nærveru sem stuðlar að opnum tjáskiptum hjúkrunarfræðinga og sjúklinga um þá reynslu að horfast í augu við yfirvofandi dauða. Erna er búsett í Skotlandi og býr með eiginmanni og þremur börnum. Hún starfar sem deildarstjóri á líkn- arheimili. Foreldrar Ernu eru Har- aldur Sigurgeirsson og Halldóra Gunnarsdóttir. Doktor í hjúkrunar- fræði ÁSETNING nautkálfa var 17,6% meiri á síðasta ári en árið 2005. Má því búast við tilsvarandi fram- leiðsluaukningu á næstunni, þar sem vænta má að breytingar á fallþunga verði óverulegar. Þessar upplýsingar koma fram á vef Bændasamtakanna, og eru unn- ar upp úr gagnagrunni. Þar segir að þetta gerist í beinu framhaldi af hagstæðri verðþróun á nautakjöti sem hófst árið 2004. Árin þar á und- an lækkaði verð hins vegar sam- fleytt, sem leiddi af sér samdrátt í nautakjötsframleiðslu. Fram kemur á vefnum að þetta verði vonandi til þess að innflutningur á nautakjöti haldi áfram að minnka í takt við aukningu á framleiðslu innanlands. Innflutningur á nautakjöti nam 95 tonnum fyrstu þrjá mánuði ársins 2006. Til samanburðar nam innflutn- ingurinn 64 tonnum fyrstu fjóra mánuði þessa árs. Meira magn nautakjöts ♦♦♦ ♦♦♦ Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is ÞEGAR kemur að því að sleppa tak- inu á gömlu, útvíðu gallabuxunum þínum eða rándýra kjólnum sem þú hefur ekki klæðst (eða passað í) síð- an fyrir aldamót, er um ýmislegt að velja. Einn möguleikanna er að gefa flíkina til Rauða krossins. Reglulega koma gámabílar frá Sorpu í Fataflokkunarstöð Rauða krossins í Gjótuhrauni og sturta heilu fataförmunum á gólfið. Þá hefj- ast sjálfboðaliðar handa við að skilja frá það heillegasta til notkunar inn- anlands, fyrir Rauða kross-búðirnar og fataúthlutanir, en restin er seld óflokkuð til flokkunarfyrirtækja í Hollandi og Þýskalandi. Að meðal- tali fara um þúsund tonn af fötum í gegnum fataflokkunarstöðina á ári hverju, eða um tuttugu tonn í viku. „Það voru tíu tonn hér á gólfinu í gær [mánudag],“ segir Örn Ragn- arsson, verkefnisstjóri Fataflokk- unarstöðvar Rauða krossins. Verkefnið, sem hófst árið 2000, skilaði í fyrra sex milljónum í hjálp- arsjóð Rauða krossins og var upp- hæðin notuð til að endurhæfa barna- hermenn í Sierra Leone. Minkapels og leikföng Við hlið stöðvarinnar er lítil að- staða fyrir fataúthlutun en þar er opið einu sinni í viku, á miðvikudög- um milli kl. 9 og 14. „Hvaða ein- staklingur sem er getur komið hing- að og fengið ókeypis fatnað,“ segir Örn en takmark er þó sett á fjölda heimsókna. Hver einstaklingur má að hámarki koma einu sinni í mánuði og þá fylla tvo innkaupapoka af föt- um án gjalds, en þriðji pokinn kostar 1.000 kr. „Við fáum allt upp í fimm- tíu manns á viku, þannig að það er mikil örtröð hér.“ Í hillum má jafn- framt sjá diska, bækur og leikföng en Örn segir allt vera tekið með sem er talið að gangi út. Til dæmis stoppi leirtau og leikföng yfirleitt stutt við. Erni er sérstaklega minnisstæð ein flíkin: „Við höfum fengið svartan minkapels og ég fór sjálfur yfir hann eins vel og ég gat til að athuga hvort ég fyndi slit en það fannst ekkert.“ Ekki er allur fatnaðurinn sem Rauða krossinum berst notaður. Ýmsar verslanir gefa nýjan fatnað sem ekki hefur gengið út og er hann yfirleitt alltaf sendur til Afríku en flest fyrirtækin setja það skilyrði að fötin verði ekki notuð hér á landi. Óskilamunadeildir leggja líka fram sinn skerf. Á vorin er farið í skólana þegar óskilamunir hafa ekki gengið út og er þar margt heillegt að finna. Þá er reglulega náð í íþróttaföt og handklæði frá íþróttafélögum og sundstöðum. Að sögn Arnar er töluvert af því sem kemur inn ónýtt en því er ekki fleygt heldur er það selt í endur- vinnslu. „T.d. ef þú ert í Levi’s- gallabuxum, þá er hægt að endur- vinna efnið í gallabuxunum níu sinn- um.“ Peysur eru líka endurunnar. „Það er í rauninni ekkert af þessu sem er alveg ónýtt, m.a.s. eru lélegir skór teknir og unnið úr þeim í Evrópu.“ Síðustu tvö árin hefur búðin á Laugavegi gengið mjög vel en í fyrra var selt fyrir 8,5 milljónir. „Það er með notuðu fötin; það er heims- markaðsverð sem gildir í því eins og olíunni þannig að verðið fer upp og niður en hefur verið á uppleið nú upp á síðkastið þannig að árið í ár lítur mjög vel út.“ Fá 1.000 tonn af fötum á ári Fataflokkunarstöð Rauða krossins hefur í nógu að snúast  Yfir 11 þús. stundir unnar í sjálfboðavinnu í fyrra  Gámur af fötum selst á 300 þús. Morgunblaðið/Ásdís Mikið að gera Fyrsta starfsárið tók Fataflokkunarstöðin á móti 300 tonnum af fötum en nú er magnið komið upp í 1.000 tonn á ári. 1.870 einstaklingar leituðu þangað í fyrra en fyrsta árið komu einungis nokkur hundruð. Sjálfboðaliði Jóna Arthúrsdóttir gaf yfir 600 klukkustundir í vinnu á síð- asta ári. Örn verkefnisstjóri segir hana duglegasta sjálfboðaliðann. SÁNING er hafin á Landeyjasandi vegna fyrirhugaðrar hafnar í Bakkafjöru og sveitarstjórn Rang- árþings eystra hefur samþykkt að- alskipulag þar sem gert er ráð fyrir höfninni, vegi frá henni og grjót- námi á Seljalandsheiði. Það er í ferli sem væntanlega lýkur áður en framkvæmdir við sjálfa höfnina hefjast, sem samkvæmt áætlun verður eftir áramót. Sáning á Landeyjasandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.